Fjármálaeftirlitið sektaði Fossa fyrir að klæða kaupauka í búning arðgreiðslna

Fossar markaðir fengu fyrr í sumar 10,5 milljóna króna stjórnvaldssekt frá Fjármálaeftirlitinu fyrir arðgreiðslur til hluthafa úr hópi starfsmanna, sem FME segir ólögmætar. Fossar ætla að vísa málinu til dómstóla til þess að „eyða óvissu“ um framkvæmdina.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti niðurstöðuna í máli Fossa síðasta föstudag.
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti niðurstöðuna í máli Fossa síðasta föstudag.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið lagði fyrr í sumar 10,5 millj­óna króna stjórn­valds­sekt á fjár­mála­fyr­ir­tækið Fossa mark­aði hf., vegna þess sem FME álítur að hafi verið kaupauka­greiðslur til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á árunum 2016 og 2017. FME sagði í ákvörðun sinni að fyr­ir­tækið hefði brotið gegn a-lið 57. greinar laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki og reglum sem settar eru á grund­velli þess ákvæð­is.

Fyr­ir­tækið er ekki sam­mála ákvörðun FME og segir Har­aldur Þórð­ar­son for­stjóri þess í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að stjórn Fossa telji rétt að leita til dóm­stóla til þess að meta lög­mæti sekt­ar­á­kvörð­un­ar­inn­ar.

Málið á sér hart­nær þriggja ára aðdrag­anda og snýst um arð­greiðslur til hand­hafa svo­kall­aðra B-hluta­bréfa í fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu, sem starfar á verð­bréfa­mörk­uðum hér á landi og einnig erlend­is.

Fram kemur í ákvörðun FME að eig­endur bréf­anna séu starfs­menn Fossa mark­aða auk eins stjórn­ar­manns fyr­ir­tæk­is­ins og að eign­ar­haldið á bréf­unum virð­ist tengj­ast vissum störfum innan félags­ins. Bendir FME meðal ann­ars á að B-hlutir hafa aldrei verið í eigu ann­arra en þeirra sem starfað hafa fyrir félag­ið, en hluta­flokknum fylgir réttur til arðs sem hafi á árunum 2016-2019 numið 44,94-46,84 pró­sentum af hagn­aði síð­asta rekstr­ar­árs, en hlut­fall hluta­flokks­ins hafi á sama tíma ein­ungis verið á bil­inu 7,5-23,6 pró­sent af heild­ar­hlutafé félags­ins sam­kvæmt sam­þykktum þess.

FME seg­ir, í stuttu máli, að þessar arð­greiðslur sé ekki hægt að leggja að jöfnu við venju­legar arð­greiðslur af fjár­fest­ingum í hluta­bréf­um. Áhættan sé mun minni og hagn­að­ar­von eig­enda B-bréfa einnig meiri.

Auglýsing

„Frá og með árinu 2016 hefur heild­ar­fjár­hæð B-hluta félags­ins numið frá kr. 21.250.000 til kr. 30.350.000, en arð­greiðslur til eig­enda hlut­anna hafa frá og með sama ári numið sam­tals kr. 344.997.231. Svo mik­ill munur á fjár­hags­legri áhættu og hagn­aði bendir til þess að önnur sjón­ar­mið en öflun hluta­fjár hafi ráðið ferð­inni þegar félagið skipti hlutafé í A og B flokk,“ segir FME í nið­ur­stöðu sinni.

Aug­ljósar kaupauka­greiðsl­ur, sagði FME

Fossar gerðu marg­vís­legar athuga­semdir við aðfinnslur FME, sem sagði hins vegar að það teldi „ekk­ert í mál­flutn­ingi Fossa hagga þeirri nið­ur­stöðu að í arð­greiðslum til B-hlut­hafa hafi falist kaup­auki“ í skiln­ingi laga og reglna. FME er afdrátt­ar­laust í þeirri afstöðu sinni og segir að í arð­greiðsl­unum hafi falist end­ur­gjald fyrir störf í þágu Fossa, þrátt fyrir að „téður kaup­auki hafi verið klæddur í bún­ing arð­greiðslna“.

Segir í ákvörðun FME að á árunum 2016 og 2017 hafi hlut­fall kaupauka­greiðslna í formi arðs numið á bil­inu 52-89 pró­sentum af árs­launum starfs­manna Fossa mark­aða sem skráðir voru fyrir B-bréf­um.

Haraldur Þórðarson er forstjóri Fossa.

Málið hefur tekið langan tíma, helst þar sem bið var á því á meðan nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­víkur í svip­uðu máli fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Arct­ica Fin­ance var beð­ið. Í ljósi þessa er stjórn­valds­sektin mild­uð, en ein­ungis er sektað fyrir brot Fossa gegn lögum og reglum á árunum 2016 og 2017, en ekki árin 2018 og 2019, þegar með­ferð máls­ins var í bið hjá FME.

 

Arct­ica Fin­ance var dæmt til þess að greiða 24 millj­óna króna sekt með dómi Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, en áður hafði FME lagt 72 millj­óna króna stjórn­valds­sekt á fyr­ir­tæk­ið.

Fossar ætla að skjóta ákvörð­un­inni til dóm­stóla

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Fossa vegna ákvörð­un­ar­inn­ar, um hvort fyr­ir­tækið myndi una nið­ur­stöðu FME í mál­inu eða grípa til ein­hverra aðgerða. Har­aldur Þórð­ar­son for­stjóri svar­aði og sagði að ljóst væri að um „mats­kennt lög­fræði­legt álita­efni að ræða“ og því teldi stjórn Fossa rétt að leita til dóm­stóla til að meta rétt­mæti ákvörð­un­ar­inn­ar. 





„Í áliti FME segir að almennt banni ekk­ert starfs­mönnum og stjórn­ar­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja að fjár­festa í hluta­bréfum vinnu­veit­enda. Einnig er við­ur­kennt að starfs­menn og stjórn­ar­menn eigi almennt kröfu um arð af fjár­fest­ingum sínum án þess að þær greiðslur telj­ist til kaupauka. Hins vegar er svig­rúm til að túlka og skil­greina arð­greiðslur af hluta­bréfum sem kaupauka þó nokk­urt að mati eft­ir­lits­ins. Engar við­mið­un­ar­reglur eru til um þetta álita­efni og því er nauð­syn­legt að eyða þeirri óvissu sem skap­ast hef­ur,“ segir for­stjór­inn í svari sínu.

Engin krafa um úrbætur

Har­aldur bætir við að Fossar mark­aðir hafi alla tíð lagt ríka áherslu á að allir þættir starf­sem­innar séu í sam­ræmi við lög og reglur sem um fjár­mála­fyr­ir­tæki gilda og átt upp­byggi­leg sam­skipti við Fjár­mála­eft­ir­litið frá því að félagið hóf starf­sem­i. 

„Línan í þessu máli er hins vegar óljós. Þrátt fyrir ágrein­ing var samt strax tekin ákvörðun um að aðlaga sam­þykktir Fossa mark­aða um arð­greiðslur til hlut­hafa að athuga­semdum sem komu frá FME. Það eru því ekki gerðar neinar kröfur um úrbætur í ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og því ljóst að Fossar upp­fylla nú þegar öll skil­yrði lag­anna eins og þau eru túlkuð af eft­ir­lit­inu óháð nið­ur­stöðu í dóms­mál­in­u,“ skrifar Har­ald­ur, en í nið­ur­stöðu FME segir hið sama, að hlut­hafar Fossa hafi í maí sam­þykkt nýjar sam­þykkt­ir, þar sem gert er ráð fyrir miklum breyt­ingum á B-flokki hluta­bréfa, sem valdi því að ekki er lengur efni til að fara fram á úrbæt­ur.

Ákvörðun FME er dag­sett 10. júní, en var birt opin­ber­lega síð­asta föstu­dag á vef Seðla­bank­ans. Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd tók nýlega ákvörðun um að fram­vegis verði slíkar ákvarð­anir birtar opin­ber­lega á vef Seðla­bank­ans nema birt­ing sé „talin stefna hags­munum fjár­mála­mark­að­ar­ins í hættu, varði hún ekki hags­muni mark­að­ar­ins sem slíks eða ef ætla má að birt­ing hennar valdi hlut­að­eig­andi aðilum tjóni sem telst ekki í sam­ræmi við til­efni ákvörð­un­ar­inn­ar“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent