Icelandair tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi

Kostnaður vegna kórónuveirunnar er metinn á 30 milljarða króna í bókum Icelandair.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Alls tap­aði Icelandair 331 milljón dala á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, sem sam­svarar tæpum 45 millj­örðum króna á gengi dags­ins í dag. Tapið er að stórum hluta af völdum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en ein­skipti­kostn­aður vegna veirunnar nam rétt rúm­lega 30 millj­örðum króna á fyrstu tveimur árs­fjórð­ungum árs­ins. 

Upp­gjör Icelandair fyrir annan árs­fjórð­ung var birt í dag. Á fjórð­ungnum nam tap félags­ins 12,3 millj­örðum króna eða 90,8 millj­ónum dala. 

Á fjórð­ungnum dróst fram­boð á far­þega­flugi saman um 97 pró­sent og far­þegum fækk­aði um 98 pró­sent. Eigið fé félags­ins nam 151,2 millj­örðum króna í lok júní og er eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins ell­efu pró­sent. Þá nam lausa­fjár­staða félags­ins 21,3 millj­örðum króna í lok júní eða 152,5 millj­ónum dala. 

Auglýsing

„Eins og í flug­heim­inum öll­um, hafði COVID-19 heims­far­ald­ur­inn gríð­ar­leg áhrif á rekstr­ar­nið­ur­stöðu ann­ars árs­fjórð­ungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nán­ast alveg niðri, eða ein­ungis þrjú pró­sent flug­á­ætl­unar okkar verið starf­rækt, lögðum við höf­uð­á­herslu á að tryggja lág­marks­flug­sam­göngur til og frá land­inu fyrir far­þega og frakt, bæði til Evr­ópu og Norður Amer­ík­u,“ er haft eftir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra, í til­kynn­ingu frá félag­inu til Kaup­hallar Íslands. 

Þar segir einnig: „Við þurftum að grípa til erf­iðra en nauð­syn­legra aðgerða í fjórð­ungnum til að draga úr kostn­aði og útflæði fjár­magns sem meðal ann­ars fólu í sér veru­legar upp­sagnir og breyt­ingar á skipu­lagi félags­ins. Vinna við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins hefur staðið yfir und­an­farnar vikur og stefnum við að því að ljúka sam­komu­lagi við helstu hag­að­ila fyrir lok júlí­mán­aðar og hefja hluta­fjár­út­boð í ágúst.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent