Óskandi að VG liðar hefðu kjarkinn til að standa með efasemdum sínum

Þingmaður Viðreisnar spurði dómsmálaráðherra hvort samstaða væri hjá ríkisstjórnarflokkunum þremur varðandi breytingar á útlendingalögum.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, gerði frum­varp Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra um útlend­inga­mál að umtals­efni í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Hún sagði að ósk­andi væri að þeir stjórn­ar­liðar sem hefðu talað í þessu máli af hálfu Vinstri grænna – og ýmist lýst yfir efa­semdum eða allt að því and­stöðu – hefðu kjarkinn til að standa með þeim efa­semdum sínum í mál­inu og stoppa það.

Hún benti á að frum­varpið væri að mestu óbreytt frá upp­haf­legu frum­varpi sem þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríður And­er­sen, lagði fyrst fram í sam­ráðs­gátt. Þar væri fjallað um mögu­leika fólks á alþjóð­legri vernd á Íslandi og mögu­leika stjórn­valda til að vísa þessu sama fólki burt.

„Rauði þráð­ur­inn í frum­varp­inu er að styrkja stoð Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. Í sam­hengi hlut­anna hér held ég að það hljóti ein­fald­lega að þýða að þeir sem hafa fengið inni ein­hvers staðar ann­ars stað­ar, hvar sem það nú er, eigi ekki skjól hér. Engu skiptir hvar það er, í hvaða löndum það er eða við hvaða aðstæður það er og hvaða aðstæður bíða fólks þar. Það er ein­fald­lega þannig að mjög lítið er á bak við þann merki­miða að hafa til dæmis fengið alþjóð­lega vernd í Grikk­landi og það að halda því fram að það sé raun­veru­leg vernd fyrir fólk sem sent er út í von­leysi er ekki góð póli­tík,“ sagði hún.

Auglýsing

Styttri máls­með­ferð­ar­tími ekki stóri sann­leik­ur­inn

Þing­mað­ur­inn sagði að allt þetta væri sett fram undir for­merkjum skil­virkni og ein­fald­ari máls­með­ferð­ar. Þótt það væri vissu­lega ágætt og alltaf kapps­mál að stytta máls­með­ferð­ar­tíma leyfði hún sér að full­yrða að það væri ekki bið­tím­inn sem hefði truflað almenn­ing hér.

„Styttri máls­með­ferð­ar­tími er ekki stóri sann­leik­ur­inn þegar nið­ur­staðan verður vond og jafn­vel ómann­úð­leg. Það er ekki það sem kallað hefur verið eft­ir. Við höfum séð sorg­legar sögur fólks, full­orð­inna og barna, sem sækja skjól á Íslandi og það er fólk sem raun­veru­lega þarf á þess­ari vernd að halda. Þetta mál er að mínu viti skref til baka.

Þor­björg Sig­ríður spurði dóms­mála­ráð­herra í fram­hald­inu hvort ein­hugur væri um þetta mál í rík­is­stjórn­inni og hvort ráð­herra nyti stuðn­ings sam­ráð­herra sinna úr öðrum flokk­um.

Verðum að for­gangs­raða fyrir þá sem þurfa raun­veru­lega vernd

Áslaug Arna svar­aði og sagði að ekki væri rétt að frum­varpið væri óbreytt. „Vegna athuga­semda frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna var til dæmis fallið frá því að kæra fresti rétt­ar­á­hrifum sem og var tekið út að það þyrfti veru­legar ástæður vegna end­ur­upp­töku.“

Hún sagði að það skipti einmitt máli hvar fólk hefði ver­ið. „Við beitum til dæmis ekki Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni er varðar Grikk­land og Ung­verja­land vegna þeirra stöðu sem þau lönd eru í í dag. Við sendum fólk ekki til baka í flótta­manna­búðir í Grikk­land­i.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Varð­andi frum­varpið sjálft væru þau að líta til máls­ferð­ar­tím­ans vegna þess að óásætt­an­legt væri að svo margir sem koma hingað þyrftu að bíða í fjölda mán­aða eftir end­an­legri nið­ur­stöð­u. 

„Við verðum að for­gangs­raða fyrir það fólk sem er í raun­veru­legri þörf fyrir vernd. Vernd­ar­kerfið okkar er einmitt ekki hugsað fyrir fólk sem er með vernd í öðru ríki nú þeg­ar. Þrátt fyrir breyt­ing­arnar í frum­varp­inu fá þeir sem eru með vernd ann­ars staðar ein­stak­lings­bundna skoð­un, þ.e. fá við­tal og geta lagt fram þau gögn sem þeir óska eftir og fært fram rök fyrir sinni vernd hér þrátt fyrir vernd ann­ars stað­ar. End­ur­send­ingar mega aldrei brjóta í bága við 42. gr. útlend­inga­laga sem bygg­ist á 3. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu,“ sagði ráð­herr­ann.

Ein­staka fyr­ir­varar hjá Vinstri grænum

Áslaug Arna sagði jafn­framt að auð­vitað ætti að ræða það að fólk sem er með vernd ann­ars staðar og með rétt­indi eins og rík­is­borg­arar ann­arra Evr­ópu­ríkja ætti að geta komið hingað og fengið frekar atvinnu­leyfi. „Við ættum að hugsa það út frá því að þau eiga ekki endi­lega heima í vernd­ar­kerf­inu okkar þar sem við verðum að for­gangs­raða bet­ur. Þrátt fyrir að 531 ein­stak­lingur hafi fengið vernd í gegnum það kerfi okkar á síð­asta ári verður okkur að ganga betur í stjórn­sýslu útlend­inga­kerf­is­ins. Það er óásætt­an­legur bið­tími í dag. Við verðum að geta afgreitt mál betur og hraðar á þeirri for­sendu að fólk geti fyrr hafið árang­urs­ríka aðlög­un.“

Varð­andi sam­stöðu í rík­is­stjórn­inni þá sagði hún að ein­staka fyr­ir­varar væru hjá Vinstri grænum við nokkur atriði frum­varps­isn. Hún svar­aði því ekki hvort hún nyti stuðn­ings sam­ráð­herra sinna úr öðrum flokk­um.

Lýsir skorti á mann­úð, sam­kennd og ábyrgð

Þor­björg Sig­ríður tók aftur til máls og sagði að valdið væri dóms­mála­ráð­herra og rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja. Hún end­ur­tók spurn­ing­una: „Er sam­staða í rík­is­stjórn­ar­flokk­unum þrem­ur?“

Hún vék máli sínu að þeim fyr­ir­vörum sem Áslaug Arna nefnd­i. „Allir sem hafa hlýtt á það hverjir fyr­ir­var­arnir eru átta sig á því að þeir eru veiga­mikl­ir. Mér finnst svör dóms­mála­ráð­herra því miður ramma ágæt­lega inn að hverju er stefnt og ég hef áhyggjur af því. Mér finnst þessi póli­tík lýsa skorti á mann­úð, sam­kennd og ábyrgð. Þeir stjórn­ar­liðar sem hafa talað í þessu máli af hálfu VG hafa ýmist lýst yfir efa­semdum eða allt að því and­stöð­u,“ sagði hún.

Ósk­andi væri, að mati Þor­bjargar Sig­ríð­ar, að þeir hefðu kjarkinn til að standa með þeim efa­semdum sínum í mál­inu og stoppa það. „Sann­ar­lega verður að for­gangs­raða, sann­ar­lega verður að horfa til þeirra sem eru í mestri þörf, en áhyggju­efnið er hvar sú lína er dreg­in. Vernd mun standa mjög fáum til boða verði þetta nið­ur­stað­an, jafn­vel ekki þeim sem sann­ar­lega þurfa á henni að halda. Nið­ur­staðan verð­ur: Hingað geta fáir leitað og mörgum verður vísað burt. Það er póli­tík sem er ekki hægt að taka und­ir.“

„Við gerum betur en nokkur önnur lönd í kringum okk­ur“

Dóms­mála­ráð­herra kom í pontu í annað sinn og sagði að það væri alrangt hjá þing­manni að eftir að þetta frum­varp færi í gegn myndu fáir eiga þess kost að fá vernd, að það myndi standa fáum til boða. „Það er alrangt hjá hæst­virtum þing­manni. Við sjáum það í dag að allir þeir sem fá jákvæð svör í kerf­inu okkar í dag eru einmitt þeir sem eru í raun­veru­legri þörf fyrir vernd, að flýja ofsóknir í heima­landi sínu. Auk­inn fjöldi úr þeim hópi kemur hingað að sækja um í fyrsta skipti á Íslandi og hefur ekki sótt um í öðru landi, er ekki með vernd ann­ars staðar og þarf raun­veru­lega á vernd að halda. Þeir sem falla undir það að vera með vernd ann­ars staðar fá oft­ast nei­kvætt svar í íslensku kerfi í dag þannig að raun­veru­lega breytir þetta mjög litlu nema því að hraða svar­in­u.“

Hún sagði að það sem Þor­björg Sig­ríður kæmi inn á – mann­úð, sam­kennd og ábyrgð – væri einmitt það sem útlend­inga­lög­gjöfin og útlend­inga­stefna Íslands gengi út á, sem og að gera vel við þá sem koma hingað í raun­veru­legri þörf fyrir vernd.

„Við erum að gera vel, við gerum betur en nokkur önnur lönd í kringum okkur við að taka á móti fólki, hvort sem við miðum við fjölda eða hvernig við erum að bregð­ast við COVID, og gefa fólki alþjóð­lega vernd vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi sem mun hafa áhrif á 225 ein­stak­linga,“ sagði hún að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent