Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál

Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Ég hef stungið upp á því við stjórn­völd að settur verði á lagg­irnar sam­starfs­vett­vangur um hvernig við ætlum að hafa þetta næstu mán­uði og ár,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir. „Núna er þetta meira en bara sótt­varna­mál. Það eru fleiri sem þurfa að koma að borð­inu og það þarf að taka til­lit til ýmissa sjón­ar­miða. Mín sjón­ar­mið eru fyrst og fremst sótt­varna­sjón­ar­mið og ég áfram halda þeim á lofti en þetta er póli­tískt mál, þetta er efna­hags­legt mál og alls konar við­horf.“Þórólfur var gestur í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi stöðu far­ald­urs­ins hér á landi sem og fram­tíð­ina. Virk smit hér landi eru nú orðin átta­tíu og hefur þeim fjölgað hratt á síð­ustu dög­um.„Þetta er við­var­andi ástand,“ bendi hann á þó að alltaf kæmu til nýjar áherslur og hlutir sem líta þyrfti til. „Og þannig verður þetta næstu mán­uð­ina. Ég held að menn megi ekki líta svo á að þetta sé ein­hver úrslita orr­usta núna. Við gerum eitt­hvað sem von­andi virkar vel en síðan taka bara við nýjar áskor­an­ir.“

Auglýsing


Á meðan far­ald­ur­inn væri í sókn erlendis yrði þetta staðan sem kæmi reglu­lega upp. „Og hann er svo sann­ar­lega í sókn erlend­is. Það grein­ast fleiri til­felli á hverjum degi núna heldur en nokkurn tím­ann áður. Það sem við höfum verið að tala um er að við þurfum að hugsa um þessi mál til lang­tíma. Þetta er ekki bara hvað ætlum við að gera í dag og á morg­un. Hvað ætlum við að gera næstu mán­uði – hvernig ætlum við að haga þessu málum hér á Ísland­i.“Þórólfur sagði það rétt að ekki hefði tek­ist að finna tengsl milli allra sem smit­ast hefðu af veiru af sama stofni, þeirri sem valdið hefur stórri hóp­sýk­ingu hér á landi. Hins vegar hefði smitrakn­ing ekki verið svona nákvæm áður.Hann benti á að það væri lyk­il­at­riði að rekja snemma og setja fólk í ein­angrun eða sótt­kví en bætti svo við með áherslu: „EF að menn vilja að far­ald­ur­inn fari ekki að dreifa sér hérna út um allt. Ef okkur er nokkurn veg­inn sama um það þá getum við hætt þessu. Þá fáum við örugg­lega dreif­ingu hér inn­an­lands með til­heyr­andi álagi fyrir heil­brigð­is­kerf­ið. En það er þetta sem ég er að tala um, nú þurfa menn að ákveða sig, hvernig vilja menn hafa þetta áfram? Því við eigum eftir að fá aðra hóp­sýk­ingu eftir þessa, það eiga eftir að koma smit hérna inn, í raun hvað sem við ger­um. [...] Þetta er veru­leik­inn eins og hann blasir við mér varð­andi þessa veiru næstu mán­uði eða kannski ár jafn­vel.“Ef núver­andi stefnu yrði haldið áfram þyrfti stöðugt að vera að herða og slaka á aðgerð­um. „Ég veit að þetta er mjög óþægi­legt fyrir marga – þetta er óþægi­legt fyrir alla. En afleið­ingin af því að gera ekk­ert er sú að þá fáum við lík­lega yfir okkur hol­skeflu með til­heyr­andi afleið­ing­um. Og þá er of seint að spyrja: Af hverju gerðum við ekki þetta eða hitt?“Þórólfur sagð­ist hafa miklar áhyggjur af því að fólki skorti þol­in­mæði til að taka þátt í sam­fé­lags­legum aðgerðum vegna far­ald­urs­ins af fullum hug til lengd­ar. Við­ur­kenndi hann að tíma­bil far­ald­urs­ins væri lengra og meira en hann sjálfur gat séð fyr­ir. Fyr­ir­fram hefði hann talið að far­ald­ur­inn yrði far­inn að ganga aðeins niður erlendis á þessum tíma­punkti. „Ég bjóst ekki við að hann ætti ennþá eftir að ná toppi. Þannig að ver­öldin er bara önnur og þetta tekur langan tíma. Og það er það sem ég hef verið að segja, við verðum að lifa með þess­ari veiru, við verðum taka inn í [jöfn­una] að það er ýmis­legt annað sem við þurfum að gera líka og það eru ýmsar aðrar áskor­anir sem við þurfum að fást við.“Því hefði hann lagt til við stjórn­völd að settur yrði á stofn sam­ráðs­vett­vangur þar sem farið yrði yfir hvert fólk vildi stefna næstu mán­uði og ár. „Við þurfum að fara að venj­ast þeirri hugsun að við erum ekki í ein­hverjum litlum orr­ust­um. Þetta er lang­tíma stríð.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent