Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“

Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Auglýsing

„Þegar þjóðfélag okkar stendur frammi fyrir einhverju alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans þá er mikilvægt að leyfa mismunandi sjónarmiðum að koma fram og ráðamenn þurfa að sýna ábyrgð með því að bregðast við umræðu í samræmi við embætti þeirra og ábyrgð.“ 

Þetta segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann svarar gagnrýni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, á skrif hans í Vísbendingu í lok síðustu viku. Gagnrýni Þórdísar var sett fram í pistli hennar í Morgunblaðinu.

Gylfi segir í svargrein sinni að hann leggi það ekki í vana sinn að skrifast á við stjórnmálamenn. Hann hafi reyndar aldrei gert það áður og muni vonandi ekki þurfa að gera það aftur, en í ljósi alvarleika máls finnist honum rétt að benda á nokkur atriði.

Hann rekur svo innihald greinar sinnar í Vísbendingu, sem vakti mikla athygli þegar hún birtist á föstudag, en þar færði Gylfi efnahagsleg rök fyrir því að það hefðu verið mistök að opna landið meira um miðjan júní. Með því hafi stjórnvöld stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu og tekið hagsmuni fárra, ferðaþjónustunnar, fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.

Ásættanleg áhætta að mati ráðherra

Þórdís svaraði um helgina og sagði gagnrýni Gylfa, og annars hagfræðings Þórólfs Matthíassonar, slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“ 

Auglýsing
Það hafi komið henni á óvart að Gylfi skuli í grein sinni í Vís­bend­ingu leggja áherslu á að Ísland þurfi ekki erlenda ferða­menn því að staða efna­hags­mála sé framar vonum. „Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring­inn í októ­ber,“ skrifaði ráðherrann.

Hún bætti við, í samtali við RÚV á laugardag, að áhættan af því að skima og hleypa fólki inn í landið væri lítil og að hún gæti ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það ætti að loka landinu og ekki hleypa fólki inn. „Þannig að áhættan er í mínum huga ásætt­an­leg.“

Tveir valkostir

Gylfi í grein sinni í dag að það sé skiljanlegt að vilji sé til staðar til að liðka fyrir komum erlendra ferðamanna til þess að bjarga fyrirtækjum í ferðaþjónustu og minnka atvinnuleysi. „En þeir sem taka ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar verða að hafa heildarhagsmuni skýra. Ekki má horfa fram hjá þeim mikla efnahagslega skaða sem verður ef farsóttin herjar á samfélagið í vetur. Efnahaglegt tap af völdum farsóttar innan lands getur verið mikið eins og sést í mörgum nálægum ríkjum.“

Hann rifjar upp viðbrögð annarra þjóða við faraldinum. Annað eyríki, Nýja-Sjáland, hafi til að mynda ákveðið að nota sérstöðu sína til þess að hafa strangar sóttvarnir á landamærum og vernda þannig innlent hagkerfi og samfélag uns lyf og bóluefni koma til hjálpar. „Í nágrenni okkar mælir utanríkisráðuneyti Noregs, svo dæmi sé tekið, með því að Norðmenn ferðist ekki til útlanda nema brýnustu nauðsyn beri til.“

Að hans mati eru valkostir Íslendinga tveir: Öflugar sóttvarnir við landamæri líkt og Nýsjálendingar hafa gert og sóttvarnir sem eru minna hamlandi á efnahagsstarfsemi innan lands, eða takmarkaðar sóttvarnir við landamæri og miklar sóttvarnir innan lands eins og nú virðist stefna í. „Ef ráðamenn eru að horfa á neyslu, atvinnustig og stöðu ríkissjóðs þá þarf ekki hagfræðing til að benda á að fyrri kosturinn gæti komið betur út. Hættulegt er að gera að einu hagsmuni ferðaþjónustu, annars vegar, og efnahagslífsins alls, hins vegar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent