Banni við þungunarrofi hafnað í hinu íhaldssama Kansas-ríki

Hátt í 60 prósent kjósenda í Kansas voru andvíg því að fella niður rétt til þungunarrofs. Ríki allt í kringum Kansas hafa saumað að réttinum til þungunarrofs eða jafnvel bannað með öllu og er ríkið orðið eins konar athvarf kvenna sem vilja rjúfa þungun.

Fyrr á þessu ári mótmælti fólk ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna um að snúa við dómi í máli Roe gegn Wade.
Fyrr á þessu ári mótmælti fólk ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna um að snúa við dómi í máli Roe gegn Wade.
Auglýsing

Réttur til þung­un­ar­rofs hefur verið tryggður í Kansas í Banda­ríkj­unum eftir að laga­breyt­ing­ar­til­lögu var hafnað í kosn­ingum í rík­inu. Til­lagan sem um ræðir fjall­aði um afnám þessa réttar í stjórn­ar­skrá rík­is­ins og hefði því getað haft í för með sér veru­lega skerð­ingu á aðgengi kvenna að þung­un­ar­rofi eða hrein­lega leitt til banns á þung­un­ar­rofi. Þegar 95 pró­sent atkvæða höfðu verið talin voru 59 pró­sent greiddra atkvæða gegn til­lög­unni en 41 pró­sent með.

Kosn­ing­arnar í Kansas eru þær fyrstu sem fjalla um rétt til þung­un­ar­rofs eftir að hæsti­réttur lands­ins sneri dómnum í máli Roe gegn Wade fyrr á þessu ári. Málið var for­dæm­is­gef­andi og hafði tryggt konum rétt til þung­un­ar­rofs í Banda­ríkj­unum öllum frá árinu 1973.

Auglýsing

Stjórn­völd í fjölda ríkja Banda­ríkj­anna hafa lýst yfir vilja til þess að banna þung­un­ar­rof og víða hefur verið saumað að rétti kvenna í þessum efnum á und­an­förnum árum. Í nokkrum ríkjum er þung­un­ar­rof til að mynda ólög­legt að sex vikna með­göngu­tíma liðn­um. Um þessar mundir er þung­ar­rof bannað í tíu ríkjum Banda­ríkj­anna en lík­legt er talið að þessi tala muni hækka fljót­lega.

Repúblikanar í hópi mót­fall­inna í rík­inu

Fram kemur í umfjöllun New York Times að þessi miklu munur á stuðn­ingi og and­stöðu við laga­breyt­ing­una, 59 pró­sent gegn 41 pró­senti, hafi komið á óvart. Millj­ónum dala hafi verið eytt í kosn­inga­bar­áttu sam­taka á báðum hlið­um. Þar að auki eru íbúar rík­is­ins með þeim íhalds­söm­ustu í Banda­ríkj­un­um. Allir öld­unga­deild­ar­þing­menn rík­is­ins hafa til dæmis komið úr röðum Repúblik­ana frá því á fjórða ára­tug síð­ustu aldar og þá hafa kjós­endur í Kansas stutt vel við bak for­seta­efnis Repúblik­ana í öllum for­seta­kosn­ingum frá því Lyndon B. John­son stóð uppi sem sig­ur­veg­ari for­seta­kosn­ing­anna árið 1964.

Skráðir flokks­fé­lagar Repúblikana­flokks­ins eru mun fleiri en skráðir flokks­fé­lagar Demókrata í rík­inu. Aðgerða­sinnar fylgj­andi rétti til fóst­ur­eyð­inga reyndu því að biðla til fólks sem ekki er skráð í flokka sem og til Repúblik­ana sem hall­ast í átt að miðjuás stjórn­mál­anna. Ljóst er að ein­hver fjöldi þeirra kjós­enda sem mót­fallnir voru laga­breyt­ing­unum koma úr hópi kjós­enda Repúblikana­flokks­ins, nið­ur­stöð­urnar voru það afger­andi.

Hæsti­réttur rík­is­ins fellt tak­mark­anir úr gildi

Kansas er eitt þeirra ríkja sem þrengt hefur að rétti kvenna til þung­un­ar­rofs á síð­ustu árum með laga­setn­ing­um. Árið 2019 féll aftur á móti dómur í hæsta­rétti rík­is­ins sem hafði það í för með sér að margar þeirra tak­markanna sem festar höfðu verið í lög voru afnumdar – rétt­ur­inn mat það sem svo að aðgengi að þung­un­ar­rofi væri stjórn­ar­skrár­var­inn rétt­ur. Sú nið­ur­staða reiddi Repúblik­ana til reiði, eins og það er orðað í umfjöllun New York Times um mál­ið, en þeir höfðu unnið að tak­mörk­un­unum árum sam­an. Repúblikanar not­uðu því mik­inn meiri­hluta sinn á lög­gjaf­ar­þingi rík­is­ins til þess að koma mál­inu, þ.e. til­lögu um stjórn­ar­skrár­breyt­ingu sem tak­marka myndi aðgengi að þung­un­ar­rofi, í atkvæða­greiðslu innan rík­is­ins.

Fyrir atkvæða­greiðsl­una lá ekki ljóst fyrir hversu langt stjórn­völd í Kansas myndu ganga í að tak­marka aðgengi að þung­un­ar­rofi, yrði laga­breyt­ingin sam­þykkt. Stuðn­ings­menn frum­varps­ins sögðu að það myndi ekki sjálf­krafa banna þung­un­ar­rof með öllu. „Sam­þykkt frum­varp þýðir ekki að þung­un­ar­rof verði bann­að, það þýðir að við ætlum að leyfa lög­gjaf­anum að ákveða umfang þung­un­ar­rofs,“ er haft eftir Mary Jane Muchow, eins stuðn­ings­manna frum­varps­ins í umfjöllun New York Times. „Ég held að þung­un­ar­rof ætti að vera lög­legt, en ég held að það ætti að vera ein­hverjum tak­mörk­unum háð,“ sagði hún.

Margir and­stæð­ingar frum­varps­ins ótt­uð­ust aftur á móti að sam­þykkt frum­varp myndi leiða af sér algjört bann við þung­un­ar­rofi.

Konur af stóru svæði sækja til Kansas til að rjúfa þungun

Fram kemur í umfjöllun New York Times að Kansas hafi verið í brennid­epli í umræðu um þung­un­ar­rof í Banda­ríkj­unum frá því snemma á 10. ára­tugnum þegar mikil mót­mæli áttu sér stað í Wichita, fjöl­menn­ustu borg rík­is­ins. Þá komu mót­mæl­endur víða að frá Banda­ríkj­unum til þess að mót­mæla þung­un­ar­rofi. Mót­mæl­endur stóðu meðal ann­ars vörð um lækna­stofur sem fram­kvæmdu þung­un­ar­rof og mein­uðu þannig fólki aðgang að þeim.

Á síð­ustu árum hefur Kansas aftur á móti orðið að eins konar athvarfi kvenna úr nær­liggj­andi ríkjum sem óska þess að rjúfa þung­un. Meira að segja áður en hæsti­réttur sneri nið­ur­stöðu í máli Roe gegn Wade var helm­ingur þeirra kvenna sem fóru í þung­un­ar­rof í Kansas búsettur í öðru ríki.

Í Okla­homa og Mis­so­uri, ríkjum sem liggja að Kansas, er þung­un­ar­rof ólög­legt, gerð er und­an­tekn­ing í Okla­homa ef þungun er til­komin vegna nauðg­unar eða sifja­spells. Talið er lík­legt að þung­un­ar­rof í Nebr­eska, öðru nágranna­ríki Kansas, verði fest í lög síðar á árinu og nú þegar hafa konur frá Arkansas og Texas lagt leið sína til Kansas til þess að geta rofið þungun sína með lög­legum hætti.

Í dag er þung­un­ar­rof lög­legt í Kansas fram að 22. viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent