73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka

Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
Auglýsing

Tæp­lega þrír fjórðu­hlutar allra við­skipta sem áttu sér stað í Kaup­höll­inni í dag voru með bréf í Íslands­banka. Heild­ar­virði við­skipt­anna nam 5,4 millj­örðum króna, en þeir sem tóku þátt í hluta­bréfa­út­boði bank­ans sem lauk í síð­ustu viku hafa nú fengið tæp­lega 20 pró­senta ávöxtun á bréfum sín­um.

Þetta kemur fram í yfir­lits­tölum á Mark­aðsvakt Keld­unnar eftir lokun mark­aða. Sam­kvæmt þeim lækk­aði hluta­bréfa­verð í níu skráðum félögum í dag, en lækk­unin nam yfir einu pró­senti í Mar­el, Arion og Icelanda­ir. Mest lækk­uðu hluta­bréfin í Icelanda­ir, en þau eru nú 3,8 pró­sentum lægri en þau voru við opnun mark­aða í morg­un.

Heild­ar­virði við­skipta í Kaup­höll­inni nam 8,2 millj­örðum króna, en þar af voru um 65 pró­sent með bréf í Íslands­banka. Alls voru 838 við­skipti skráð með bréf í bank­an­um, en heild­ar­fjöldi við­skipta í Kaup­höll­inni í dag var 1.155.

Auglýsing

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá var níföld eft­ir­spurn eftir bréfum í Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans sem lauk á þriðju­dag­inn í síð­ustu viku. Í útboð­inu var um 35 pró­senta hlutur í bank­anum seldur á 79 krónur á hlut, sem voru efri mörk útboðs­verðs­ins.

Verð á hlutum í Íslands­banka nema nú 94,6 krónum á hlut, sem er tæp­lega 20 pró­sentum hærri en útboðs­geng­ið. Heil­sölu­and­virði útboðs­ins nam 55,3 millj­örðum króna, sem er rúm­lega tíu sinnum meira en and­virði við­skipta með bréf í bank­anum var í Kaup­höll­inni í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent