Stefna að því að opna líkamsræktarstöðvar 25. maí

Ástæða er til að fara hraðar í afléttingar takmarkana, að sögn sóttvarnalæknis.

Líkamsræktarstöð
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á dag­legum blaða­manna­fundi í dag að hugs­an­lega væri hægt að aflétta tak­mörk­unum hraðar ef vel gengi að hemja far­ald­ur­inn – og að sama skapi þyrfti að fara hægar í sak­irnar ef illa gengi.

„Ég tel nokkuð ljóst að okkur hafi gengið vel að hemja þennan far­aldur til þessa vegna góðrar sam­vinnu við almenn­ing og vegna þess að almenn­ingur hefur farið eftir því sem hann er beð­inn um,“ sagði hann.

Því væri ástæða til þess að fara hraðar í aflétt­ingar heldur en boðað hefði verið og að höfðu sam­ráði við Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra þá væri stefnt að því að næsta skref í aflétt­ingu yrði þremur vikum eftir fyrsta skref­ið, eða þann 25. maí næst­kom­andi.

Auglýsing

„Í því skrefi yrði leyfð opnun á ýmiss konar starf­semi, til dæmis starf­semi lík­ams­rækt­ar­stöðva, með ákveðnum skil­yrðum og meiri fjöldi leyfður í sama rými en nú er leyfð­ur. Þó að leyfður fjöldi hafi ekki verið ákveð­inn ennþá þá höfum við talað um að minnsta kosti 100 ein­stak­linga en það verður ákveðið síð­ar,“ sagði Þórólf­ur.

Fram kom á blaða­manna­fundi almanna­varna þann 4. maí síð­ast­lið­inn að stefnt væri að því að leyfa opnun sund­lauga þann 18. maí, með ákveðnum tak­­mörk­un­­um.

Opnun sund­lauga yrði þó háð því, að sögn Þór­­ólfs, að far­ald­­ur­inn yrði áfram í þeirri lægð sem hann er kom­inn í. Hann sagði að svo lítið sam­­fé­lags­­legt smit virt­ist vera í gangi þessa dag­ana að óhætt þætti að leyfa þjóð­inni að gera það sem hún þráði einna mest, að kom­­ast í sund.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent