Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur

Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.

Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Auglýsing

Virði raf­mynt­ar­innar Bitcoin fór niður fyrir 30 þús­und Banda­ríkja­dali, um 3,7 millj­ónir króna, í dag í fyrsta skipti í fimm mán­uði. Síð­ustu viku hefur virðið verið í miklum lækk­un­arfasa en fyrir viku síðan stóð virði mynt­ar­innar í um og yfir 40 þús­und döl­um, sem sam­svarar tæpum fimm millj­ónum króna. Til marks um óstöð­ug­leika í virði mynt­ar­innar þá óx það um meira en 10 pró­sent á tveimur klukku­tímum nú síð­degis í dag úr tæpum 29 þús­und dölum upp í rúm­lega 32 þús­und dali. Lækkun dags­ins gekk þannig til baka en það breytir því ekki að virði mynt­ar­innar hefur lækkað um hátt í fjórð­ung á síð­ustu viku. Hæst fór virði mynt­ar­innar í apríl á þessu ári þegar það stóð í tæpega 65 þús­und döl­um.

Fjallað er um virð­is­rýrnun raf­mynt­ar­innar á vef BBC í dag. Þar segir að lækk­un­ina megi að stórum hluta rekja til Kína. Þar­lend stjórn­völd hafa á und­an­förnum dögum hert tökin á greftri mynt­ar­innar sem og notkun hennar í við­skipt­um. For­svars­menn kín­verskra banka hafa á und­an­förnum dögum verið boð­aðir til fundar í kín­verska seðla­bank­anum og þeir beðnir um að stemma stigu við við­skiptum með raf­mynt­ina.

Bank­arnir hafa ýmist heitið því að hætta alfarið við­skiptum með Bitcoin eða að láta þá sem hyggj­ast nota mynt­ina gang­ast undir áreið­an­leika­könn­un, til að koma í veg fyrir ólög­leg við­skipti. Þá hefur greiðslu­miðl­unin Alipay, sem er hluti af Ant Group, heitið því að koma upp kerfi sem mun hafa eft­ir­lit með við­skiptum með raf­mynt­um.

Auglýsing

Grípa til aðgerða gegn greftri Bitcoin

Í fyrra urðu um 65 pró­sent nýrra Bitcoin raf­mynta til í Kína. Myntin verður til með aðferð sem líkt hefur verið við námu­gröft, nema hvað að tölvu­bún­aður sér um námu­gröft­inn sem er í formi flók­inna stærð­fræði­dæma. Þessi gröftur er einkar orku­frekur og með tíð og tíma verða jöfn­urnar sem tölv­urnar þurfa að leysa stöðugt flókn­ari og um leið orku­frek­ari. Í tengslum við þennan námu­gröft hafa risið gagna­ver sem sum hver sinna slíkum námu­greftri.

Nú fyrir helgi til­kynntu yfir­völd í Sichuan hér­aði um lokun 26 slíkra gagna­vera. Sichuan er í öðru sæti á lista yfir þau héruð í Kína sem fram­leiða mest af Bitcoin. Í umfjöllun BBC segir raf­mynta­iðn­að­ur­inn í hér­að­inu hafi byggst upp vegna þess hve margar vatns­afls­virkj­anir sé þar að finna en eins og áður sagði er raf­mynta­gröftur einkar orku­frek­ur.

Lokun gagna­ver­anna í Sichuan er liður í aðgerðum kín­verskra stjórn­valda til að herða tökin á raf­myntum sem kynntar voru í síð­asta mán­uði. Stjórn­völd vilja með því draga úr þeirri áhættu sem kann að fylgja mynt­inni. Þar í landi hafi lítið eft­ir­lit verið haft með mynt­inni og hún notuð í við­skiptum á svarta mark­aðn­um, í pen­inga­þvætti, vopna­við­skipt­um, veð­mála­starf­semi og í við­skiptum með eit­ur­lyf, líkt og segir í frétt Reuters.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent