Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi

Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.

Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Auglýsing

„Við minnum bara aftur á þessar ein­stak­lings­bundnu sótt­varn­ir; hand­þvott­inn, spritt­un­ina og fjar­lægð­ina,“ sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. „Við höfum fengið ábend­ingar um það að rým­is­greind fólks sé mis­mun­and­i,“ sagði hann og breiddi út faðm­inn til að sýna fram á hvað felist í raun og veru í tveggja metra regl­unni. „Þetta hérna eru tæp­lega tveir metr­ar. Það er ágætt að hafa það til við­mið­unar og reyna að halda fólki í hæfi­legri fjar­lægð.Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag rifj­aði Alma Möller land­læknir upp smit­leiðir veirunn­ar. Hún sagði þörf á því, ekki síst í ljósi þess að flestir sem hafa smit­ast síð­ustu daga eru fólk undir þrí­tugu og hún ótt­að­ist að skila­boð um sótt­varnir væru ekki að ná til unga fólks­ins.„Veiran berst fyrst og fremst með dropa­smit­i,“ sagði Alma. „Frá önd­un­ar­vegi sýkts ein­stak­lings í litlum dropum og þeir geta svo borist í næsta mann ef hann er nálægt.“ Þess vegna væri tveggja metra reglan, sem Víðir not­aði lát­bragð til að sýna, svo mik­il­væg. Alma minnti enn­fremur á að veiran gæti borist á fleti sem ein­hverjir aðrir svo snerta og beri þeir hendur sínar að and­liti geta þeir sýkst. Talið er að veiran geti lifað í 2-3 daga á sléttum flöt­um.

AuglýsingAð þessu sögðu væri aðal­at­riðið að þvo sér oft, var­ast að snerta á sér and­litið og við­halda tveggja metra regl­unni. „Við skulum bíða með að takast í hendur og faðma bara okkar allra nán­ust­u.“Þá skal ekki hósta út í loftið heldur í pappír eða oln­boga­bót. Alma benti á að allar þessar aðgerðir virk­uðu einnig vel gegn mörgum öðrum sýk­ing­um.Þar sem ungt fólk er að smit­ast meira nú en þeir sem eldri eru ætla almanna­varnir að skerpa á sínum skila­boðum til þeirra, m.a. á sam­fé­lags­miðl­um. Einnig beindi Alma því til for­eldra að fræða sitt unga fólk. Alma var spurð á fund­inum hvort að ungu fólki væri kannski alveg sama hvort að það sýkt­ist og sagð­ist henni þykja það afar ólík­legt, „því hver vill verða fyrir því til dæmis að smita ein­hvern sér náinn.“Þurfum að læra að lifa með veirunni„Það er sem stendur óvissa um hvaða stefnu far­ald­ur­inn muni taka,“ sagði Alma, „hvort að smitum muni fjölga eða hvort okkur tekst öllum í sam­ein­ingu að ná tökum á smit­un­um. Við teljum að við þurfum að læra að lifa með veirunni til lengri tíma og að það sé óhjá­kvæmi­legt að alltaf verði ein­hver smit í gangi. En hins vegar myndum við vilja hafa betri stjórn á aðstæðum akkúrat núna og þess vegna erum við í öllum þessum aðgerð­u­m.“Alma ítrek­aði að við værum í miklu betri stöðu núna en í vetur til að sinna þeim sem veikj­ast. „Covid-­göngu­deildin heldur vel utan um alla og ef að fólk þarf inn­lögn þá búa læknar og annað heil­brigð­is­starfs­fólk yfir nauð­syn­legri þekk­ingu, reynslu, lyfjum og tækja­bún­að­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent