ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti

Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, sendi í morgun bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún er hvött til að beita sér fyrir skattlagningu alþjóðlegra risafyrirtækja sem eru með starfsemi um allan heim en borga litla sem enga skatta.

Slík alþjóðleg skattlagning hefur verið til umræðu á vettvangi OECD og G20 ríkjanna og í bréfinu segir Drífa að verkalýðsfélög um allan heim sendi nú hvatningu á stjórnvöld í aðdraganda fundar G-20 ríkjanna sem fram fer í lok mánaðar. „Tillögur í þessa veru njóta víðtæks pólitísks stuðnings, líkt og kristallaðist á G-7 fjármálaráðherrafundinum í upphafi þessa mánaðar, en sérstaklega mikilvægt er að útfærslan verði ekki útvötnuð.“

Auglýsing
Drífa segir að alþjóðlegur samningur gæti tryggt ríkjum rétt til að skattleggja hagnað fyrirtækja sem verður til innan þeirra lögsögu, óháð því hvaðan fyrirtækið rekur starfsemi sína. „Alþjóðlegur lágmarksskattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtæki myndi jafnframt geta bundið enda á víðtækan skattaflótta slíkra fyrirtækja. Talað hefur verið um 15 prósent lágmarksskatt á hagnað fyrirtækja í þessu samhengi en það viðmið er of lágt, líkt og viðurkennt var í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðherra Mexíkó, Bandaríkjanna, Indónesíu, S-Afríku og Þýskalands sem birt var fyrir skemmstu. Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að miðað verði við 25 prósent og hvet ég þig til að leggjast á árar með okkur í því sambandi.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Drífa segir í bréfinu að það þurfi ekki að hafa mörg orð um hversu miklum fjármunum almenningur verði af vegna vanskattlagningar á alþjóðleg fyrirtæki. „Róttækar aðgerðir á þessu sviði eru grundvöllur viðspyrnu eftir Covid-faraldurinn, sem og forsenda þess að takast á við loftslagsbreytingar. Þá þarf að kalla þessi fyrirtæki til ábyrgðar hvað varðar aðbúnað og réttindi launafólks. Það er löngu tímabært að stöðva kapphlaupið að botninum.“

Bjarni bindur vonir við samstöðu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í viðtali við RÚV fyrir um mánuði síðan að hann vonaðist eftir samstöðu innan OECD um skattlagningu á alþjóðleg fyrirtæki. Það væri risastórt mál hvar eigi að skattleggja fyrirtæki sem selji vörur og þjónustu þvert á landamæri.

Hann ætlaði að leyfa sér að vera hóflega bjartsýnn á slík samstaða myndi nást vegna þess að á væru að takast gríðarlega miklir hagsmunir. „En OECD hefur gert kraftaverk á ýmsum sviðum á undanförnum árum, til dæmis í að uppræta skattsvik og það hefur lukkast mjög vel, upplýsingaskipti vegna skattamála hafa á undanförnum árum verið leidd af OECD og góð raun í þeim efnum er kannski eins og ísbrjótur fyrir þessa vinnu. Þannig að ég bind enn vonir við að við náum utan um þetta vegna þess að hér eru margir aðilar innanlands sem að treysta einfaldlega á að þeir geti notið sanngjarnrar samkeppnisstöðu gagnvart þessum alþjóðlegu risum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent