Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga

Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, áformar að leggja fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um nátt­úru­vernd sem fela í sér að kynn­ing­ar­ferli áform­aðra frið­lýs­inga verði stytt. Jafn­framt er áformað að tími sá sem ætl­aður er til að kynna drög að frið­lýs­ing­ar­skil­málum verði styttur frá því sem hann er í dag.

Guð­mundur Ingi kynnti þessi áform í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í síð­ustu viku og umsagn­ar­frestur er til 16. ágúst. 

Í umfjöllun um áformin þar segir að þar sem nokkur reynsla sé komin á fram­kvæmd frið­lýs­inga í sam­ræmi við lög um nátt­úru­vernd frá árinu 2013, sé ætl­unin að  leggja til að kynn­ing­ar­ferli áform­aðra frið­lýs­inga, sem ekki eru á nátt­úru­minja­skrá, verði stytt. 

Auglýsing
Þá er áformað að heim­ild ráð­herra til að veita und­an­þágur frá ákvæðum frið­lýs­inga verði fluttar til Umhverf­is­stofn­un­ar. Í umfjöll­un­inni i sam­ráðs­gátt­inni segir að með því að færa und­an­þágu­heim­ildir frá ákvæðum frið­lýs­ingar til Umhverf­is­stofn­unar skap­ist tæki­færi til að fá ákvörðun end­ur­skoð­aða á stjórn­sýslu­stigi.

Einnig er áformað að ítrekuð verði sú skylda að kort­leggja óbyggð víð­erni og að bann við losun úrgangs verði rýmk­að.

Ein umsögn hefur borist um áform­in, frá Reykja­vík­ur­borg. Þar er tekið undir að máls­með­ferð­ar­tími frið­lýs­inga sé óþarf­lega lang­ur, að til bóta sé að færa heim­ildir til und­an­þágu á ákvæðum frið­lýs­ingar til Umhverf­is­stofn­un­ar, að nauð­syn­legt sé að kort­leggja óbyggð víð­erni til að átta sig betur á umfangi þeirra og að sjálf­sagt sé að rýmka bann við losun úrgangs þannig að það nái yfir nátt­úr­una almennt en ekki ein­ungis um áning­ar­staði og tjald­stæði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent