Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í gær greindust sautján ný inn­an­lands­smit hér á landi. Í heild eru 109 með virk smit. Rað­grein­ingar sýna að um sömu gerð veiru er að ræða og teng­ist öðru hópsmit­inu sem fjallað hefur verið um síð­ustu daga. „Við erum ekki að sjá fleiri gerðir af veirunni. Og þessi gerð hefur greini­lega dreift sér víða um sam­fé­lag­ið,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag.

Smit hafa greinst í öllum lands­hlut­um. Á Land­spít­al­anum liggur einn ein­stak­lingur með COVID-19. Sá er á fer­tugs­aldri. Hann er alvar­lega veik­ur, er á gjör­gæslu­deild og í önd­un­ar­vél. Til skoð­unar er að leggja fleiri sjúk­linga inn.

Þórólfur sagði snarpa fjölgun til­fella í gær aug­ljós­lega áhyggju­efni. „Þessi far­aldur sem nú er í gangi er í ein­hverjum vext­i.“ Sagði hann greini­legt að til­fellum væri að fjölga og að þau væru að grein­ast á víð og dreif um land­ið. Sex ein­stak­lingar sem voru í Vest­manna­eyjum um versl­un­ar­manna­helg­ina hafa greinst með sjúk­dóm­inn og sagði Þórólfur lík­legt að þeim ætti eftir að fjölga. „Þetta sýnir þessa áhættu sem við höfum verið að tala um þegar fólk safn­ast sam­an.“

Auglýsing

Ekki sér fyrir end­ann á þeirri ein­stöku hóp­sýk­ingu. Fjöl­margir hafa þurft að fara í sótt­kví vegna henn­ar. Íslensk erfða­grein­ing er að hefja skimun í Eyj­um.

„Við erum líka að sjá aukn­ingu á veik­ind­um,“ sagði Þórólf­ur. „Við höfum verið að ræða hvort að þessi veira sé að veikj­ast – en ég held að það séu ekki merki um það. Við erum núna að fara að sjá alvar­leg veik­indi eins og við gerðum síð­asta vet­ur.“ Sagð­ist hann hafa spurst fyrir erlendis og að eng­inn teldi að þessi veira væri eitt­hvað veik­ari núna en áður. Það hafi því verið „veik von“ að veiran væri að veikj­ast.

Þórólfur sagði að þessi reynsla sýni að við þurfum að skerpa á smit­vörnum og virða 2 metra regl­una. „Það eru van­höld á því að menn hafi farið eftir því til full­s“. 

Hann sagði ljóst að núna væri far­ald­ur­inn í vexti. „Því er það til alvar­legrar skoð­unar af minni hálfu að herða sam­komu­tak­mark­anir frá því sem nú er. Ef að það verður gert munu þær tak­mark­anir standa skemur en fyrri tak­mark­anir – þó að það sé alls ekki hægt að full­yrða neitt um það.“

Það mik­il­væg­asta sem við getum gert núna, að sögn Þór­ólfs, er að standa saman og reyna að bæta okkur og fara eftir þeim reglum sem eru í gangi. Virða þarf 100 metra fjölda­tak­mörk, 2 metra regl­una og sér­stak­lega minnti hann á að ef fólk finnur fyrir ein­kennum á það að halda sig til hlés. „Því miður höfum við alltof mörg dæmi um að fólk sé ekki að fara eftir þessu og skilja eftir sig tölu­verða slóð.“

Þórólfur sagði ákveðin von­brigði að standa í þessu sporum í dag. „En horfum til reynsl­unnar – í vetur voru aðgerðir árang­urs­rík­ar. Engin ástæða til að halda annað en að við getum náð böndum á þennan far­ald­ur.

Ég hef fulla trú á því að okkur muni takast það ef við stöndum saman og förum eftir reglum og allir þekkja en virð­ist vera dálítið erfitt að fara eft­ir.“

Hann sagði bar­átt­una verða öðru­vísi nú en í vet­ur. Hún verði jafn­vel lengri. Ein teg­und veirunnar sé að breiða úr sér víða. Þá séu margir þeirra sem greinst hafa núna mjög smit­andi. Næstu dagar munu skera úr um það hvort að færa þurfi fjölda­tak­mark­anir aftur niður í 50 eða 20. Það myndi hafa gríð­ar­leg áhrif á marga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent