Enn óákveðið hvað verður um allar öndunarvélarnar á Landspítalanum

Landspítalinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvað verður um allar þær öndunarvélar sem spítalinn fékk að gjöf, en nú eru alls 55 fullkomnar vélar á spítalanum. Alls þurftu 15 einstaklingar að leggjast í öndunarvél á meðan faraldrinum stóð.

Öndunarvél á Landspítalanum
Öndunarvél á Landspítalanum
Auglýsing

Land­spít­al­inn á nú 55 full­komnar gjör­gæslu­önd­un­ar­vél­ar. Þegar mest lét voru þrettán COVID-­sjúk­lingar inniliggj­andi á gjör­gæslu í einu og þar af voru níu í önd­un­ar­vél. Þetta kemur fram í svari spít­al­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þá segir að sam­tals hafi fimmtán COVID-­sjúk­lingar þurft að leggj­ast í önd­un­ar­vél. „Við eigum eftir að taka sam­talið um hvað við gerum við þær önd­un­ar­vélar sem við teljum okkur ekki þurfa.“

Sam­kvæmt Land­spít­al­anum er enn óákveðið hver æski­legur fjöldi þess­ara véla sé með hlið­sjón af hugs­an­legri heil­brigð­isvá í fram­tíð­inni, annarri en COVID-19. Spít­al­inn reiknar með að vilja koma sér upp ein­hverjum lág­marks­vara­lager.

Ákvarð­anir um þetta liggja fyrir á næstu vik­um, segir í svar­in­u. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því þann 9. apríl síð­ast­lið­inn að Land­spít­al­inn hefði fengið 17 önd­un­ar­vélar frá 14 íslenskum fyr­ir­tækj­um. Fyr­ir­tækin vildu ekki láta nafns síns getið en með gjöf­inni vildu þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heil­brigð­is­kerfi á erf­iðum tím­um.

Páll Matth­í­as­son for­stjóri Land­spít­al­ans sagði á sínum tíma að þrot­­laus vinna, útsjón­­ar­­semi og harð­­fylgi lægi að baki því að koma þessum bún­­aði til lands­ins enda væru öll ríki heims í kapp­hlaupi um þessar vörur um þessar mund­­ir. Öll sú vinna hefði verið unnin í sam­vinnu við Land­­spít­­al­ann og gerð til að mæta þörfum hans. „Gjöfin er einkar vel tíma­­sett og snýst um búnað sem munar mikið um,“ sagði hann.

Áður höfðu vel­unn­arar Land­spít­al­ans fært honum 15 hátækniönd­un­ar­vélar að gjöf en gjöfin barst frá Banda­ríkj­un­um, að því er fram kom í frétt RÚV um mál­ið. Vél­arnar kost­uðu um þrjár millj­ónir stykkið og var verð­mæti þeirra sam­an­lagt því á fimmta tug millj­óna. Fyrir voru til 26 önd­un­ar­vélar á spít­al­an­um.

Gef­and­inn kaus nafn­leynd, en sam­kvæmt heim­ildum RÚV var um að ræða hóp fólks með tengsl við Ísland.

Sam­kvæmt svörum frá Land­spít­al­anum falla þrjár vélar ekki undir skil­grein­ing­una „full­komnar önd­un­ar­vél­ar“ og því séu þær ekki taldar með í heild­ar­töl­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent