Gögnum frá opinberum aðilum verði miðlað til einstaklinga með stafrænum hætti

Bréfpóstur verður enn í boði fyrir þá sem það kjósa en að meginreglu verða gögn frá hinu opinbera send einstaklingum og lögaðilum með stafrænum hætti í kjölfar nýrra laga. Breytingin er talin spara ríkissjóði 300-700 milljónir króna á ári.

Fjöldi skjala sem send eru rafrænt hefur vaxiið hratt á nýliðnum árum.
Fjöldi skjala sem send eru rafrænt hefur vaxiið hratt á nýliðnum árum.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að um 12 millj­ónir raf­rænna skjala verði send í gegnum staf­rænt póst­hólf á Ísland.is á árinu en í fyrra voru um 8 milljón skjöl send með þeim hætti. Fjöld­inn hefur vaxið hratt á nýliðnum árum, til að mynda voru rétt rúm­lega milljón skjöl send í staf­rænt póst­hólf á Ísland.is árið 2017. Meðal þeirra gagna sem send eru í staf­ræn póst­hólf eru upp­lýs­ingar um fast­eigna­gjöld, launa­seðlar og álagn­ing­ar­seðlar frá stofn­unum og sveit­ar­fé­lög­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem birt er á vef stjórn­ar­ráðs­ins vegna nýsam­þykktra laga um staf­rænt póst­hólf. Lögin fela í sér að allir með íslenska kenni­tölu fá slíkt póst­hólf sem hið opin­bera nýtir til að koma gögnum til fólks. Með lög­unum verður það að meg­in­reglu að þegar gögnum sé miðlað til ein­stak­linga og lög­að­ila verði það gert með staf­rænum hætti. Áfram verður þó hægt að óska eftir því að fá bréf­póst, kjósi fólk heldur þann send­ing­ar­máta.

Þrátt fyrir að mikil aukn­ing hafi orðið í birt­ingu gagna á Ísland.is er ekki þar með sagt að allt fær­ist af pappír og á netið strax. Lögin tóku gildi um leið og þau voru sam­þykkt en fjár­mála­ráð­herra hefur nú verið falið að gefa út áætlun um star­fræna birt­ingu af hálfu rík­is­að­ila og sveit­ar­fé­laga eigi síðar en fyrir lok árs. Áætl­unin skal svo að fullu inn­leidd í síð­asta lagi 1. jan­úar 2025.

Auglýsing

Ríkið muni spara 300 til 700 millj­ónir á ári

Í áður­nefndri til­kynn­ingu segir að nýju lögin hafi í för með sér aukið öryggi gagna og hag­ræði á mörgum sviðum sam­fé­lags­ins, auk þess sem þau styðji við frek­ari fram­þróun á staf­rænni þjón­ustu við almenn­ing og þar með betri opin­berri þjón­ustu og sam­skiptum við hið opin­bera.

Sparn­aður rík­is­sjóðs sem hlýst af því að senda skjöl raf­rænt var tal­inn nema á bil­inu 300 til 700 millj­ónum króna á ári sam­kvæmt grein­ar­gerð frum­varps­ins en einnig segir að með breyt­ing­unni felist hag­ræð­ing fyrir sveit­ar­fé­lög. Þar kemur meðal ann­ars fram að póst­burð­ar­gjöld rík­is­ins séu um 439 millj­ónir króna á ári en sparn­að­ur­inn er sagður ná til fleiri atriða en burð­ar­gjalda. „Sparn­aður við póst­send­ingar er aðeins hluti af jákvæðum áhrifum á rík­is­sjóð því auk póst­burð­ar­gjalda verður sparn­aður við umsýslu starfs­manna, prentun og fleira.“

Breyt­ingin er einnig sögð tryggja upp­lýs­inga­gjöf og minnka papp­írs­notk­un. „Þá mun frum­varpið jafn­framt hafa jákvæð áhrif á umferð, kolefn­islosun og tíma­notkun almenn­ings. Minni papp­írs­notkun minnkar magn papp­írs í úrgangs­þjón­ustu sem og afleiddan hús­næð­is­kostnað vegna papp­írs­skjala­vist­unar og tryggir einnig betri rekj­an­leika í upp­lýs­inga­gjöf.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent