Megi sú hönd visna

Árneshreppur stritast enn við að lifa af, skrifar Finnbogi Hermannsson, en efast um að þjóðin sé að velta fyrir sér örlögum hans – ekki frekar en hún gerði þegar byggðin á Hornströndum lagðist af á síðustu öld.

Auglýsing

Greinin er byggð á erind­inu Árnes­hreppur og Horn­strandir í vit­und þjóðar sem höf­undur flutti á fundi Land­verndar og fleiri sam­taka í önd­verðum sept­em­ber.Mitt afskammt­aða upp­eldi er að fjalla um Horn­strandir og Árnes­hrepp –  í vit­und þjóð­ar.Og þá er fyrsta spurn­ing­in, hvað er þjóð­in?Fræg stjórn­mála­kona sagði á fundi í Háskóla­bíói í hrun­inu: Þið eruð ekki þjóð­in. Og blöskr­aði ýms­um.Ég hef lík­lega verið fimm ára þegar ég fékk fyrst pata af Horn­strend­ing­um. Í horn­inu hjá okkur á Njáls­göt­unni var afi og ekki ama­legt að hafa afa í hús­inu. Hann hét Finn­bogi Finn­boga­son, hafði verið sjó­maður allt sitt líf nema þegar hann var í Breta­vinn­unni sem gervi­smið­ur. Hann var fæddur árið 1881 og var lengst af skip­stjóri á því kunna skipi Skaft­fell­ingi. Afi okkar sem var mjög hlé­drægur og kurt­eis maður var samt sagna­mað­ur. Og hann sagði okkur bræðrum frá því þegar hann sá Horn­strend­ing í fyrsta sinn.Það var í verslun á Ísa­firði og mikið að gera í búð­inni. Þá glymur í manni ein­um:  „Af­greiddu mig elsk ég er fyrir Rit.“Hann var aug­ljós­lega úr Aðal­vík eða þaðan af norð­ar. Og hann fékk skjóta afgreiðslu af því að hann var fyrir Rit, degi tekið að halla og hann átti langa sjó­ferð fyrir höndum fyrir Rit.

AuglýsingSvo ger­ist það fyrir 32 árum að ég hef Rit­inn fyrir aug­unum á hverjum degi. Og þá á eng­inn fastur íbúi Aðal­víkur eða Horn­stranda  leið fyrir Rit sem má bæði skrifa með ein­földu ii eða ypsíloni. Rit­ur­inn sést nefni­lega úr Hnífs­dal þar sem ég bý sem ysti útvörður Ísa­fjarð­ar­djúps að norð­an­verðu. Sé hann meira að segja út um glugg­ann hjá mér þar sem ég strit­ast við að sitja dag­lega við skrift­ir.Nú er það svo að byggð­irnar norðan Djúps voru löngum lokuð sam­fé­lög og þjóðin hafði kynni af fólk­inu af afspurn. Og þá kom til kasta sagna­manna og sagna­kvenna. Margar af þeim sögnum end­uðu á prenti þegar tímar liðu.„Þar með verður einum kafla í byggðasögu þessa lands lokið,“ stóð í grein Tímans um það þegar síðasta fólkið flutti frá Hornströndum árið 1962. Skjáskot: Tímarit.isEn óhætt er að segja að ákveðin vatna­skil verði með verkum Þór­leifs Bjarna­sonar frá Hæla­vík. Þór­leifur var hald­inn útþrá frá líf­inu þarna fyrir norðan og hann komst til mennta, lauk prófi frá Kenn­ara­skól­anum og varð kenn­ari. Síðar varð hann fræðslu­stjóri og þjóð­kunnur mað­ur. Það var fyrir áeggjan vinar hans Guð­mundar G. Haga­lín að Þór­leifur tók til við að skrifa bækur um átt­haga sína og lífið fyrir nor­dan (svo). Þá sá þjóðin sem vikið var að í upp­hafi að þarna var kom­inn mennskur maður norðan úr Sléttu­hreppi og rúm­lega það og hvergi frá­brugð­inn öðrum Íslend­ing­um.Horn­strend­inga­bók byrj­aði að koma út árið 1943 og birt­ist svo aftur aukin og end­ur­bætt í þremur bindum árið 1976. Og þá með ljós­myndum eftir þá Finn Jóns­son og Hjálmar Bárð­ar­son. Má segja að Þór­leifur Bjarna­son hafi orðið ákveðið átor­ítet eða kenni­vald í mál­efnum Horn­stranda svo ég noti nafn­gift­ina í þeirri víðu skil­grein­ingu. Horn­strend­ingur var nefni­lega í munni sumra hálf­gert hnjóðs­yrði sem þjóðin er búin að gleyma sem betur fer. Lítur frekar á Horn­strend­inga sem hetjur í bar­áttu við björg­in. Ekki þarf svo að skýra það út hér að kven­leggur Hæla­víkur hefur gert garð­inn frægan sem eru þær skáld­kon­urnar Fríða Sig­urð­ar­dóttir og Jak­obína Sig­urð­ar­dótt­ir. Í fyrra­haust kom svo út bókin Jak­obína, saga skálds og konu, eftir Sig­ríði Krist­ínu Þor­gríms­dóttur og hlaut verkið Fjöru­verð­launin í flokki fræði­bóka og rita almenns eðl­is.Horn­strandir og Grunna­vík­ur­hreppur fóru nátt­úr­lega í eyði, síð­ast Grunna­vík­ur­hreppur þegar Grunn­vík­ingar tóku sig upp og fluttu í heilu lagi árið 1962, flestir til byggð­anna við Ísa­fjarð­ar­djúp.

Höfnin í Norðurfirði í Árneshreppi. Urðartindur skartar sínu fegursta.  Mynd: Rakel ValgeirsdóttirÁrnes­hreppur strit­ast enn við að lifa af. Fréttir þaðan oft­ast um raf­magns­leysi og lokun vegna snjóa. Þar er ekki haldið uppi vetr­ar­sam­göngum eins og við aðrar byggðir í land­inu. Ein­hver myndi halda því fram að slíkar byggðir væru dauða­dæmd­ar. Stöð­ugum sam­göngum er haldið uppi við Grímsey og nátt­úr­lega Hrís­ey. Ferja siglir dag­lega eða oftar frá Stykk­is­hólmi og tengir saman Flatey á Breiða­firði og aðrar eyjar sem í byggð eru, að minnsta kosti hluta árs. Og  endar á Brjáns­læk á Barða­strönd með fólk og bíla.Þótt eldri kyn­slóðin í Árnes­hreppi láti bjóða sér ein­angrun af hefð og lög­grónum vana, þá sættir ungt fólk sig ekki við slíkan kost. Það er far­ið. Og þess vegna eru flestir íbúar í Árnes­hreppi elli­líf­eyr­is­þegar eða að nálg­ast elli­líf­eyr­is­aldur eins og við köllum þetta. Ætt­liða­skipti á jörðum eru lítt fyr­ir­sjá­an­leg og heils­árs­byggðin í hættu.Þjóðin sér fyrir örvænt­ing­ar­fulla bar­áttu gam­al­menna að halda Árnes­hreppi í byggð með því að hleypa þangað virkj­un­ar­mönnum að sunnan sem kalla sig Vest­ur­verk þegar á hólm­inn er kom­ið. Eig­andi þess er HS orka sem aftur er í eigu líf­eyr­is­sjóða og útlendra brask­ara.Ljóst er að mikil umsvif verða í Árnes­hreppi ef virkj­un­ar­fram­kvæmdir fara af stað og það verður traffík og konkúrans í hreppn­um. Þegar því er lokið ríkir þögnin ein utan túrbínur Hval­ár­virkj­unar sem snú­ast hljóð­lega og mala eig­endum sínum gull til að selja bit­koin­lið­inu, þessum alkem­istum sem eru gull­gerð­ar­menn nútím­ans og við dauð­legir menn fáum engan botn í.Þannig er nú það.Árnes­hreppur mun auð­vitað fá ein­hver gjöld af virkj­un­ar­húsum en þar starfar eng­inn vegna sjálf­virkni nútím­ans. Því getur sveit­ar­fé­lagið búið íbúum sínum þægi­legt ævi­kvöld, reist elli­heim­ili og vænt­an­lega hjúkr­un­ar­heim­ili sem er út af fyrir sig ágætt. Gæti vel heitið Hvalár­gáfa sam­an­ber amt­manns­stof­una Frið­riks­gáfu á Möðru­völlum í Hörg­ár­dal sem var að hluta gjöf frá Frið­riki fjórða Dana­kon­ungi sem gaf efnið í bygg­ing­una. Frið­riks­gáfa brann svo sem önnur hús á Möðru­völl­um.Nú mundi ein­hver les­andi segja að ég væri kom­inn út fyrir efn­ið. Það er kannski alveg rétt. En svona sé ég þetta fyrir mér verði af þess­ari Hval­ár­virkj­un. Ég held satt að segja að þjóðin sem slík sé ekki mikið að velta fyrir sér fram­tíð Árnes­hrepps frekar en Sléttu­hrepps eða Grunna­vík­ur­hrepps forð­um. Þetta hafi verið sögu­leg nauð­syn segja sós­í­alist­ar, kap­ít­alistar hugsa með sér að það hafi ekk­ert verið að græða á þessum guðs vol­uðu byggð­um. Ekki er lengur rekin stór­iðja á Djúpu­vík, síld og loðna eru keyrð lands­hluta á milli á hrað­skreiðum stór­skipum eða til Fær­eyja þar sem fæst fjór­falt fyrir loðn­una miðað við Ísland.

Húsin að Hesteyri. Þar er nú aðeins dvalið yfir sumarmánuðina. Mynd: Westfjords.is Til að hafa eitt­hvað upp úr Hval­ár­virkjun verður að sam­eina  vatn þarna á heið­inni til að ná 55 megawöttum af raf­magni. Til þess þarf að vinna mikil her­virki á nátt­úru Árnes­hrepps sem ekki eru aft­ur­kræf. En það kostar ótrú­lega marga millj­arða að koma raf­magn­inu í sam­band við lands­netið suður við Breiða­fjörð bæði í jörðu og lofti. Nýir for­ystu­menn HS orku fóru lík­lega að reikna í vor og sáu að að þeir voru komnir út í fen sem þeir kæmust ekki aftur upp úr.     Þegar ég skrif­aði þennan pistil í vor var Hval­ár­virkjun enn talin í und­ir­bún­ingi og því varð ég að bæta og breyta. Virkj­unin hefur verið sett á bið og verður varla haf­ist handa að nýju í nán­ustu fram­tíð. Árnes­hreppur heldur verð­mæti sínu og er ekki að sinni leiksoppur og ginn­ing­ar­fífl gróða­manna.Það hafa orðið áhríns­orð bónd­ans í kvik­mynd Hjálmtýs Heið­dal, Gamla brýn­ið, að mætti sú hönd visna sem ætl­aði sér að virkja í Ófeigs­firði. Og læt ég þar nótt sem nem­ur.   End­ur­bætt og fært til dató á Degi íslenskrar nátt­úru 16. sept­em­ber 2020.                          Höf­undur er rit­höf­undur og fyrr­ver­andi frétta­mað­ur.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar