Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga

Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, áformar að leggja fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um nátt­úru­vernd sem fela í sér að kynn­ing­ar­ferli áform­aðra frið­lýs­inga verði stytt. Jafn­framt er áformað að tími sá sem ætl­aður er til að kynna drög að frið­lýs­ing­ar­skil­málum verði styttur frá því sem hann er í dag.

Guð­mundur Ingi kynnti þessi áform í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í síð­ustu viku og umsagn­ar­frestur er til 16. ágúst. 

Í umfjöllun um áformin þar segir að þar sem nokkur reynsla sé komin á fram­kvæmd frið­lýs­inga í sam­ræmi við lög um nátt­úru­vernd frá árinu 2013, sé ætl­unin að  leggja til að kynn­ing­ar­ferli áform­aðra frið­lýs­inga, sem ekki eru á nátt­úru­minja­skrá, verði stytt. 

Auglýsing
Þá er áformað að heim­ild ráð­herra til að veita und­an­þágur frá ákvæðum frið­lýs­inga verði fluttar til Umhverf­is­stofn­un­ar. Í umfjöll­un­inni i sam­ráðs­gátt­inni segir að með því að færa und­an­þágu­heim­ildir frá ákvæðum frið­lýs­ingar til Umhverf­is­stofn­unar skap­ist tæki­færi til að fá ákvörðun end­ur­skoð­aða á stjórn­sýslu­stigi.

Einnig er áformað að ítrekuð verði sú skylda að kort­leggja óbyggð víð­erni og að bann við losun úrgangs verði rýmk­að.

Ein umsögn hefur borist um áform­in, frá Reykja­vík­ur­borg. Þar er tekið undir að máls­með­ferð­ar­tími frið­lýs­inga sé óþarf­lega lang­ur, að til bóta sé að færa heim­ildir til und­an­þágu á ákvæðum frið­lýs­ingar til Umhverf­is­stofn­un­ar, að nauð­syn­legt sé að kort­leggja óbyggð víð­erni til að átta sig betur á umfangi þeirra og að sjálf­sagt sé að rýmka bann við losun úrgangs þannig að það nái yfir nátt­úr­una almennt en ekki ein­ungis um áning­ar­staði og tjald­stæði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent