Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða

Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.

Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Auglýsing

Hraða­tak­mark­anir sem settar hafa verið upp á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna nýs mal­biks verða víða teknar úr gildi í dag. Þetta segir G. Pétur Matth­í­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. Í frétt RÚV frá því í gær­kvöldi var sagt frá því að hraða­tak­mark­anir á nýmal­bik­uðum vegum séu end­ur­tekið virtar að vettugi. Hraða­tak­mark­an­irnar voru til­komnar vegna þess að nýtt mal­bik á það til að vera hált.G. Pétur segir erfitt að útskýra hvers vegna nýtt mal­bik geti verið hált. Hann segir að þegar verið sé að leggja nýtt mal­bik sé það, eðli máls­ins sam­kvæmt, mýkra. Það stafar af því að það er meira asfalt í mal­bik­inu í upp­hafi. Spurður að því hvort allt nýtt mal­bik sé hált segir G. Pétur það einnig vera flókið mál.

Auglýsing


„Þetta eru nátt­úr­lega flókin fræði hvernig mal­bik er búið til í mal­bik­un­ar­stöð en við gerum ein­fald­lega kröfur um að þegar mal­bikið er lagt út þá sé það ekki hálla en eitt­hvað ákveð­ið,“ segir G. Pétur og bendir á að veð­ur­að­stæður spila líka inn í, því að hiti og mikil rign­ing gera mal­bikið hálla.Hraða­tak­mark­anir í þrjár til fimm vikur

Þær merk­ingar sem nú séu á leið niður hafi verið uppi í um þrjár til fimm vikur segir G. Pét­ur. Það hafi verið gert í örygg­is­skyni en Vega­gerðin hefur auk þess mælt við­nám nýs mal­biks þegar frá líður mal­bik­un.Í frétt á vef Vega­gerð­ar­innar frá því í lok júní var sagt frá því að hraði yrði færður niður í kjöl­far mal­bik­un­ar. „Til fram­tíðar verður sú regla einnig tekið upp við lagn­ingu mal­biks að hraði verður ætíð tek­inn nið­ur. Hrað­inn verður ekki hækk­aður fyrr en við­námið er ásætt­an­legt. Svæðið verður skiltað þannig að ekki fari á milli mála að mögu­lega sé mal­bik hálla en alla jafna og þá sér­stak­lega í miklum hita og/eða rign­ing­u,“ segir þar. Þetta var gert í kjöl­far mann­skæðs umferð­ar­slyss á Kjal­ar­nesi í jún­í. Sýni úr vega­kafl­anum á Kjal­ar­nesi til rann­sóknar

Á veg­ar­kafl­anum þar sem slysið varð var lagt nýtt mal­bik sem ekki mæld­ist jafn hált og það sem á undan var. En hvernig er hægt að skýra það að ein lögun mal­biks sé hálli en önn­ur? „Það getur líka verið erfitt að finna út úr því og þess vegna tókum við sýni úr tveimur köflum og sendum á Nýsköp­un­ar­mið­stöð til rann­sóknar og eins út til Sví­þjóð­ar. Það tekur langan tíma að finna út úr því en við erum að reyna að finna út hvað gerð­is­t,“ segir G. Pét­ur. Þar hafi margir sam­verk­andi þættir orðið til þess að mal­bikið varð jafn hált og raun bar vitni. Fyrir það fyrsta var mal­bikið hált, það var mjög hlýtt í veðri og svo hafði rignt mikið og mal­bikið orðið hált vegna bleytu segir G. Pét­ur.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent