Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst

Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.

Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­mara­þoni Íslands­banka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur, sem heldur hlaup­ið, segir að ekki hafi verið útlit fyrir að mögu­legt yrði að láta hlaupið fara fram og upp­fylla um leið hertar sótt­varna­ráð­staf­anir sem tóku gildi 31. júlí.

„Þar sem að und­an­förnu hafa komið fram sýk­ingar í sam­fé­lag­inu og fram­haldið hvað það varðar mjög óljóst kjósum við að sýna ábyrgð og setja ekki þátt­tak­endur í óþarfa áhættu. Framundan er við­kvæmur tími þar sem skóla­hald er að hefj­ast sem og vetr­ar­í­þrótta­starf að fara í gang og því skyn­sam­legt að auka ekki hættu á smiti með stórum við­burð­i,“ segir í til­kynn­ingu til þeirra sem ætl­uðu að taka þátt. 

Þar segir einnig að leitað verði leiða til þess að halda áheita­söfnun í tengslum við hlaupið áfram og minnka skað­ann fyrir alla, en að það verði kynnt nánar á næstu dög­um. Á síð­asta ári var sett áheita­met þar sem söfn­uðu söfn­uðu hlauparar 167.483.404 krónum til 181 góð­gerð­ar­fé­laga.

Auglýsing

Allar skrán­ingar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, til 21. ágúst 2021, en hlauparar sem þess óska geta fengið end­ur­greiðslu ef þeir ætla sér ekki að taka þátt að ári. 

„Það er vissu­lega von­brigði að geta ekki haldið Reykja­vík­ur­mara­þon Íslands­banka sem hefur farið fram á hverju ári í 36 ár. Við hvetjum ykkur til að halda áfram að æfa og kynna ykkur dag­setn­ingar á hlaupa­við­burðum okkar árið 2021,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent