Telja athæfi Össurar ósiðlegt og að það ætti að vera ólöglegt

Miðstjórn ASÍ telur ákvörðun Össurar ehf. að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda örskömmu eftir að fyrirtækið hafi greitt eigendum sínum 1,2 milljarða króna í arð ósiðlega.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) áréttar að opin­ber stuðn­ingur til fyr­ir­tækja vegna áhrifa COVID-19 eigi „ekki að vera til þess gerður að fyr­ir­tæki sem ekki þurfa á honum að halda vaði í sam­eig­in­lega sjóði sam­fé­lags­ins að vild“.

Þetta kemur fram í ályktun mið­stjórnar ASÍ um skil­yrði fyrir opin­berum stuðn­ingi við fyr­ir­tæki.

„Fram hefur komið að Össur ehf. hafi ákveðið að nýta sér hluta­bóta­leið­ina örskömmu eftir að fyr­ir­tækið greiddi eig­endum sínum 1,2 millj­arða króna í arð. Slíkt athæfi er ósið­legt og ætti með réttu að vera ólög­leg­t,“ segir í álykt­un­inni.

Auglýsing

Enn fremur kemur fram að ASÍ hafi ítrekað kallað eftir því að stjórn­völd setji skýr skil­yrði við opin­berum stuðn­ingi – slíkar kröfur séu í sam­ræmi við ráð­legg­ingar Alþjóða­vinnu­mál­stofn­un­ar­inn­ar, Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og OECD.

„Meðal skil­yrða sem ASÍ hefur kallað eftir er að fyr­ir­tæki hafi nýtt sér eigin bjargir, þau und­ir­gang­ist skil­yrði um að greiða ekki út arð til tveggja ára eftir að þau njóta fyr­ir­greiðslu og að fyr­ir­tækin eða eig­endur þeirra séu ekki skráð í skatta­skjól­um. Stjórn­völd hafa brugð­ist þeirri skyldu sinni að tryggja hags­muni almenn­ings og kom­andi kyn­slóða. Nú er mál að linn­i,“ segir að lokum í álykt­un­inni.

Styður verk­fall Efl­ingar

Mið­stjórnin lýsir enn fremur yfir fullum stuðn­ingi við verk­fall Efl­ingar sem nú er hafið í Kópa­vogi, Sel­tjarn­ar­nesi, Mos­fells­bæ, Hvera­gerði og sveit­ar­fé­lag­inu Ölf­us.

„Samn­ingar Efl­ing­ar­fé­laga eru lyk­il­þáttur í að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin í íslensku sam­fé­lagi. Samn­ingar í fyrr­nefndum sveit­ar­fé­lögum hafa verið lausir í rúmt ár og við­ræður hafa engum árangri skil­að. Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga hefur neitað að gera kjara­samn­ing við Efl­ingu sam­bæri­legan þeim sem Rík­ið, Reykja­vík­ur­borg og Faxa­flóa­hafnir hafa þegar gert. Boðun verk­falls var sam­þykkt með 90 pró­sent atkvæða þeirra sem tóku þátt í atkvæða­greiðslu,“ segir í til­kynn­ingu ASÍ. 

Mið­stjórn ASÍ hvetur félags­menn allra aðild­ar­sam­taka sinna og annað launa­fólk til að virða aðgerðir Efl­ingar og stuðla að því að verk­falls­brot verði ekki fram­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki senda okkur póst til að reyna að komast framar í röðina
Veiran er ennþá þarna úti, segir sóttvarnalæknir. Í lok mars á að hafa borist hingað til lands bóluefni fyrir um 30 þúsund manns. Frekari dreifingaráætlanir lyfjafyrirtækjanna hafa ekki verið gefnar út.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent