Pólitísk stefna VG

Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það pólitíska afstöðu, vilja og stefnu að leita ekki lausna með farsæld flóttamannabarna í huga.

Auglýsing

Seint í gærkvöldi skrifaði ég eftirfarandi færslu á Facebook: 

Í Schöneberg, hverfinu sem ég bjó í á sínum tíma í Berlín, má sjá skilti meðfram einni götu með áletrunum með tilskipunum og reglugerðum sem hið opinbera innleiddi á sínum tíma, þegar mannslíf urðu að skriffinnsku. Köldum útreikningum. Það er skrýtið að lesa þessi skilti, á embættismannamáli. Virðast eitthvað svo venjuleg, bara skilti, en orðin svo hrikaleg, dulbúin í venjuleika. Tilskipanir og reglugerðir hins opinera. Kerfið. Skammt frá, í sama hverfi, er minnisvarði með áletrun sem minnir vegfarendur á að þeir megi aldrei gleyma ... Að vitna í þennan tíma, í þessu landi, er klisja. Samt, klisjur eru ekki klisjur af ástæðulausu. Táknin búa í minni manneskjunnar, sagan, endurtekningin. Barn sem fer hrætt út í óvissu og lífshættulegar aðstæður gerir ekki greinarmun á því hverjir reka það burt, á hvaða forsendum, í hvaða landi, hvenær. Það er bara hrakið burt. Í nótt, á morgun ... hrekjum við börn út í hættur, óöryggi og mögulega hrylling.

Ég veit ekki hversu marga svona statusa ég hef skrifað í gegnum tíðina. Í dag hefur Facebookmengið mitt logað vegna Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem á að vísa úr landi, logað þannig að mér hefur fundist ég skynja meiri reiði, í bland við vonbrigði, en oft áður. 

Eina ferðina enn upplifir maður vanmátt við að fylgjast með afgreiðslu mála barna í viðkvæmri stöðu, raunar man ég ekki hversu oft maður hefur fylgst með og reynt að hafa áhrif í slíkum málum. Meðal annars með því að hafa látið á það reyna að kjósa VG – eins og líkast til fleiri. 

Auglýsing
Þetta er kannski stysti pistill sem ég hef skrifað. Af því að í stuttu máli blasir þetta einfaldlega svona við manni: Það er erfitt að rökstyðja annað en að afgreiðsla þessa máls sé í anda stefnu ríkisstjórnarinnar – og þar með VG – í málefnum fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Einhverjir vilja verja VG með því að vísa í ráðherraræði en viðbúið var að mál myndu æxlast svona á vakt þessarar ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokkinn í dómsmálaráðuneytinu. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi munu þau líkast til þróast áfram á þessa leið, miðað við útlendingafrumvarpið sem hefur velkst um í kerfinu síðustu misseri. Frumvarp sem hefur sætt alvarlegri og margþættri gagnrýni frá ófáum aðilum og stofnunum – sem þungavigt er í. 

Ríkisstjórnin er samkvæm sjálfri sér í þessu máli. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Málsháttur sem mig minnir að Einar Örn Benediktsson í Sykurmolunum hafi hnoðað saman, á ágætlega við um VG þessa stundina: Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir. 

Í þessu máli virðist nefnilega ýmislegt hægt að gera. Það á að vera hægt að leita lausna með farsæld barnanna í huga og standa um leið með svo mörgum sem kusu VG til valda. Ég fæ ekki betur séð en að gerlegt væri á ýmsan hátt að rökstyðja það að leyfa fjölskyldunni að vera, með vísan í sáttmála og innri stíga kerfisins. Að gera það ekki er pólitísk afstaða. Pólitískur vilji. Pólitísk stefna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit