Stefna að því að opna líkamsræktarstöðvar 25. maí

Ástæða er til að fara hraðar í afléttingar takmarkana, að sögn sóttvarnalæknis.

Líkamsræktarstöð
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á dag­legum blaða­manna­fundi í dag að hugs­an­lega væri hægt að aflétta tak­mörk­unum hraðar ef vel gengi að hemja far­ald­ur­inn – og að sama skapi þyrfti að fara hægar í sak­irnar ef illa gengi.

„Ég tel nokkuð ljóst að okkur hafi gengið vel að hemja þennan far­aldur til þessa vegna góðrar sam­vinnu við almenn­ing og vegna þess að almenn­ingur hefur farið eftir því sem hann er beð­inn um,“ sagði hann.

Því væri ástæða til þess að fara hraðar í aflétt­ingar heldur en boðað hefði verið og að höfðu sam­ráði við Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra þá væri stefnt að því að næsta skref í aflétt­ingu yrði þremur vikum eftir fyrsta skref­ið, eða þann 25. maí næst­kom­andi.

Auglýsing

„Í því skrefi yrði leyfð opnun á ýmiss konar starf­semi, til dæmis starf­semi lík­ams­rækt­ar­stöðva, með ákveðnum skil­yrðum og meiri fjöldi leyfður í sama rými en nú er leyfð­ur. Þó að leyfður fjöldi hafi ekki verið ákveð­inn ennþá þá höfum við talað um að minnsta kosti 100 ein­stak­linga en það verður ákveðið síð­ar,“ sagði Þórólf­ur.

Fram kom á blaða­manna­fundi almanna­varna þann 4. maí síð­ast­lið­inn að stefnt væri að því að leyfa opnun sund­lauga þann 18. maí, með ákveðnum tak­­mörk­un­­um.

Opnun sund­lauga yrði þó háð því, að sögn Þór­­ólfs, að far­ald­­ur­inn yrði áfram í þeirri lægð sem hann er kom­inn í. Hann sagði að svo lítið sam­­fé­lags­­legt smit virt­ist vera í gangi þessa dag­ana að óhætt þætti að leyfa þjóð­inni að gera það sem hún þráði einna mest, að kom­­ast í sund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent