Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó

Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.

Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, birti í síð­ustu viku áform um frum­varp í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem fela í sér heim­ild til að leggja févíti á þá far­þega sem virða ekki reglur um greiðslu far­gjalds, aðgangs­tak­mark­an­ir, notkun aðgangskorta, umgengi eða aðra þætti í þjón­ustu rekstr­ar­að­ila reglu­bund­inna far­þega­flutn­inga. 

Í áformunum segir að áformin um laga­setn­ing­una séu til­komin vegna fyr­ir­hug­aðrar breyt­ingar á núver­andi fyr­ir­komu­lagi far­gjalda hjá Strætó bs. sem muni leiða til þess að sala far­gjalda verður alfarið utan almenn­ings­vagna og unnt verður að fara í vagn­ana um báðar dyr. Með breyttu kerfi muni vagn­stjórar ekki lengur hafa tök á því að hafa eft­ir­lit með greiðslu far­gjalda og virkjun far­miða verður með ein­fald­ari hætti.

Með breyt­ing­unni verði hægt að flýta afgreiðslu í vagna og stytta bið­tíma á bið­stöðv­um, ein­falda alla umsýslu við almenn­ings­sam­göngur og efla þjón­ustu við við­skipta­vini. „Til að styðja við og fram­fylgja þess­ari þróun er því áformað að leggja til í frum­varpi til breyt­inga á lögum um far­þega­flutn­inga og farm­flutn­inga á landi, nr. 28/2017 að rekstr­ar­að­ila reglu­bund­inna far­þega­flutn­inga verði heim­ilt að leggja févíti á þá sem koma sér undan gjaldi eða mis­nota kerfið á ein­hvern hátt með til­heyr­andi tekju­tapi fyrir rekstr­ar­að­il­ann.“

Ein önnur breyt­ing er í áformun­um, en hún snýr að því að afnema það skil­yrði að hafa almennt rekstr­ar­leyfi til að fá ferða­þjón­ustu­leyfi.

Auglýsing
Samkvæmt gild­andi lögum um far­þega­flutn­inga og farm­flutn­inga á landi er eitt af skil­yrðum þess að fá ferða­þjón­ustu­leyfi að við­kom­andi hafi rekstr­ar­leyfi. Eitt af skil­yrðum rekstr­ar­leyfis er að hafa full­nægj­andi fjár­hags­stöðu sem þýðir að aðgangur sé að nægi­legu fjár­magni til að stofna fyr­ir­tæki og tryggja öruggan rekstur þess.

Fyr­ir­tæki verða hafa eigið fé og sjóði sem jafn­gilda a.m.k. kr. 1.150.000 krónum fyrir fyrsta öku­tæki og kr. 640.000 krónur á hvert öku­tæki umfram það. 

Í áformunum segir að fjár­hags­kröfur rekstr­ar­leyfis byggi á Evr­ópu­reglum vegna hóp­ferða­akst­urs en ferða­þjón­ustu­leyfið sé hins vegar sér íslensk útfærsla sem gildi um almenna fólks­bif­reiðir sem not­aðar eru í ferða­þjón­ustu. „Þar sem rekstur á grund­velli ferða­þjón­ustu­leyfis er mun minni í sniðum en rekstur á grund­velli rekstr­ar­leyfis enda um fólks­bif­reiðar að ræða þykir rétt að leggja til að slakað verði á kröfum um fjár­hags­grund­völl vegna útgáfu ferða­þjón­ustu­leyf­is. Því er áformað að leggja til að ekki þurfi lengur að hafa rekstr­ar­leyfi til að fá útgefið ferða­þjón­ustu­leyf­i.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent