Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings

Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.

Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Auglýsing

Rekstr­ar­tap útgáfu­fé­lags­ins Birt­ings, sem er umfangs­mesta tíma­rits­út­gáfa lands­ins, nam 74,2 millj­ónum króna á síð­asta ári. Það er mun minna rekstr­ar­tap en árið áður, þegar það nam rúm­lega 200 millj­ónum króna. 

Eigið fé félags­ins var nei­kvætt um 67,3 millj­ónir króna í lok árs 2021. Velta Birt­ings var 220,4 millj­ónir króna og dróst saman um 56,2 millj­ónir króna milli ára, eða um fimmt­ung. Á móti hefur launa­kostn­aður félags­ins dreg­ist afar skarpt saman frá árinu 2020, úr 222,3 millj­ónum króna í 125,5 millj­ónir króna, eða um 44 pró­sent. Stöðu­gildum hjá Birt­ingi fækk­aði enda úr 25 í 12 á síð­asta ári. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Birt­ings fyrir árið 2021 sem birtur var nýverið í árs­reikn­inga­skrá Skatts­ins. 

Hagn­aður vegna afskrifta

Þrátt fyrir mikið rekstr­ar­tap í fyrra skil­aði Birt­ingur 50,2 milljón króna hagn­aði. Ástæða þess er að 135,2 milljón króna skuld félags­ins var afskrif­uð. Afskriftin er færð sem tekj­ur. Skuldin var selj­enda­lán frá fyrr­ver­andi eig­anda Birt­ings, Fjár­fest­inga­fé­lag­inu Daln­um, sem veitt var þegar Sig­ríður Dagný Sig­ur­björns­dótt­ir, núver­andi eig­andi og fram­kvæmda­stjóri félags­ins, eign­að­ist það sum­arið 2020. 

Auglýsing
Áður en Sig­ríður Dagný keypti Birt­ing hafði útgáfan verið í eigu Fjár­fest­inga­fé­lags­ins Dals­ins frá árinu 2017. Upp­­haf­­lega var það félag í eigu Árna Harð­­­­­­­ar­­­­­­­son, Róberts Wessman og þriggja ann­­arra manna. Síð­­ar var Hall­­dór Krist­­manns­­son, þá fram­­kvæmda­­stjóri hjá Alvogen og náinn sam­­starfs­­maður Róberts Wessman og Árna Harð­­ar­­sonar til margra ára, skráður eig­andi félags­­ins. Eftir að þeim sinn­að­ist var eign­ar­haldið fært að mestu yfir á Aztiq Invest­ment Advis­ory AB, sem Róbert Wessman hefur yfir­ráð yfir. Fyr­ir­svars­maður Dals­ins í dag er Jóhann Guð­laugur Jóhanns­son, sem er náinn sam­starfs­maður Róberts og stjórn­andi hjá Alvogen. 

Á þessu tíma­bili gaf Birt­ingur úr Vik­una, Gest­gjafann og Hús og Híbýli auk þess sem það haf út frí­blaðið Mann­líf og hélt úti vefnum mann­lif.­is. Tapið á rekstri Birt­ings á árunum 2017 til 2020 var 762 millj­ónir króna. 

Útgáfu frí­blaðs­ins var hætt í kjöl­farið og mannílfsvef­ur­inn seldur til Reynis Trausta­sonar og við­skipta­fé­laga hans snemma árs 2021. 

Í dag gefur Birt­ingur því ein­ungis út áður­nefnd þrjú tíma­rit. 

Sátu uppi með Birt­ing eftir að hafa lánað Birni Inga

Inn­koma Róberts Wessman og við­skipta­fé­laga hans í fjöl­miðla­geir­ann átti sér þó lengri aðdrag­anda. Hann hafði komið að fjár­­­­­mögnun á fjöl­miðla­veldi Björns Inga Hrafns­­­sonar undir hatti Press­un­­­ar, sem reis hæst á árunum 2014 til 2017 með fjöl­­­mörgum yfir­­­­­tökum á öðrum fjöl­mið­l­­­um. 

­Síð­­asta yfir­­takan var á tíma­­rita­út­­­gáf­unni Birt­ingi í lok árs 2016 og eftir hana voru tæp­­lega 30 miðlar í Pressu­­sam­­stæð­unni. Þeirra þekkt­­­astir voru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­­­varps­­­stöðin ÍNN og tíma­­­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Rekst­­­ur­inn gekk afleit­lega og útheimti sífellt meira fé. Það leiddi til þess að í apríl 2017 var til­­­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­­­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­­­ar. 

Sá aðili sem ætl­­­aði að koma með mest fé inn í rekst­­­ur­inn var Fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagið Dal­­­ur­inn, félag í eigu Róberts, Árna og þriggja ann­­­arra manna, sem höfðu áður lánað Birni Inga. 

Um miðjan maí voru þeir hættir við aukna fjár­­­fest­ingu en áttu þó enn meiri­hluta hluta­fjár í sam­­stæð­unni. Á sama tíma var kaupum Pressunnar á Birt­ingi rift og Dal­­ur­inn keypti í kjöl­farið allt hlutafé þess fyr­ir­tæk­­is. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent