Icelandair Group býst við að sækja tæpa 3,3 milljarða í uppsagnastyrki frá ríkinu

Samkvæmt uppgjöri Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung ráðgerir fyrirtækið að sækja um tæplega 3,3 milljarða styrk í ríkissjóð til þess að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti. Ekki er loku fyrir það skotið að upphæðin verði enn hærri.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Icelandair Group býst við því að fyrirtækið muni sækja að minnsta kosti 24 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 3,3 milljarða íslenskra króna, í styrki til stjórnvalda vegna greiðslu launa á uppsagnarfresti starfsmanna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrirtækisins sem birtur var í gær.

Þar segir, á blaðsíðu 24, að félög í eigu Icelandair Group vinni nú að því að sækja um styrkina sem stjórnvöld kynntu, en að ennþá sé óvíst hversu margir starfsmenn muni verða hluti af umsókninni, sem fari meðal annars eftir því hversu marga starfsmenn félagið muni geta endurráðið áður en uppsagnarfrestur þeirra rennur út í sumar og í haust.

Icelandair reiknaði þessi ætluðu áhrif uppsagnarstyrkja inn sem lækkaðan kostnað við starfsmannahald á öðrum ársfjórðungi, og því er bætt við að við að ekki sé loku fyrir það skotið að félagið sæki um enn hærri uppsagnarstyrki, sem komi þá inn í reikningshald félagsins á þriðja ársfjórðungi.

Þegar lögin um uppsagnarstyrkina, stuðningi úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, voru kynnt var gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins yrði í heildina um 27 milljarðar króna. 

Auglýsing

Stuðningurinn nemur að hámarki 85 prósent launa starfsmanns á uppsagnarfresti, og ríkið greiðir ekki nema að hámarki 633 þúsund krónur á mánuði af launum hvers og eins starfsmanns og styrkir fyrirtæki einungis til að greiða þrjá mánuði af uppsagnarfresti, jafnvel þó starfsmenn hafi lengri uppsagnarfrest.

Fengu rúmar 270 milljónir fyrir að halda úti samgöngum

Icelandair tiltekur einnig að félagið hafi bókfært tveggja milljóna bandaríkjadala tekjur, jafnvirði 271 m.kr., vegna samninga við ríkið um að halda samgönguleiðum til og frá landinu opnu á meðan að ferðatakmarkanir vegna COVID-19 faraldursins voru í hámarki. 

Ríkið greiddi Icelandair fyrir að fljúga leiðir ákveðnar leiðir til Evrópu og Bandaríkjanna, þrátt fyrir að eftirspurn væri lítil sem engin. Einnig fékk Air Iceland Connect greiðslur fyrir að halda úti reglulegu flugi frá Reykjavík til Egilsstaða og Ísafjarðar.

Hlutabótaleiðin ekki í bókum Icelandair

Icelandair Group tekur einnig fram að félagið hafi minnkað starfshlutfall yfirgnæfandi meirihluta starfsmanna frá lokum mars og fram til loka maí og að á meðan á þeim aðgerðum stóð yfir hafi starfsmenn fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun. 

Áhrifa þessa er ekki sérstaklega getið í reikningsyfirliti Icelandair Group, en fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem gefin var út í lok maí að í mars og apríl hefðu starfsmenn félaga Icelandair Group fengið greidda 1,11 milljarða króna í hlutabætur.

Í lok maí gaf Icelandair það út að fyrirtækið væri hætt að nýta hlutabótaleiðina og bauð starfsfólki þess í stað að koma til starfa í 90 prósent starfshlutfalli eða í fullt starf með skertum launum.

Inneignarnótur fyrir á tíunda milljarð króna

Ýmsir forvitnilegir molar eru í uppgjöri Icelandair um hvernig það er að reka flugfélag þegar það er beinlínis mælst til þess að fólk fljúgi ekki á milli landa og haldi sig helst bara heima. Þannig segir að Icelandair hafi gefið út inneignir til viðskiptavina sinna fyrir 67,2 milljónir dollara á fyrstu sex mánuðum ársins, sem jafngildir um 9,1 milljarði króna.

Túristi vakti fyrst athygli á þessu fyrr í dag og bendir miðillinn á að Icelandair, rétt eins og öll önnur flugfélög, muni núna á næstu misserum þurfa að flytja mikinn fjölda farþega sem hafa þegar greitt fyrir flugið sitt en koma ekki inn með neinar viðbótartekjur. Upphæðin sem Icelandair hefur gefið út í inneignir samsvarar um fjórðungi af öllum farþegatekjum Icelandair á öðrum ársfjórðungi í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent