Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál

Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Ég hef stungið upp á því við stjórn­völd að settur verði á lagg­irnar sam­starfs­vett­vangur um hvernig við ætlum að hafa þetta næstu mán­uði og ár,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir. „Núna er þetta meira en bara sótt­varna­mál. Það eru fleiri sem þurfa að koma að borð­inu og það þarf að taka til­lit til ýmissa sjón­ar­miða. Mín sjón­ar­mið eru fyrst og fremst sótt­varna­sjón­ar­mið og ég áfram halda þeim á lofti en þetta er póli­tískt mál, þetta er efna­hags­legt mál og alls konar við­horf.“Þórólfur var gestur í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi stöðu far­ald­urs­ins hér á landi sem og fram­tíð­ina. Virk smit hér landi eru nú orðin átta­tíu og hefur þeim fjölgað hratt á síð­ustu dög­um.„Þetta er við­var­andi ástand,“ bendi hann á þó að alltaf kæmu til nýjar áherslur og hlutir sem líta þyrfti til. „Og þannig verður þetta næstu mán­uð­ina. Ég held að menn megi ekki líta svo á að þetta sé ein­hver úrslita orr­usta núna. Við gerum eitt­hvað sem von­andi virkar vel en síðan taka bara við nýjar áskor­an­ir.“

Auglýsing


Á meðan far­ald­ur­inn væri í sókn erlendis yrði þetta staðan sem kæmi reglu­lega upp. „Og hann er svo sann­ar­lega í sókn erlend­is. Það grein­ast fleiri til­felli á hverjum degi núna heldur en nokkurn tím­ann áður. Það sem við höfum verið að tala um er að við þurfum að hugsa um þessi mál til lang­tíma. Þetta er ekki bara hvað ætlum við að gera í dag og á morg­un. Hvað ætlum við að gera næstu mán­uði – hvernig ætlum við að haga þessu málum hér á Ísland­i.“Þórólfur sagði það rétt að ekki hefði tek­ist að finna tengsl milli allra sem smit­ast hefðu af veiru af sama stofni, þeirri sem valdið hefur stórri hóp­sýk­ingu hér á landi. Hins vegar hefði smitrakn­ing ekki verið svona nákvæm áður.Hann benti á að það væri lyk­il­at­riði að rekja snemma og setja fólk í ein­angrun eða sótt­kví en bætti svo við með áherslu: „EF að menn vilja að far­ald­ur­inn fari ekki að dreifa sér hérna út um allt. Ef okkur er nokkurn veg­inn sama um það þá getum við hætt þessu. Þá fáum við örugg­lega dreif­ingu hér inn­an­lands með til­heyr­andi álagi fyrir heil­brigð­is­kerf­ið. En það er þetta sem ég er að tala um, nú þurfa menn að ákveða sig, hvernig vilja menn hafa þetta áfram? Því við eigum eftir að fá aðra hóp­sýk­ingu eftir þessa, það eiga eftir að koma smit hérna inn, í raun hvað sem við ger­um. [...] Þetta er veru­leik­inn eins og hann blasir við mér varð­andi þessa veiru næstu mán­uði eða kannski ár jafn­vel.“Ef núver­andi stefnu yrði haldið áfram þyrfti stöðugt að vera að herða og slaka á aðgerð­um. „Ég veit að þetta er mjög óþægi­legt fyrir marga – þetta er óþægi­legt fyrir alla. En afleið­ingin af því að gera ekk­ert er sú að þá fáum við lík­lega yfir okkur hol­skeflu með til­heyr­andi afleið­ing­um. Og þá er of seint að spyrja: Af hverju gerðum við ekki þetta eða hitt?“Þórólfur sagð­ist hafa miklar áhyggjur af því að fólki skorti þol­in­mæði til að taka þátt í sam­fé­lags­legum aðgerðum vegna far­ald­urs­ins af fullum hug til lengd­ar. Við­ur­kenndi hann að tíma­bil far­ald­urs­ins væri lengra og meira en hann sjálfur gat séð fyr­ir. Fyr­ir­fram hefði hann talið að far­ald­ur­inn yrði far­inn að ganga aðeins niður erlendis á þessum tíma­punkti. „Ég bjóst ekki við að hann ætti ennþá eftir að ná toppi. Þannig að ver­öldin er bara önnur og þetta tekur langan tíma. Og það er það sem ég hef verið að segja, við verðum að lifa með þess­ari veiru, við verðum taka inn í [jöfn­una] að það er ýmis­legt annað sem við þurfum að gera líka og það eru ýmsar aðrar áskor­anir sem við þurfum að fást við.“Því hefði hann lagt til við stjórn­völd að settur yrði á stofn sam­ráðs­vett­vangur þar sem farið yrði yfir hvert fólk vildi stefna næstu mán­uði og ár. „Við þurfum að fara að venj­ast þeirri hugsun að við erum ekki í ein­hverjum litlum orr­ust­um. Þetta er lang­tíma stríð.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent