Gjaldtaka í jarðgöngum yrði „talsverð byrði“ fyrir íbúa smárra sveitarfélaga

Prófessor í félagsfræði spyr hvers vegna íbúar á landsvæðum þar sem jarðgöng eru brýn nauðsyn ættu að greiða fyrir samgöngubætur annars staðar á landinu, umfram þá vegfarendur sem fara um önnur kostnaðarsöm mannvirki á borð við brýr eða mislæg gatnamót.

Þóroddur Bjarnason telur rétt að staldra við fyrirætlanir um að fjármagna uppbyggingu samgönguinnviða með gjaldtöku í jarðgöngum.
Þóroddur Bjarnason telur rétt að staldra við fyrirætlanir um að fjármagna uppbyggingu samgönguinnviða með gjaldtöku í jarðgöngum.
Auglýsing

Ástæða er til að fagna fyr­ir­ætl­unum um flýt­ingu upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða en að sama skapi er ástæða til að staldra við og spyrja hvers vegna veg­far­endur á land­svæðum þar sem jarð­göng eru nauð­syn ættu að greiða fyrir sam­göngu­bætur ann­ars staðar á land­inu. Þetta er meðal þess sem Þór­oddur Bjarna­son, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands og rann­sókna­pró­fessor í byggða­fræði við Háskól­ann í Akur­eyri segir í umsögn við áform um frum­varp til laga um heim­ild til að stofna opin­bert hluta­fé­lag um upp­bygg­ingu og rekstur sam­göngu­inn­viða sem finna má á Sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Í umsögn sinni segir Þór­oddur að rann­sóknir sýni að ódýr­ar, fljót­legar og öruggar sam­göngur hafi jákvæð áhrif á sam­fé­lög og byggða­þró­un. „Raunar virð­ast slík jákvæð áhrif tals­vert van­metin í mati á áhrifum frum­varps­ins, en margar rann­sóknir hafa sýnt fram á veru­leg jákvæð áhrif sam­göngu­bóta á fram­boð versl­unar og þjón­ustu, aðgengi að menntun og gæði heil­brigð­is­þjón­ust­u,“ ritar Þór­odd­ur.

Auglýsing

Engu að síður telur Þór­oddur að til­efni sé til að staldra við fyr­ir­ætl­anir um að fjár­magna upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða með gjald­töku í jarð­göngum sem nú þegar eru í rekstri. For­sendur veggjalda í Hval­fjarð­ar- og Vaðla­heið­ar­göngum hafi til að mynda verið að þau myndu greiða fram­kvæmda­kostnað en svo verða hluti af almennu vega­kerfi lands­ins. Nú sé ætl­unin að fara allt aðra leið með því að leggja gjöld á veg­far­endur og nýta til fjár­fest­inga í sam­göngu­innviðum ann­ars staðar á land­inu.

„Spyrja mætti hvers vegna veg­far­endur á land­svæðum þar sem jarð­göng eru brýn nauð­syn ættu að greiða fyrir sam­göngu­bætur ann­ars staðar umfram þá sem fara t.d. um brýr, mis­læg gatna­mót, 2+2 vegi, hafn­ir, flug­velli eða önnur kostn­að­ar­söm sam­göngu­mann­virki,“ ritar Þór­odd­ur.

Sjött­ungur komi frá Akra­nesi þar sem tvö pró­sent þjóð­ar­innar býr

Í umsögn sinni skoðar Þór­oddur hvernig fyr­ir­huguð gjald­taka gæti lagst á íbúa og gesti ýmissa byggð­ar­laga í grennd við jarð­göng.

Um helm­ingur umferðar um jarð­göng á Íslandi er um Hval­fjarð­ar­göng. Um þriðj­ungur ferða um Hval­fjarð­ar­göngin eru farnar milli Akra­ness og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sam­kvæmt útreikn­ingum Þór­odds, sem gera ráð fyrir 300 króna veggjaldi, myndu ferðir farnar milli Akra­ness og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins skila 285 millj­ónum króna á ári í formi veggjalda eða um 4,3 millj­örðum á 15 ára tíma­bili.

„Með gjald­tök­unni yrði því um sjötti hluti allra fyr­ir­hug­aðra jarð­ganga­gjalda inn­heimtur af íbú­um, fyr­ir­tækj­um, ferða­mönnum og öðrum sem leið ættu til eða frá bæ með tæp­lega átta þús­und íbúa eða sem sam­svarar 2% þjóð­ar­inn­ar. Vand­séð er hvers vegna Akra­nes ætti að bera ábyrgð á flýtifram­kvæmdum í sam­göngu­kerf­inu víða um land umfram önnur byggð­ar­lög, jafn­vel þótt leiðin til höf­uð­borg­ar­innar liggi um jarð­göng,“ ritar Þór­odd­ur.

Í þessu sam­hengi nefnir hann einnig Bol­ung­ar­vík­ur­göng en um þau eru farnar 1.650 ferðir á dag að með­al­tali og eng­inn annar vegur er fær til eða frá bæn­um. „Um 300kr veg­gjald myndi því fela í sér 180 millj­óna króna árlegt fram­lag íbúa, ferða­fólks og fyr­ir­tækja í Bol­ung­ar­vík til flýtifram­kvæmda í vega­málum ann­ars staðar á land­inu eða 2,7 millj­arða yfir 15 ára tíma­bil. Þetta væri fram­lag 956 íbúa Bol­ung­ar­vík­ur, fyr­ir­tækja og ferða­fólks vegna þess að hættu­legur vegur um Óshlíð til Ísa­fjarðar var aflagður árið 2010, en sér­staks fram­lags væri ekki kraf­ist af t.d. íbúum Ísa­fjarðar eða Súða­víkur nema þeir ættu leið til Bol­ung­ar­víkur eða um Hval­fjarð­ar­göngin til Reykja­vík­ur.“

„Tals­verð byrði“ fyrir íbúa og gesti smárra sveit­ar­fé­laga

Sömu sögu er að segja af Trölla­skaga. „Miðað við 300kr veg­gjald í Héð­ins­fjarð­ar­göng­unum myndu íbú­ar, ferða­fólk og fyr­ir­tæki í Fjalla­byggð greiða rúm­lega 100 millj­ónir króna á ári og 1,5 millj­arða á 15 árum vegna ferða innan Fjalla­byggð­ar. Til við­bótar yrðu greiddar tæp­lega 80 millj­ónir á ári og 1,2 millj­arðar á 15 árum vegna ferða til og frá Fjalla­byggð um Stráka­göng og Múla­göng. Sér­staks fram­lags til flýtifram­kvæmda ann­ars staðar á land­inu yrði hins vegar ekki kraf­ist af íbúum ann­ars staðar í Eyja­firði svo sem á Dal­vík eða Akur­eyri nema þeir ættu leið til Fjalla­byggðar eða Reykja­vík­ur.“

Að lokum nefnir hann Norð­fjarð­ar­göng sem dæmi en þau tengja Nes­kaup­stað við önnur byggð­ar­lög á Aust­ur­landi og er eina leiðin í og úr bæn­um. 300 króna veg­gjald þar myndi skila 87 millj­ónum króna á ári eða 1,3 millj­örðum á 15 árum. „Þetta fram­lag íbúa, ferða­manna og fyr­ir­tækja í 1.100 manna sam­fé­lagi til flýtifram­kvæmda ann­ars staðar yrði aug­ljós­lega tals­verð byrð­i.“

Far­sælt geti verið að taka upp kíló­metra­gjald

Í umsögn sinni segir Þór­oddur að mörg þeirra byggð­ar­laga sem búa við jarð­ganga­teng­ingu, til að mynda á norð­an­verðum Vest­fjörð­um, á Trölla­skaga og á Mið-Aust­ur­landi, séu á svæðum sem „búið hafa við land­fræði­lega ein­angr­un, ein­hæfni í atvinnu­lífi, tak­mark­aða þjón­ustu og langvar­andi fólks­fækk­un.“ Með jarð­göngum hafi tek­ist að draga úr vanda sam­fé­laga sem stóðu höllum fæti, til að mynda með auknum tæki­færum í atvinnu­lífi og efl­ingu opin­berrar þjón­ustu.

Fram kemur í umsögn­inni að ríkið inn­heimti nú þegar mun meira fé af veg­far­endum í formi gjalda en sam­svarar kostn­aði við nýfram­kvæmdir og við­hald. Vísar Þór­oddur í mat FÍB frá árinu 2019 en í mat­inu var áætlað að gjöld af bif­reiðum og elds­neyti næmu sam­tals 80 millj­örðum króna, til sam­an­burðar við 29 millj­arða sem varið var til nýfram­kvæmda og við­halds. Þór­oddur segir veg­far­endur því greiða nú þegar nóg til rík­is­ins til þess að „koma vega­kerf­inu í við­un­andi horf“.

Hug­myndir um að inn­heimta sér­stakt gjald fyrir akstur um jarð­göng muni aftur á móti fela í sér auknar byrðar á herðar þeim sem aka um Hval­fjarð­ar­göng, sem nú þegar hafa verið greidd að fullu, og hins vegar á herðar veg­far­endum á svæðum „sem búið hafa við land­fræði­lega ein­angr­un, ein­hæfni í atvinnu­lífi, tak­mark­aða þjón­ustu og langvar­andi fólks­fækk­un.“

Þór­oddur nefnir að lokum að ef fram­kvæmdir í vega­kerf­inu eigi að vera sam­eig­in­legt verk­efni þjóð­ar­innar geti það verið far­sæl lausn að fjár­magna flýtifram­kvæmdir með öðrum hætti, til dæmis með kíló­metra­gjöldum sem gætu leyst af hólmi elds­neyt­is­gjöld í yfir­vof­andi orku­skipt­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent