Gögnum frá opinberum aðilum verði miðlað til einstaklinga með stafrænum hætti

Bréfpóstur verður enn í boði fyrir þá sem það kjósa en að meginreglu verða gögn frá hinu opinbera send einstaklingum og lögaðilum með stafrænum hætti í kjölfar nýrra laga. Breytingin er talin spara ríkissjóði 300-700 milljónir króna á ári.

Fjöldi skjala sem send eru rafrænt hefur vaxiið hratt á nýliðnum árum.
Fjöldi skjala sem send eru rafrænt hefur vaxiið hratt á nýliðnum árum.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að um 12 milljónir rafrænna skjala verði send í gegnum stafrænt pósthólf á Ísland.is á árinu en í fyrra voru um 8 milljón skjöl send með þeim hætti. Fjöldinn hefur vaxið hratt á nýliðnum árum, til að mynda voru rétt rúmlega milljón skjöl send í stafrænt pósthólf á Ísland.is árið 2017. Meðal þeirra gagna sem send eru í stafræn pósthólf eru upplýsingar um fasteignagjöld, launaseðlar og álagningarseðlar frá stofnunum og sveitarfélögum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef stjórnarráðsins vegna nýsamþykktra laga um stafrænt pósthólf. Lögin fela í sér að allir með íslenska kennitölu fá slíkt pósthólf sem hið opinbera nýtir til að koma gögnum til fólks. Með lögunum verður það að meginreglu að þegar gögnum sé miðlað til einstaklinga og lögaðila verði það gert með stafrænum hætti. Áfram verður þó hægt að óska eftir því að fá bréfpóst, kjósi fólk heldur þann sendingarmáta.

Þrátt fyrir að mikil aukning hafi orðið í birtingu gagna á Ísland.is er ekki þar með sagt að allt færist af pappír og á netið strax. Lögin tóku gildi um leið og þau voru samþykkt en fjármálaráðherra hefur nú verið falið að gefa út áætlun um starfræna birtingu af hálfu ríkisaðila og sveitarfélaga eigi síðar en fyrir lok árs. Áætlunin skal svo að fullu innleidd í síðasta lagi 1. janúar 2025.

Auglýsing

Ríkið muni spara 300 til 700 milljónir á ári

Í áðurnefndri tilkynningu segir að nýju lögin hafi í för með sér aukið öryggi gagna og hagræði á mörgum sviðum samfélagsins, auk þess sem þau styðji við frekari framþróun á stafrænni þjónustu við almenning og þar með betri opinberri þjónustu og samskiptum við hið opinbera.

Sparnaður ríkissjóðs sem hlýst af því að senda skjöl rafrænt var talinn nema á bilinu 300 til 700 milljónum króna á ári samkvæmt greinargerð frumvarpsins en einnig segir að með breytingunni felist hagræðing fyrir sveitarfélög. Þar kemur meðal annars fram að póstburðargjöld ríkisins séu um 439 milljónir króna á ári en sparnaðurinn er sagður ná til fleiri atriða en burðargjalda. „Sparnaður við póstsendingar er aðeins hluti af jákvæðum áhrifum á ríkissjóð því auk póstburðargjalda verður sparnaður við umsýslu starfsmanna, prentun og fleira.“

Breytingin er einnig sögð tryggja upplýsingagjöf og minnka pappírsnotkun. „Þá mun frumvarpið jafnframt hafa jákvæð áhrif á umferð, kolefnislosun og tímanotkun almennings. Minni pappírsnotkun minnkar magn pappírs í úrgangsþjónustu sem og afleiddan húsnæðiskostnað vegna pappírsskjalavistunar og tryggir einnig betri rekjanleika í upplýsingagjöf.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent