Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“

Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Auglýsing

„Þegar þjóð­fé­lag okkar stendur frammi fyrir ein­hverju alvar­leg­asta vanda­máli lýð­veld­is­tím­ans þá er mik­il­vægt að leyfa mis­mun­andi sjón­ar­miðum að koma fram og ráða­menn þurfa að sýna ábyrgð með því að bregð­ast við umræðu í sam­ræmi við emb­ætti þeirra og ábyrgð.“ 

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag þar sem hann svarar gagn­rýni Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála, á skrif hans í Vís­bend­ingu í lok síð­ustu viku. Gagn­rýni Þór­dísar var sett fram í pistli hennar í Morg­un­blað­inu.

Gylfi segir í svar­grein sinni að hann leggi það ekki í vana sinn að skrif­ast á við stjórn­mála­menn. Hann hafi reyndar aldrei gert það áður og muni von­andi ekki þurfa að gera það aft­ur, en í ljósi alvar­leika máls finn­ist honum rétt að benda á nokkur atriði.

Hann rekur svo inni­hald greinar sinnar í Vís­bend­ingu, sem vakti mikla athygli þegar hún birt­ist á föstu­dag, en þar færði Gylfi efna­hags­leg rök fyrir því að það hefðu verið mis­tök að opna landið meira um miðjan júní. Með því hafi stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu og tekið hags­muni fárra, ferða­þjón­ust­unn­ar, fram yfir hags­muni þorra lands­manna.

Ásætt­an­leg áhætta að mati ráð­herra

Þór­dís svar­aði um helg­ina og sagði gagn­rýni Gylfa, og ann­ars hag­fræð­ings Þór­ólfs Matth­í­as­son­ar, slá sig „svo­lítið eins og að fagna góðu stuði í gleð­skap á mið­nætti án þess að hugsa út í haus­verk­inn að morgn­i.“ 

Auglýsing
Það hafi komið henni á óvart að Gylfi skuli í grein sinni í Vís­bend­ingu leggja áherslu á að Ísland þurfi ekki erlenda ferða­­menn því að staða efna­hags­­mála sé framar von­um. „Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring­inn í októ­ber,“ skrif­aði ráð­herr­ann.

Hún bætti við, í sam­tali við RÚV á laug­ar­dag, að áhættan af því að skima og hleypa fólki inn í landið væri lítil og að hún gæti ekki fall­ist á þau rök að hún sé svo mikil að það ætti að loka land­inu og ekki hleypa fólki inn. „Þannig að áhættan er í mínum huga ásætt­an­­leg.“

Tveir val­kostir

Gylfi í grein sinni í dag að það sé skilj­an­legt að vilji sé til staðar til að liðka fyrir komum erlendra ferða­manna til þess að bjarga fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu og minnka atvinnu­leysi. „En þeir sem taka ákvarð­anir fyr­ir­ hönd þjóð­ar­innar verða að hafa heild­ar­hags­muni skýra. Ekki má horfa fram hjá þeim mikla efna­hags­lega skaða sem verður ef far­sóttin herjar á sam­fé­lagið í vet­ur. Efna­hag­legt tap af völdum far­sóttar innan lands get­ur verið mikið eins og sést í mörgum nálægum ríkj­u­m.“

Hann rifjar upp við­brögð ann­arra þjóða við far­ald­in­um. Annað eyríki, Nýja-­Sjá­land, hafi til að mynda ákveðið að nota sér­stöðu sína til þess að hafa strangar sótt­varnir á landa­mærum og vernda þannig inn­lent hag­kerfi og sam­fé­lag uns lyf og bólu­efni koma til hjálp­ar. „Í nágrenni okkar mælir utan­rík­is­ráðu­neyti Nor­egs, svo dæmi sé tek­ið, með því að Norð­menn ferð­ist ekki til útlanda nema brýn­ustu nauð­syn beri til.“

Að hans mati eru val­kostir Íslend­inga tveir: Öfl­ugar sótt­varnir við landa­mæri líkt og Nýsjá­lend­ingar hafa gert og sótt­varnir sem eru minna hamlandi á efna­hags­starf­semi innan lands, eða tak­mark­aðar sótt­varnir við landa­mæri og miklar sótt­varnir innan lands eins og nú virð­ist stefna í. „Ef ráða­menn eru að horfa á neyslu, atvinnustig og stöðu rík­is­sjóðs þá þarf ekki hag­fræð­ing til að benda á að fyrri kost­ur­inn gæti komið betur út. Hættu­legt er að gera að einu hags­muni ferða­þjón­ustu, ann­ars veg­ar, og efna­hags­lífs­ins alls, hins veg­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent