Fallist á að arðgreiðslur hafi verið kaupauki en sektargreiðsla lækkuð

Fjármálaeftirlitið hafði áður sektað Arctica Finance um 72 milljónir króna, en sú upphæð var lækkuð niður í 24 milljónir, samkvæmt dómi héraðsdóms í dag.

herasdomur_14211492377_o.jpg
Auglýsing

Með dómi í dag var stjórn­valds­sekt sem Fjár­mála­eft­ir­litið lagði á fjár­mála­fyr­ir­tækið Arct­ica Fin­ance, upp á 72 millj­ón­ir, í sept­em­ber 2017, lækkuð niður í 24 millj­ónir króna, og ber rík­is­sjóði að end­ur­greiða mis­mun­inn, 48 millj­ónir króna, með vöxt­u­m. 

Arct­ica Fin­ance stefndi FME vegna ákvörð­un­ar­inn­ar, sem byggði á því að arð­greiðslur til starfs­manna hefðu brotið gegn reglum um kaupauka.

Dóm­ur­inn féllst á að arð­greiðslur til starfs­manna Arct­ica Fin­ance hf. hafi í raun verið kaup­auki, en fall­ist var að hluta á kröfu Arct­ica Fin­ance hf. um að ógilda fram­an­greinda ákvörðun og lækka sekt­ar­fjár­hæð­ina, eins og áður seg­ir.

Auglýsing

Nánar til­tekið taldi hér­aðs­dómur að þær regl­ur, sem Fjár­mála­eft­ir­litið studdi ákvörðun sína við fyrir tíma­bilið 2012-2015, hafi ekki haft næga laga­stoð sem við­ur­laga­heim­ild, að því er segir í til­kynn­ingu FME. 

„Hér­aðs­dómur taldi á hinn bóg­inn að ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna áranna 2016 og 2017 hafi haft næga stoð í lög­um, en 57. gr. a laga nr. 161/2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem ætlað var að tak­marka kaupauka­greiðslur fjár­mála­fyr­ir­tækja, var breytt í júlí 2015. Á grund­velli þessa var ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins stað­fest að hluta, en fjár­hæð sekt­ar, sem Fjár­mála­eft­ir­litið hafði lagt á Arct­ica Fin­ance hf., lækk­uð,“ segir í til­kynn­ingu FME.

Í dómnum segir að ekki verði fall­ist á það, að mik­ill vafi hafi verið uppi um hvernig túlka bæri reglur varð­andi arð­greiðsl­urn­ar. Ákvörðun FME byggði á því að fyr­ir­tækið hefði greitt til­teknum starfs­mönn­um, sem jafn­framt voru hlut­hafar í svo­nefndum B, C- og D-flokk­um, kaupauka í formi arðs af hlutum sínum í félag­inu á árunum 2012 til 2017, og var þetta talið vera brot.

„Svo sem áður greinir telur dóm­ur­inn að leggja verði til grund­vallar að ein­ungis hafi verið gild refsi­heim­ild fyr­ir­ hendi vegna hátt­semi stefn­anda vegna kaupauka­greiðslna fyrir árin 2016 og 2017 og verður við ákvörðun stjórn­valds­sektar að taka mið af því. Í þessu fel­st einnig að ekki verður litið svo á að brot stefn­anda hafi staðið yfir í langan ­tíma, svo sem gengið er út frá í hinni umstefndu ákvörð­un. Svo sem áður grein­ir ­upp­lýsti stefn­andi stefnda, Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, með ítar­legum hætti um það ­fyr­ir­komu­lag sitt við arð­greiðslur sem hér um ræðir á árinu 2011 og óskað­i eftir við­brögðum hans. Á hinn bóg­inn fellst dóm­ur­inn ekki á það með stefn­anda að neinn raun­veru­legur vafi hafi verið uppi um túlkun þeirra reglna sem hér um ræðir frá og með fyrr­nefndri gild­is­töku laga nr. 57/2015 þannig að þýð­ingu hafi við mat á hátt­semi hans og fjár­hæð sekt­ar. Þá hafði stefn­andi enga ástæðu til­ að ætla, eftir gild­is­töku lag­anna, að áðurlýst fyr­ir­komu­lag við ­kaupauka­greiðslur sam­ræmd­ist þeim lögum og reglum sem honum var ætlað að starfa eft­ir. Að þessu virtu, en að öðru leyti með vísan til for­sendna umræddr­ar á­kvörð­unar stefnda, Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, þykir stjórn­valds­sekt stefn­anda hæfi­lega metin 24.000.000 króna vegna kaupauka­greiðslna á árunum 2016 og 2017,“ segir í dómi hér­aðs­dóms.

Dóm­ari í mál­inu var Skúli Magn­ús­son. Lög­maður Arct­ica Fin­ance var Steinar Guð­geirs­son hrl. en lög­maður FME Jóhannes Karl Sveins­son hrl.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent