Ljónynjurnar hvetja næsta forsætisráðherra til að tryggja stúlkum aðgengi að knattspyrnu

Áhugi á kvennaknattspyrnu hefur aldrei verið meiri í heiminum. Nýkrýndir Evrópumeistarar Englands skora á Rishi Sunak og Liz Truss að tryggja öllum stúlkum í Bretlandi aðgengi að knattspyrnuæfingum í gegnum skólastarf.

Evrópumeistarar kvenna 2022.
Evrópumeistarar kvenna 2022.
Auglýsing

Enska kvenna­lands­liðið í knatt­spyrnu, sem varð Evr­ópu­meist­ari síð­ast­lið­inn sunnu­dag, hefur birt opið bréf til Rishi Sunak og Liz Truss, en þau bít­ast nú um að verða næsti leið­togi Íhalds­flokks­ins í Bret­landi og þar af leið­andi næsti for­sæt­is­ráð­herra. 

Í bréf­inu, sem allir 23 leik­menn liðs­ins skrifa und­ir, benda leik­menn­irn­ir, sem kall­ast ljónynj­unnar með skírskotun í ljónin þrjú í merki enskra knatt­spyrnu­lands­liða, á að ein­ungis 63 pró­sent stúlkna í Englandi eigi kost á því að spila knatt­spyrnu á skóla­tíma. Auk þess bjóða 40 pró­sent skóla upp á æfingar utan hefð­bund­ins skóla­tíma. Hlut­fall þeirra drengja sem hafa aðgengi að fót­bolta­iðkun í gegnum skóla lands­ins er mun hærra. 

Ljónynj­urnar segja að Evr­ópu­meist­ara­tit­ill­inn hafi ein­ungis verið upp­haf­ið. Þær vilja að allar ungar stúlkur geti spilað knatt­spyrnu í skólum lands­ins. „Raun­veru­leik­inn er sá að við erum að veita ungum stúlkum inn­blástur til þess að spila knatt­spyrnu, en margar þeirra fars svo í skól­ann og fá ekki tæki­færi til að spila. Þetta er eitt­hvað sem við upp­lifðum allar þegar við vorum að alast upp. Við þurftum oft að hætta að spila. Þess vegna bjuggum við til okkar eigin lið, ferð­uð­umst um landið end­anna á milli og þrátt fyrir að lík­urnar væru ekki okkur í hag þá héldum við áfram að spila knatt­spyrn­u.“

Í bréf­inu segir að kvennaknatt­spyrna hafi vaxið mik­ið, en að langur vegur eft­ir. Liðið biðlar því til Sunak og Truss, og rík­is­stjórn­ar­innar sem annað hvort þeirra mun mynda, að tryggja að allar stúlkur hafi aðgang að knatt­spyrnu að minnsta kosti tveimur klukku­tímum á viku. „Við ættum ekki bara að vera að bjóða öllu stúlkum upp á að spila knatt­spyrnu, heldur ættum við líka að fjár­festa í og styðja við kven­kyns þjálf­ara lík­a.“

Auglýsing
Ljónynjurnar segja að nú sé tæki­færi til breyt­inga. „Breyt­inga sem munu hafa áhrif á líf millj­óna stúlkna. Allir 23 leik­menn evr­ópu­hóps enska kvenna­lands­liðs­ins biðla til ykkar um að gera það að for­gangs­at­riði að fjár­festa í stúlknaknatt­spyrnu í skól­um, þannig að allar stúlkur eigi val.“

Áhorf­enda­met sett

Enska knatt­spyrnu­sam­band­ið, í sam­starfi við Barclays-­bank­ann, setti af stað átak í fyrra­haust sem kall­að­ist „Let Girls Play“. Mark­mið þess átaks var að 75 pró­sent skóla í Englandi myndu bjóða upp á knatt­spyrnu í íþrótta­kennslu á skóla­tíma árið 2024 og að 90 pró­sent þeirra myndu bjóða upp á knatt­spyrnu sem val­kost utan skóla­tíma. 

Átakið fól í sér að haldnar voru æfingar í 1.450 skólum til að ýta undir áhuga stúlkna á knatt­spyrnu í mars síð­ast­liðnum og vekja athygli á skakkri stöðu milli drengja og stúlkna þegar kæmi að aðgengi að knatt­spyrnu­æf­ing­um. Yfir 90 þús­und stúlkur tóku þátt. 

­Evr­ópu­mót kvenna­lands­liða, sem fór fram i Englandi, var svo heldur betur ekki til að draga úr áhuga á kvennaknatt­spyrnu. Þar var hvert áhorf­enda­metið á fætur öðru slegið og á þegar úrslita­leik­ur­inn sjálf­ur, milli Eng­lands og Þýska­lands, fór fram á sunnu­dag var sett áhorf­enda­met á Wembley-­leik­vang­inum í London. Aldrei höfðu fleiri mætt á leik í loka­keppni Evr­ópu­móts, hvort sem var hjá körlum eða kon­um, en alls 87.192 sáu enska kvenna­lands­liðið vinna sinn fyrsta Evr­ópu­meist­ara­titil með 2-1 sigri í fram­lengdum leik. Þar var einnig um að ræða fyrsta stóra titil ensks lands­liðs frá árinu 1966, þegar karla­lands­liðið varð heims­meist­ari, líka á heima­velli. 

Fyrra met var sett í úrslita­­leik Spánar og Sov­ét­ríkj­anna á Evr­­ópu­­móti karla­lands­liða árið 1964 þegar 79.115 áhorf­endur mættu á völl­inn.

Auk þess horfðu 17,4 millj­ónir manna í Englandi á úrslita­leik­inn sem þýðir að hann er sá kvennaknatt­spyrnu­leikur sem dregið hefur að flesta sjón­varps­á­horf­endur í land­inu frá upp­hafi. Fjöld­inn var næstum tvö­faldur sá sem horfði á und­an­úr­slita­leik liðs­ins á móti Sví­um. Um 5,9 milljonir til við­bótar horfðu á leik­inn í streymi auk þess sem stórir hópar fólks söfn­uð­ust saman víða um landið og horfðu á leik­inn á svoköll­uðum „Fan-zo­neum“ og öðrum stöðum þar sem fjöldi fólks gat horft á úrslita­leik­inn á risa­skjám.

Í Þýska­landi horfðu 17,9 millj­ónir manns á úrslita­leik­inn í sjón­varpi. Það er tvö­faldur sá fjöldi sem sá þýska kvenna­lands­liðið minna Evr­ópu­mótið árið 2009.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent