Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur

Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.

Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Auglýsing

Virði rafmyntarinnar Bitcoin fór niður fyrir 30 þúsund Bandaríkjadali, um 3,7 milljónir króna, í dag í fyrsta skipti í fimm mánuði. Síðustu viku hefur virðið verið í miklum lækkunarfasa en fyrir viku síðan stóð virði myntarinnar í um og yfir 40 þúsund dölum, sem samsvarar tæpum fimm milljónum króna. Til marks um óstöðugleika í virði myntarinnar þá óx það um meira en 10 prósent á tveimur klukkutímum nú síðdegis í dag úr tæpum 29 þúsund dölum upp í rúmlega 32 þúsund dali. Lækkun dagsins gekk þannig til baka en það breytir því ekki að virði myntarinnar hefur lækkað um hátt í fjórðung á síðustu viku. Hæst fór virði myntarinnar í apríl á þessu ári þegar það stóð í tæpega 65 þúsund dölum.

Fjallað er um virðisrýrnun rafmyntarinnar á vef BBC í dag. Þar segir að lækkunina megi að stórum hluta rekja til Kína. Þarlend stjórnvöld hafa á undanförnum dögum hert tökin á greftri myntarinnar sem og notkun hennar í viðskiptum. Forsvarsmenn kínverskra banka hafa á undanförnum dögum verið boðaðir til fundar í kínverska seðlabankanum og þeir beðnir um að stemma stigu við viðskiptum með rafmyntina.

Bankarnir hafa ýmist heitið því að hætta alfarið viðskiptum með Bitcoin eða að láta þá sem hyggjast nota myntina gangast undir áreiðanleikakönnun, til að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti. Þá hefur greiðslumiðlunin Alipay, sem er hluti af Ant Group, heitið því að koma upp kerfi sem mun hafa eftirlit með viðskiptum með rafmyntum.

Auglýsing

Grípa til aðgerða gegn greftri Bitcoin

Í fyrra urðu um 65 prósent nýrra Bitcoin rafmynta til í Kína. Myntin verður til með aðferð sem líkt hefur verið við námugröft, nema hvað að tölvubúnaður sér um námugröftinn sem er í formi flókinna stærðfræðidæma. Þessi gröftur er einkar orkufrekur og með tíð og tíma verða jöfnurnar sem tölvurnar þurfa að leysa stöðugt flóknari og um leið orkufrekari. Í tengslum við þennan námugröft hafa risið gagnaver sem sum hver sinna slíkum námugreftri.

Nú fyrir helgi tilkynntu yfirvöld í Sichuan héraði um lokun 26 slíkra gagnavera. Sichuan er í öðru sæti á lista yfir þau héruð í Kína sem framleiða mest af Bitcoin. Í umfjöllun BBC segir rafmyntaiðnaðurinn í héraðinu hafi byggst upp vegna þess hve margar vatnsaflsvirkjanir sé þar að finna en eins og áður sagði er rafmyntagröftur einkar orkufrekur.

Lokun gagnaveranna í Sichuan er liður í aðgerðum kínverskra stjórnvalda til að herða tökin á rafmyntum sem kynntar voru í síðasta mánuði. Stjórnvöld vilja með því draga úr þeirri áhættu sem kann að fylgja myntinni. Þar í landi hafi lítið eftirlit verið haft með myntinni og hún notuð í viðskiptum á svarta markaðnum, í peningaþvætti, vopnaviðskiptum, veðmálastarfsemi og í viðskiptum með eiturlyf, líkt og segir í frétt Reuters.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent