Rétt og satt um nýsköpun og rannsóknir

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, segir þá sem reyni að gera lítið úr áherslum ríkisstjórnarinnar á nýsköpun og rannsóknir vera á villigötum.

Auglýsing

Margoft er reynt að gera lítið úr áherslum rík­is­stjórn­ar­innar á nýsköpun og rann­sókn­ir. Í máli margra stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna er oft­ast ekki minnst á það sem gert eða það smætt­að. Þeir ræða gjarnan mik­il­vægi nýsköp­unar sem sína stefnu en var­ast að leggja á herslu á annað en getu­leysi stjórn­valda. 

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur er fyrst íslenskra lands­stjórna til þess að leggja fram heild­stæða og póli­tíska nýsköp­un­ar­stefnu. Hún hefur enn fremur lagt fram miklum mun meiri fjár­muni til rann­sókna og þró­unar á starfs­tím­an­um, gjarnan eyrna­merkt nýsköp­un, en sést hefur hér á landi. Sextán manna vís­inda- og tækni­ráð, þar með taldir sjö ráð­herr­ar, hefur auk þess mótað nýja vís­inda- og tækni­stefnu. Ráðið er nýbúið að leggja til að fram­lög í sam­keppn­is­sjóði vís­inda og nýsköp­unar auk­ist um helm­ing á næsta ári miðað við fjár­lögin fyrir 2020. Áhersla er lögð á tækni­stefnu en einnig á mik­il­vægi vís­inda­rann­sókna og nýsköp­unar til að takast á við sam­fé­lags­legar áskor­anir eins og lofts­lags­vá, efl­ingu heilsu og vel­ferðar og á fjórðu iðn­bylt­ing­una. Tíu tíma­settar aðgerðir eiga að raun­gera stefn­una. Ber allt þetta vott um getu- eða áhuga­leysi?

Í máli sumra stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna er klifað á van­mati stjórn­valda á mik­il­vægi nýsköp­un­ar. Síst skal draga úr væg­inu en þá er líka brýnt að gagn­rýni á gjörðir og efndir sé sann­gjörn og laus við inn­an­tóm yfir­boð. Tak­mörk eru fyrir því hve rann­sókna- og nýsköp­un­ar­sam­fé­lagið á Íslandi getur komið í verk á hverju ári. Líka núna, þegar orð margra okk­ar, sem höfum minnt á ofurá­herslu mark­aðs­sam­fé­lag­ins á eina atvinnu­grein og þol­mörk sjálf­bærni, fá stað­fest­ingu. Árangur næst ekki fyrst og fremst með yfir­flæði á fjár­magni heldur þjálu skipu­lagi og sem skil­virk­ustu ferli frá hug­mynd til starf­andi fyr­ir­tæk­is. Þar hafa orðið fram­far­ir, allt frá stofnun

Auglýsing
Nýsköpunarmiðstöðvarinnar til opinna fjár­mögn­un­ar­leiða í sam­vinnu rík­is­ins, banka, fyr­ir­tækja og stofn­ana. Þar koma svo­nefndir klasar til sögu. Enn fremur skipu­lags­breyt­ingar á yfir­um­sjón nýsköp­unar án þess að grunn­rann­sóknir á borð við byggingar­rann­sóknir skerð­ist. Að breyt­ing­unum er nú unn­ið.

Í vor sem leið voru sam­þykkt lög um Sprota- og nýsköp­un­ar­sjóð­inn Kríu og lög um Mat­væla­sjóð. Kría á að fjár­festa í sér­hæfðum sjóðum sem aftur fjár­festa í sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Mat­væla­sjóði er ætlað að efla nýsköpun og þróun í inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu. Í hinn fyrr­nefnda voru settar 650 m.kr. og 500 m.kr. runnu til hins síð­ar­nefnda. Hið opin­bera mun auk þess leggja fram a.m.k. 500 m.kr. í formi lána í svo­kall­aða Stuðn­ings­-Kríu til að styðja við sprota­fyr­ir­tæki og fjár­festa. Þá voru settar 700 m.kr. auka­lega í Tækni­þró­un­ar­sjóð og 150 m.kr í átaks­verk­efni um nýsköpun í heil­brigð­is­þjón­ustu og stutt mynd­ar­lega við Nýsköp­un­ar­sjóð náms­manna vegna covid-19 far­ald­urs­ins. Ber allt þetta vott um úrræða­leysi?

Í Silfr­inu þann 5. sept. sl. var harmaljóðið um van­getu stjórn­valda kveðið enn einu sinni og því bætt við að nú þyrfti að leggja áherslu á klasa­starf­semi. Hvernig rímar það við raun­veru­leik­ann? Stjórn­völd hafa stutt við og talað fyrir við klasa­stofnun og klasa­virkni sbr. að nú starfa hér Íslenski ferða­klasinn, Klasa­setur Íslands­/Ný­sköp­un­ar­mið­stöð Íslands, Íslenski Sjáv­ar­klasinn, Íslenski orkuklasinn, Álklas­inn og Land­bún­að­ar­klas­inn. Í mars 2020 sam­þykkti Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu margra þing­manna beggja fylk­inga á þing­inu um mótun opin­berrar klasa­stefnu í fimm liðum og í tengslum við Vís­inda- og tækni­ráð. Stefnan á m.a að efla nýsköp­un. Hvað vantar í umhyggju stjórn­valda frammi fyrir klösum þessa lands?

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW af heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar