Óskandi að VG liðar hefðu kjarkinn til að standa með efasemdum sínum

Þingmaður Viðreisnar spurði dómsmálaráðherra hvort samstaða væri hjá ríkisstjórnarflokkunum þremur varðandi breytingar á útlendingalögum.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, gerði frum­varp Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra um útlend­inga­mál að umtals­efni í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Hún sagði að ósk­andi væri að þeir stjórn­ar­liðar sem hefðu talað í þessu máli af hálfu Vinstri grænna – og ýmist lýst yfir efa­semdum eða allt að því and­stöðu – hefðu kjarkinn til að standa með þeim efa­semdum sínum í mál­inu og stoppa það.

Hún benti á að frum­varpið væri að mestu óbreytt frá upp­haf­legu frum­varpi sem þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríður And­er­sen, lagði fyrst fram í sam­ráðs­gátt. Þar væri fjallað um mögu­leika fólks á alþjóð­legri vernd á Íslandi og mögu­leika stjórn­valda til að vísa þessu sama fólki burt.

„Rauði þráð­ur­inn í frum­varp­inu er að styrkja stoð Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. Í sam­hengi hlut­anna hér held ég að það hljóti ein­fald­lega að þýða að þeir sem hafa fengið inni ein­hvers staðar ann­ars stað­ar, hvar sem það nú er, eigi ekki skjól hér. Engu skiptir hvar það er, í hvaða löndum það er eða við hvaða aðstæður það er og hvaða aðstæður bíða fólks þar. Það er ein­fald­lega þannig að mjög lítið er á bak við þann merki­miða að hafa til dæmis fengið alþjóð­lega vernd í Grikk­landi og það að halda því fram að það sé raun­veru­leg vernd fyrir fólk sem sent er út í von­leysi er ekki góð póli­tík,“ sagði hún.

Auglýsing

Styttri máls­með­ferð­ar­tími ekki stóri sann­leik­ur­inn

Þing­mað­ur­inn sagði að allt þetta væri sett fram undir for­merkjum skil­virkni og ein­fald­ari máls­með­ferð­ar. Þótt það væri vissu­lega ágætt og alltaf kapps­mál að stytta máls­með­ferð­ar­tíma leyfði hún sér að full­yrða að það væri ekki bið­tím­inn sem hefði truflað almenn­ing hér.

„Styttri máls­með­ferð­ar­tími er ekki stóri sann­leik­ur­inn þegar nið­ur­staðan verður vond og jafn­vel ómann­úð­leg. Það er ekki það sem kallað hefur verið eft­ir. Við höfum séð sorg­legar sögur fólks, full­orð­inna og barna, sem sækja skjól á Íslandi og það er fólk sem raun­veru­lega þarf á þess­ari vernd að halda. Þetta mál er að mínu viti skref til baka.

Þor­björg Sig­ríður spurði dóms­mála­ráð­herra í fram­hald­inu hvort ein­hugur væri um þetta mál í rík­is­stjórn­inni og hvort ráð­herra nyti stuðn­ings sam­ráð­herra sinna úr öðrum flokk­um.

Verðum að for­gangs­raða fyrir þá sem þurfa raun­veru­lega vernd

Áslaug Arna svar­aði og sagði að ekki væri rétt að frum­varpið væri óbreytt. „Vegna athuga­semda frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna var til dæmis fallið frá því að kæra fresti rétt­ar­á­hrifum sem og var tekið út að það þyrfti veru­legar ástæður vegna end­ur­upp­töku.“

Hún sagði að það skipti einmitt máli hvar fólk hefði ver­ið. „Við beitum til dæmis ekki Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni er varðar Grikk­land og Ung­verja­land vegna þeirra stöðu sem þau lönd eru í í dag. Við sendum fólk ekki til baka í flótta­manna­búðir í Grikk­land­i.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Varð­andi frum­varpið sjálft væru þau að líta til máls­ferð­ar­tím­ans vegna þess að óásætt­an­legt væri að svo margir sem koma hingað þyrftu að bíða í fjölda mán­aða eftir end­an­legri nið­ur­stöð­u. 

„Við verðum að for­gangs­raða fyrir það fólk sem er í raun­veru­legri þörf fyrir vernd. Vernd­ar­kerfið okkar er einmitt ekki hugsað fyrir fólk sem er með vernd í öðru ríki nú þeg­ar. Þrátt fyrir breyt­ing­arnar í frum­varp­inu fá þeir sem eru með vernd ann­ars staðar ein­stak­lings­bundna skoð­un, þ.e. fá við­tal og geta lagt fram þau gögn sem þeir óska eftir og fært fram rök fyrir sinni vernd hér þrátt fyrir vernd ann­ars stað­ar. End­ur­send­ingar mega aldrei brjóta í bága við 42. gr. útlend­inga­laga sem bygg­ist á 3. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu,“ sagði ráð­herr­ann.

Ein­staka fyr­ir­varar hjá Vinstri grænum

Áslaug Arna sagði jafn­framt að auð­vitað ætti að ræða það að fólk sem er með vernd ann­ars staðar og með rétt­indi eins og rík­is­borg­arar ann­arra Evr­ópu­ríkja ætti að geta komið hingað og fengið frekar atvinnu­leyfi. „Við ættum að hugsa það út frá því að þau eiga ekki endi­lega heima í vernd­ar­kerf­inu okkar þar sem við verðum að for­gangs­raða bet­ur. Þrátt fyrir að 531 ein­stak­lingur hafi fengið vernd í gegnum það kerfi okkar á síð­asta ári verður okkur að ganga betur í stjórn­sýslu útlend­inga­kerf­is­ins. Það er óásætt­an­legur bið­tími í dag. Við verðum að geta afgreitt mál betur og hraðar á þeirri for­sendu að fólk geti fyrr hafið árang­urs­ríka aðlög­un.“

Varð­andi sam­stöðu í rík­is­stjórn­inni þá sagði hún að ein­staka fyr­ir­varar væru hjá Vinstri grænum við nokkur atriði frum­varps­isn. Hún svar­aði því ekki hvort hún nyti stuðn­ings sam­ráð­herra sinna úr öðrum flokk­um.

Lýsir skorti á mann­úð, sam­kennd og ábyrgð

Þor­björg Sig­ríður tók aftur til máls og sagði að valdið væri dóms­mála­ráð­herra og rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja. Hún end­ur­tók spurn­ing­una: „Er sam­staða í rík­is­stjórn­ar­flokk­unum þrem­ur?“

Hún vék máli sínu að þeim fyr­ir­vörum sem Áslaug Arna nefnd­i. „Allir sem hafa hlýtt á það hverjir fyr­ir­var­arnir eru átta sig á því að þeir eru veiga­mikl­ir. Mér finnst svör dóms­mála­ráð­herra því miður ramma ágæt­lega inn að hverju er stefnt og ég hef áhyggjur af því. Mér finnst þessi póli­tík lýsa skorti á mann­úð, sam­kennd og ábyrgð. Þeir stjórn­ar­liðar sem hafa talað í þessu máli af hálfu VG hafa ýmist lýst yfir efa­semdum eða allt að því and­stöð­u,“ sagði hún.

Ósk­andi væri, að mati Þor­bjargar Sig­ríð­ar, að þeir hefðu kjarkinn til að standa með þeim efa­semdum sínum í mál­inu og stoppa það. „Sann­ar­lega verður að for­gangs­raða, sann­ar­lega verður að horfa til þeirra sem eru í mestri þörf, en áhyggju­efnið er hvar sú lína er dreg­in. Vernd mun standa mjög fáum til boða verði þetta nið­ur­stað­an, jafn­vel ekki þeim sem sann­ar­lega þurfa á henni að halda. Nið­ur­staðan verð­ur: Hingað geta fáir leitað og mörgum verður vísað burt. Það er póli­tík sem er ekki hægt að taka und­ir.“

„Við gerum betur en nokkur önnur lönd í kringum okk­ur“

Dóms­mála­ráð­herra kom í pontu í annað sinn og sagði að það væri alrangt hjá þing­manni að eftir að þetta frum­varp færi í gegn myndu fáir eiga þess kost að fá vernd, að það myndi standa fáum til boða. „Það er alrangt hjá hæst­virtum þing­manni. Við sjáum það í dag að allir þeir sem fá jákvæð svör í kerf­inu okkar í dag eru einmitt þeir sem eru í raun­veru­legri þörf fyrir vernd, að flýja ofsóknir í heima­landi sínu. Auk­inn fjöldi úr þeim hópi kemur hingað að sækja um í fyrsta skipti á Íslandi og hefur ekki sótt um í öðru landi, er ekki með vernd ann­ars staðar og þarf raun­veru­lega á vernd að halda. Þeir sem falla undir það að vera með vernd ann­ars staðar fá oft­ast nei­kvætt svar í íslensku kerfi í dag þannig að raun­veru­lega breytir þetta mjög litlu nema því að hraða svar­in­u.“

Hún sagði að það sem Þor­björg Sig­ríður kæmi inn á – mann­úð, sam­kennd og ábyrgð – væri einmitt það sem útlend­inga­lög­gjöfin og útlend­inga­stefna Íslands gengi út á, sem og að gera vel við þá sem koma hingað í raun­veru­legri þörf fyrir vernd.

„Við erum að gera vel, við gerum betur en nokkur önnur lönd í kringum okkur við að taka á móti fólki, hvort sem við miðum við fjölda eða hvernig við erum að bregð­ast við COVID, og gefa fólki alþjóð­lega vernd vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi sem mun hafa áhrif á 225 ein­stak­linga,“ sagði hún að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent