ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti

Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, sendi í morgun bréf til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra þar sem hún er hvött til að beita sér fyrir skatt­lagn­ingu alþjóð­legra risa­fyr­ir­tækja sem eru með starf­semi um allan heim en borga litla sem enga skatta.

Slík alþjóð­leg skatt­lagn­ing hefur verið til umræðu á vett­vangi OECD og G20 ríkj­anna og í bréf­inu segir Drífa að verka­lýðs­fé­lög um allan heim sendi nú hvatn­ingu á stjórn­völd í aðdrag­anda fundar G-20 ríkj­anna sem fram fer í lok mán­að­ar. „Til­lögur í þessa veru njóta víð­tæks póli­tísks stuðn­ings, líkt og krist­all­að­ist á G-7 fjár­mála­ráð­herra­fund­inum í upp­hafi þessa mán­að­ar, en sér­stak­lega mik­il­vægt er að útfærslan verði ekki útvötn­uð.“

Auglýsing
Drífa segir að alþjóð­legur samn­ingur gæti tryggt ríkjum rétt til að skatt­leggja hagnað fyr­ir­tækja sem verður til innan þeirra lög­sögu, óháð því hvaðan fyr­ir­tækið rekur starf­semi sína. „Al­þjóð­legur lág­marks­skattur á hagnað alþjóð­legra stór­fyr­ir­tæki myndi jafn­framt geta bundið enda á víð­tækan skattaflótta slíkra fyr­ir­tækja. Talað hefur verið um 15 pró­sent lág­marks­skatt á hagnað fyr­ir­tækja í þessu sam­hengi en það við­mið er of lágt, líkt og við­ur­kennt var í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu fjár­mála­ráð­herra Mexíkó, Banda­ríkj­anna, Indónesíu, S-Afr­íku og Þýska­lands sem birt var fyrir skemmstu. Verka­lýðs­hreyf­ingin kallar eftir því að miðað verði við 25 pró­sent og hvet ég þig til að leggj­ast á árar með okkur í því sam­band­i.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Drífa segir í bréf­inu að það þurfi ekki að hafa mörg orð um hversu miklum fjár­munum almenn­ingur verði af vegna vanskatt­lagn­ingar á alþjóð­leg fyr­ir­tæki. „Rót­tækar aðgerðir á þessu sviði eru grund­völlur við­spyrnu eftir Covid-far­ald­ur­inn, sem og for­senda þess að takast á við lofts­lags­breyt­ing­ar. Þá þarf að kalla þessi fyr­ir­tæki til ábyrgðar hvað varðar aðbúnað og rétt­indi launa­fólks. Það er löngu tíma­bært að stöðva kapp­hlaupið að botn­in­um.“

Bjarni bindur vonir við sam­stöðu

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í við­tali við RÚV fyrir um mán­uði síðan að hann von­að­ist eftir sam­stöðu innan OECD um skatt­lagn­ingu á alþjóð­leg fyr­ir­tæki. Það væri risa­stórt mál hvar eigi að skatt­leggja fyr­ir­tæki sem selji vörur og þjón­ustu þvert á landa­mæri.

Hann ætl­aði að leyfa sér að vera hóf­lega bjart­sýnn á slík sam­staða myndi nást vegna þess að á væru að takast gríð­ar­lega miklir hags­mun­ir. „En OECD hefur gert krafta­verk á ýmsum sviðum á und­an­förnum árum, til dæmis í að upp­ræta skatt­svik og það hefur lukk­ast mjög vel, upp­lýs­inga­skipti vegna skatta­mála hafa á und­an­förnum árum verið leidd af OECD og góð raun í þeim efnum er kannski eins og ísbrjótur fyrir þessa vinnu. Þannig að ég bind enn vonir við að við náum utan um þetta vegna þess að hér eru margir aðilar inn­an­lands sem að treysta ein­fald­lega á að þeir geti notið sann­gjarnrar sam­keppn­is­stöðu gagn­vart þessum alþjóð­legu ris­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent