Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings

Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.

Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Auglýsing

Rekstr­ar­tap útgáfu­fé­lags­ins Birt­ings, sem er umfangs­mesta tíma­rits­út­gáfa lands­ins, nam 74,2 millj­ónum króna á síð­asta ári. Það er mun minna rekstr­ar­tap en árið áður, þegar það nam rúm­lega 200 millj­ónum króna. 

Eigið fé félags­ins var nei­kvætt um 67,3 millj­ónir króna í lok árs 2021. Velta Birt­ings var 220,4 millj­ónir króna og dróst saman um 56,2 millj­ónir króna milli ára, eða um fimmt­ung. Á móti hefur launa­kostn­aður félags­ins dreg­ist afar skarpt saman frá árinu 2020, úr 222,3 millj­ónum króna í 125,5 millj­ónir króna, eða um 44 pró­sent. Stöðu­gildum hjá Birt­ingi fækk­aði enda úr 25 í 12 á síð­asta ári. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Birt­ings fyrir árið 2021 sem birtur var nýverið í árs­reikn­inga­skrá Skatts­ins. 

Hagn­aður vegna afskrifta

Þrátt fyrir mikið rekstr­ar­tap í fyrra skil­aði Birt­ingur 50,2 milljón króna hagn­aði. Ástæða þess er að 135,2 milljón króna skuld félags­ins var afskrif­uð. Afskriftin er færð sem tekj­ur. Skuldin var selj­enda­lán frá fyrr­ver­andi eig­anda Birt­ings, Fjár­fest­inga­fé­lag­inu Daln­um, sem veitt var þegar Sig­ríður Dagný Sig­ur­björns­dótt­ir, núver­andi eig­andi og fram­kvæmda­stjóri félags­ins, eign­að­ist það sum­arið 2020. 

Auglýsing
Áður en Sig­ríður Dagný keypti Birt­ing hafði útgáfan verið í eigu Fjár­fest­inga­fé­lags­ins Dals­ins frá árinu 2017. Upp­­haf­­lega var það félag í eigu Árna Harð­­­­­­­ar­­­­­­­son, Róberts Wessman og þriggja ann­­arra manna. Síð­­ar var Hall­­dór Krist­­manns­­son, þá fram­­kvæmda­­stjóri hjá Alvogen og náinn sam­­starfs­­maður Róberts Wessman og Árna Harð­­ar­­sonar til margra ára, skráður eig­andi félags­­ins. Eftir að þeim sinn­að­ist var eign­ar­haldið fært að mestu yfir á Aztiq Invest­ment Advis­ory AB, sem Róbert Wessman hefur yfir­ráð yfir. Fyr­ir­svars­maður Dals­ins í dag er Jóhann Guð­laugur Jóhanns­son, sem er náinn sam­starfs­maður Róberts og stjórn­andi hjá Alvogen. 

Á þessu tíma­bili gaf Birt­ingur úr Vik­una, Gest­gjafann og Hús og Híbýli auk þess sem það haf út frí­blaðið Mann­líf og hélt úti vefnum mann­lif.­is. Tapið á rekstri Birt­ings á árunum 2017 til 2020 var 762 millj­ónir króna. 

Útgáfu frí­blaðs­ins var hætt í kjöl­farið og mannílfsvef­ur­inn seldur til Reynis Trausta­sonar og við­skipta­fé­laga hans snemma árs 2021. 

Í dag gefur Birt­ingur því ein­ungis út áður­nefnd þrjú tíma­rit. 

Sátu uppi með Birt­ing eftir að hafa lánað Birni Inga

Inn­koma Róberts Wessman og við­skipta­fé­laga hans í fjöl­miðla­geir­ann átti sér þó lengri aðdrag­anda. Hann hafði komið að fjár­­­­­mögnun á fjöl­miðla­veldi Björns Inga Hrafns­­­sonar undir hatti Press­un­­­ar, sem reis hæst á árunum 2014 til 2017 með fjöl­­­mörgum yfir­­­­­tökum á öðrum fjöl­mið­l­­­um. 

­Síð­­asta yfir­­takan var á tíma­­rita­út­­­gáf­unni Birt­ingi í lok árs 2016 og eftir hana voru tæp­­lega 30 miðlar í Pressu­­sam­­stæð­unni. Þeirra þekkt­­­astir voru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­­­varps­­­stöðin ÍNN og tíma­­­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Rekst­­­ur­inn gekk afleit­lega og útheimti sífellt meira fé. Það leiddi til þess að í apríl 2017 var til­­­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­­­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­­­ar. 

Sá aðili sem ætl­­­aði að koma með mest fé inn í rekst­­­ur­inn var Fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagið Dal­­­ur­inn, félag í eigu Róberts, Árna og þriggja ann­­­arra manna, sem höfðu áður lánað Birni Inga. 

Um miðjan maí voru þeir hættir við aukna fjár­­­fest­ingu en áttu þó enn meiri­hluta hluta­fjár í sam­­stæð­unni. Á sama tíma var kaupum Pressunnar á Birt­ingi rift og Dal­­ur­inn keypti í kjöl­farið allt hlutafé þess fyr­ir­tæk­­is. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent