Icelandair Group býst við að sækja tæpa 3,3 milljarða í uppsagnastyrki frá ríkinu

Samkvæmt uppgjöri Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung ráðgerir fyrirtækið að sækja um tæplega 3,3 milljarða styrk í ríkissjóð til þess að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti. Ekki er loku fyrir það skotið að upphæðin verði enn hærri.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Icelandair Group býst við því að fyr­ir­tækið muni sækja að minnsta kosti 24 millj­ónir banda­ríkja­dala, jafn­virði tæp­lega 3,3 millj­arða íslenskra króna, í styrki til stjórn­valda vegna greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti starfs­manna. Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins sem birtur var í gær.

Þar seg­ir, á blað­síðu 24, að félög í eigu Icelandair Group vinni nú að því að sækja um styrk­ina sem stjórn­völd kynntu, en að ennþá sé óvíst hversu margir starfs­menn muni verða hluti af umsókn­inni, sem fari meðal ann­ars eftir því hversu marga starfs­menn félagið muni geta end­ur­ráðið áður en upp­sagn­ar­frestur þeirra rennur út í sumar og í haust.

Icelandair reikn­aði þessi ætl­uðu áhrif upp­sagn­ar­styrkja inn sem lækk­aðan kostnað við starfs­manna­hald á öðrum árs­fjórð­ungi, og því er bætt við að við að ekki sé loku fyrir það skotið að félagið sæki um enn hærri upp­sagn­ar­styrki, sem komi þá inn í reikn­ings­hald félags­ins á þriðja árs­fjórð­ungi.

Þegar lögin um upp­sagn­ar­styrk­ina, stuðn­ingi úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti, voru kynnt var gert ráð fyrir að kostn­aður rík­is­sjóðs vegna frum­varps­ins yrði í heild­ina um 27 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Stuðn­ing­ur­inn nemur að hámarki 85 pró­sent launa starfs­manns á upp­sagn­ar­fresti, og ríkið greiðir ekki nema að hámarki 633 þús­und krónur á mán­uði af launum hvers og eins starfs­manns og styrkir fyr­ir­tæki ein­ungis til að greiða þrjá mán­uði af upp­sagn­ar­fresti, jafn­vel þó starfs­menn hafi lengri upp­sagn­ar­frest.

Fengu rúmar 270 millj­ónir fyrir að halda úti sam­göngum

Icelandair til­tekur einnig að félagið hafi bók­fært tveggja millj­óna banda­ríkja­dala tekj­ur, jafn­virði 271 m.kr., vegna samn­inga við ríkið um að halda sam­göngu­leiðum til og frá land­inu opnu á meðan að ferða­tak­mark­anir vegna COVID-19 far­ald­urs­ins voru í hámarki. 

Ríkið greiddi Icelandair fyrir að fljúga leiðir ákveðnar leiðir til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna, þrátt fyrir að eft­ir­spurn væri lítil sem eng­in. Einnig fékk Air Iceland Conn­ect greiðslur fyrir að halda úti reglu­legu flugi frá Reykja­vík til Egils­staða og Ísa­fjarð­ar.

Hluta­bóta­leiðin ekki í bókum Icelandair

Icelandair Group tekur einnig fram að félagið hafi minnkað starfs­hlut­fall yfir­gnæf­andi meiri­hluta starfs­manna frá lokum mars og fram til loka maí og að á meðan á þeim aðgerðum stóð yfir hafi starfs­menn fengið greiðslur frá Vinnu­mála­stofn­un. 

Áhrifa þessa er ekki sér­stak­lega getið í reikn­ings­yf­ir­liti Icelandair Group, en fram kom í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar sem gefin var út í lok maí að í mars og apríl hefðu starfs­menn félaga Icelandair Group fengið greidda 1,11 millj­arða króna í hluta­bæt­ur.

Í lok maí gaf Icelandair það út að fyr­ir­tækið væri hætt að nýta hluta­bóta­leið­ina og bauð starfs­fólki þess í stað að koma til starfa í 90 pró­sent starfs­hlut­falli eða í fullt starf með skertum laun­um.

Inn­eign­arnótur fyrir á tíunda millj­arð króna

Ýmsir for­vitni­legir molar eru í upp­gjöri Icelandair um hvernig það er að reka flug­fé­lag þegar það er bein­línis mælst til þess að fólk fljúgi ekki á milli landa og haldi sig helst bara heima. Þannig segir að Icelandair hafi gefið út inn­eignir til við­skipta­vina sinna fyrir 67,2 millj­ónir doll­ara á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, sem jafn­gildir um 9,1 millj­arði króna.

Túristi vakti fyrst athygli á þessu fyrr í dag og bendir mið­ill­inn á að Icelanda­ir, rétt eins og öll önnur flug­fé­lög, muni núna á næstu miss­erum þurfa að flytja mik­inn fjölda far­þega sem hafa þegar greitt fyrir flugið sitt en koma ekki inn með neinar við­bót­ar­tekj­ur. Upp­hæðin sem Icelandair hefur gefið út í inn­eignir sam­svarar um fjórð­ungi af öllum far­þega­tekjum Icelandair á öðrum árs­fjórð­ungi í fyrra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent