Ljónynjurnar hvetja næsta forsætisráðherra til að tryggja stúlkum aðgengi að knattspyrnu

Áhugi á kvennaknattspyrnu hefur aldrei verið meiri í heiminum. Nýkrýndir Evrópumeistarar Englands skora á Rishi Sunak og Liz Truss að tryggja öllum stúlkum í Bretlandi aðgengi að knattspyrnuæfingum í gegnum skólastarf.

Evrópumeistarar kvenna 2022.
Evrópumeistarar kvenna 2022.
Auglýsing

Enska kvenna­lands­liðið í knatt­spyrnu, sem varð Evr­ópu­meist­ari síð­ast­lið­inn sunnu­dag, hefur birt opið bréf til Rishi Sunak og Liz Truss, en þau bít­ast nú um að verða næsti leið­togi Íhalds­flokks­ins í Bret­landi og þar af leið­andi næsti for­sæt­is­ráð­herra. 

Í bréf­inu, sem allir 23 leik­menn liðs­ins skrifa und­ir, benda leik­menn­irn­ir, sem kall­ast ljónynj­unnar með skírskotun í ljónin þrjú í merki enskra knatt­spyrnu­lands­liða, á að ein­ungis 63 pró­sent stúlkna í Englandi eigi kost á því að spila knatt­spyrnu á skóla­tíma. Auk þess bjóða 40 pró­sent skóla upp á æfingar utan hefð­bund­ins skóla­tíma. Hlut­fall þeirra drengja sem hafa aðgengi að fót­bolta­iðkun í gegnum skóla lands­ins er mun hærra. 

Ljónynj­urnar segja að Evr­ópu­meist­ara­tit­ill­inn hafi ein­ungis verið upp­haf­ið. Þær vilja að allar ungar stúlkur geti spilað knatt­spyrnu í skólum lands­ins. „Raun­veru­leik­inn er sá að við erum að veita ungum stúlkum inn­blástur til þess að spila knatt­spyrnu, en margar þeirra fars svo í skól­ann og fá ekki tæki­færi til að spila. Þetta er eitt­hvað sem við upp­lifðum allar þegar við vorum að alast upp. Við þurftum oft að hætta að spila. Þess vegna bjuggum við til okkar eigin lið, ferð­uð­umst um landið end­anna á milli og þrátt fyrir að lík­urnar væru ekki okkur í hag þá héldum við áfram að spila knatt­spyrn­u.“

Í bréf­inu segir að kvennaknatt­spyrna hafi vaxið mik­ið, en að langur vegur eft­ir. Liðið biðlar því til Sunak og Truss, og rík­is­stjórn­ar­innar sem annað hvort þeirra mun mynda, að tryggja að allar stúlkur hafi aðgang að knatt­spyrnu að minnsta kosti tveimur klukku­tímum á viku. „Við ættum ekki bara að vera að bjóða öllu stúlkum upp á að spila knatt­spyrnu, heldur ættum við líka að fjár­festa í og styðja við kven­kyns þjálf­ara lík­a.“

Auglýsing
Ljónynjurnar segja að nú sé tæki­færi til breyt­inga. „Breyt­inga sem munu hafa áhrif á líf millj­óna stúlkna. Allir 23 leik­menn evr­ópu­hóps enska kvenna­lands­liðs­ins biðla til ykkar um að gera það að for­gangs­at­riði að fjár­festa í stúlknaknatt­spyrnu í skól­um, þannig að allar stúlkur eigi val.“

Áhorf­enda­met sett

Enska knatt­spyrnu­sam­band­ið, í sam­starfi við Barclays-­bank­ann, setti af stað átak í fyrra­haust sem kall­að­ist „Let Girls Play“. Mark­mið þess átaks var að 75 pró­sent skóla í Englandi myndu bjóða upp á knatt­spyrnu í íþrótta­kennslu á skóla­tíma árið 2024 og að 90 pró­sent þeirra myndu bjóða upp á knatt­spyrnu sem val­kost utan skóla­tíma. 

Átakið fól í sér að haldnar voru æfingar í 1.450 skólum til að ýta undir áhuga stúlkna á knatt­spyrnu í mars síð­ast­liðnum og vekja athygli á skakkri stöðu milli drengja og stúlkna þegar kæmi að aðgengi að knatt­spyrnu­æf­ing­um. Yfir 90 þús­und stúlkur tóku þátt. 

­Evr­ópu­mót kvenna­lands­liða, sem fór fram i Englandi, var svo heldur betur ekki til að draga úr áhuga á kvennaknatt­spyrnu. Þar var hvert áhorf­enda­metið á fætur öðru slegið og á þegar úrslita­leik­ur­inn sjálf­ur, milli Eng­lands og Þýska­lands, fór fram á sunnu­dag var sett áhorf­enda­met á Wembley-­leik­vang­inum í London. Aldrei höfðu fleiri mætt á leik í loka­keppni Evr­ópu­móts, hvort sem var hjá körlum eða kon­um, en alls 87.192 sáu enska kvenna­lands­liðið vinna sinn fyrsta Evr­ópu­meist­ara­titil með 2-1 sigri í fram­lengdum leik. Þar var einnig um að ræða fyrsta stóra titil ensks lands­liðs frá árinu 1966, þegar karla­lands­liðið varð heims­meist­ari, líka á heima­velli. 

Fyrra met var sett í úrslita­­leik Spánar og Sov­ét­ríkj­anna á Evr­­ópu­­móti karla­lands­liða árið 1964 þegar 79.115 áhorf­endur mættu á völl­inn.

Auk þess horfðu 17,4 millj­ónir manna í Englandi á úrslita­leik­inn sem þýðir að hann er sá kvennaknatt­spyrnu­leikur sem dregið hefur að flesta sjón­varps­á­horf­endur í land­inu frá upp­hafi. Fjöld­inn var næstum tvö­faldur sá sem horfði á und­an­úr­slita­leik liðs­ins á móti Sví­um. Um 5,9 milljonir til við­bótar horfðu á leik­inn í streymi auk þess sem stórir hópar fólks söfn­uð­ust saman víða um landið og horfðu á leik­inn á svoköll­uðum „Fan-zo­neum“ og öðrum stöðum þar sem fjöldi fólks gat horft á úrslita­leik­inn á risa­skjám.

Í Þýska­landi horfðu 17,9 millj­ónir manns á úrslita­leik­inn í sjón­varpi. Það er tvö­faldur sá fjöldi sem sá þýska kvenna­lands­liðið minna Evr­ópu­mótið árið 2009.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent