Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“

Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Auglýsing

„Þegar þjóð­fé­lag okkar stendur frammi fyrir ein­hverju alvar­leg­asta vanda­máli lýð­veld­is­tím­ans þá er mik­il­vægt að leyfa mis­mun­andi sjón­ar­miðum að koma fram og ráða­menn þurfa að sýna ábyrgð með því að bregð­ast við umræðu í sam­ræmi við emb­ætti þeirra og ábyrgð.“ 

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag þar sem hann svarar gagn­rýni Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála, á skrif hans í Vís­bend­ingu í lok síð­ustu viku. Gagn­rýni Þór­dísar var sett fram í pistli hennar í Morg­un­blað­inu.

Gylfi segir í svar­grein sinni að hann leggi það ekki í vana sinn að skrif­ast á við stjórn­mála­menn. Hann hafi reyndar aldrei gert það áður og muni von­andi ekki þurfa að gera það aft­ur, en í ljósi alvar­leika máls finn­ist honum rétt að benda á nokkur atriði.

Hann rekur svo inni­hald greinar sinnar í Vís­bend­ingu, sem vakti mikla athygli þegar hún birt­ist á föstu­dag, en þar færði Gylfi efna­hags­leg rök fyrir því að það hefðu verið mis­tök að opna landið meira um miðjan júní. Með því hafi stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu og tekið hags­muni fárra, ferða­þjón­ust­unn­ar, fram yfir hags­muni þorra lands­manna.

Ásætt­an­leg áhætta að mati ráð­herra

Þór­dís svar­aði um helg­ina og sagði gagn­rýni Gylfa, og ann­ars hag­fræð­ings Þór­ólfs Matth­í­as­son­ar, slá sig „svo­lítið eins og að fagna góðu stuði í gleð­skap á mið­nætti án þess að hugsa út í haus­verk­inn að morgn­i.“ 

Auglýsing
Það hafi komið henni á óvart að Gylfi skuli í grein sinni í Vís­bend­ingu leggja áherslu á að Ísland þurfi ekki erlenda ferða­­menn því að staða efna­hags­­mála sé framar von­um. „Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring­inn í októ­ber,“ skrif­aði ráð­herr­ann.

Hún bætti við, í sam­tali við RÚV á laug­ar­dag, að áhættan af því að skima og hleypa fólki inn í landið væri lítil og að hún gæti ekki fall­ist á þau rök að hún sé svo mikil að það ætti að loka land­inu og ekki hleypa fólki inn. „Þannig að áhættan er í mínum huga ásætt­an­­leg.“

Tveir val­kostir

Gylfi í grein sinni í dag að það sé skilj­an­legt að vilji sé til staðar til að liðka fyrir komum erlendra ferða­manna til þess að bjarga fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu og minnka atvinnu­leysi. „En þeir sem taka ákvarð­anir fyr­ir­ hönd þjóð­ar­innar verða að hafa heild­ar­hags­muni skýra. Ekki má horfa fram hjá þeim mikla efna­hags­lega skaða sem verður ef far­sóttin herjar á sam­fé­lagið í vet­ur. Efna­hag­legt tap af völdum far­sóttar innan lands get­ur verið mikið eins og sést í mörgum nálægum ríkj­u­m.“

Hann rifjar upp við­brögð ann­arra þjóða við far­ald­in­um. Annað eyríki, Nýja-­Sjá­land, hafi til að mynda ákveðið að nota sér­stöðu sína til þess að hafa strangar sótt­varnir á landa­mærum og vernda þannig inn­lent hag­kerfi og sam­fé­lag uns lyf og bólu­efni koma til hjálp­ar. „Í nágrenni okkar mælir utan­rík­is­ráðu­neyti Nor­egs, svo dæmi sé tek­ið, með því að Norð­menn ferð­ist ekki til útlanda nema brýn­ustu nauð­syn beri til.“

Að hans mati eru val­kostir Íslend­inga tveir: Öfl­ugar sótt­varnir við landa­mæri líkt og Nýsjá­lend­ingar hafa gert og sótt­varnir sem eru minna hamlandi á efna­hags­starf­semi innan lands, eða tak­mark­aðar sótt­varnir við landa­mæri og miklar sótt­varnir innan lands eins og nú virð­ist stefna í. „Ef ráða­menn eru að horfa á neyslu, atvinnustig og stöðu rík­is­sjóðs þá þarf ekki hag­fræð­ing til að benda á að fyrri kost­ur­inn gæti komið betur út. Hættu­legt er að gera að einu hags­muni ferða­þjón­ustu, ann­ars veg­ar, og efna­hags­lífs­ins alls, hins veg­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent