Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur

Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.

Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Auglýsing

Virði raf­mynt­ar­innar Bitcoin fór niður fyrir 30 þús­und Banda­ríkja­dali, um 3,7 millj­ónir króna, í dag í fyrsta skipti í fimm mán­uði. Síð­ustu viku hefur virðið verið í miklum lækk­un­arfasa en fyrir viku síðan stóð virði mynt­ar­innar í um og yfir 40 þús­und döl­um, sem sam­svarar tæpum fimm millj­ónum króna. Til marks um óstöð­ug­leika í virði mynt­ar­innar þá óx það um meira en 10 pró­sent á tveimur klukku­tímum nú síð­degis í dag úr tæpum 29 þús­und dölum upp í rúm­lega 32 þús­und dali. Lækkun dags­ins gekk þannig til baka en það breytir því ekki að virði mynt­ar­innar hefur lækkað um hátt í fjórð­ung á síð­ustu viku. Hæst fór virði mynt­ar­innar í apríl á þessu ári þegar það stóð í tæpega 65 þús­und döl­um.

Fjallað er um virð­is­rýrnun raf­mynt­ar­innar á vef BBC í dag. Þar segir að lækk­un­ina megi að stórum hluta rekja til Kína. Þar­lend stjórn­völd hafa á und­an­förnum dögum hert tökin á greftri mynt­ar­innar sem og notkun hennar í við­skipt­um. For­svars­menn kín­verskra banka hafa á und­an­förnum dögum verið boð­aðir til fundar í kín­verska seðla­bank­anum og þeir beðnir um að stemma stigu við við­skiptum með raf­mynt­ina.

Bank­arnir hafa ýmist heitið því að hætta alfarið við­skiptum með Bitcoin eða að láta þá sem hyggj­ast nota mynt­ina gang­ast undir áreið­an­leika­könn­un, til að koma í veg fyrir ólög­leg við­skipti. Þá hefur greiðslu­miðl­unin Alipay, sem er hluti af Ant Group, heitið því að koma upp kerfi sem mun hafa eft­ir­lit með við­skiptum með raf­mynt­um.

Auglýsing

Grípa til aðgerða gegn greftri Bitcoin

Í fyrra urðu um 65 pró­sent nýrra Bitcoin raf­mynta til í Kína. Myntin verður til með aðferð sem líkt hefur verið við námu­gröft, nema hvað að tölvu­bún­aður sér um námu­gröft­inn sem er í formi flók­inna stærð­fræði­dæma. Þessi gröftur er einkar orku­frekur og með tíð og tíma verða jöfn­urnar sem tölv­urnar þurfa að leysa stöðugt flókn­ari og um leið orku­frek­ari. Í tengslum við þennan námu­gröft hafa risið gagna­ver sem sum hver sinna slíkum námu­greftri.

Nú fyrir helgi til­kynntu yfir­völd í Sichuan hér­aði um lokun 26 slíkra gagna­vera. Sichuan er í öðru sæti á lista yfir þau héruð í Kína sem fram­leiða mest af Bitcoin. Í umfjöllun BBC segir raf­mynta­iðn­að­ur­inn í hér­að­inu hafi byggst upp vegna þess hve margar vatns­afls­virkj­anir sé þar að finna en eins og áður sagði er raf­mynta­gröftur einkar orku­frek­ur.

Lokun gagna­ver­anna í Sichuan er liður í aðgerðum kín­verskra stjórn­valda til að herða tökin á raf­myntum sem kynntar voru í síð­asta mán­uði. Stjórn­völd vilja með því draga úr þeirri áhættu sem kann að fylgja mynt­inni. Þar í landi hafi lítið eft­ir­lit verið haft með mynt­inni og hún notuð í við­skiptum á svarta mark­aðn­um, í pen­inga­þvætti, vopna­við­skipt­um, veð­mála­starf­semi og í við­skiptum með eit­ur­lyf, líkt og segir í frétt Reuters.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent