Níföld eftirspurn eftir bréfum í Íslandsbanka og hluthafar verða 24 þúsund

Alls fengust 55,3 milljarðar króna fyrir 35 prósent hlut í Íslandsbanka sem þýðir að markaðsvirði hans er 158 milljarðar króna, eða 85 prósent af eigin fé bankans. Fjöldi hluthafa verður sá mesti í skráðu félagi á Íslandi þegar viðskipti hefjast.

Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún verður fyrsta konan sem stýrir félagi í Kauphöll Íslands síðan í ágúst 2016.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún verður fyrsta konan sem stýrir félagi í Kauphöll Íslands síðan í ágúst 2016.
Auglýsing

Níföld eft­ir­spurn var eftir bréfum í Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans sem lauk í gær. Í útboð­inu var 35 pró­sent hlutur í bank­anum seldur á 79 krónur á hlut, sem voru efri mörk útboðs­verðs­ins. 

Heild­ar­sölu­and­virðið er 55,3 millj­arðar króna og rennur það að uppi­stöðu, eftir að búið er að draga frá kostnað vegna útboðs­ins, í rík­is­sjóð þar sem íslenska ríkið var eini eig­andi bank­ans fyrir útboð­ið. Áætlað mark­aðsvirði Íslands­banka miðað við þetta er 158 millj­arðar króna. 

Í til­kynn­ingu frá bank­anum vegna útboðsloka kemur fra að um stærsta frumút­boð hluta­bréfa sé að ræða sem farið hefur fram hér á landi. Alls nam eft­ir­spurnin eftir bréfum 486 millj­örðum króna. Til­boð upp að einni milljón króna verða ekki skert í sam­ræmi við ákvæði lýs­ingar og aðrar rétt­ar­heim­ildir til að stuðla að dreifðu og fjöl­breyttu eign­ar­haldi og að skerða ekki til­boð upp að einni milljón króna. Þeir sem skráðu sig fyrir bréfum munu fá upp­lýs­ingar um úthlutun í síð­asta lagi í dag.

Fjöldi hlut­hafa í Íslands­banka verður um 24 þús­und eftir útboðið sem er mesti fjöldi hlut­hafa allra skráðra fyr­ir­tækja á Íslandi. Í til­kynn­ingu bank­ans segir að ríkið muni áfram sem áður fara með 65 pró­sent hlut í hon­um, aðrir inn­lendir fjár­festar 24 pró­sent hlut og erlendir fjár­festar munu eiga um ell­efu pró­sent af heild­ar­hlutafé bank­ans.

Við­skipti með bréf Íslands­banka í Kaup­höll Íslands munu hefj­ast næst­kom­andi þriðju­dag, 22. jún­í. 

Bréfin þykja ódýr

Þegar skrán­ing­ar­lýs­ing Íslands­banka var birt í byrjun síð­ustu viku kom fram að hið leið­andi verð­bil í því væri frá 71 til 79 krónur á hlut. Mið­punktur þess reikn­aði að virði bank­ans væri 150 millj­arðar króna, en eigið fé bank­ans er 185 millj­arðar króna. 

Auglýsing
Nú er ljóst að virði bank­ans er vel umfram það enda eft­ir­spurn eftir bréfum langt umfram fram­boð. Þar þykir ráða mestu að bréfin telj­ast ódýr, sér­stak­lega í sam­an­burði við gengi bréfa í Arion banka, hinum kerf­is­lega mik­il­væga bank­anum sem skráður er á mark­að.

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, Gildi, Capi­tal World Invsestors og RWC Asset Mana­gement höfðu þegar við upp­haf útboðs­ins skuld­bundið sig til að kaupa um það bil tíu pró­sent af öllu útgefnu hlutafé Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans og verða svo­kall­aðir horn­steins­fjár­fest­ar.

Vilji hjá ráð­herra til að selja meira

Ríkið er skuld­bundið sam­kvæmt skil­málum hluta­fjár­út­boðs­ins að selja ekki fleiri hluti í hálft ár eftir fyrstu sölu. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í maí að hann vilji selja það sem eftir mun standa af eign­ar­hlut Íslands­banka við fyrsta tæki­færi á næsta kjör­tíma­bili. Bjarni sagði við Frétta­blaðið í síð­asta mán­uði: „Ef ég fengi ein­hverju um það ráðið þá myndum við klára þennan áfanga og við myndum nota fyrsta tæki­færi á nýju kjör­tíma­bili til að halda áfram að losa okkur við eign­ar­hluti í bank­an­um.“ Það verði verk­efni næsta kjör­tíma­bils. 

Bjarni sagð­ist líka vilja selja 35 til 50 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, sem ríkið á líka. Sá hlutur sem ríkið myndi halda væri til þess fallið að tryggja að á Íslandi yrði áfram höf­uð­stöðvar banka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent