Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“

Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Auglýsing

„Þegar þjóð­fé­lag okkar stendur frammi fyrir ein­hverju alvar­leg­asta vanda­máli lýð­veld­is­tím­ans þá er mik­il­vægt að leyfa mis­mun­andi sjón­ar­miðum að koma fram og ráða­menn þurfa að sýna ábyrgð með því að bregð­ast við umræðu í sam­ræmi við emb­ætti þeirra og ábyrgð.“ 

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag þar sem hann svarar gagn­rýni Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála, á skrif hans í Vís­bend­ingu í lok síð­ustu viku. Gagn­rýni Þór­dísar var sett fram í pistli hennar í Morg­un­blað­inu.

Gylfi segir í svar­grein sinni að hann leggi það ekki í vana sinn að skrif­ast á við stjórn­mála­menn. Hann hafi reyndar aldrei gert það áður og muni von­andi ekki þurfa að gera það aft­ur, en í ljósi alvar­leika máls finn­ist honum rétt að benda á nokkur atriði.

Hann rekur svo inni­hald greinar sinnar í Vís­bend­ingu, sem vakti mikla athygli þegar hún birt­ist á föstu­dag, en þar færði Gylfi efna­hags­leg rök fyrir því að það hefðu verið mis­tök að opna landið meira um miðjan júní. Með því hafi stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu og tekið hags­muni fárra, ferða­þjón­ust­unn­ar, fram yfir hags­muni þorra lands­manna.

Ásætt­an­leg áhætta að mati ráð­herra

Þór­dís svar­aði um helg­ina og sagði gagn­rýni Gylfa, og ann­ars hag­fræð­ings Þór­ólfs Matth­í­as­son­ar, slá sig „svo­lítið eins og að fagna góðu stuði í gleð­skap á mið­nætti án þess að hugsa út í haus­verk­inn að morgn­i.“ 

Auglýsing
Það hafi komið henni á óvart að Gylfi skuli í grein sinni í Vís­bend­ingu leggja áherslu á að Ísland þurfi ekki erlenda ferða­­menn því að staða efna­hags­­mála sé framar von­um. „Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring­inn í októ­ber,“ skrif­aði ráð­herr­ann.

Hún bætti við, í sam­tali við RÚV á laug­ar­dag, að áhættan af því að skima og hleypa fólki inn í landið væri lítil og að hún gæti ekki fall­ist á þau rök að hún sé svo mikil að það ætti að loka land­inu og ekki hleypa fólki inn. „Þannig að áhættan er í mínum huga ásætt­an­­leg.“

Tveir val­kostir

Gylfi í grein sinni í dag að það sé skilj­an­legt að vilji sé til staðar til að liðka fyrir komum erlendra ferða­manna til þess að bjarga fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu og minnka atvinnu­leysi. „En þeir sem taka ákvarð­anir fyr­ir­ hönd þjóð­ar­innar verða að hafa heild­ar­hags­muni skýra. Ekki má horfa fram hjá þeim mikla efna­hags­lega skaða sem verður ef far­sóttin herjar á sam­fé­lagið í vet­ur. Efna­hag­legt tap af völdum far­sóttar innan lands get­ur verið mikið eins og sést í mörgum nálægum ríkj­u­m.“

Hann rifjar upp við­brögð ann­arra þjóða við far­ald­in­um. Annað eyríki, Nýja-­Sjá­land, hafi til að mynda ákveðið að nota sér­stöðu sína til þess að hafa strangar sótt­varnir á landa­mærum og vernda þannig inn­lent hag­kerfi og sam­fé­lag uns lyf og bólu­efni koma til hjálp­ar. „Í nágrenni okkar mælir utan­rík­is­ráðu­neyti Nor­egs, svo dæmi sé tek­ið, með því að Norð­menn ferð­ist ekki til útlanda nema brýn­ustu nauð­syn beri til.“

Að hans mati eru val­kostir Íslend­inga tveir: Öfl­ugar sótt­varnir við landa­mæri líkt og Nýsjá­lend­ingar hafa gert og sótt­varnir sem eru minna hamlandi á efna­hags­starf­semi innan lands, eða tak­mark­aðar sótt­varnir við landa­mæri og miklar sótt­varnir innan lands eins og nú virð­ist stefna í. „Ef ráða­menn eru að horfa á neyslu, atvinnustig og stöðu rík­is­sjóðs þá þarf ekki hag­fræð­ing til að benda á að fyrri kost­ur­inn gæti komið betur út. Hættu­legt er að gera að einu hags­muni ferða­þjón­ustu, ann­ars veg­ar, og efna­hags­lífs­ins alls, hins veg­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent