Skila ljónynjurnar boltanum heim?

Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu á Englandi, sem hefur slegið hvert metið á fætur öðru er varðar áhorf og áhuga, er senn á enda. Heimafólk á Englandi, sem er leiðandi í framþróun knattspyrnu kvenna, eygir loks von um að fá fótboltann heim.

Ensku ljónynjurnar fagna í kjölfar þess að þær unnu Svía 4-0 í undanúrslitum á þriðjudag.
Ensku ljónynjurnar fagna í kjölfar þess að þær unnu Svía 4-0 í undanúrslitum á þriðjudag.
Auglýsing

Evr­ópu­móti kvenna­lands­liða í knatt­spyrnu lýkur með úrslita­leik Eng­lands og Þýska­lands á Wembley í kvöld, þegar þær ensku munu gera sitt besta til að koma loks með fót­bolt­ann heim til Eng­lands, líkt og sungið er um í aðal­stuðn­ings­söng ensku knatt­spyrnu­lands­lið­anna. Um er að ræða for­dæma­lausan áhuga á Evr­ópu­móti kvenna­lands­liða, og ekki síst á enska kvenna­lands­lið­inu, enda fer mótið fram á Englandi og eygja heima­menn loks von um að koma fót­bolt­anum heim eftir ára­tuga­löng von­brigði með árangur karla­lands­liðs­ins.

Knatt­spyrnu kvenna hefur ekki aðeins vaxið fiskur um hrygg á Englandi, þó þar sé vöxt­ur­inn lík­lega mest­ur, heldur er knatt­spyrna kvenna á upp­leið á alþjóða­vísu.

Ekki er mjög langt síðan íslenskar stúlkur sem höfðu áhuga á að iðka knatt­spyrnu þurftu að æfa og spila með drengj­um, og var það enn raunin þegar nokkrir núver­andi leik­menn íslenska kvenna­lands­liðs­ins voru að taka sín fyrstu spörk.

Auglýsing
Áhersla á kvennaknatt­spyrnu hefur farið vax­andi bæði hér­lendis og erlend­is. Ísland, England, Nor­eg­ur, Banda­ríkin og Spánn eru meðal þeirra landa sem greiða leik­mönnum kvenna- og karla­lands­liða sömu laun fyrir lands­liðs­verk­efni og á hafa laun einnig farið hækk­andi hjá kvenna­leik­mönnum félags­liða. Skammt er síðan danska lands­liðs­konan Pern­ille Harder varð dýr­asti leik­maður kvenna­liðs í sögu knatt­spyrn­unnar þegar Chel­sea keypti hana frá Wolfs­burg fyrir 250 þús­und pund.

Þá hefur áhorf­endum einnig farið fjölg­andi, en til að taka annað danskt dæmi lék danska kvenna­lands­liðið í fyrsta sinn á Parken í Kaup­manna­höfn í vin­áttu­lands­leik gegn Brasiíu í upp­hitun fyrir Evr­ópu­mótið og fyllti rúm­lega 20.000 sæti. Fram að því hafði kvenna­lands­liðið ávallt leikið í Viborg á Jót­landi. Margir Danir hafa nú kallað eftir því að Parken verði aðal­leik­vangur liðs­ins.

Pernille Harder í baráttunni við þýska leikmanninn Giulia Gwinn.

Sögu­legt Evr­ópu­mót

En aftur að Evr­ópu­mót­inu, þar sem hvert áhorf­enda­metið á fætur öðru hefur verið sleg­ið. Fyrsta metið var slegið í upp­haf­s­leik móts­ins þar sem heima­konur frá Englandi mættu Aust­ur­ríki á Old Traf­ford í Manchest­er. Áhorf­endur á þeim leik töldu rúm­lega 68 þús­und manns, sem sló auð­veld­lega fyrra met sem náð­ist þegar rúm­lega 41 þús­und manns horfðu á úrslita­leik Þýska­lands og Nor­egs á Evr­ópu­mót­inu í Sví­þjóð árið 2013. Þegar litið er til þess að um var að ræða fyrsta leik loka­móts til sam­an­burðar við úrslita­leik er afrekið enn merki­legra.

Þegar litið er til heild­ar­fjölda áhorf­enda, þar sem fyrra met stóð í 240 þús­und áhorf­endum á Evr­ópu­mót­inu 2017, hafði metið þegar verið slegið um miðja riðla­keppn­ina og stóð í 357.993 í lok henn­ar. Áhorf­enda­tölur þegar aðeins úrslita­leik­ur­inn er eftir standa nú í 487,683, og hefur áhorf­enda­fjöldi því verið tvö­fald­aður frá síð­asta meti. Wembley tekur 87 þús­und í sæti og tak­ist að fylla leik­vang­inn í kvöld verður um að ræða áhorf­enda­met á leik í loka­keppni Evr­ópu­móts, líka þegar keppni karla­lands­liða er tekin með. Núver­andi met var slegið í úrslita­leik Spánar og Sóvét­ríkj­anna á Evr­ópu­móti karla­lands­liða árið 1964 þegar 79.115 áhorf­endur mættu á völl­inn.

En áhug­inn á vell­inum hefur ekki aðeins stór­auk­ist heldur einnig utan vall­ar, nánar til­tekið á sjón­varps­skján­um. Fjöldi áhorfs­meta hefur verið sleg­inn og náði hlut­fall svo­kall­aðra hlut­lausra sjón­varps­á­horf­enda, sem ekki halda sér­stak­lega með öðru hvoru lið­inu, í fyrsta sinn yfir fimm­tíu pró­sent­um, sem EUFA segir merki um að auk­inn áhuga meðal almenn­ings.

Ljóst er að knatt­spyrna kvenna er á hraðri upp­leið, og ekki seinna vænna. Með auk­inni áherslu eflist íþróttin og með því eykst áhug­inn, sem skapar svo hvata til enn meiri áherslu og áhuga, og þar fram eftir göt­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar