Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál

Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Ég hef stungið upp á því við stjórn­völd að settur verði á lagg­irnar sam­starfs­vett­vangur um hvernig við ætlum að hafa þetta næstu mán­uði og ár,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir. „Núna er þetta meira en bara sótt­varna­mál. Það eru fleiri sem þurfa að koma að borð­inu og það þarf að taka til­lit til ýmissa sjón­ar­miða. Mín sjón­ar­mið eru fyrst og fremst sótt­varna­sjón­ar­mið og ég áfram halda þeim á lofti en þetta er póli­tískt mál, þetta er efna­hags­legt mál og alls konar við­horf.“Þórólfur var gestur í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi stöðu far­ald­urs­ins hér á landi sem og fram­tíð­ina. Virk smit hér landi eru nú orðin átta­tíu og hefur þeim fjölgað hratt á síð­ustu dög­um.„Þetta er við­var­andi ástand,“ bendi hann á þó að alltaf kæmu til nýjar áherslur og hlutir sem líta þyrfti til. „Og þannig verður þetta næstu mán­uð­ina. Ég held að menn megi ekki líta svo á að þetta sé ein­hver úrslita orr­usta núna. Við gerum eitt­hvað sem von­andi virkar vel en síðan taka bara við nýjar áskor­an­ir.“

Auglýsing


Á meðan far­ald­ur­inn væri í sókn erlendis yrði þetta staðan sem kæmi reglu­lega upp. „Og hann er svo sann­ar­lega í sókn erlend­is. Það grein­ast fleiri til­felli á hverjum degi núna heldur en nokkurn tím­ann áður. Það sem við höfum verið að tala um er að við þurfum að hugsa um þessi mál til lang­tíma. Þetta er ekki bara hvað ætlum við að gera í dag og á morg­un. Hvað ætlum við að gera næstu mán­uði – hvernig ætlum við að haga þessu málum hér á Ísland­i.“Þórólfur sagði það rétt að ekki hefði tek­ist að finna tengsl milli allra sem smit­ast hefðu af veiru af sama stofni, þeirri sem valdið hefur stórri hóp­sýk­ingu hér á landi. Hins vegar hefði smitrakn­ing ekki verið svona nákvæm áður.Hann benti á að það væri lyk­il­at­riði að rekja snemma og setja fólk í ein­angrun eða sótt­kví en bætti svo við með áherslu: „EF að menn vilja að far­ald­ur­inn fari ekki að dreifa sér hérna út um allt. Ef okkur er nokkurn veg­inn sama um það þá getum við hætt þessu. Þá fáum við örugg­lega dreif­ingu hér inn­an­lands með til­heyr­andi álagi fyrir heil­brigð­is­kerf­ið. En það er þetta sem ég er að tala um, nú þurfa menn að ákveða sig, hvernig vilja menn hafa þetta áfram? Því við eigum eftir að fá aðra hóp­sýk­ingu eftir þessa, það eiga eftir að koma smit hérna inn, í raun hvað sem við ger­um. [...] Þetta er veru­leik­inn eins og hann blasir við mér varð­andi þessa veiru næstu mán­uði eða kannski ár jafn­vel.“Ef núver­andi stefnu yrði haldið áfram þyrfti stöðugt að vera að herða og slaka á aðgerð­um. „Ég veit að þetta er mjög óþægi­legt fyrir marga – þetta er óþægi­legt fyrir alla. En afleið­ingin af því að gera ekk­ert er sú að þá fáum við lík­lega yfir okkur hol­skeflu með til­heyr­andi afleið­ing­um. Og þá er of seint að spyrja: Af hverju gerðum við ekki þetta eða hitt?“Þórólfur sagð­ist hafa miklar áhyggjur af því að fólki skorti þol­in­mæði til að taka þátt í sam­fé­lags­legum aðgerðum vegna far­ald­urs­ins af fullum hug til lengd­ar. Við­ur­kenndi hann að tíma­bil far­ald­urs­ins væri lengra og meira en hann sjálfur gat séð fyr­ir. Fyr­ir­fram hefði hann talið að far­ald­ur­inn yrði far­inn að ganga aðeins niður erlendis á þessum tíma­punkti. „Ég bjóst ekki við að hann ætti ennþá eftir að ná toppi. Þannig að ver­öldin er bara önnur og þetta tekur langan tíma. Og það er það sem ég hef verið að segja, við verðum að lifa með þess­ari veiru, við verðum taka inn í [jöfn­una] að það er ýmis­legt annað sem við þurfum að gera líka og það eru ýmsar aðrar áskor­anir sem við þurfum að fást við.“Því hefði hann lagt til við stjórn­völd að settur yrði á stofn sam­ráðs­vett­vangur þar sem farið yrði yfir hvert fólk vildi stefna næstu mán­uði og ár. „Við þurfum að fara að venj­ast þeirri hugsun að við erum ekki í ein­hverjum litlum orr­ust­um. Þetta er lang­tíma stríð.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent