Telur rétt að skoða tollamál til að efla innlenda matvælaframleiðslu

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir að Íslendingar þurfi að leggja aukna áherslu á matvælaframleiðslu á næstunni. Til þess þurfi að skoða tollamál, sérstakar landgreiðslur og tryggja bændum ódýrt rafmagn.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórna­ráð­herra segir að Íslend­ingar þurfi aug­ljós­lega að leggja aukna áherslu á mat­væla­fram­leiðslu á næst­unni, þar sem eft­ir­spurn eftir mat sé enn til staðar á meðan eft­ir­spurn eftir ýmsu öðru, til dæmis ferða­þjón­ustu og afurðum orku­freks iðn­að­ar, fari þverr­and­i. Hann segir að skoða þurfi tolla­mál í því sam­hengi og auka toll­vernd. 

„Tollar eru jú not­aðir til þess að vega upp kostnað við mis­mun­andi stofn­kostnað eða rekstr­ar­kostnað við fram­leiðslu, það er hugs­unin á bak við tolla. Við höfum látið það óáreitt í mjög langan tíma. Ef við meinum eitt­hvað með því að auka inn­lenda fram­leiðslu, þá er það nokkuð aug­ljós leið að við þurfum að skoða það líka, myndi ég telja,“ sagði Sig­urður Ing­i í ræðu sinni á Alþingi í dag eftir munn­lega skýrslu for­sæt­is­ráð­herra um COVID-19 far­ald­ur­inn og við­brögð við hon­um.

Í máli hans kom fram að rík­is­stjórnin og ráð­herra land­bún­að­ar­mála væru búin að vera í samn­inga­við­ræðum við garð­yrkju­bændur að und­an­förnu og að við þá samn­inga­gerð þyrfti að horfa til þess að lækka dreifi­kostnað raf­orku og við­halda þeim stuðn­ingi eins háum og hægt er. Auk þess sagði Sig­urður Ingi ráð­legt að taka til skoð­unar sér­stakar land­greiðslur til þess að hvetja til úti­rækt­unar á græn­meti.

Auglýsing

Hann sagði einnig ljóst að huga þyrfti að því að hjálpa ferða­þjón­ust­unni að takast á við stöð­una, með frek­ari hætti en þeim aðgerðum sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórn­valda.

„Við þurfum kannski að hvetja enn frekar til inn­an­lands­neyslu með ferða­þjón­ust­unni í land­inu á næstu mán­uð­u­m,“ sagði Sig­urður Ingi og vís­aði þar til þess að í fyrsta aðgerða­pakk­anum sem rík­is­stjórnin kynnti var lagt til að hver og einn Íslend­ingur fengi nokkur þús­und króna gjafa­bréf frá rík­inu til þess að nota hjá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum sem eiga nú undir högg að sækja.

Næstu aðgerðir muni „án efa ekki duga“ til lengri tíma lit­ið 

Hann bætti því við að þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin væri að velta fyrir sér þessa dag­ana myndu „án efa ekki duga“ til þess að mæta afleið­ingum veiru­far­ald­urs­ins. 

„Við þurfum að við­ur­kenna það að aðgerð­irnar sem við erum að velta fyrir okkur núna munu án efa ekki duga. Ef veiran hagar sér með versta hætti getur verið að við þurfum að grípa hér inn í á næstu mán­uðum og ef til vill lengra og lengra inn í fram­tíð­ina,“ sagði ráð­herr­ann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent