Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví

Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.

Skimun
Auglýsing

Átta ný inn­­an­lands­smit af COVID-19 veirunni greindust í gær. Alls var 291 sýni greint á sýkla- og veiru­fræð­i­­deild Land­­spít­­al­ans og voru átta þeirra jákvæð. Af þeim 914 sýnum sem Íslensk erfða­­grein­ing greindi í gær reynd­ist ekk­ert jákvætt en Íslensk erfða­­grein­ing hefur verið að mæla fyrir smiti í sam­­fé­lag­inu frá 29. júlí.

2.035 sýni voru tekin á landa­­mærum í gær. Beðið er eftir mótefna­­mæl­ingu í tveimur þeirra. Frá 15. júní þegar sýna­­taka hófst hafa  68.203 sýni verið tek­in við landa­mæri.

Alls eru nú 80 í ein­angrun sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum á covid.is, og fjölgar um átta milli daga. Í sótt­­­kví eru nú 670 ein­stak­l­ingar en þeir voru 101 færri í gær. Einn ein­stak­l­ingur liggur á leg­u­­deild Land­­spít­­al­ans vegna COVID-19. 

Auglýsing
Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, sagði við RÚV í gær­kvöldið að staðan vegna far­ald­urs­ins væri alvar­legri nú en hún var í vor, þegar fyrsta bylgja hans skall á. „Þegar far­ald­ur­inn barst til Íslands í byrjun mars var veiran að lauma sér hingað frá mörgum lönd­um. Þá gátum við gripið fólk og sett það í sótt­kví. Nú eru að grein­ast hér sam­fé­lags­smit. Það er miklu verra, því þá er þetta bara að breið­ast út í okkar sam­fé­lag­i.“ 

Kári sagði við RÚV að góðu frétt­irnar væru þær að skimun á landa­mærum virt­ist vera að virka. „Það eru miklu verri fréttir að það skuli vera á ferð um sam­fé­lagið veira sem er að breið­ast út og að við vitum ekki hverjir tengja þessa aðila sem hafa sýkst.“

Boðað hefur verið til upp­­lýs­inga­fundar Almanna­varna klukkan 14 í dag þar sem þau Alma D. Möll­er, land­lækn­ir, Víðir Reyn­is­­son, yfir­­lög­­reglu­­þjónn og Þórólfur Guðn­a­­son, sótt­varn­ar­lækn­ir, fara yfir stöðu mála varð­andi fram­­gang kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins hér á land­i. 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent