Icelandair Group býst við að sækja tæpa 3,3 milljarða í uppsagnastyrki frá ríkinu

Samkvæmt uppgjöri Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung ráðgerir fyrirtækið að sækja um tæplega 3,3 milljarða styrk í ríkissjóð til þess að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti. Ekki er loku fyrir það skotið að upphæðin verði enn hærri.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Icelandair Group býst við því að fyr­ir­tækið muni sækja að minnsta kosti 24 millj­ónir banda­ríkja­dala, jafn­virði tæp­lega 3,3 millj­arða íslenskra króna, í styrki til stjórn­valda vegna greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti starfs­manna. Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins sem birtur var í gær.

Þar seg­ir, á blað­síðu 24, að félög í eigu Icelandair Group vinni nú að því að sækja um styrk­ina sem stjórn­völd kynntu, en að ennþá sé óvíst hversu margir starfs­menn muni verða hluti af umsókn­inni, sem fari meðal ann­ars eftir því hversu marga starfs­menn félagið muni geta end­ur­ráðið áður en upp­sagn­ar­frestur þeirra rennur út í sumar og í haust.

Icelandair reikn­aði þessi ætl­uðu áhrif upp­sagn­ar­styrkja inn sem lækk­aðan kostnað við starfs­manna­hald á öðrum árs­fjórð­ungi, og því er bætt við að við að ekki sé loku fyrir það skotið að félagið sæki um enn hærri upp­sagn­ar­styrki, sem komi þá inn í reikn­ings­hald félags­ins á þriðja árs­fjórð­ungi.

Þegar lögin um upp­sagn­ar­styrk­ina, stuðn­ingi úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti, voru kynnt var gert ráð fyrir að kostn­aður rík­is­sjóðs vegna frum­varps­ins yrði í heild­ina um 27 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Stuðn­ing­ur­inn nemur að hámarki 85 pró­sent launa starfs­manns á upp­sagn­ar­fresti, og ríkið greiðir ekki nema að hámarki 633 þús­und krónur á mán­uði af launum hvers og eins starfs­manns og styrkir fyr­ir­tæki ein­ungis til að greiða þrjá mán­uði af upp­sagn­ar­fresti, jafn­vel þó starfs­menn hafi lengri upp­sagn­ar­frest.

Fengu rúmar 270 millj­ónir fyrir að halda úti sam­göngum

Icelandair til­tekur einnig að félagið hafi bók­fært tveggja millj­óna banda­ríkja­dala tekj­ur, jafn­virði 271 m.kr., vegna samn­inga við ríkið um að halda sam­göngu­leiðum til og frá land­inu opnu á meðan að ferða­tak­mark­anir vegna COVID-19 far­ald­urs­ins voru í hámarki. 

Ríkið greiddi Icelandair fyrir að fljúga leiðir ákveðnar leiðir til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna, þrátt fyrir að eft­ir­spurn væri lítil sem eng­in. Einnig fékk Air Iceland Conn­ect greiðslur fyrir að halda úti reglu­legu flugi frá Reykja­vík til Egils­staða og Ísa­fjarð­ar.

Hluta­bóta­leiðin ekki í bókum Icelandair

Icelandair Group tekur einnig fram að félagið hafi minnkað starfs­hlut­fall yfir­gnæf­andi meiri­hluta starfs­manna frá lokum mars og fram til loka maí og að á meðan á þeim aðgerðum stóð yfir hafi starfs­menn fengið greiðslur frá Vinnu­mála­stofn­un. 

Áhrifa þessa er ekki sér­stak­lega getið í reikn­ings­yf­ir­liti Icelandair Group, en fram kom í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar sem gefin var út í lok maí að í mars og apríl hefðu starfs­menn félaga Icelandair Group fengið greidda 1,11 millj­arða króna í hluta­bæt­ur.

Í lok maí gaf Icelandair það út að fyr­ir­tækið væri hætt að nýta hluta­bóta­leið­ina og bauð starfs­fólki þess í stað að koma til starfa í 90 pró­sent starfs­hlut­falli eða í fullt starf með skertum laun­um.

Inn­eign­arnótur fyrir á tíunda millj­arð króna

Ýmsir for­vitni­legir molar eru í upp­gjöri Icelandair um hvernig það er að reka flug­fé­lag þegar það er bein­línis mælst til þess að fólk fljúgi ekki á milli landa og haldi sig helst bara heima. Þannig segir að Icelandair hafi gefið út inn­eignir til við­skipta­vina sinna fyrir 67,2 millj­ónir doll­ara á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, sem jafn­gildir um 9,1 millj­arði króna.

Túristi vakti fyrst athygli á þessu fyrr í dag og bendir mið­ill­inn á að Icelanda­ir, rétt eins og öll önnur flug­fé­lög, muni núna á næstu miss­erum þurfa að flytja mik­inn fjölda far­þega sem hafa þegar greitt fyrir flugið sitt en koma ekki inn með neinar við­bót­ar­tekj­ur. Upp­hæðin sem Icelandair hefur gefið út í inn­eignir sam­svarar um fjórð­ungi af öllum far­þega­tekjum Icelandair á öðrum árs­fjórð­ungi í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent