Ferðaþjónusturisi verður til í miðjum faraldri

Kynnisferðir, sem nýverið sögðu upp 40 prósent starfsfólks síns og þáðu styrk frá ríkinu til að greiða starfsfólki uppsagnarfrest, hafa undirritað samkomulag um að sameinast Eldey TLH, sem er í 70 prósent eigu íslenskra lífeyrissjóða.

Kynnisferðir reka stóran hluta starfsemi sinnar undir merkjum Reykjavik Excursions.
Kynnisferðir reka stóran hluta starfsemi sinnar undir merkjum Reykjavik Excursions.
Auglýsing

Kynn­is­ferðir og Eldey TLH, félag að stærstum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða en í stýr­ingu hjá Íslands­sjóð­um, hafa und­ir­ritað sam­komu­lag um sam­ein­ingu. Við hana verður til eitt stærsta félag lands­ins sem sinnir afþrey­ing­ar­tengdri ferða­þjón­ust­u. 

Á heima­síðu Arct­ica Fin­ance, sem var ráð­gjafi Kynn­is­ferða í sam­ein­ing­ar­við­ræð­un­um, kemur fram að unnið sé að frek­ari útfærslu sam­run­ans, þar með talið áreið­an­leika­könnun og til­kynn­ingu til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Eldey TLH verður slitið í kjöl­farið og hlut­hafar þess fá greitt fyrir með hlutafé í Kynn­is­ferð­u­m. 

Kynn­is­ferðir var stofnað 1968 og er eitt stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins en sinnir til við­bótar annarri starf­semi, til dæm­is  und­ir­verk­töku fyrir Strætó. Stærsti hluti rekstr­­ar­ins hefur verið undir merkjum Reykja­vík Exc­ursions sem boðið hefur upp á fjöl­breyttar dags­­ferðir auk þess að bjóða upp á ferðir yfir sum­­­ar­­tím­ann og áætl­­un­­ar­akstur til og frá Flug­­­stöð Leifs Eirík­s­­son­ar  og Bláa lón­inu, en fyr­ir­tækið hefur líka starf­­rækt bíla­leigu.

Auglýsing
Eldey TLH var stofnað árið 2015 til að fjár­festa í afþrey­ing­ar­tengdri ferða­þjón­ustu. Félagið hefur fjár­fest í fyr­ir­tækjum á borð við Saga Tra­vel (67,31 pró­sent eign­ar­hlut­ur), Arc­anum Fjalla­leið­sögu­menn (62,6 pró­sent eign­ar­hlut­ur), Norð­ur­sigl­ingu (43,31 pró­sent eign­ar­hlut­ur), Loga­kór (63 pró­sent eign­ar­hlut­ur) og Dive.­is. Saga Tra­vel, sem var stofnað 2009 og hefur verið um­fangs­­mikið í skipu­lagn­ingu dags­­ferða frá frá Ak­­ur­eyri, Mý­vatns­­­sveit og Reykja­vík, var tekið til gjald­þrota­skipta í lok síð­asta mán­að­ar. 

Upp­sagn­ar­greiðslur úr rík­is­sjóði vörðu Kynn­is­ferðir falli

Kynn­is­ferðir nýttu sér hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu þegar hún kom til fram­kvæmda í mars, en um 320 manns störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á og lam­aði meðal ann­ars alla ferða­þjón­ustu á Íslandi. Eftir að stjórn­völd kynntu að rík­is­sjóður muni greiða hluta launa­­kostn­aðar starfs­manna hjá fyr­ir­tækjum sem höfðu upp­lifað til­tekið tekju­fall á upp­­sagn­­ar­fresti í lok síð­asta mán­aðar sagði fyr­ir­tækið svo 150 manns upp störf­um. Um var að ræða 40 pró­sent starfs­manna. 

Í sam­tali við RÚV í aðdrag­anda upp­sagn­anna sagði Björn Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, að það sæi ekki fram á nein við­skipti næstu mán­uði. „Við sáum fram á það að það hefði kostað okkur gríð­ar­lega fjár­muni að fara í upp­sagn­ir. Þannig að þetta hjálpar okkur gríð­ar­lega við það og ver eig­in­lega bara félagið fall­i.“

Auglýsing
Í dag, rúmri viku síð­ar, var til­kynnt um að Kynn­is­ferðir og Eld­ey, félag sem er í 70 pró­sent í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, væru að sam­ein­ast og mynda ferða­þjón­usturisa. Á meðal ann­arra eig­enda er rík­is­bank­inn Íslands­banki sem á 9,9 pró­sent hlut. 

Stærsti eig­andi Kynn­is­ferða í dag er félagið Alfa hf. Það er að uppi­stöðu í end­an­legri eigu Ein­ars Sveins­son­ar, hjón­anna Bene­dikts Sveins­sonar og Guð­ríðar Jóns­dóttur og hluti barna þeirra. ­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, er sonur Bene­dikts og Guð­ríðar en hann á ekki hlut í félag­inu.

Alfa átti 65 pró­sent í Kynn­is­ferðum fyrir sam­run­ann á móti fram­taks­sjóðnum SÍA II í rekstri Stefnis hf. Hlut­hafar SÍA II sam­an­standa af líf­eyr­is­­sjóð­um, fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum og fag­fjár­­­fest­­um. SÍA II keypti 35 pró­sent hlut­inn í Kynn­is­ferðum snemma árs 2015. Kaup­verðið var ekki gefið upp en hagn­aður Alfa á því ári jókst um nálægt 1,1 millj­arð króna milli ára og var tæp­lega 1,5 millj­arðar króna. Stjórn­ar­for­maður Kynn­is­ferða er Jón Bene­dikts­son.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent