Enn óákveðið hvað verður um allar öndunarvélarnar á Landspítalanum

Landspítalinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvað verður um allar þær öndunarvélar sem spítalinn fékk að gjöf, en nú eru alls 55 fullkomnar vélar á spítalanum. Alls þurftu 15 einstaklingar að leggjast í öndunarvél á meðan faraldrinum stóð.

Öndunarvél á Landspítalanum
Öndunarvél á Landspítalanum
Auglýsing

Land­spít­al­inn á nú 55 full­komnar gjör­gæslu­önd­un­ar­vél­ar. Þegar mest lét voru þrettán COVID-­sjúk­lingar inniliggj­andi á gjör­gæslu í einu og þar af voru níu í önd­un­ar­vél. Þetta kemur fram í svari spít­al­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þá segir að sam­tals hafi fimmtán COVID-­sjúk­lingar þurft að leggj­ast í önd­un­ar­vél. „Við eigum eftir að taka sam­talið um hvað við gerum við þær önd­un­ar­vélar sem við teljum okkur ekki þurfa.“

Sam­kvæmt Land­spít­al­anum er enn óákveðið hver æski­legur fjöldi þess­ara véla sé með hlið­sjón af hugs­an­legri heil­brigð­isvá í fram­tíð­inni, annarri en COVID-19. Spít­al­inn reiknar með að vilja koma sér upp ein­hverjum lág­marks­vara­lager.

Ákvarð­anir um þetta liggja fyrir á næstu vik­um, segir í svar­in­u. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því þann 9. apríl síð­ast­lið­inn að Land­spít­al­inn hefði fengið 17 önd­un­ar­vélar frá 14 íslenskum fyr­ir­tækj­um. Fyr­ir­tækin vildu ekki láta nafns síns getið en með gjöf­inni vildu þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heil­brigð­is­kerfi á erf­iðum tím­um.

Páll Matth­í­as­son for­stjóri Land­spít­al­ans sagði á sínum tíma að þrot­­laus vinna, útsjón­­ar­­semi og harð­­fylgi lægi að baki því að koma þessum bún­­aði til lands­ins enda væru öll ríki heims í kapp­hlaupi um þessar vörur um þessar mund­­ir. Öll sú vinna hefði verið unnin í sam­vinnu við Land­­spít­­al­ann og gerð til að mæta þörfum hans. „Gjöfin er einkar vel tíma­­sett og snýst um búnað sem munar mikið um,“ sagði hann.

Áður höfðu vel­unn­arar Land­spít­al­ans fært honum 15 hátækniönd­un­ar­vélar að gjöf en gjöfin barst frá Banda­ríkj­un­um, að því er fram kom í frétt RÚV um mál­ið. Vél­arnar kost­uðu um þrjár millj­ónir stykkið og var verð­mæti þeirra sam­an­lagt því á fimmta tug millj­óna. Fyrir voru til 26 önd­un­ar­vélar á spít­al­an­um.

Gef­and­inn kaus nafn­leynd, en sam­kvæmt heim­ildum RÚV var um að ræða hóp fólks með tengsl við Ísland.

Sam­kvæmt svörum frá Land­spít­al­anum falla þrjár vélar ekki undir skil­grein­ing­una „full­komnar önd­un­ar­vél­ar“ og því séu þær ekki taldar með í heild­ar­töl­unn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent