Níföld eftirspurn eftir bréfum í Íslandsbanka og hluthafar verða 24 þúsund

Alls fengust 55,3 milljarðar króna fyrir 35 prósent hlut í Íslandsbanka sem þýðir að markaðsvirði hans er 158 milljarðar króna, eða 85 prósent af eigin fé bankans. Fjöldi hluthafa verður sá mesti í skráðu félagi á Íslandi þegar viðskipti hefjast.

Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún verður fyrsta konan sem stýrir félagi í Kauphöll Íslands síðan í ágúst 2016.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún verður fyrsta konan sem stýrir félagi í Kauphöll Íslands síðan í ágúst 2016.
Auglýsing

Níföld eft­ir­spurn var eftir bréfum í Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans sem lauk í gær. Í útboð­inu var 35 pró­sent hlutur í bank­anum seldur á 79 krónur á hlut, sem voru efri mörk útboðs­verðs­ins. 

Heild­ar­sölu­and­virðið er 55,3 millj­arðar króna og rennur það að uppi­stöðu, eftir að búið er að draga frá kostnað vegna útboðs­ins, í rík­is­sjóð þar sem íslenska ríkið var eini eig­andi bank­ans fyrir útboð­ið. Áætlað mark­aðsvirði Íslands­banka miðað við þetta er 158 millj­arðar króna. 

Í til­kynn­ingu frá bank­anum vegna útboðsloka kemur fra að um stærsta frumút­boð hluta­bréfa sé að ræða sem farið hefur fram hér á landi. Alls nam eft­ir­spurnin eftir bréfum 486 millj­örðum króna. Til­boð upp að einni milljón króna verða ekki skert í sam­ræmi við ákvæði lýs­ingar og aðrar rétt­ar­heim­ildir til að stuðla að dreifðu og fjöl­breyttu eign­ar­haldi og að skerða ekki til­boð upp að einni milljón króna. Þeir sem skráðu sig fyrir bréfum munu fá upp­lýs­ingar um úthlutun í síð­asta lagi í dag.

Fjöldi hlut­hafa í Íslands­banka verður um 24 þús­und eftir útboðið sem er mesti fjöldi hlut­hafa allra skráðra fyr­ir­tækja á Íslandi. Í til­kynn­ingu bank­ans segir að ríkið muni áfram sem áður fara með 65 pró­sent hlut í hon­um, aðrir inn­lendir fjár­festar 24 pró­sent hlut og erlendir fjár­festar munu eiga um ell­efu pró­sent af heild­ar­hlutafé bank­ans.

Við­skipti með bréf Íslands­banka í Kaup­höll Íslands munu hefj­ast næst­kom­andi þriðju­dag, 22. jún­í. 

Bréfin þykja ódýr

Þegar skrán­ing­ar­lýs­ing Íslands­banka var birt í byrjun síð­ustu viku kom fram að hið leið­andi verð­bil í því væri frá 71 til 79 krónur á hlut. Mið­punktur þess reikn­aði að virði bank­ans væri 150 millj­arðar króna, en eigið fé bank­ans er 185 millj­arðar króna. 

Auglýsing
Nú er ljóst að virði bank­ans er vel umfram það enda eft­ir­spurn eftir bréfum langt umfram fram­boð. Þar þykir ráða mestu að bréfin telj­ast ódýr, sér­stak­lega í sam­an­burði við gengi bréfa í Arion banka, hinum kerf­is­lega mik­il­væga bank­anum sem skráður er á mark­að.

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, Gildi, Capi­tal World Invsestors og RWC Asset Mana­gement höfðu þegar við upp­haf útboðs­ins skuld­bundið sig til að kaupa um það bil tíu pró­sent af öllu útgefnu hlutafé Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans og verða svo­kall­aðir horn­steins­fjár­fest­ar.

Vilji hjá ráð­herra til að selja meira

Ríkið er skuld­bundið sam­kvæmt skil­málum hluta­fjár­út­boðs­ins að selja ekki fleiri hluti í hálft ár eftir fyrstu sölu. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í maí að hann vilji selja það sem eftir mun standa af eign­ar­hlut Íslands­banka við fyrsta tæki­færi á næsta kjör­tíma­bili. Bjarni sagði við Frétta­blaðið í síð­asta mán­uði: „Ef ég fengi ein­hverju um það ráðið þá myndum við klára þennan áfanga og við myndum nota fyrsta tæki­færi á nýju kjör­tíma­bili til að halda áfram að losa okkur við eign­ar­hluti í bank­an­um.“ Það verði verk­efni næsta kjör­tíma­bils. 

Bjarni sagð­ist líka vilja selja 35 til 50 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, sem ríkið á líka. Sá hlutur sem ríkið myndi halda væri til þess fallið að tryggja að á Íslandi yrði áfram höf­uð­stöðvar banka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent