Enn óákveðið hvað verður um allar öndunarvélarnar á Landspítalanum

Landspítalinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvað verður um allar þær öndunarvélar sem spítalinn fékk að gjöf, en nú eru alls 55 fullkomnar vélar á spítalanum. Alls þurftu 15 einstaklingar að leggjast í öndunarvél á meðan faraldrinum stóð.

Öndunarvél á Landspítalanum
Öndunarvél á Landspítalanum
Auglýsing

Land­spít­al­inn á nú 55 full­komnar gjör­gæslu­önd­un­ar­vél­ar. Þegar mest lét voru þrettán COVID-­sjúk­lingar inniliggj­andi á gjör­gæslu í einu og þar af voru níu í önd­un­ar­vél. Þetta kemur fram í svari spít­al­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þá segir að sam­tals hafi fimmtán COVID-­sjúk­lingar þurft að leggj­ast í önd­un­ar­vél. „Við eigum eftir að taka sam­talið um hvað við gerum við þær önd­un­ar­vélar sem við teljum okkur ekki þurfa.“

Sam­kvæmt Land­spít­al­anum er enn óákveðið hver æski­legur fjöldi þess­ara véla sé með hlið­sjón af hugs­an­legri heil­brigð­isvá í fram­tíð­inni, annarri en COVID-19. Spít­al­inn reiknar með að vilja koma sér upp ein­hverjum lág­marks­vara­lager.

Ákvarð­anir um þetta liggja fyrir á næstu vik­um, segir í svar­in­u. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því þann 9. apríl síð­ast­lið­inn að Land­spít­al­inn hefði fengið 17 önd­un­ar­vélar frá 14 íslenskum fyr­ir­tækj­um. Fyr­ir­tækin vildu ekki láta nafns síns getið en með gjöf­inni vildu þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heil­brigð­is­kerfi á erf­iðum tím­um.

Páll Matth­í­as­son for­stjóri Land­spít­al­ans sagði á sínum tíma að þrot­­laus vinna, útsjón­­ar­­semi og harð­­fylgi lægi að baki því að koma þessum bún­­aði til lands­ins enda væru öll ríki heims í kapp­hlaupi um þessar vörur um þessar mund­­ir. Öll sú vinna hefði verið unnin í sam­vinnu við Land­­spít­­al­ann og gerð til að mæta þörfum hans. „Gjöfin er einkar vel tíma­­sett og snýst um búnað sem munar mikið um,“ sagði hann.

Áður höfðu vel­unn­arar Land­spít­al­ans fært honum 15 hátækniönd­un­ar­vélar að gjöf en gjöfin barst frá Banda­ríkj­un­um, að því er fram kom í frétt RÚV um mál­ið. Vél­arnar kost­uðu um þrjár millj­ónir stykkið og var verð­mæti þeirra sam­an­lagt því á fimmta tug millj­óna. Fyrir voru til 26 önd­un­ar­vélar á spít­al­an­um.

Gef­and­inn kaus nafn­leynd, en sam­kvæmt heim­ildum RÚV var um að ræða hóp fólks með tengsl við Ísland.

Sam­kvæmt svörum frá Land­spít­al­anum falla þrjár vélar ekki undir skil­grein­ing­una „full­komnar önd­un­ar­vél­ar“ og því séu þær ekki taldar með í heild­ar­töl­unn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent