„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum

Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

Von­brigði. Áfall. Erfið staða. Þungar frétt­ir.Upp­lýs­inga­fundur almanna­varna og land­læknis í dag var með öðrum brag en hann hefur verið lengi. Til­kynnt var að einn lægi nú á gjör­gæslu­deild og í önd­un­ar­vél vegna COVID-19. Sá er ung­ur, aðeins á fer­tugs­aldri. Þessar þungu fréttir voru okkur færðar eftir að ítrekað hefur komið fram á síð­ustu fundum að veik­indi væru ekki mjög alvar­leg þrátt fyrir fjölgun smita. Sótt­varna­læknir segir nú ekk­ert benda til þess að veiran sé að veikj­ast eins og velt hafði verið upp á fyrri upp­lýs­inga­fund­um. Skýr­ingin á minni veik­indum í upp­hafi þess­arar bylgju far­ald­urs­ins væri lík­lega sú að ungt fólk er í meiri­hluta þeirra sem greinst hafa með COVID-19. Reynslan hefur sýnt að hann leggst harðar á eldra fólk og þá sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Auglýsing


„Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þess­ari bar­áttu er veiran óvin­ur­inn,“ sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, á fund­in­um. „Það er auð­vitað mikið sjokk að grein­ast [með COVID-19], að fá þetta sím­tal frá rakn­ing­arteym­inu og COVID-­göngu­deild­inni. Og síðan fyrir aðra að fá sím­tal um að vera í sótt­kví.“Hann sagði „kannski of snemmt“ að segja til um hvort að það verði mikil og útbreidd veik­indi. „En þetta breyt­ist hratt. Við sjáum það í dag. Það er stutt síðan við fengum fréttir af þess­ari inn­lögn á Land­spít­al­ann. Við sáum þetta ger­ast í mars. Við sáum þetta ger­ast hér á Íslandi. Við sjáum þetta ger­ast í útlönd­um. Það eina sem er alveg öruggt í þessu er að ef að veiran er að dreifa sér þá munum við fá meira af alvar­legum veik­ind­um. Og við munum sjá fleiri ein­stak­linga leggj­ast inn á spít­ala.“Hann sagði að nú væri mik­il­vægt að beita dóm­greind­inni og vera var­kár. Að sýna til­lits­semi og taka ábyrgð. „Við höfum áður talað um mik­il­vægi þess að verja við­kvæmu hópana. Og þeir sem umgang­ast slíka hópa þurfa að vanda sig sér­stak­lega. Það á við okkur sem eigum aldr­aða for­eldra eða ömmur og afa sem við þurfum að huga að.“Veiran er að smit­ast úti í sam­fé­lag­inu, sagði Víð­ir. „Við vitum það að mikið návígi, jafn­vel lítil partí, geta verið upp­runi að alvar­legum smit­um. Við viljum hitta fólk, maður er manns gam­an, en á svona stundum og á svona tímum er mik­il­vægt að eiga það inni og skapa öðru­vísi minn­ing­ar. [...] Þetta er erfið staða og þungar fréttir sem við erum að færa í dag. En við höfum sýnt það áður og við ætlum að sýna það aftur að við getum tek­ist á við hvað sem er ef við stöndum sam­an.“Hann sagði okkur hafa lært ýmis­legt í vetur og að nú værum við að læra enn fleira. „Við getum öll gert aðeins bet­ur, ef allir leggja sig örlítið betur fram þá náum við góðum árangri.“Hans loka­orð á þessum fundi voru: „Við höfum sagt það áður og ég segi það aft­ur: Þetta verk­efni er ALGJÖR­LEGA í okkar hönd­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent