Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir

Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir ýmis­legt jákvætt hægt að tína til um stöðu far­ald­urs COVID-19. Færri ný smit hafi greinst í gær og fyrra­dag en dag­ana þar á undan og þá hafi tveir af þeim þremur sem greindust í gær verið í sótt­kví. Meðal þeirra 83 sem nú eru sýktir séu alvar­leg veik­indi sjald­gæf. Einn liggur á sjúkra­húsi og sá er ekki á gjör­gæslu­deild. 

En að hans mati er of snemmt að fagna sigri. Enn þurfi að líða nokkrir dagar áður en hægt sé að slá ein­hverju föstu um árangur af aðgerðum sem teknar voru upp fyrir síðustu  helgi. Ekki þurfi mikið útaf að bregða til að litlar hóp­sýk­ingar blossi upp.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli sótt­varna­læknis á fundi almanna­varna og land­læknis í dag. Eitt helsta áhyggju­efnið í dag er að mati Þór­ólfs það hvernig hægt sé að miða fjölda far­þega sem hingað koma við þá sýna­töku­getu sem við búum yfir. Stjórn­völd séu þessa stund­ina að skoða hvaða leiðir megi fara til að tak­marka fjölda ferða­manna til lands­ins svo hægt sé að anna þeim sem hingað koma.

Auglýsing

Hann sagði það sitt mat að halda ætti áfram að skima við landa­mærin til að lág­marka hætt­una á því að veiran kom­ist inn í land­ið. Ef fara ætti aðrar leiðir yrði áfram að gæta að hraða og öryggi sem væri örugg­lega ekki auð­velt. „En það er þá ann­arra að ákveða það og bera ábyrgð á því.“

Að mati Þór­ólfs er ekki ástæða eins og staðan er í dag til að grípa til enn harð­ari aðgerða. Hins vegar væru yfir­völd í start­hol­unum að gera það ef end­ur­skoð­unar gerð­ist þörf.

Hann minnti á að reynslan sýndi að hlut­irnir breytt­ust oft mjög fljótt. Eina stund­ina stæði til að aflétta tak­mörk­unum en þá næstu væri komið að því að herða þær. „Við verðum að taka þetta frá degi til dags. Þannig verður það áfram. Ég veit að það er mjög óþægi­legt að geta ekki skipu­lagt sig fram í tím­ann og þannig er það líka hjá okk­ur. Ég vildi að veiran gæfi okkur færi á því að skipu­leggja okkur lengra fram í tím­ann en þannig er staðan hvað hana varð­ar.“

Ný staða

 „Eins og ég hef margt oft sagt áður erum við á öðrum stað núna en í vor er allir voru sam­stíga í að kveða þessa veiru niður með öllum til­tækum ráðum,“ sagði hann um fram­haldið næstu mán­uði. „Nú erum við að sjá aðeins betur fram í tím­ann og það er algjör­lega ljóst að við þurfum að lifa með þess­ari veiru. Hún er í sókn alls staðar í heim­in­um. Í vor var maður að vona að það væri farið að sljákka í henni alþjóð­lega séð í haust en það er alls ekki að ger­ast. Við erum ekki að fá bólu­efni, ein­hverja lausn á því að búa til ónæmi hérna í sam­fé­lag­inu. Þá þurfum við að ákveða hvernig við ætlum að lifa með veirunni til fram­tíðar og á sama tíma að láta sam­fé­lagið rúlla eins vel og eðli­lega eins og hægt er og taka þá til­lit til efna­hags­legra þátta og ann­arra þátta.“

En Þórólfur sagði það ekki verk­efni sótt­varna­lækn­is. Hans hlut­verk væri að ein­beita sér að sótt­varna­sjón­ar­miðum og það myndi hann áfram gera. „Ef við sjáum fram á það að þurfa að lifa með veirunni næstu mán­uði og ár þá þurfum við að vita hvernig við ætlum að haga okkar vörnum og á sama tíma að láta aðra hluti í sam­fé­lag­inu snú­ast eins vel og mögu­legt er.“

Því sagð­ist Þórólfur hafa kallað eftir því að sjón­ar­mið ann­arra kæmu nú að borð­inu í ákvarð­ana­tök­unni. „Ég held að það sé komið að stjórn­völdum að koma meira inn í það.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent