Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir sendi út skýr skila­boð um stöðu mála í íslensku sam­fé­lagi í við­tali í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 á þriðju­dag. „Ég hef stungið upp á því við stjórn­­völd að settur verði á lagg­­irnar sam­­starfs­vett­vangur um hvernig við ætlum að hafa þetta næstu mán­uði og ár. Núna er þetta meira en bara sótt­varna­mál. Það eru fleiri sem þurfa að koma að borð­inu og það þarf að taka til­­lit til ýmissa sjón­­­ar­miða. Mín sjón­­­ar­mið eru fyrst og fremst sótt­­varna­­sjón­­ar­mið og ég mun áfram halda þeim á lofti en þetta er póli­­tískt mál, þetta er efna­hags­­legt mál og alls konar við­horf.“

Síðar um dag­inn, á reglu­legum upp­lýs­inga­fundi, end­ur­tók hann þessa afstöðu og sagði „komið að stjórn­völd­um“ að taka ákvarð­an­ir. 

Instagram­ráð­herrar

Hingað til hafa íslensk stjórn­völd hlotið lof fyrir að hlíta til­mælum sér­fræð­inga og leyfa þeim að mestu að vera and­litin sem til­kynna erf­iðar ákvarð­an­ir. Þegar kemur að því að útdeila fjár­munum úr opin­berum sjóð­um, eða öðrum til­kynn­ingum sem hafa á sér jákvæðan blæ, er sagan hins vegar önn­ur. Þá er oftar en ekki vart þver­fótað fyrir ráð­herrum sem vilja fá að taka þátt í fund­un­um, og birta til­fallandi myndir af sér á Instagram við úthlut­un­ar­iðj­una. Nið­ur­staðan er oft vand­ræða­leg og nokkuð aug­ljóst að hluti ráð­herr­anna er þar fyrst og síð­ast staddur til að reyna að láta hluta ljóss sem þeir telja eft­ir­sókn­ar­vert skína á sig, án þess að við­vera þeirra þjóni neinum eig­in­legum til­gangi.

Vegna þessa hefur þrí­eykið svo­kall­aða, sem sam­anstendur af yfir­lög­reglu­þjóni, land­lækni og sótt­varn­ar­lækni, og hefur skýrt afmarkað almanna­þjón­ustu­hlut­verk, oftar en ekki legið undir gagn­rýni vegna efna­hags­legra og sam­fé­lags­legra áhrifa af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna. Aðgerða sem hafa bein áhrif á frelsi lands­manna til athafna og tæki­færi þeirra til að afla lífs­við­ur­vær­is. Ráða­menn hafa verið í vari þrátt fyrir að verk­svið sótt­varna­lækn­is, sem setur fram til­mæli um aðgerðir til að hemja veiruna út frá sótt­varn­ar­sjón­ar­mið­um, sé mjög skýrt það að skipu­leggja og sam­ræma sótt­varn­ir, ekki að huga að gang­verki efna­hags­mála. 

Við­var­andi ástand

Með til­lögu sinni á þriðju­dag var Þórólf­ur, sem hefur sýnt að hann er yfir­burða­maður í þeim aðstæðum sem hann hefur verið í síð­ustu mán­uði, að gera tvennt. Í fyrsta lagi að gera lands­mönnum það ljóst að núver­andi ástand, er við­var­andi ástand. Því muni ekki ljúka í nán­ustu fram­tíð heldur verði það til staðar næstu mán­uði, jafn­vel ár. Því þurfi að hugsa heild­rænar lausnir, sem taki mið af fleiri þáttum en sótt­vörn­um, til lengri tíma. „Nú erum við að sjá aðeins betur fram í tím­ann og það er algjör­­lega ljóst að við þurfum að lifa með þess­­ari veiru. Hún er í sókn alls staðar í heim­in­­um. Í vor var maður að vona að það væri farið að sljákka í henni alþjóð­­lega séð í haust en það er alls ekki að ger­­ast. Við erum ekki að fá bólu­efni, ein­hverja lausn á því að búa til ónæmi hérna í sam­­fé­lag­in­u,“ sagði Þórólfur í á þriðju­dag.

Auglýsing
Í öðru lagi var hann að senda skýr skila­boð til stjórn­mála­manna um að taka við bolt­an­um, fara að bjóða upp á þær heild­rænu lausnir og bera fulla ábyrgð á þeim, líkt og stjórn­mála­menn eru kosnir til að gera. „Þá þurfum við að ákveða hvernig við ætlum að lifa með veirunni til fram­­tíðar og á sama tíma að láta sam­­fé­lagið rúlla eins vel og eðli­­lega eins og hægt er og taka þá til­­lit til efna­hags­­legra þátta og ann­­arra þátta.“

Í augna­blik­inu er það rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sem verður að móta þær. Það verður áhuga­vert að sjá hvort sú rík­is­stjórn, sem for­sæt­is­ráð­herr­ann sjálf sagði í við­tali um liðna helgi að hefði verið mynduð til að ná fram því meg­in­mark­miði að skapa „stöð­ug­leika í stjórn­ar­fari“ og byggir á því að fólk sem skil­greinir sig sjálft sem póli­tískar and­stæður líki per­sónu­lega vel við hvort ann­að, geti brotið sig út úr þæg­ind­ara­mma kerf­is­varna og auðn­ast að hugsa hlut­ina upp á nýtt lands­mönnum til heilla. 

Tak­ist henni það ekki er dauða­tæki­færi fyrir þá flokka sem ekki eiga aðild að rík­is­stjórn að bjóða upp á skýra mögu­leika og fram­tíð­ar­sýn, án íhalds­flokk­anna þriggja, eða með ein­hverjum þeirra í nýrri veg­ferð. Eng­inn flokk­anna virð­ist þó vera að nýta sér þá stöðu eins og er. 

Þörfin til að við­halda hinu kunn­ug­lega

Það er hægt að mynda kyrr­stöðu­rík­is­stjórn þegar það er með­vindur í sam­fé­lag­inu. Rík­is­stjórn sem hefur fyrst og síð­ast það hlut­verk að eyða pen­ingum og verja kerf­i. 

Það gerð­ist 2007, þegar Sam­fylk­ingin og Sjálf­stæð­is­flokkur hopp­uðu saman í eina sæng, með ofur­meiri­hluta á þingi (43 af 63 þing­sæt­u­m), og mynd­uðu rík­is­stjórn um fátt annað en með­virkni gagn­vart ósjálf­bæru banka­kerfi. Stefnu­yf­ir­lýs­ing hennar var sögu­lega stutt og fjall­aði um mark­mið á borð við „kraft­mikið atvinnu­líf“, „hvetj­andi skattaum­hverfi“ og mark­vissan rík­is­rekst­ur“. Tryggja átti að fjár­mála­starf­semi gæti „áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í sam­keppni við önnur mark­aðs­svæði og að útrás­ar­fyr­ir­tæki sjái sér áfram hag í að hafa höf­uð­stöðvar á Ísland­i.“

Skýrasta birt­ing­ar­mynd þess­arar stefnu var ákvörðun for­svars­manna hennar að ætla að ferð­ast um heim­inn á árinu 2008 til að tala upp getu og gæði íslensku bank­anna. Þeir hrundu síð­an, líkt og þekkt er orð­ið, með gríð­ar­legum hvelli og sam­fé­lags­legum afleið­ingum í októ­ber sama ár og um leið lauk með­vindi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún hrökkl­að­ist frá völdum snemma árs 2009 þegar fyrir lá að hún gat ekki tek­ist á við afleið­ingar hruns­ins með trú­verð­ugum hætti, enda hluti af vanda­mál­inu, ekki lausn­inni.

Núver­andi rík­is­stjórn var mynduð um kyrr­stöðu. Þótt hún sé leidd af flokki með umbóta­sinn­aða stefnu­skrá þá berst rík­is­stjórnin mjög skýrt gegn kerf­is­legum umbótum á sam­fé­lag­inu. Hún stendur til að mynda varð­stöðu um sjáv­ar­út­vegs­kerfið og fáveldið sem það leiðir af sér og virð­ist ætla sér að knýja í gegn útvatn­aðar og ónógar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sem munu hvorki leysa deilur né auka traust. Efna­hags­legar aðgerðir hennar vegna COVID-far­ald­urs­ins hafa flestar mið­ast að því að dæla fjár­magni til stór­fyr­ir­tækja, sér­stak­lega í ferða­þjón­ustu, eða setja hag þeirra fyr­ir­tækja ofar almanna­heill, og vona síðan það besta. 

Kreppur opin­bera kerf­is­lega veik­leika

Raun­veru­leik­inn er sá að íslenska sam­fé­lags­kerfið er ekki sjálf­bært. Það treysti um of á ferða­þjón­ustu til að afla tekna á síð­ast­liðnum tæpa ára­tug, alveg eins og það gerði með banka árin á und­an, og van­rækti að nota sýni­legt tæki­færi til að byggja upp fjöl­breytt­ara atvinnu­líf. 

Atvinnu­líf sem tekur meira mið af vænt­ingum lands­manna til starfa og þeirrar mennt­unar sem við erum að eyða gríð­ar­legum fjár­munum sem heild í að veita íbúum lands­ins. Afleið­ingin var sú að stærsta stoð efna­hags­lífs­ins, sem nú er að mestu horf­in, að minnsta kosti um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð, var mönnuð með tugum þús­unda erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu hingað til lands til að leita tæki­fær­anna og starfa í lág­laun­uðum þjón­ustu­störf­um. 

Betur borg­uðu störfin í ferða­þjón­ustu, t.d. flug­freyjur og -þjón­ar, voru mörg hver mönnuð af fólki með hjúkr­un­ar­fræði­mennt­un, lög­fræð­ingum eða meistara­gráður í annarri sér­hæf­ingu. Það er ekki góð nýt­ing á fjár­munum eða fólki að mennta það til fjöl­breyttra sér­fræði­starfa en reyna svo ekki með neinum hætti að búa til umhverfi sem sú sér­fræði­þekk­ing nýt­ist.

Speki­lek­inn

Þessi staða hefur leitt til þess að fleiri Íslend­ingar hafa flutt frá Íslandi en til lands­ins á síð­ustu árum. Ástæður þeirrar þró­unar hafa ekki verið kann­aðar sem neinu nem­ur, vegna þess að stjórn­völd hafa ein­fald­lega ekki viljað það.

Núver­andi seðla­banka­stjóri, Ásgeir Jóns­son, lýsti þeirri skoðun sinni fyrir nokkrum árum að auknir starfs­mögu­leikar ann­ars staðar og dýrt íbúð­ar­hús­næði væru að ýta undir brott­flutn­ing mennt­aðra Íslend­inga. „Ferða­þjón­ustan hefur ekki endi­lega mikla þörf fyrir menntað fólk né höfðar hún heldur til allra. Við höfum verið að sjá það að ákveðnar stéttir með háskóla­menntun eru ekki að fá starf við sitt hæfi,“ sagði Ásgeir í við­tali við Frétta­blaðið 2016. 

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra boð­aði í fyrra­vor frek­ari söfnun upp­lýs­inga um mennt­un­ar­stig þeirra Íslend­inga sem flytja ann­að, en síðan hefur ekk­ert heyrst af því máli. 

Gríð­ar­legur fram­færslu­vandi framundan

Veru­leik­inn sem blasir við í haust, þegar afleið­ingar af atvinnu­missi vegna kór­ónu­veirunnar skella á af fullum þunga, er að þús­und­ir, ef ekki tug­þús­und­ir, Íslend­inga, verða í fram­færslu­vanda. Þegar upp­sagn­ar­frestir klár­ast mun kaup­máttur margra drag­ast veru­lega sam­an. 

Auglýsing
Þeim sem munu ekki eiga fyrir afborg­unum eða helstu nauð­synjum er nokkuð sama um hversu stór gjald­eyr­is­vara­forð­inn er, hversu mikið Icelandair fékk í styrki úr rík­is­sjóði fyrir að segja upp starfs­fólki, að til standi að flytja bruna­varna­eft­ir­lit á Sauð­ár­krók eða að ráð­ast eigi í stór­felldar sam­göngu­úr­bætur víða um land. Þeim er sama um póli­tíska stöð­ug­leik­ann, hið ætl­aða lím sem heldur rík­is­stjórn­inni sam­an. Þetta er hópur sem mun ekki eiga fyrir líf­inu.

Almennt atvinnu­leysi var 7,5 pró­sent í júní (og var svipað í júlí) og að teknu til­liti til þeirra sem voru á hluta­bóta­leið­inni var það 9,5 pró­sent. Sam­tals eru þetta 22.907 manns. Og þeim mun lík­lega fjölga frekar en hitt. Lang­mest atvinnu­leysi er á meðal þess hóps sem knúði ferða­þjón­ustu­vél­ina áfram, erlendra rík­is­borg­ara. Þar mælist það 21,5 pró­sent. Engar for­sendur eru til þess að ætla að þessi hóp­ur, sem hefur auðgað okkar sam­fé­lag svo mikið á síð­ustu árum, sé að fara burt í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Á síð­asta árs­fjórð­ungi fækk­aði þeim ein­ungis um 260 tals­ins, en alls eru erlendir rík­is­borg­arar sem búa hér­lendis yfir 50 þús­und. Þeim hefur fjölgað um 30 þús­und á átta árum. Og eru 13,9 pró­sent íbúa lands­ins.

Þá eru ótaldir þeir þús­undir ein­stak­linga sem sækj­ast eft­ir starfsend­ur­hæf­ingu hjá VIRK (3.308 beiðnir um þjón­ustu bár­ust VIRK á síð­asta ári og 2.092 hófu þjón­ustu) en eru ekki með atvinnu­líf sem er til­búið til að taka á móti þeim, með t.d. hluta­störf­um, þegar end­ur­hæf­ingin hefur skilað árangri. Við­búið er að efna­hags­á­fallið nú muni fjölga þeim sem sækj­ast eftir slíkri þjón­ustu, og fái þá end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri á með­an. Þeir sem þiggja slíkan fá ekki atvinnu­leys­is­bætur á með­an.

Fjölgar í hópi jað­ar­settra

Búast má við að hin miklu ferða­lög lands­manna inn­an­lands í sum­ar, þar sem lands­menn eyddu að minnsta kosti tugum millj­arða króna sem þeir vana­lega eyða erlend­is, hafi frestað enda­lok­unum hjá sumum rekstr­ar­að­il­um, og við­haldið til­veru ein­hverra starfa umfram það sem búist var við. Óum­flýj­an­legt er hins vegar að gjald­þrota­hrina muni ríða yfir á síð­ustu mán­uðum árs­ins, með til­heyr­andi aukn­ingu á atvinnu­leysi. Fátt er í píp­unum til að takast á við stöð­una. 

Þar bæt­ist sístækk­andi hópur atvinnu­lausra við hóp ann­arra jað­ar­settra hópa í því kerfi sem við höfum byggt upp. Hópa á borð við öryrkja sem hafa upp­lifað gríð­ar­lega kjaragliðnun á und­an­förnum árum með þeim afleið­ingum að fram­færsla þeirra hefur setið eftir og slakar aðstæður flestra þeirra sem treysta á hana til að hafa í sig og á hafa versn­að. Sömu sögu má segja um hluta eldri borg­ara. Og ýmsa aðra hópa. 

Það þarf ný kerfi, ekki upp­færslu á þeim gömlu

Það þarf ekki kerf­is­legan stöð­ug­leika í núver­andi ástandi, heldur dug, þor, vilja og frjóa hugs­un. Mark­miðið á að vera að tryggja mann­virð­ingu, sæm­andi fram­færslu, boð­legt hús­næði og nýt­ingu á hug­viti fyrir sem flesta með nýjum lausnum, bæði til að takast á við núver­andi stöðu en ekki síður til að mæta breyttum veru­leika fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar. Þegar kerfi virkar ekki fyrir stóran hluta þjóð­ar­inn­ar, þá þarf að breyta þeim kerfum í grund­vall­ar­at­rið­um. Það á að vera úrlausn­ar­efni stjórn­mála­manna að kynna nýja, betri og rétt­lát­ari val­kosti. Ráði þeir ekki við það, þá eiga þeir að víkja.

Það þarf að hætta að spila eftir leik­reglum ráð­andi afla og búa til nýjar sem byggja á eigin vænt­ingum um hvað sé gott sam­fé­lag. 

Venju­legt fólk getur risið upp i sam­fé­lögum hvar sem er og sagt að skipu­lagið sé ekki rétt­látt. Það sé hægt að gera bet­ur. Það er hægt að breyta og bæta. 

Eftir rúmt ár verður kosið um þetta. Hvort að til standi að gera litlar upp­færslur á þeim hug­bún­aði sem Ísland er rekið á, í „Ís­land 2.0“. 

Eða hvort vilji sé til þess að inn­leiða nýjan hug­búnað þannig að kerfin gagn­ist fleir­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari