Ferðaþjónusturisi verður til í miðjum faraldri

Kynnisferðir, sem nýverið sögðu upp 40 prósent starfsfólks síns og þáðu styrk frá ríkinu til að greiða starfsfólki uppsagnarfrest, hafa undirritað samkomulag um að sameinast Eldey TLH, sem er í 70 prósent eigu íslenskra lífeyrissjóða.

Kynnisferðir reka stóran hluta starfsemi sinnar undir merkjum Reykjavik Excursions.
Kynnisferðir reka stóran hluta starfsemi sinnar undir merkjum Reykjavik Excursions.
Auglýsing

Kynn­is­ferðir og Eldey TLH, félag að stærstum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða en í stýr­ingu hjá Íslands­sjóð­um, hafa und­ir­ritað sam­komu­lag um sam­ein­ingu. Við hana verður til eitt stærsta félag lands­ins sem sinnir afþrey­ing­ar­tengdri ferða­þjón­ust­u. 

Á heima­síðu Arct­ica Fin­ance, sem var ráð­gjafi Kynn­is­ferða í sam­ein­ing­ar­við­ræð­un­um, kemur fram að unnið sé að frek­ari útfærslu sam­run­ans, þar með talið áreið­an­leika­könnun og til­kynn­ingu til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Eldey TLH verður slitið í kjöl­farið og hlut­hafar þess fá greitt fyrir með hlutafé í Kynn­is­ferð­u­m. 

Kynn­is­ferðir var stofnað 1968 og er eitt stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins en sinnir til við­bótar annarri starf­semi, til dæm­is  und­ir­verk­töku fyrir Strætó. Stærsti hluti rekstr­­ar­ins hefur verið undir merkjum Reykja­vík Exc­ursions sem boðið hefur upp á fjöl­breyttar dags­­ferðir auk þess að bjóða upp á ferðir yfir sum­­­ar­­tím­ann og áætl­­un­­ar­akstur til og frá Flug­­­stöð Leifs Eirík­s­­son­ar  og Bláa lón­inu, en fyr­ir­tækið hefur líka starf­­rækt bíla­leigu.

Auglýsing
Eldey TLH var stofnað árið 2015 til að fjár­festa í afþrey­ing­ar­tengdri ferða­þjón­ustu. Félagið hefur fjár­fest í fyr­ir­tækjum á borð við Saga Tra­vel (67,31 pró­sent eign­ar­hlut­ur), Arc­anum Fjalla­leið­sögu­menn (62,6 pró­sent eign­ar­hlut­ur), Norð­ur­sigl­ingu (43,31 pró­sent eign­ar­hlut­ur), Loga­kór (63 pró­sent eign­ar­hlut­ur) og Dive.­is. Saga Tra­vel, sem var stofnað 2009 og hefur verið um­fangs­­mikið í skipu­lagn­ingu dags­­ferða frá frá Ak­­ur­eyri, Mý­vatns­­­sveit og Reykja­vík, var tekið til gjald­þrota­skipta í lok síð­asta mán­að­ar. 

Upp­sagn­ar­greiðslur úr rík­is­sjóði vörðu Kynn­is­ferðir falli

Kynn­is­ferðir nýttu sér hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu þegar hún kom til fram­kvæmda í mars, en um 320 manns störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á og lam­aði meðal ann­ars alla ferða­þjón­ustu á Íslandi. Eftir að stjórn­völd kynntu að rík­is­sjóður muni greiða hluta launa­­kostn­aðar starfs­manna hjá fyr­ir­tækjum sem höfðu upp­lifað til­tekið tekju­fall á upp­­sagn­­ar­fresti í lok síð­asta mán­aðar sagði fyr­ir­tækið svo 150 manns upp störf­um. Um var að ræða 40 pró­sent starfs­manna. 

Í sam­tali við RÚV í aðdrag­anda upp­sagn­anna sagði Björn Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, að það sæi ekki fram á nein við­skipti næstu mán­uði. „Við sáum fram á það að það hefði kostað okkur gríð­ar­lega fjár­muni að fara í upp­sagn­ir. Þannig að þetta hjálpar okkur gríð­ar­lega við það og ver eig­in­lega bara félagið fall­i.“

Auglýsing
Í dag, rúmri viku síð­ar, var til­kynnt um að Kynn­is­ferðir og Eld­ey, félag sem er í 70 pró­sent í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, væru að sam­ein­ast og mynda ferða­þjón­usturisa. Á meðal ann­arra eig­enda er rík­is­bank­inn Íslands­banki sem á 9,9 pró­sent hlut. 

Stærsti eig­andi Kynn­is­ferða í dag er félagið Alfa hf. Það er að uppi­stöðu í end­an­legri eigu Ein­ars Sveins­son­ar, hjón­anna Bene­dikts Sveins­sonar og Guð­ríðar Jóns­dóttur og hluti barna þeirra. ­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, er sonur Bene­dikts og Guð­ríðar en hann á ekki hlut í félag­inu.

Alfa átti 65 pró­sent í Kynn­is­ferðum fyrir sam­run­ann á móti fram­taks­sjóðnum SÍA II í rekstri Stefnis hf. Hlut­hafar SÍA II sam­an­standa af líf­eyr­is­­sjóð­um, fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum og fag­fjár­­­fest­­um. SÍA II keypti 35 pró­sent hlut­inn í Kynn­is­ferðum snemma árs 2015. Kaup­verðið var ekki gefið upp en hagn­aður Alfa á því ári jókst um nálægt 1,1 millj­arð króna milli ára og var tæp­lega 1,5 millj­arðar króna. Stjórn­ar­for­maður Kynn­is­ferða er Jón Bene­dikts­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent