20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka

Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.

Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
Auglýsing

Í morgun var birtur listi yfir 21 stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir hlutafjárútboð þar sem íslenska ríkið seldi 35 prósent eignarhlut í bankanum fyrir 55,3 milljarða króna. 

Á listanum kemur fram að þeir 20 fjárfestar sem keyptu mest í útboðinu eiga samtals 18 prósent hlut í bankanum. Það þýðir að hinir þátttakendurnir í útboðinu, en þeir alls voru um 24 þúsund talsins, keyptu samanlagt 17 prósent hlut.

Listi yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka.

Íslenska ríkið er áfram stærsti eigandi bankans með 65 prósent hlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi, Capital World Invsestors og RWC Asset Management höfðu þegar við upphaf útboðsins skuldbundið sig til að kaupa um það bil tíu prósent af öllu útgefnu hlutafé Íslandsbanka í hlutafjárútboði bankans og verða svokallaðir hornsteinsfjárfestar.

Samkvæmt hluthafalistanum sem birtur var í morgun tók Capital World Investors stærstan hluta af þessum bita, eða 3,8 prósent. Íslensku lífeyrissjóðirnir tveir eiga svo 2,3 prósent hvor og RWC Asset Management á 1,5 prósent hlut. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti lífeyrissjóður landsins, á líka samanlagt 1,5 prósent hlut í bankanum. Aðrir sem mynda listann yfir 21 stærstu eigendur bankans eru erlendir fjárfestingarsjóðir og íslenskir lífeyrissjóðir. Enginn einkafjárfestir kemst inn á listann.

Auglýsing
Lögð var áhersla á það að dreifa eignaraðild í því skrefi sem stigið var í sölunni nú, og til marks um það var hægt að skrá sig fyrir hlut upp á 50 þúsund krónur, sem er lágt í flestum samanburði. Auk þess var gefið út að allir sem skráðu sig fyrir því að kaupa fyrir eina milljón króna eða minna myndu ekki skerðast ef eftirspurn yrði umfram framboð, að hornsteinsfjárfestunum undanskildum. 

Lágt verð og mikið ávöxtun strax

Níföld eftirspurn var eftir bréfum í Íslandsbanka í hlutafjárútboði bankans sem lauk í síðustu viku. Allir greinendur voru sammála um að bréfin væru lágt verðlögð, sérstaklega í samanburði við gengi bréfa í Arion banka, hinum kerfislega mikilvæga bankanum sem skráður er á markað. Það ýtti undir mikla þátttöku í útboðinu. 

Þegar bréfin voru tekin til viðskipta í gær hækkuðu þau strax um 20 prósent. Það þýðir að sá sem keypti fyrir eina milljón króna var strax búinn að hagnast um 200 þúsund krónur.

Tæplega þrír fjórðu hlutar allra viðskipta sem áttu sér stað í Kauphöllinni í gær voru með bréf í Íslandsbanka. Heildarvirði viðskiptanna nam 5,4 milljörðum króna. Stór hluti þeirra sem seldu voru litlir einstaklingar sem höfðu keypt fyrir lágar fjárhæðir, milljón krónur eða minna. Það þýðir að ansi margir þátttakendur í útboðinu ákváðu að leysa út ávöxtunina á fyrsta degi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent