Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“

Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Jú­jú, það er önnur bylgja haf­in. Það segir sig sjálft að við erum með aukn­ingu á til­fell­um. Það er bara smekks­at­riði hvort að menn vilja kalla það nýja bylgju eða ekki. En bara til að klára þessa umræðu, og setja punkt aftan við það, þá getum við sam­mælst um það að þetta er kannski ný bylgja.“

Þetta sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna sem hófst klukkan 14 í dag þegar hann var spurður að því hvort að önnur bylgja far­ald­urs­ins væri haf­in.

Átta ný inn­­­an­lands­smit af COVID-19 veirunni greindust í gær. Alls var 291 sýni greint á sýkla- og veiru­fræð­i­­­deild Land­­­spít­­­al­ans og voru átta þeirra jákvæð. Af þeim 914 sýnum sem Íslensk erfða­­­grein­ing greindi í gær reynd­ist ekk­ert jákvætt en Íslensk erfða­­­grein­ing hefur verið að mæla fyrir smiti í sam­­­fé­lag­inu frá 29. júlí.

2.035 sýni voru tekin á landa­­­mærum í gær. Beðið er eftir mótefna­­­mæl­ingu í tveimur þeirra. Frá 15. júní þegar sýna­­­taka hófst hafa  68.203 sýni verið tek­in við landa­­mæri.

Staðan í raun óbreytt milli daga

Þórólfur sagði að smitin sem hefðu verið að grein­ast und­an­farna daga tengd­ust annarri af þeim hóp­sýk­ingum sem hefðu verið greind­ar. Virk smit væru nú í öllum lands­hlutum nema á Aust­ur­landi. Lang­flestir þeirra sem eru í sótt­kví eru á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Staðan í dag væri í raun nán­ast óbreytt frá því í gær. Þórólfur sagði að það væri ánægju­legt að sjá hversu fáir væru að grein­ast hjá Íslenskri erfða­grein­ingu sem hóf að skima á ný með handa­hófs­kenndum hætti. Alls hefur fyr­ir­tækið ski­mað 3.374 ein­stak­linga frá 29. júlí en ein­ungis tveir hafa greinst með veiruna. Það renndi stoðum undir að sam­fé­lagsmit væri ekki mjög útbreitt.

Auglýsing
Þórólfur sagði að það ætti að sjást árangur af þeim við­bót­ar­að­gerðum sem kynntar voru á föstu­dag, þar sem meðal ann­ars tveggja metra reglan var tekin upp að nýju og sam­komu­tak­mark­anir aftur færðar niður í 100 manns. Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga er svo kraf­ist notk­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn.

Ef þessar aðgerðir myndu ekki skila árangri ætti hins vegar að verða tölu­verð aukn­ing í smit­u­m. 

Tæki­færið er núna

„Staðan í dag, með 80 smit, er eins og hún var 10. mars, og við vitum auð­vitað ekki alveg hvaða stefnu þessi smit taka næstu daga. En nú er tæki­færið til að ráða nið­ur­lögum þess og við verðum að hjálp­ast áfram að,“ sagði Alma D. Möller land­læknir á fund­inum í dag.

Alma sagði að verið væri að nota sömu aðferðir og síð­ast þegar COVID-19 smit blossuðu upp. Í þeim felst meðal ann­ars að slá skjald­borg um hina eldri og við­kvæmu. Síðan væri annað mark­mið að vernda nauð­syn­lega inn­viði, aðal­lega heil­brigð­is­kerf­ið, með því að fletja kúr­f­una. Þá þyrfti að miðla upp­lýs­ing­um, hvetja til sótt­varna og biðla til fólks að sækja smitrakn­ing­arapp­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent