Ferðaþjónusturisi verður til í miðjum faraldri

Kynnisferðir, sem nýverið sögðu upp 40 prósent starfsfólks síns og þáðu styrk frá ríkinu til að greiða starfsfólki uppsagnarfrest, hafa undirritað samkomulag um að sameinast Eldey TLH, sem er í 70 prósent eigu íslenskra lífeyrissjóða.

Kynnisferðir reka stóran hluta starfsemi sinnar undir merkjum Reykjavik Excursions.
Kynnisferðir reka stóran hluta starfsemi sinnar undir merkjum Reykjavik Excursions.
Auglýsing

Kynn­is­ferðir og Eldey TLH, félag að stærstum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða en í stýr­ingu hjá Íslands­sjóð­um, hafa und­ir­ritað sam­komu­lag um sam­ein­ingu. Við hana verður til eitt stærsta félag lands­ins sem sinnir afþrey­ing­ar­tengdri ferða­þjón­ust­u. 

Á heima­síðu Arct­ica Fin­ance, sem var ráð­gjafi Kynn­is­ferða í sam­ein­ing­ar­við­ræð­un­um, kemur fram að unnið sé að frek­ari útfærslu sam­run­ans, þar með talið áreið­an­leika­könnun og til­kynn­ingu til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Eldey TLH verður slitið í kjöl­farið og hlut­hafar þess fá greitt fyrir með hlutafé í Kynn­is­ferð­u­m. 

Kynn­is­ferðir var stofnað 1968 og er eitt stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins en sinnir til við­bótar annarri starf­semi, til dæm­is  und­ir­verk­töku fyrir Strætó. Stærsti hluti rekstr­­ar­ins hefur verið undir merkjum Reykja­vík Exc­ursions sem boðið hefur upp á fjöl­breyttar dags­­ferðir auk þess að bjóða upp á ferðir yfir sum­­­ar­­tím­ann og áætl­­un­­ar­akstur til og frá Flug­­­stöð Leifs Eirík­s­­son­ar  og Bláa lón­inu, en fyr­ir­tækið hefur líka starf­­rækt bíla­leigu.

Auglýsing
Eldey TLH var stofnað árið 2015 til að fjár­festa í afþrey­ing­ar­tengdri ferða­þjón­ustu. Félagið hefur fjár­fest í fyr­ir­tækjum á borð við Saga Tra­vel (67,31 pró­sent eign­ar­hlut­ur), Arc­anum Fjalla­leið­sögu­menn (62,6 pró­sent eign­ar­hlut­ur), Norð­ur­sigl­ingu (43,31 pró­sent eign­ar­hlut­ur), Loga­kór (63 pró­sent eign­ar­hlut­ur) og Dive.­is. Saga Tra­vel, sem var stofnað 2009 og hefur verið um­fangs­­mikið í skipu­lagn­ingu dags­­ferða frá frá Ak­­ur­eyri, Mý­vatns­­­sveit og Reykja­vík, var tekið til gjald­þrota­skipta í lok síð­asta mán­að­ar. 

Upp­sagn­ar­greiðslur úr rík­is­sjóði vörðu Kynn­is­ferðir falli

Kynn­is­ferðir nýttu sér hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu þegar hún kom til fram­kvæmda í mars, en um 320 manns störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á og lam­aði meðal ann­ars alla ferða­þjón­ustu á Íslandi. Eftir að stjórn­völd kynntu að rík­is­sjóður muni greiða hluta launa­­kostn­aðar starfs­manna hjá fyr­ir­tækjum sem höfðu upp­lifað til­tekið tekju­fall á upp­­sagn­­ar­fresti í lok síð­asta mán­aðar sagði fyr­ir­tækið svo 150 manns upp störf­um. Um var að ræða 40 pró­sent starfs­manna. 

Í sam­tali við RÚV í aðdrag­anda upp­sagn­anna sagði Björn Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, að það sæi ekki fram á nein við­skipti næstu mán­uði. „Við sáum fram á það að það hefði kostað okkur gríð­ar­lega fjár­muni að fara í upp­sagn­ir. Þannig að þetta hjálpar okkur gríð­ar­lega við það og ver eig­in­lega bara félagið fall­i.“

Auglýsing
Í dag, rúmri viku síð­ar, var til­kynnt um að Kynn­is­ferðir og Eld­ey, félag sem er í 70 pró­sent í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, væru að sam­ein­ast og mynda ferða­þjón­usturisa. Á meðal ann­arra eig­enda er rík­is­bank­inn Íslands­banki sem á 9,9 pró­sent hlut. 

Stærsti eig­andi Kynn­is­ferða í dag er félagið Alfa hf. Það er að uppi­stöðu í end­an­legri eigu Ein­ars Sveins­son­ar, hjón­anna Bene­dikts Sveins­sonar og Guð­ríðar Jóns­dóttur og hluti barna þeirra. ­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, er sonur Bene­dikts og Guð­ríðar en hann á ekki hlut í félag­inu.

Alfa átti 65 pró­sent í Kynn­is­ferðum fyrir sam­run­ann á móti fram­taks­sjóðnum SÍA II í rekstri Stefnis hf. Hlut­hafar SÍA II sam­an­standa af líf­eyr­is­­sjóð­um, fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum og fag­fjár­­­fest­­um. SÍA II keypti 35 pró­sent hlut­inn í Kynn­is­ferðum snemma árs 2015. Kaup­verðið var ekki gefið upp en hagn­aður Alfa á því ári jókst um nálægt 1,1 millj­arð króna milli ára og var tæp­lega 1,5 millj­arðar króna. Stjórn­ar­for­maður Kynn­is­ferða er Jón Bene­dikts­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent