Bjarni ekki hlynntur hugmyndum Sigurðar Inga um aukna tollvernd

Á fundi með Félagi atvinnurekenda í morgun sagði Bjarni Benediktsson að honum hugnaðist ekki að hækka tolla til að auka innlenda framleiðslu, en Sigurður Ingi Jóhannsson sagðist telja slíkt hyggilegt í ræðustóli á Alþingi fyrir um þremur vikum.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru ekki sammála um tollamálin.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru ekki sammála um tollamálin.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var spurður út í nýleg ummæli Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveit­ar­stjórna­ráð­herra, þess efnis að skoða þyrfti aukna toll­vernd hér­lendis til þess að styðja við inn­lenda fram­leiðslu, á fundi með félögum í Félagi atvinnu­rek­enda (FA) í morg­un. Bjarni sagð­ist ekki hlynntur því að hækka tolla til þess að efla inn­lenda fram­leiðslu. 

Sam­kvæmt frá­sögn af fund­inum á vef FA er ljóst að þessum leið­togum rík­is­stjórn­ar­innar greinir á um tolla­stefn­una, en Sig­urður Ingi sagði í umræðum á Alþingi 14. apríl síð­ast­lið­inn að ef „við meintum eitt­hvað“ með því að auka inn­lenda fram­leiðslu væri að hans mati nokkuð aug­ljóst að skoða þyrfti aukna toll­vernd fyrir íslenska mat­væla­fram­leiðslu.

„Tollar eru jú not­aðir til þess að vega upp kostnað við mis­­mun­andi stofn­­kostnað eða rekstr­­ar­­kostnað við fram­­leiðslu, það er hugs­unin á bak við tolla. Við höfum látið það óáreitt í mjög langan tíma,“ sagði Sig­urður Ingi.

Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, spurði Bjarna út í þessi ummæli. Svar Bjarna var á þá leið að þetta hugn­að­ist honum ekki.

„Ef menn vilja treysta mat­væla­ör­yggi og efla fram­leiðslu úr þeim gæðum sem við höfum á Íslandi þá eru fyrst og fremst tvær leiðir fær­ar. Leiðin sem rík­is­stjórnin hefur boðað er að efla inn­lendu fram­leiðsl­una og hún felur ekki í sér tolla­hækk­an­ir. Það væri þá hin leið­in, að taka af fólki val­kosti með hreinum tolla­hækk­un­um,“ er haft eftir Bjarna á vef FA.

„Það er hægt að koma í veg fyrir að menn geti átt við­skipti með inn­flutn­ing­inn með því að reisa tolla­vegg. Ég er ekki hrif­inn af því,“ er einnig haft eftir fjár­mála­ráð­herra og því bætt við að hann hafi látið fylgja að á hinn bóg­inn væri hægt að segja að það væri „sann­gjarnt að jafna upp að ein­hverju marki ólíka sam­keppn­is­stöðu þeirra sem eru að fram­leiða á Íslandi í sam­keppni við vör­ur, sem flæða í mörgum til­vikum toll­frjálst til lands­ins eða með mjög tak­mörk­uðum tollum og hafa verið nið­ur­greiddar í heima­land­in­u.“ 

Auglýsing

„Það er leiðin sem ég er miklu hrifn­ari af, að styðja þessa inn­lendu fram­leiðslu en byggja að öðru leyti á val­frelsi neyt­end­anna,“ er haft eftir Bjarna.

Stjórn­völd hafa að und­an­förnu kynnt aðgerðir til þess að styðja íslenska fram­leiðslu nú á tímum heims­far­ald­urs, en til dæmis stendur til að verja 500 millj­ónum króna í sér­stakan Mat­væla­sjóð, sem ætlað er að efla nýsköpun og þróun í íslenskri mat­væla­fram­leiðslu.

Þá hefur einnig verið samið um að ríkið leggi 100 millj­ónir til kynn­ing­ar­átaks undir heit­inu „Ís­lenskt - gjörið svo vel“, en átakið snýst um að hvetja lands­menn til að skipta við inn­lend fyr­ir­tæki á fjöl­breyttum sviðum við val á fram­leiðslu, vörum og þjón­ustu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent