Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða

Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.

Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Auglýsing

Hraðatakmarkanir sem settar hafa verið upp á höfuðborgarsvæðinu vegna nýs malbiks verða víða teknar úr gildi í dag. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Kjarnann. Í frétt RÚV frá því í gærkvöldi var sagt frá því að hraðatakmarkanir á nýmalbikuðum vegum séu endurtekið virtar að vettugi. Hraðatakmarkanirnar voru tilkomnar vegna þess að nýtt malbik á það til að vera hált.


G. Pétur segir erfitt að útskýra hvers vegna nýtt malbik geti verið hált. Hann segir að þegar verið sé að leggja nýtt malbik sé það, eðli málsins samkvæmt, mýkra. Það stafar af því að það er meira asfalt í malbikinu í upphafi. Spurður að því hvort allt nýtt malbik sé hált segir G. Pétur það einnig vera flókið mál.

Auglýsing

„Þetta eru náttúrlega flókin fræði hvernig malbik er búið til í malbikunarstöð en við gerum einfaldlega kröfur um að þegar malbikið er lagt út þá sé það ekki hálla en eitthvað ákveðið,“ segir G. Pétur og bendir á að veðuraðstæður spila líka inn í, því að hiti og mikil rigning gera malbikið hálla.


Hraðatakmarkanir í þrjár til fimm vikur

Þær merkingar sem nú séu á leið niður hafi verið uppi í um þrjár til fimm vikur segir G. Pétur. Það hafi verið gert í öryggisskyni en Vegagerðin hefur auk þess mælt viðnám nýs malbiks þegar frá líður malbikun.


Í frétt á vef Vegagerðarinnar frá því í lok júní var sagt frá því að hraði yrði færður niður í kjölfar malbikunar. „Til framtíðar verður sú regla einnig tekið upp við lagningu malbiks að hraði verður ætíð tekinn niður. Hraðinn verður ekki hækkaður fyrr en viðnámið er ásættanlegt. Svæðið verður skiltað þannig að ekki fari á milli mála að mögulega sé malbik hálla en alla jafna og þá sérstaklega í miklum hita og/eða rigningu,“ segir þar. Þetta var gert í kjölfar mannskæðs umferðarslyss á Kjalarnesi í júní. 


Sýni úr vegakaflanum á Kjalarnesi til rannsóknar

Á vegarkaflanum þar sem slysið varð var lagt nýtt malbik sem ekki mældist jafn hált og það sem á undan var. En hvernig er hægt að skýra það að ein lögun malbiks sé hálli en önnur? „Það getur líka verið erfitt að finna út úr því og þess vegna tókum við sýni úr tveimur köflum og sendum á Nýsköpunarmiðstöð til rannsóknar og eins út til Svíþjóðar. Það tekur langan tíma að finna út úr því en við erum að reyna að finna út hvað gerðist,“ segir G. Pétur. 


Þar hafi margir samverkandi þættir orðið til þess að malbikið varð jafn hált og raun bar vitni. Fyrir það fyrsta var malbikið hált, það var mjög hlýtt í veðri og svo hafði rignt mikið og malbikið orðið hált vegna bleytu segir G. Pétur.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent