Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda

„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.

Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Auglýsing

„Mín skoðun er sú að það vanti svo­lítið hag­rænt upp­gjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórn­völd um að gera það,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í við­tali á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. „Hvað skiptir þetta miklu máli fjár­hags­lega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara val­ið. Það sem ég þarf að gera sem sótt­varna­læknir er að gefa stjórn­völdum val, hvað sótt­varn­ar­lega séð felst í hverju vali fyrir sig.“Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar var einnig við­mæl­andi í þætt­inum. Sagði hann ekki hægt að finna betri mann á jarð­ríki til að aðstoða stjórn­völd við að meta þá val­mögu­leika sem við stöndum nú frammi fyr­ir.Þórólfur sagði greini­legt að veiran sýndi ekki á sér neitt far­ar­snið. Far­ald­ur­inn væri enn í miklum vexti á heims­vísu. „Það er alveg útséð um það í mínum huga að hún verður hér með okkur næstu mán­uði og næstu ár þar til að ein­hver lausn, bólu­efni eða ann­að, kem­ur. Og það er ekki alveg í aug­sýn.“Þess vegna þurfi að fara að hugsa lengra fram í tím­ann. Hingað til hafi áherslan verið á að halda veirunni niðri, það mikið að hún skapi ekki álag á heil­brigð­is­kerf­ið, ein­stak­linga og starf­semi. Það hefur að sögn Þór­ólfs tek­ist ágæt­lega en að nú þurfi að horfa til fram­tíð­ar. „Það er ekki þannig að stjórn­málin hafi ekki verið með í þessu, það er nátt­úr­lega ráð­herra sem hefur á end­anum ákveðið allar þessar aðgerð­ir. [...] En það þarf að fara að horfa til fleiri hags­muna en bara hvernig við ætlum að halda veirunni niðri.“

AuglýsingÚt frá sótt­varna­legu sjón­ar­miði þarf að fylgj­ast áfram með fram­gangi veirunn­ar. Önnur bylgja far­ald­urs­ins sem nú er að ganga yfir hefur sýnt að lítið þurfi til, aðeins eina teg­und af veirunni. Hún náði að búa um sig í sam­fé­lag­inu og skaut svo allt í einu upp koll­inum hér og þar. „Ef við viljum virki­lega eiga þannig við veiruna að við viljum halda henni niðri og forða fólki frá því að veikj­ast eins mikið og hægt er þá verðum við að vera áfram á tán­um.“ Hóp­sýk­ingar gætu komið upp aftur og þá þyrfti að bregð­ast við því. Á sama tíma þyrfti að reyna að halda uppi „eðli­legu lífi“ inn­an­lands eins og hægt er. „En við þurfum að búa okkur undir annan raun­veru­leika heldur en við höfum lifað við fram að þessu.“

Meiri útbreiðsla þýðir meiri veik­indiÞað muni koma til með að skerða starf­semi ýmis­konar og þess vegna finnst sótt­varna­lækni mik­il­vægt að fleiri komi að borð­inu. Hann ítrek­aði að það væri hans hlut­verk, fyrst og fremst, að meta aðstæður út frá sótt­varna­legu sjón­ar­miði. „Ég er ekki að taka öll hag­ræn sjón­ar­mið inn í málið og það er klárt mál að þetta kemur illa við marga, mönnum finnst þetta órétt­látt.“ Því þurfi að hefja vinnu við sátt­mála. „En ef við viljum halda veirunni í lág­marki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera. Ef við viljum það ekki þá verðum við að sætta okkur við það að fá meiri útbreiðslu af veirunni, með meiri afleið­ing­um, með meiri þunga fyrir heil­brigð­is­kerf­ið.“Hann benti á að landa­mæri Íslands hefðu aldrei verið alveg lokuð fyrir aðgerð­irnar sem tóku gildi um miðjan júní, m.a. landamæra­skimun í stað krafna um 14 daga sótt­kví. Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu margar und­an­þágu­beiðnir frá settum reglum hafi borist frá atvinnu­líf­inu. „Það virð­ist vera að erlent vinnu­afl skipti bara öllu máli fyrir alla starf­semi hér inn­an­lands.“ Nefndi hann fisk­vinnslu, útgerð, iðn­að, stór­iðju – „nefndu það“.  Ætlum við að stoppa það? Spurði Þórólfur og sagði að sér­stök sótt­kví­ar­úr­ræði hafi verið útbúin vegna þess­ara erlendu starfs­manna en að það væri þó ekki örugg aðferð. „Þannig að á end­an­um, þá er eig­in­lega alveg sama hvað við gerum þá getum við fengið veiruna hér inn og séð það sem er að ger­ast nún­a.“

Setja þarf fram skýra val­mögu­leikaHann sagði það hlut­verk yfir­valda að koma fólki í skiln­ing um að hér væri verið að fást við alvar­lega hluti. Til­mæli sótt­varna­yf­ir­valda hafi að hans mati verið til­tölu­lega ein­föld en svo „rignir yfir okkur beiðnum um und­an­þág­ur. Við erum með fjölda manns í vinnu alla daga vik­unnar við að svara beiðnum ein­stak­linga, fyr­ir­tækja, félaga­sam­taka og svo fram­veg­is.“Nú þurfi yfir­völd að setja fram skýra val­mögu­leika. Og und­ir­búa okkur fyrir næstu mán­uði. „Við getum verið mjög hörð, við getum haft allt opið. Eða reynt að hafa ein­hverja stjórn á því. Það er mín skoðun og aðgerðir til þessa hafa gengið út á.“Tak­mark­anir sem nú eru í gildi verða það til 13. ágúst. Þórólfur segir háværar kröfur frá mjög mörgum um að herða þær. Að „loka hrein­lega“ og setja alla sem hingað koma í sótt­kví. Svo eru aðrir sem vilji fara miklu vægar í tak­mark­anir en nú er. „Öll sjón­ar­mið eru eig­in­lega uppi. Mitt hlut­verk er að hlusta á þetta og taka ein­hverja skyn­sam­lega ákvörðun varð­andi þau til­mæli sem ég kem með til ráð­herra.“

Kári telur skyn­sam­leg­ast að loka land­inu með skimun-­sótt­kví-skimunKári benti á að hópsmitið sem nú er verið að reyna að koma böndum á megi án mik­ils vafa rekja til eins ein­stak­lings sem komið hefur hingað til lands. Af þeim sem greinst hafa með það afbrigði veiruna eru 32 ein­stak­lingar sem ekki er hægt að rekja sam­an. „Það segir okkur að þó svo að skimunin gangi mjög vel þá nægir það ekki. Þannig að stóra spurn­ingin sem við þurfum að horfast í augu við er hvort að við eigum að halda þessu áfram svona, taka þeim áföllum sem fylgja því að það blossi upp smit af þess­ari gerð,“ sagði Kári, „eða eigum við að loka land­inu og krefj­ast þess að allir þeir sem hingað koma fari í skimun, svo í 5 daga sótt­kví og svo aftur í skim­un.“ Það myndi m.a. hafa mikil áhrif á ferða­þjón­ust­una. „En þetta er valið sem við þurfum að horfast í augu við. [...] Þetta er flókin póli­tísk ákvörðun sem ein­hver verður að taka.“Hans per­sónu­lega skoðun er sú að væn­leg­ast væri að loka land­inu á þessu augna­bliki til að reyna að ná utan um þann far­aldur sem er í gangi núna.Sótt­varna­lækni finnst þetta gild sjón­ar­mið.„Mín skoðun er sú að það vanti svo­lítið hag­rænt upp­gjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórn­völd um að gera það. Hvað skiptir þetta miklu máli fjár­hags­lega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara val­ið. Það sem ég þarf að gera sem sótt­varna­læknir er að gefa stjórn­völdum val, hvað sótt­varn­ar­lega séð felst í hverju vali fyrir sig.“

Eng­inn betri á jarð­ríkiÞað seg­ist hann hafa verið að gera. Ef land­inu væri lokað með þeim tak­mörk­unum sem Kári nefndi myndi það þýða fjöld­ann allan af beiðnum um und­an­þágur vegna erlends vinnu­afls. „Þá getur það ger­st, eins og gerð­ist núna, að það kemur einn ein­stak­ling­ur, með eina veiru, sem nær að grafa um sig.“Kári sagði rétt að ekki væri hægt að loka land­inu alfarið en að hægt væri að gera þá kröfu að þeir sem komi fari í skimun-­sótt­kví-skimun, eins og hann nefndi áður. „En þetta er allt saman spurn­ing um lík­ur.“ Við þær aðstæður sem nú væru uppi værum við að „þús­und­falda lík­urn­ar“ á því að smit bær­ist til lands­ins.Hann sagði að allar ákvarð­anir ættu ekki að hvíla á herðum sótt­varna­lækn­is. „Stjórn­völd eiga að segja nú hvað þau vilja.“ Ekki væri til betri maður á jarð­ríki en Þórólfur til að aðstoða þau við það mat.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent