Bjarni ekki hlynntur hugmyndum Sigurðar Inga um aukna tollvernd

Á fundi með Félagi atvinnurekenda í morgun sagði Bjarni Benediktsson að honum hugnaðist ekki að hækka tolla til að auka innlenda framleiðslu, en Sigurður Ingi Jóhannsson sagðist telja slíkt hyggilegt í ræðustóli á Alþingi fyrir um þremur vikum.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru ekki sammála um tollamálin.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru ekki sammála um tollamálin.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var spurður út í nýleg ummæli Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveit­ar­stjórna­ráð­herra, þess efnis að skoða þyrfti aukna toll­vernd hér­lendis til þess að styðja við inn­lenda fram­leiðslu, á fundi með félögum í Félagi atvinnu­rek­enda (FA) í morg­un. Bjarni sagð­ist ekki hlynntur því að hækka tolla til þess að efla inn­lenda fram­leiðslu. 

Sam­kvæmt frá­sögn af fund­inum á vef FA er ljóst að þessum leið­togum rík­is­stjórn­ar­innar greinir á um tolla­stefn­una, en Sig­urður Ingi sagði í umræðum á Alþingi 14. apríl síð­ast­lið­inn að ef „við meintum eitt­hvað“ með því að auka inn­lenda fram­leiðslu væri að hans mati nokkuð aug­ljóst að skoða þyrfti aukna toll­vernd fyrir íslenska mat­væla­fram­leiðslu.

„Tollar eru jú not­aðir til þess að vega upp kostnað við mis­­mun­andi stofn­­kostnað eða rekstr­­ar­­kostnað við fram­­leiðslu, það er hugs­unin á bak við tolla. Við höfum látið það óáreitt í mjög langan tíma,“ sagði Sig­urður Ingi.

Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, spurði Bjarna út í þessi ummæli. Svar Bjarna var á þá leið að þetta hugn­að­ist honum ekki.

„Ef menn vilja treysta mat­væla­ör­yggi og efla fram­leiðslu úr þeim gæðum sem við höfum á Íslandi þá eru fyrst og fremst tvær leiðir fær­ar. Leiðin sem rík­is­stjórnin hefur boðað er að efla inn­lendu fram­leiðsl­una og hún felur ekki í sér tolla­hækk­an­ir. Það væri þá hin leið­in, að taka af fólki val­kosti með hreinum tolla­hækk­un­um,“ er haft eftir Bjarna á vef FA.

„Það er hægt að koma í veg fyrir að menn geti átt við­skipti með inn­flutn­ing­inn með því að reisa tolla­vegg. Ég er ekki hrif­inn af því,“ er einnig haft eftir fjár­mála­ráð­herra og því bætt við að hann hafi látið fylgja að á hinn bóg­inn væri hægt að segja að það væri „sann­gjarnt að jafna upp að ein­hverju marki ólíka sam­keppn­is­stöðu þeirra sem eru að fram­leiða á Íslandi í sam­keppni við vör­ur, sem flæða í mörgum til­vikum toll­frjálst til lands­ins eða með mjög tak­mörk­uðum tollum og hafa verið nið­ur­greiddar í heima­land­in­u.“ 

Auglýsing

„Það er leiðin sem ég er miklu hrifn­ari af, að styðja þessa inn­lendu fram­leiðslu en byggja að öðru leyti á val­frelsi neyt­end­anna,“ er haft eftir Bjarna.

Stjórn­völd hafa að und­an­förnu kynnt aðgerðir til þess að styðja íslenska fram­leiðslu nú á tímum heims­far­ald­urs, en til dæmis stendur til að verja 500 millj­ónum króna í sér­stakan Mat­væla­sjóð, sem ætlað er að efla nýsköpun og þróun í íslenskri mat­væla­fram­leiðslu.

Þá hefur einnig verið samið um að ríkið leggi 100 millj­ónir til kynn­ing­ar­átaks undir heit­inu „Ís­lenskt - gjörið svo vel“, en átakið snýst um að hvetja lands­menn til að skipta við inn­lend fyr­ir­tæki á fjöl­breyttum sviðum við val á fram­leiðslu, vörum og þjón­ustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent