Þórólfur segir kæru annars endurskoðanda Vísis gegn sér vera tilraun til þöggunar

Hagfræðiprófessor og annar endurskoðandi útgerðarfyrirtækisins Vísis hafa staðið í ritdeilu undanfarnar vikur vegna þess hvernig aflaheimildir eru bókfærðar. Prófessorinn segir kæru endurskoðandans til siðanefndar vera tilraun til þöggunar.

Þórólfur Matthíasson
Þórólfur Matthíasson
Auglýsing

Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, segir boð­aða kæru Birkis Leós­sonar end­ur­skoð­anda á hendur sér til siða­nefndar Háskóla Íslands, í kjöl­far rit­deilu þeirra á milli um hvernig eigi að bók­færa virði afla­heim­ilda, minna á atvik úr sand­kassa­leikjum bernsku sinn­ar. „En henni fylgir þó alvar­legur und­ir­tónn því í henni felst til­raun til þögg­un­ar, ekki bara gagn­vart mér heldur gagn­vart öllum öðrum háskóla­mönnum sem hafa vilja og áhuga á að tjá sig um sjáv­ar­út­vegs­mál og fram­kvæmd sjáv­ar­út­vegs­stefnu. Kannski er það til­gang­ur­inn?“

Þetta skrifar Þórólfur í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag.

Rit­deila í nokkrar vikur vegna virði afla­heim­ilda

Rit­­deila þeirra Þór­­ólfs og Birkis hefur snú­ist um gagn­rýni pró­­fess­or­s­ins á reikn­ings­skil og end­­ur­­skoðun árs­­reikn­ings sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fé­lags­ins Vís­is, sem Birkir hefur haft aðkomu að í sínum störf­­um. Skeyti hafa gengið þeirra á milli á síðum blaðs­ins und­an­farnar vik­­ur, eða frá því að Þórólfur hóf upp raust sína með grein þann 15. júlí. Þeirri grein svar­aði Birkir þann 21. júlí.

Í grein sem birt­ist í Frétta­­blað­inu á þriðju­dag í síð­ustu viku svar­aði Þórólfur Birki á ný og gagn­rýndi starfs­hætti end­­ur­­skoð­enda Vísis og ann­­arra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fé­laga nokkuð harð­­lega. Hann sagði meðal ann­­ars að þeir örfáu ein­stak­l­ingar sem bæru ábyrgð á end­­ur­­skoðun reikn­inga íslenskra útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja hefðu „skapað þá venju að hunsa skýr fyr­ir­­­­mæli í 5. gr. árs­­­reikn­ings­­lag­anna og hanga eins og hundar á roði á þröngri túlkun á á­kvæðum 26. greinar bók­halds­­­lag­anna“.

Auglýsing
Þórólfur vill meina að þetta fyr­ir­komu­lag leiði til þess að óefn­is­­leg rétt­indi, þar með talið afla­heim­ild­ir, séu ekki metin með gagn­­sæjum hætti í árs­­reikn­ingum útgerða. Í grein hans á þriðju­dag­inn sagði að miðað við að „var­an­­­legur kvóti sé seldur á 4.000 krónur þorsk­í­­­gildið er verð­­­mæti kvóta sem Vísir ráð­stafar milli 50 og 60 millj­­arðar króna, en ekki um 14 millj­­arðar króna eins og bók­­­fært er í árs­­­reikn­ingi“ og segir pró­­fess­or­inn að þar sé „dá­lag­­­leg dulin „eign““ á ferð­inni.

„Ég skal ekki ganga svo langt að full­yrða að um lög­­­brot sé að ræða, en get ekki séð betur en að gengið sé með skýrum hætti gegn inn­­­taki og grunn­hugsun árs­­­reikn­ings­­lag­anna. Það getur ekki talist gott vega­­­nesti í end­­ur­­­­skoð­un!“ 

Þessi skrif tók Birkir óstinnt upp í grein sem birt­ist fyrir viku þar sem hann boð­aði kæru til siða­nefndar Háskóla Íslands vegna skrifa Þór­ólfs. Hag­fræði­pró­fess­or­inn svar­aði grein­inni svo í dag og ásakar Birki um þögg­un.

Kvört­uðu yfir fram­göngu Þór­ólfs „gagn­vart sjáv­ar­út­veg­in­um“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem aðilar sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi hafa kvartað yfir fram­göngu Þór­ólfs á opin­berum vett­vangi. Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber 2019 að þann 17. júní sama ár hafi barst Þórólfi borist skeyti frá erlendu einka­­fyr­ir­tæki um að taka þátt í úttekt sem það var að vinna um sjálf­­bærni ýsu og ufsa við Ísland. Ástæðan var sú að annar íslenskur fræð­i­­maður hafði þurft að segja sig frá verk­inu vegna ann­­arra verk­efna og sá hafði bent á Þórólf. 

Þórólfur samdi við erlenda ráð­gjaf­­ar­­fyr­ir­tækið tveimur dögum síðar um að taka að sér að vinna að úttekt­inn­i. 

Þann 1. júlí 2019 barst Þórólfi hins vegar skeyti frá fyr­ir­tæk­inu þar sem kom fram að ákveðnir hags­muna­að­ilar sem greiddu fyrir úttekt­ina hefði umtals­verðan fyr­ir­vara á því að Þórólfur ynni að verk­efn­inu. Hags­muna­að­il­­arn­ir, tengdir sjá­v­­­ar­út­­­vegi, hefðu ein­fald­­lega ákveðið að Þórólfur ætti ekki að vera hluti af teym­inu sem ynni úttekt­ina. Engin efn­is­­leg skýr­ing var gefin á þessu önnur en sú að það væri ekki óal­­gengt að svona lagað gerð­ist í verk­efnum sem fyr­ir­tækið ynni að á Íslandi, og eftir atvikum í öðrum lönd­­um. 

Skelf­ing að Þórólfur hefði aðgang að gögnum

Þórólfur hafði áður orðið þess áskynja að hags­muna­að­ilar í sjá­v­­­ar­út­­­vegi hefðu lagst gegn þátt­­töku hans í verk­efn­­um. Í des­em­ber 2009 var skip­uð  eft­ir­lits­­nefnd um aðgerðir í þágu ein­stak­l­inga, heim­ila og fyr­ir­tækja vegna hruns­ins. Til­­­gangur nefnd­­ar­innar meðal ann­­ars að gæta þess að sann­­girni og jafn­­ræðis yrði gætt þegar verið væri að taka ákvarð­­anir um end­­ur­­skipu­lagn­ingu skulda. Í nefnd­ina voru skip­aðir þrír ein­stak­l­ing­­ar: Þórólf­­ur, María Thjell, þá for­­stöð­u­­maður laga­­stofn­unar Háskóla Íslands sem var for­­maður henn­­ar, og Sig­ríður Ármanns­dótt­ir, lög­­giltur end­­ur­­skoð­and­i. 

Í mars 2010 barst Maríu Thjell, for­­manni nefnd­­ar­inn­­ar, tölvu­­póst frá Frið­­riki J. Arn­gríms­­syni, sem þá var fram­­kvæmda­­stjóri Lands­­sam­­bands íslenskra útvegs­­manna (LÍÚ), sam­tök sem í dag heita Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi (SFS). Afrit af póst­­inum var sent á alla stjórn og vara­­stjórn LÍÚ á þeim tíma.

Í tölvu­­póst­­inum sagði Frið­­rik: 

„Blessuð.

Við mig hafði sam­­band útgerð­­ar­­maður sem hlýddi á erindi þitt í morg­un­. Honum til mik­illar skelf­ingar þá lítur svo út að Þórólfur Matt­h­í­a­s­­son muni hafa aðgang að öllum hans málum í bönk­­­um. Það vill hann ekki að ger­ist.

Maður á vegum Þór­­ólfs hefur nýverið beðið sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki um gögn um rekstur og efna­hag þeirra en verið neit­að.

Reynsla útgerð­­ar­­manna af með­­­ferð Þór­­ólfs á gögnum og fram­­ganga hans gagn­vart sjá­v­­­ar­út­­­veg­inum hefur verið með þeim hætti að á störfum hans ríkir full­komið van­­traust.

Mér er kunn­ugt um að fleiri en þessi útgerð­­ar­­maður vilja ekki að Þórólfur kom­ist í trún­­að­­ar­­gögn sem þá varðar í krafti setu sinnar í eft­ir­lits­­nefnd­inni skv. lögum nr. 107/2009 .

Hvað þarf að gera til að verj­­ast því?“

Full alvara

Í svar­­pósti til Frið­­riks, sem sendur var dag­inn eft­ir, lagði nefnd­­ar­­for­­mað­­ur­inn áherslu á að nefndin væri bundin algjörum trún­­aði vegna þeirra gagna sem hún myndi skoða. Þau yrðu ein­ungis skoðuð inni í bönkum og engin afrit tekin úr húsi. „Nefndin má ekki tjá sig um gögnin á neinn hátt eða nota vit­­neskju sem hún fær á grund­velli þeirra, hvorki beint né óbeint. Það á því ekki að vera nokkur þörf á því að hafa áhyggjur af því að Þórólfur hafi sem nefnd­­ar­­maður aðgang að gögnum þeirra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja sem fara í gegnum fjár­­hags­­lega end­­ur­­skipu­lagn­ingu og gætu því veri skoðuð af nefnd­inn­i.“ 

Auglýsing
Klukkutíma og tveimur mín­útum eftir að svar­­póst­­­ur­inn var sendur svar­aði Frið­­rik hon­­um. Í svar­inu var Maríu þakkað fyrir svar­ið. Síðan stóð: „Það er full alvara á bak við það að menn vilja ekki að Þórólfur Matt­h­í­a­s­­son kom­ist í gögn sem fyr­ir­tæki þeirra varðar og þá skiptir laga­­bók­­stafur um trúnað engu máli.  Það er því ein­­dregin ósk að tryggt verði að það ger­ist ekki.“

Síðar sama dag barst Frið­­riki svar þar sem honum var greint frá því að nið­­ur­­staðan væri sú sama og áður. „Ekki er hægt að taka undir þau sjón­­­ar­mið sem haldið er fram af hálfu LÍÚ.“

Var að vinna að úttekt

Í upp­­runa­­lega tölvu­­póst­­inum sem Frið­­rik sendi til for­­manns eft­ir­lits­­nefnd­­ar­innar vitn­aði hann til þess að maður „á vegum Þór­­ólfs hefur nýverið beðið sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki um gögn um rekstur og efna­hag þeirra en verið neit­að.“

Sam­­kvæmt tölvu­póstum sem Kjarn­inn hefur undir höndum var þar um að ræða þáver­andi aðstoð­­ar­­mann Þór­­ólfs, en hann var þá að vinna að úttekt á íslenskum sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Í tölvu­­pósti sem aðstoð­­ar­­mað­­ur­inn sendi á sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki voru þau beðin um afrit af árs­­reikn­ingum sínum fyrir árið 2007, til að tölu­­legar upp­­lýs­ingar í úttekt­inni gætu verið sem nákvæm­ast­­ar. Hægt er að nálg­­ast slíka reikn­inga hjá árs­­reikn­inga­­skrá, en oftar en ekki eru þeir þar í sam­an­­dregnu formi og gefa því ekki jafn glögga mynd af stöðu fyr­ir­tækja. Þess vegna voru þau sjálf beðin um að láta rann­sak­endum í té afrit af þeim. 

Í tölvu­­póst­­inum kom fram að reikn­ing­­arnir yrðu „Reikn­ing­­arnir verða aðeins not­aðir til þess að fá heild­­stæða mynd af sjá­v­­­ar­út­­­veg­inum en ekki til þess að skoða hvert og eitt fyr­ir­tæki nákvæm­­lega. Við gerð úttekt­­ar­innar verður farið með allar þær upp­­lýs­ingar sem tengj­­ast ykkur sem trún­­að­­ar­­mál.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent