Auglýsing

„Við þurfum að hafa trú á ein­stak­lingn­um. Trú á því að ein­stak­ling­ur­inn sé hingað kom­inn til þess að bjarga sér sjálf­ur. Til að fá þau tæki­færi sem við höfum hér á landi og til þess að byggja upp sitt eigið líf hér. Af því að hann hefur ein­fald­lega ekki tæki­færi til þess í sínu heima­landi. Með því að virða öll mann­rétt­indi og gefa fólki jöfn tæki­færi þá auðgum við sam­fé­lagið okk­ar. Við skulum ekki draga fólk í dilka eftir fyr­ir­fram­gefnum for­send­um.“

Þetta sagði þáver­andi rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins og lög­fræði­nem­inn Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir í mynd­bandi sem tekið var upp fyrir mál­þing Rauða kross­ins og Alvogen sem fram fór 9. des­em­ber 2015. Hægt er að horfa á mynd­bandið hér að neð­an. 

Á mynd­­bandi sem Áslaug Arna tal­aði inn á fyrir Akk­eri, sam­tök áhuga­­fólks um starf í þágu fólks á flótta, árið 2016, sagði hún að Ísland þyrfti að taka ábyrgð. „Ef allt færi á versta veg í mínu heima­landi, hér á Íslandi, myndi ég vilja geta treyst því að heim­­ur­inn myndi rétta mér hjálp­­­ar­hönd. Heim­­ur­inn er ekki svart­hvítur og það er stað­­reynd að fullt að fólki, bæði menn, konur og börn, geta ekki búið í sínum heima­lönd­­um. Sýnum bræðrum og systrum okkar virð­ingu og leggjum okkar af mörk­­um.“ 

Áslaug Arna: Sýnum bræðrum og systrum okkar virð­ingu - og legg...

Akk­eri er enn að ber­ast mynd­bönd frá fólki sem vill bjóða flótta­fólk vel­kom­ið. Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, bendir á að allir gætu lent í þeim aðstæðum að þurfa á vernd að halda - líka við. Við tökum enn við mynd­böndum og hvetjum ykkur til að senda ykkar vídjó á tölvu­pósti - það er ótrú­lega ein­falt og fljót­legt! Þú þarft bara að 1. Taka stutt vídjó á sím­ann þinn, ekki lengra en 20 sek­únd­ur. Mundu að halda sím­anum langsum (á hlið). 2. Senda það til akk­eriflotta­hjalp@gmail.com 3. Láttu okkur vita í tölvu­póst­inum hvort við megum nota það á sam­fé­lags­miðlum etc. 4. Deildu því endi­lega á sam­fé­lags­miðlum með #Sækj­um­þau

Posted by Akk­eri on Monday, July 11, 2016

Í síð­ustu viku sagði sama Áslaug Arna, sem nú er dóms­mála­ráð­herra og fer með mál­efni útlend­inga í rík­is­stjórn Íslands, að hún teldi ekki ástæðu til að beita sér sér­stak­lega í máli sex manna fjöl­skyldu frá Egypta­landi og dvalið hefur hér á landi í yfir tvö ár en átti að vísa úr landi á mið­viku­dag. Um er að ræða for­eldra og fjögur börn, sem hafa fest rætur og myndað tengsl. 

Þegar hún var spurð um það í  kvöld­fréttum RÚV fyrir helgi hvort ekki kæmi til greina að gera reglu­gerð­ar­breyt­ingu til að bjarga þess­ari til­teknu fjöl­skyldu var svar­ið: „Við gerum ekki reglu­gerð­ar­breyt­ingar til að bjarga ein­staka fjöl­skyldum sem fara í fjöl­miðla.“ 

Þing­mað­ur­inn sem sagði ástæðu til að hlusta

Fyrir tæpum þremur árum, 27. sept­em­ber 2017, lögðu for­menn sex stjórn­mála­flokka af sjö sem þá sátu á þingi – allra nema Sjálf­stæð­is­flokks – fram frum­varp til laga um breyt­ingu á útlend­inga­lög­um. Ástæða fram­lagn­ingu frum­varps­ins var mikil umfjöllun fjöl­miðla um stöðu tveggja stúlkna, Haniye Maleki og Mary Lucky. 

Breyt­ing­arnar sem for­menn­irnir vildu koma á fót voru tvenns konar og tóku báðar til barna sem sótt höfðu um alþjóð­lega vernd hér­lendis fyrir gild­is­töku nýrra útlend­inga­laga, en höfðu ekki þegar yfir­gefið land­ið. 

Allir þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem voru við­staddir atkvæða­greiðslu um frum­varpið kusu gegn því. Frum­varpið var hins vegar sam­­þykkt með 38 atkvæðum þing­­manna úr öllum hinum sex flokkum þings­ins. Alls höfðu breyt­ing­­arnar áhrif á stöðu um 80 barna í hópi hæl­­is­­leit­enda.

Auglýsing
Frumvarpið var lagt fram af Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni Vinstri grænna og stjórn­ar­and­stöðu­þing­manni. Í einni af ræðum sín­um, sem hún flutti eftir mið­nætti þennan dag, sagði hún eft­ir­far­andi: „Þegar fram­kvæmd laga sem varðar fólk í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu, börn, hefur það í för með sér að rétt­læt­is­kennd jafn margra er mis­boð­ið, þá er ástæða til að hlusta. Þegar UNICEF og Rauði kross­inn biðja okkur að hlusta er ástæða til að hlusta, hlusta og velta því fyrir sér hvort við séum að fram­fylgja lögum sem eiga að byggj­ast á mannúð með þeim hætti sem við eigum að gera þannig að þau upp­fylli skyldur barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna sem við höfum und­ir­geng­ist. Það er nefni­lega ástæða til að hlusta og velta því fyrir sér. Það er nið­ur­staðan sem full­trúar sex flokka af sjö hér á Alþingi komust að, að það væri ástæða til að hlusta. Ég velti því fyrir mér hvort full­trúar þess flokks sem ekki kýs að styðja þessa breyt­ingu ættu ekki að hlust­a.“

Í byrjun yfir­stand­andi viku sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­sæt­is­ráð­herra Íslands, við mbl.is að hún haldi að það sé ekki „gott kerfi þar sem stjórn­mála­menn hafa afskipti af ein­staka mál­u­m.“ Hún sagði líka, um mál egyp­sku fjöl­skyld­unn­ar, að það væri „ekki fyrsta brott­vís­un­in, þetta mál“. 

Katrín sagði í sam­tali við RÚV sama dag að ákvarð­anir um dval­ar­leyfi væru ekki á hendi ein­stakra stjórn­mála­manna „heldur byggj­ast á því kerfi sem við höfum byggt upp.“

Ekki benda á barna­mála­ráð­herr­ann þegar málið snýst um börn

Ásmundur Einar Daða­son lagði á það mikla áherslu að ráðu­neyti hans yrði að barna­mála­ráðu­neyti þegar hann tók við því. Hann er því félags- og barna­mála­ráð­herra. Ástæðan er sú að Ásmundur Einar vildi und­ir­strika hversu miklu máli mál­efni barna skiptu hann. 

Í við­tali við Morg­un­blaðið snemma í jan­úar í fyrra sagði hann meðal ann­ars: „Mál barna og ung­menna sem eru í vanda og fá ekki aðstoð­ina sem þarf, eru erf­ið­ustu málin sem hafa komið inn á mitt borð hér­[...]­Fyrstu mán­uði mína í emb­ætti ræddi ég við full­trúa fjölda sam­taka sem vinna að vel­ferð barna til þess að fá inn­sýn í mála­flokk­inn. Einnig komu hingað til mín for­eldrar barna í neyslu og stundum líka ungt fólk sem hafði náð tökum á neyslu sinni og vildi segja sína sögu. Þetta voru lær­dóms­rík sam­töl sem reyndu veru­lega á, en sögðu mér líka að sam­fé­lagið þarf að gera betur í stuðn­ingi við börn og fjöl­skyldur þeirra.“

Í júlí 2019, þegar til stóð að vísa tveimur afgönskum flótta­manna­fjöl­skyldum til Grikk­lands, tjáði Ásmundur Einar sig um málið í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Þar sagði hann að börn hafi „sér­stöðu í vel­flestum mála­flokkum og þurfa á því að halda að við, hin full­orðnu, verndum þau svo best sem okkur er mögu­legt. Með það að mark­miði hef ég einmitt lagt áherslu í emb­ætti á end­ur­skoðun á þjón­ustu við öll börn á Íslandi. Í því sam­hengi skiptir upp­runi barna ekki máli. Börn eru börn, hvaðan sem þau kom­a.“ 

Und­an­farna daga hafa mál­efni barna á flótta verið mikið til umræðu í þjóð­fé­lag­inu og ekki að ástæðu­lausu. Börn hafa...

Posted by Ásmundur Einar Daða­son / Félags- og barna­mála­ráð­herra on Fri­day, July 5, 2019

Sami Ásmundur Einar var fyrir skemmstu spurður um mál­efni egyp­sku barn­anna sem átti að senda úr landi á mið­viku­dag. Hann vék sér undan því að svara ein­hverju vit­rænu og sagð­ist hafa átt sam­töl við dóms­mála­ráð­herra um að gert yrði sér­stakt hags­muna­mat á því hvað væri börn­unum fyrir bestu í þessu máli. „Dóms­mála­ráð­herra hefur tjáð mér að slíkt hafi farið fram og það er sú krafa sem við sem stjórn­völd setjum að sé gert[...]Við ræddum líka í dag hvernig við getum almennt stytt máls­með­ferð­ar­tíma í mál­efnum barna og hugs­an­lega þurfum við að stíga frek­ari skref í því.“

Þegar Ásmundur Einar var hættur að tala um máls­með­ferð­ar­tíma og hags­muna­mat sem eng­inn bað um hans skoðun á, og spurður hvort að brott­vísun barn­anna stæði óhögguð, var svar­ið: „Ég er ekki dóms­mála­ráð­herra, ég er ekki for­stjóri Útlend­inga­stofn­un­ar.“

Litlir stjórn­mála­menn

Ráð­herra útlend­inga­mála, for­sæt­is­ráð­herra og barna­mála­ráð­herra hafa orðið upp­vís að því að segja eitt en gera ann­að. Þegar mál eins og brott­vísun barna­fjöl­skyldna á flótta koma inn á þeirra borð þá felur allt þetta fólk sig á bak­við kerfi. Líkt og heiglar gera.

Ráð­herra útlend­inga­mála er hætt að tala um að vilja rétta þeim sem geta ekki búið í heima­löndum sínum hjálp­ar­hönd. For­sæt­is­ráð­herr­ann er hætt að hlusta þegar fram­kvæmd laga sem varðar börn hefur það í för með sér að rétt­læt­is­kennd margra er mis­boð­ið. Þess í stað hefur hún tekið upp afstöðu núver­andi sam­starfs­flokks síns sem hún ásak­aði um að skella skolla­eyrum við slíkum málum fyrir þremur árum síð­an.

Barna­mála­ráð­herra er ekki lengur á þeirri skoðun að börn séu börn, sama hvaðan þau koma. Það skiptir nú máli hvort börnin séu frá Egypta­landi eða íslensk. Ráð­herra barna vill ekki beita sér fyrir rétt­indum barna sem eru ekki af réttum upp­runa.

Kerfi eru mann­anna verk. Stórir stjórn­mála­menn trúa á eitt­hvað og segja kjós­endum sínum satt frá um hvað það er. Þeir beita sér síðan fyrir því að breyta kerfum sem eru ósann­gjörn.

Litlir stjórn­mála­menn ljúga, skreyta sig stolnum fjöðrum á tylli­dögum og skilja umbóta­vilj­ann eftir í kjör­klef­an­um. Þess í stað hreiðra þeir vel um sig í gild­andi valda­kerf­um, kalla það stöð­ug­leika og verða sam­hliða hluti af vanda­mál­inu, ekki lausn­inn­i. 

Sér­stak­lega þegar um er að ræða brott­vísun barna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari