Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó

Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.

Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, birti í síð­ustu viku áform um frum­varp í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem fela í sér heim­ild til að leggja févíti á þá far­þega sem virða ekki reglur um greiðslu far­gjalds, aðgangs­tak­mark­an­ir, notkun aðgangskorta, umgengi eða aðra þætti í þjón­ustu rekstr­ar­að­ila reglu­bund­inna far­þega­flutn­inga. 

Í áformunum segir að áformin um laga­setn­ing­una séu til­komin vegna fyr­ir­hug­aðrar breyt­ingar á núver­andi fyr­ir­komu­lagi far­gjalda hjá Strætó bs. sem muni leiða til þess að sala far­gjalda verður alfarið utan almenn­ings­vagna og unnt verður að fara í vagn­ana um báðar dyr. Með breyttu kerfi muni vagn­stjórar ekki lengur hafa tök á því að hafa eft­ir­lit með greiðslu far­gjalda og virkjun far­miða verður með ein­fald­ari hætti.

Með breyt­ing­unni verði hægt að flýta afgreiðslu í vagna og stytta bið­tíma á bið­stöðv­um, ein­falda alla umsýslu við almenn­ings­sam­göngur og efla þjón­ustu við við­skipta­vini. „Til að styðja við og fram­fylgja þess­ari þróun er því áformað að leggja til í frum­varpi til breyt­inga á lögum um far­þega­flutn­inga og farm­flutn­inga á landi, nr. 28/2017 að rekstr­ar­að­ila reglu­bund­inna far­þega­flutn­inga verði heim­ilt að leggja févíti á þá sem koma sér undan gjaldi eða mis­nota kerfið á ein­hvern hátt með til­heyr­andi tekju­tapi fyrir rekstr­ar­að­il­ann.“

Ein önnur breyt­ing er í áformun­um, en hún snýr að því að afnema það skil­yrði að hafa almennt rekstr­ar­leyfi til að fá ferða­þjón­ustu­leyfi.

Auglýsing
Samkvæmt gild­andi lögum um far­þega­flutn­inga og farm­flutn­inga á landi er eitt af skil­yrðum þess að fá ferða­þjón­ustu­leyfi að við­kom­andi hafi rekstr­ar­leyfi. Eitt af skil­yrðum rekstr­ar­leyfis er að hafa full­nægj­andi fjár­hags­stöðu sem þýðir að aðgangur sé að nægi­legu fjár­magni til að stofna fyr­ir­tæki og tryggja öruggan rekstur þess.

Fyr­ir­tæki verða hafa eigið fé og sjóði sem jafn­gilda a.m.k. kr. 1.150.000 krónum fyrir fyrsta öku­tæki og kr. 640.000 krónur á hvert öku­tæki umfram það. 

Í áformunum segir að fjár­hags­kröfur rekstr­ar­leyfis byggi á Evr­ópu­reglum vegna hóp­ferða­akst­urs en ferða­þjón­ustu­leyfið sé hins vegar sér íslensk útfærsla sem gildi um almenna fólks­bif­reiðir sem not­aðar eru í ferða­þjón­ustu. „Þar sem rekstur á grund­velli ferða­þjón­ustu­leyfis er mun minni í sniðum en rekstur á grund­velli rekstr­ar­leyfis enda um fólks­bif­reiðar að ræða þykir rétt að leggja til að slakað verði á kröfum um fjár­hags­grund­völl vegna útgáfu ferða­þjón­ustu­leyf­is. Því er áformað að leggja til að ekki þurfi lengur að hafa rekstr­ar­leyfi til að fá útgefið ferða­þjón­ustu­leyf­i.“

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent