Þórólfur segir kæru annars endurskoðanda Vísis gegn sér vera tilraun til þöggunar

Hagfræðiprófessor og annar endurskoðandi útgerðarfyrirtækisins Vísis hafa staðið í ritdeilu undanfarnar vikur vegna þess hvernig aflaheimildir eru bókfærðar. Prófessorinn segir kæru endurskoðandans til siðanefndar vera tilraun til þöggunar.

Þórólfur Matthíasson
Þórólfur Matthíasson
Auglýsing

Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, segir boð­aða kæru Birkis Leós­sonar end­ur­skoð­anda á hendur sér til siða­nefndar Háskóla Íslands, í kjöl­far rit­deilu þeirra á milli um hvernig eigi að bók­færa virði afla­heim­ilda, minna á atvik úr sand­kassa­leikjum bernsku sinn­ar. „En henni fylgir þó alvar­legur und­ir­tónn því í henni felst til­raun til þögg­un­ar, ekki bara gagn­vart mér heldur gagn­vart öllum öðrum háskóla­mönnum sem hafa vilja og áhuga á að tjá sig um sjáv­ar­út­vegs­mál og fram­kvæmd sjáv­ar­út­vegs­stefnu. Kannski er það til­gang­ur­inn?“

Þetta skrifar Þórólfur í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag.

Rit­deila í nokkrar vikur vegna virði afla­heim­ilda

Rit­­deila þeirra Þór­­ólfs og Birkis hefur snú­ist um gagn­rýni pró­­fess­or­s­ins á reikn­ings­skil og end­­ur­­skoðun árs­­reikn­ings sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fé­lags­ins Vís­is, sem Birkir hefur haft aðkomu að í sínum störf­­um. Skeyti hafa gengið þeirra á milli á síðum blaðs­ins und­an­farnar vik­­ur, eða frá því að Þórólfur hóf upp raust sína með grein þann 15. júlí. Þeirri grein svar­aði Birkir þann 21. júlí.

Í grein sem birt­ist í Frétta­­blað­inu á þriðju­dag í síð­ustu viku svar­aði Þórólfur Birki á ný og gagn­rýndi starfs­hætti end­­ur­­skoð­enda Vísis og ann­­arra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fé­laga nokkuð harð­­lega. Hann sagði meðal ann­­ars að þeir örfáu ein­stak­l­ingar sem bæru ábyrgð á end­­ur­­skoðun reikn­inga íslenskra útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja hefðu „skapað þá venju að hunsa skýr fyr­ir­­­­mæli í 5. gr. árs­­­reikn­ings­­lag­anna og hanga eins og hundar á roði á þröngri túlkun á á­kvæðum 26. greinar bók­halds­­­lag­anna“.

Auglýsing
Þórólfur vill meina að þetta fyr­ir­komu­lag leiði til þess að óefn­is­­leg rétt­indi, þar með talið afla­heim­ild­ir, séu ekki metin með gagn­­sæjum hætti í árs­­reikn­ingum útgerða. Í grein hans á þriðju­dag­inn sagði að miðað við að „var­an­­­legur kvóti sé seldur á 4.000 krónur þorsk­í­­­gildið er verð­­­mæti kvóta sem Vísir ráð­stafar milli 50 og 60 millj­­arðar króna, en ekki um 14 millj­­arðar króna eins og bók­­­fært er í árs­­­reikn­ingi“ og segir pró­­fess­or­inn að þar sé „dá­lag­­­leg dulin „eign““ á ferð­inni.

„Ég skal ekki ganga svo langt að full­yrða að um lög­­­brot sé að ræða, en get ekki séð betur en að gengið sé með skýrum hætti gegn inn­­­taki og grunn­hugsun árs­­­reikn­ings­­lag­anna. Það getur ekki talist gott vega­­­nesti í end­­ur­­­­skoð­un!“ 

Þessi skrif tók Birkir óstinnt upp í grein sem birt­ist fyrir viku þar sem hann boð­aði kæru til siða­nefndar Háskóla Íslands vegna skrifa Þór­ólfs. Hag­fræði­pró­fess­or­inn svar­aði grein­inni svo í dag og ásakar Birki um þögg­un.

Kvört­uðu yfir fram­göngu Þór­ólfs „gagn­vart sjáv­ar­út­veg­in­um“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem aðilar sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi hafa kvartað yfir fram­göngu Þór­ólfs á opin­berum vett­vangi. Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber 2019 að þann 17. júní sama ár hafi barst Þórólfi borist skeyti frá erlendu einka­­fyr­ir­tæki um að taka þátt í úttekt sem það var að vinna um sjálf­­bærni ýsu og ufsa við Ísland. Ástæðan var sú að annar íslenskur fræð­i­­maður hafði þurft að segja sig frá verk­inu vegna ann­­arra verk­efna og sá hafði bent á Þórólf. 

Þórólfur samdi við erlenda ráð­gjaf­­ar­­fyr­ir­tækið tveimur dögum síðar um að taka að sér að vinna að úttekt­inn­i. 

Þann 1. júlí 2019 barst Þórólfi hins vegar skeyti frá fyr­ir­tæk­inu þar sem kom fram að ákveðnir hags­muna­að­ilar sem greiddu fyrir úttekt­ina hefði umtals­verðan fyr­ir­vara á því að Þórólfur ynni að verk­efn­inu. Hags­muna­að­il­­arn­ir, tengdir sjá­v­­­ar­út­­­vegi, hefðu ein­fald­­lega ákveðið að Þórólfur ætti ekki að vera hluti af teym­inu sem ynni úttekt­ina. Engin efn­is­­leg skýr­ing var gefin á þessu önnur en sú að það væri ekki óal­­gengt að svona lagað gerð­ist í verk­efnum sem fyr­ir­tækið ynni að á Íslandi, og eftir atvikum í öðrum lönd­­um. 

Skelf­ing að Þórólfur hefði aðgang að gögnum

Þórólfur hafði áður orðið þess áskynja að hags­muna­að­ilar í sjá­v­­­ar­út­­­vegi hefðu lagst gegn þátt­­töku hans í verk­efn­­um. Í des­em­ber 2009 var skip­uð  eft­ir­lits­­nefnd um aðgerðir í þágu ein­stak­l­inga, heim­ila og fyr­ir­tækja vegna hruns­ins. Til­­­gangur nefnd­­ar­innar meðal ann­­ars að gæta þess að sann­­girni og jafn­­ræðis yrði gætt þegar verið væri að taka ákvarð­­anir um end­­ur­­skipu­lagn­ingu skulda. Í nefnd­ina voru skip­aðir þrír ein­stak­l­ing­­ar: Þórólf­­ur, María Thjell, þá for­­stöð­u­­maður laga­­stofn­unar Háskóla Íslands sem var for­­maður henn­­ar, og Sig­ríður Ármanns­dótt­ir, lög­­giltur end­­ur­­skoð­and­i. 

Í mars 2010 barst Maríu Thjell, for­­manni nefnd­­ar­inn­­ar, tölvu­­póst frá Frið­­riki J. Arn­gríms­­syni, sem þá var fram­­kvæmda­­stjóri Lands­­sam­­bands íslenskra útvegs­­manna (LÍÚ), sam­tök sem í dag heita Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi (SFS). Afrit af póst­­inum var sent á alla stjórn og vara­­stjórn LÍÚ á þeim tíma.

Í tölvu­­póst­­inum sagði Frið­­rik: 

„Blessuð.

Við mig hafði sam­­band útgerð­­ar­­maður sem hlýddi á erindi þitt í morg­un­. Honum til mik­illar skelf­ingar þá lítur svo út að Þórólfur Matt­h­í­a­s­­son muni hafa aðgang að öllum hans málum í bönk­­­um. Það vill hann ekki að ger­ist.

Maður á vegum Þór­­ólfs hefur nýverið beðið sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki um gögn um rekstur og efna­hag þeirra en verið neit­að.

Reynsla útgerð­­ar­­manna af með­­­ferð Þór­­ólfs á gögnum og fram­­ganga hans gagn­vart sjá­v­­­ar­út­­­veg­inum hefur verið með þeim hætti að á störfum hans ríkir full­komið van­­traust.

Mér er kunn­ugt um að fleiri en þessi útgerð­­ar­­maður vilja ekki að Þórólfur kom­ist í trún­­að­­ar­­gögn sem þá varðar í krafti setu sinnar í eft­ir­lits­­nefnd­inni skv. lögum nr. 107/2009 .

Hvað þarf að gera til að verj­­ast því?“

Full alvara

Í svar­­pósti til Frið­­riks, sem sendur var dag­inn eft­ir, lagði nefnd­­ar­­for­­mað­­ur­inn áherslu á að nefndin væri bundin algjörum trún­­aði vegna þeirra gagna sem hún myndi skoða. Þau yrðu ein­ungis skoðuð inni í bönkum og engin afrit tekin úr húsi. „Nefndin má ekki tjá sig um gögnin á neinn hátt eða nota vit­­neskju sem hún fær á grund­velli þeirra, hvorki beint né óbeint. Það á því ekki að vera nokkur þörf á því að hafa áhyggjur af því að Þórólfur hafi sem nefnd­­ar­­maður aðgang að gögnum þeirra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja sem fara í gegnum fjár­­hags­­lega end­­ur­­skipu­lagn­ingu og gætu því veri skoðuð af nefnd­inn­i.“ 

Auglýsing
Klukkutíma og tveimur mín­útum eftir að svar­­póst­­­ur­inn var sendur svar­aði Frið­­rik hon­­um. Í svar­inu var Maríu þakkað fyrir svar­ið. Síðan stóð: „Það er full alvara á bak við það að menn vilja ekki að Þórólfur Matt­h­í­a­s­­son kom­ist í gögn sem fyr­ir­tæki þeirra varðar og þá skiptir laga­­bók­­stafur um trúnað engu máli.  Það er því ein­­dregin ósk að tryggt verði að það ger­ist ekki.“

Síðar sama dag barst Frið­­riki svar þar sem honum var greint frá því að nið­­ur­­staðan væri sú sama og áður. „Ekki er hægt að taka undir þau sjón­­­ar­mið sem haldið er fram af hálfu LÍÚ.“

Var að vinna að úttekt

Í upp­­runa­­lega tölvu­­póst­­inum sem Frið­­rik sendi til for­­manns eft­ir­lits­­nefnd­­ar­innar vitn­aði hann til þess að maður „á vegum Þór­­ólfs hefur nýverið beðið sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki um gögn um rekstur og efna­hag þeirra en verið neit­að.“

Sam­­kvæmt tölvu­póstum sem Kjarn­inn hefur undir höndum var þar um að ræða þáver­andi aðstoð­­ar­­mann Þór­­ólfs, en hann var þá að vinna að úttekt á íslenskum sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Í tölvu­­pósti sem aðstoð­­ar­­mað­­ur­inn sendi á sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki voru þau beðin um afrit af árs­­reikn­ingum sínum fyrir árið 2007, til að tölu­­legar upp­­lýs­ingar í úttekt­inni gætu verið sem nákvæm­ast­­ar. Hægt er að nálg­­ast slíka reikn­inga hjá árs­­reikn­inga­­skrá, en oftar en ekki eru þeir þar í sam­an­­dregnu formi og gefa því ekki jafn glögga mynd af stöðu fyr­ir­tækja. Þess vegna voru þau sjálf beðin um að láta rann­sak­endum í té afrit af þeim. 

Í tölvu­­póst­­inum kom fram að reikn­ing­­arnir yrðu „Reikn­ing­­arnir verða aðeins not­aðir til þess að fá heild­­stæða mynd af sjá­v­­­ar­út­­­veg­inum en ekki til þess að skoða hvert og eitt fyr­ir­tæki nákvæm­­lega. Við gerð úttekt­­ar­innar verður farið með allar þær upp­­lýs­ingar sem tengj­­ast ykkur sem trún­­að­­ar­­mál.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent