Banni við þungunarrofi hafnað í hinu íhaldssama Kansas-ríki

Hátt í 60 prósent kjósenda í Kansas voru andvíg því að fella niður rétt til þungunarrofs. Ríki allt í kringum Kansas hafa saumað að réttinum til þungunarrofs eða jafnvel bannað með öllu og er ríkið orðið eins konar athvarf kvenna sem vilja rjúfa þungun.

Fyrr á þessu ári mótmælti fólk ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna um að snúa við dómi í máli Roe gegn Wade.
Fyrr á þessu ári mótmælti fólk ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna um að snúa við dómi í máli Roe gegn Wade.
Auglýsing

Réttur til þung­un­ar­rofs hefur verið tryggður í Kansas í Banda­ríkj­unum eftir að laga­breyt­ing­ar­til­lögu var hafnað í kosn­ingum í rík­inu. Til­lagan sem um ræðir fjall­aði um afnám þessa réttar í stjórn­ar­skrá rík­is­ins og hefði því getað haft í för með sér veru­lega skerð­ingu á aðgengi kvenna að þung­un­ar­rofi eða hrein­lega leitt til banns á þung­un­ar­rofi. Þegar 95 pró­sent atkvæða höfðu verið talin voru 59 pró­sent greiddra atkvæða gegn til­lög­unni en 41 pró­sent með.

Kosn­ing­arnar í Kansas eru þær fyrstu sem fjalla um rétt til þung­un­ar­rofs eftir að hæsti­réttur lands­ins sneri dómnum í máli Roe gegn Wade fyrr á þessu ári. Málið var for­dæm­is­gef­andi og hafði tryggt konum rétt til þung­un­ar­rofs í Banda­ríkj­unum öllum frá árinu 1973.

Auglýsing

Stjórn­völd í fjölda ríkja Banda­ríkj­anna hafa lýst yfir vilja til þess að banna þung­un­ar­rof og víða hefur verið saumað að rétti kvenna í þessum efnum á und­an­förnum árum. Í nokkrum ríkjum er þung­un­ar­rof til að mynda ólög­legt að sex vikna með­göngu­tíma liðn­um. Um þessar mundir er þung­ar­rof bannað í tíu ríkjum Banda­ríkj­anna en lík­legt er talið að þessi tala muni hækka fljót­lega.

Repúblikanar í hópi mót­fall­inna í rík­inu

Fram kemur í umfjöllun New York Times að þessi miklu munur á stuðn­ingi og and­stöðu við laga­breyt­ing­una, 59 pró­sent gegn 41 pró­senti, hafi komið á óvart. Millj­ónum dala hafi verið eytt í kosn­inga­bar­áttu sam­taka á báðum hlið­um. Þar að auki eru íbúar rík­is­ins með þeim íhalds­söm­ustu í Banda­ríkj­un­um. Allir öld­unga­deild­ar­þing­menn rík­is­ins hafa til dæmis komið úr röðum Repúblik­ana frá því á fjórða ára­tug síð­ustu aldar og þá hafa kjós­endur í Kansas stutt vel við bak for­seta­efnis Repúblik­ana í öllum for­seta­kosn­ingum frá því Lyndon B. John­son stóð uppi sem sig­ur­veg­ari for­seta­kosn­ing­anna árið 1964.

Skráðir flokks­fé­lagar Repúblikana­flokks­ins eru mun fleiri en skráðir flokks­fé­lagar Demókrata í rík­inu. Aðgerða­sinnar fylgj­andi rétti til fóst­ur­eyð­inga reyndu því að biðla til fólks sem ekki er skráð í flokka sem og til Repúblik­ana sem hall­ast í átt að miðjuás stjórn­mál­anna. Ljóst er að ein­hver fjöldi þeirra kjós­enda sem mót­fallnir voru laga­breyt­ing­unum koma úr hópi kjós­enda Repúblikana­flokks­ins, nið­ur­stöð­urnar voru það afger­andi.

Hæsti­réttur rík­is­ins fellt tak­mark­anir úr gildi

Kansas er eitt þeirra ríkja sem þrengt hefur að rétti kvenna til þung­un­ar­rofs á síð­ustu árum með laga­setn­ing­um. Árið 2019 féll aftur á móti dómur í hæsta­rétti rík­is­ins sem hafði það í för með sér að margar þeirra tak­markanna sem festar höfðu verið í lög voru afnumdar – rétt­ur­inn mat það sem svo að aðgengi að þung­un­ar­rofi væri stjórn­ar­skrár­var­inn rétt­ur. Sú nið­ur­staða reiddi Repúblik­ana til reiði, eins og það er orðað í umfjöllun New York Times um mál­ið, en þeir höfðu unnið að tak­mörk­un­unum árum sam­an. Repúblikanar not­uðu því mik­inn meiri­hluta sinn á lög­gjaf­ar­þingi rík­is­ins til þess að koma mál­inu, þ.e. til­lögu um stjórn­ar­skrár­breyt­ingu sem tak­marka myndi aðgengi að þung­un­ar­rofi, í atkvæða­greiðslu innan rík­is­ins.

Fyrir atkvæða­greiðsl­una lá ekki ljóst fyrir hversu langt stjórn­völd í Kansas myndu ganga í að tak­marka aðgengi að þung­un­ar­rofi, yrði laga­breyt­ingin sam­þykkt. Stuðn­ings­menn frum­varps­ins sögðu að það myndi ekki sjálf­krafa banna þung­un­ar­rof með öllu. „Sam­þykkt frum­varp þýðir ekki að þung­un­ar­rof verði bann­að, það þýðir að við ætlum að leyfa lög­gjaf­anum að ákveða umfang þung­un­ar­rofs,“ er haft eftir Mary Jane Muchow, eins stuðn­ings­manna frum­varps­ins í umfjöllun New York Times. „Ég held að þung­un­ar­rof ætti að vera lög­legt, en ég held að það ætti að vera ein­hverjum tak­mörk­unum háð,“ sagði hún.

Margir and­stæð­ingar frum­varps­ins ótt­uð­ust aftur á móti að sam­þykkt frum­varp myndi leiða af sér algjört bann við þung­un­ar­rofi.

Konur af stóru svæði sækja til Kansas til að rjúfa þungun

Fram kemur í umfjöllun New York Times að Kansas hafi verið í brennid­epli í umræðu um þung­un­ar­rof í Banda­ríkj­unum frá því snemma á 10. ára­tugnum þegar mikil mót­mæli áttu sér stað í Wichita, fjöl­menn­ustu borg rík­is­ins. Þá komu mót­mæl­endur víða að frá Banda­ríkj­unum til þess að mót­mæla þung­un­ar­rofi. Mót­mæl­endur stóðu meðal ann­ars vörð um lækna­stofur sem fram­kvæmdu þung­un­ar­rof og mein­uðu þannig fólki aðgang að þeim.

Á síð­ustu árum hefur Kansas aftur á móti orðið að eins konar athvarfi kvenna úr nær­liggj­andi ríkjum sem óska þess að rjúfa þung­un. Meira að segja áður en hæsti­réttur sneri nið­ur­stöðu í máli Roe gegn Wade var helm­ingur þeirra kvenna sem fóru í þung­un­ar­rof í Kansas búsettur í öðru ríki.

Í Okla­homa og Mis­so­uri, ríkjum sem liggja að Kansas, er þung­un­ar­rof ólög­legt, gerð er und­an­tekn­ing í Okla­homa ef þungun er til­komin vegna nauðg­unar eða sifja­spells. Talið er lík­legt að þung­un­ar­rof í Nebr­eska, öðru nágranna­ríki Kansas, verði fest í lög síðar á árinu og nú þegar hafa konur frá Arkansas og Texas lagt leið sína til Kansas til þess að geta rofið þungun sína með lög­legum hætti.

Í dag er þung­un­ar­rof lög­legt í Kansas fram að 22. viku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent