Níföld eftirspurn eftir bréfum í Íslandsbanka og hluthafar verða 24 þúsund

Alls fengust 55,3 milljarðar króna fyrir 35 prósent hlut í Íslandsbanka sem þýðir að markaðsvirði hans er 158 milljarðar króna, eða 85 prósent af eigin fé bankans. Fjöldi hluthafa verður sá mesti í skráðu félagi á Íslandi þegar viðskipti hefjast.

Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún verður fyrsta konan sem stýrir félagi í Kauphöll Íslands síðan í ágúst 2016.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún verður fyrsta konan sem stýrir félagi í Kauphöll Íslands síðan í ágúst 2016.
Auglýsing

Níföld eftirspurn var eftir bréfum í Íslandsbanka í hlutafjárútboði bankans sem lauk í gær. Í útboðinu var 35 prósent hlutur í bankanum seldur á 79 krónur á hlut, sem voru efri mörk útboðsverðsins. 

Heildarsöluandvirðið er 55,3 milljarðar króna og rennur það að uppistöðu, eftir að búið er að draga frá kostnað vegna útboðsins, í ríkissjóð þar sem íslenska ríkið var eini eigandi bankans fyrir útboðið. Áætlað markaðsvirði Íslandsbanka miðað við þetta er 158 milljarðar króna. 

Í tilkynningu frá bankanum vegna útboðsloka kemur fra að um stærsta frumútboð hlutabréfa sé að ræða sem farið hefur fram hér á landi. Alls nam eftirspurnin eftir bréfum 486 milljörðum króna. Tilboð upp að einni milljón króna verða ekki skert í samræmi við ákvæði lýsingar og aðrar réttarheimildir til að stuðla að dreifðu og fjölbreyttu eignarhaldi og að skerða ekki tilboð upp að einni milljón króna. Þeir sem skráðu sig fyrir bréfum munu fá upplýsingar um úthlutun í síðasta lagi í dag.

Fjöldi hluthafa í Íslandsbanka verður um 24 þúsund eftir útboðið sem er mesti fjöldi hluthafa allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Í tilkynningu bankans segir að ríkið muni áfram sem áður fara með 65 prósent hlut í honum, aðrir innlendir fjárfestar 24 prósent hlut og erlendir fjárfestar munu eiga um ellefu prósent af heildarhlutafé bankans.

Viðskipti með bréf Íslandsbanka í Kauphöll Íslands munu hefjast næstkomandi þriðjudag, 22. júní. 

Bréfin þykja ódýr

Þegar skráningarlýsing Íslandsbanka var birt í byrjun síðustu viku kom fram að hið leiðandi verðbil í því væri frá 71 til 79 krónur á hlut. Miðpunktur þess reiknaði að virði bankans væri 150 milljarðar króna, en eigið fé bankans er 185 milljarðar króna. 

Auglýsing
Nú er ljóst að virði bankans er vel umfram það enda eftirspurn eftir bréfum langt umfram framboð. Þar þykir ráða mestu að bréfin teljast ódýr, sérstaklega í samanburði við gengi bréfa í Arion banka, hinum kerfislega mikilvæga bankanum sem skráður er á markað.

Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi, Capital World Invsestors og RWC Asset Management höfðu þegar við upphaf útboðsins skuldbundið sig til að kaupa um það bil tíu prósent af öllu útgefnu hlutafé Íslandsbanka í hlutafjárútboði bankans og verða svokallaðir hornsteinsfjárfestar.

Vilji hjá ráðherra til að selja meira

Ríkið er skuldbundið samkvæmt skilmálum hlutafjárútboðsins að selja ekki fleiri hluti í hálft ár eftir fyrstu sölu. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í maí að hann vilji selja það sem eftir mun standa af eignarhlut Íslandsbanka við fyrsta tækifæri á næsta kjörtímabili. Bjarni sagði við Fréttablaðið í síðasta mánuði: „Ef ég fengi einhverju um það ráðið þá myndum við klára þennan áfanga og við myndum nota fyrsta tækifæri á nýju kjörtímabili til að halda áfram að losa okkur við eignarhluti í bankanum.“ Það verði verkefni næsta kjörtímabils. 

Bjarni sagðist líka vilja selja 35 til 50 prósent hlut í Landsbankanum, sem ríkið á líka. Sá hlutur sem ríkið myndi halda væri til þess fallið að tryggja að á Íslandi yrði áfram höfuðstöðvar banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent