Tilslökunum á samkomutakmörkunum frestað

„Á undanförnum dögum hefur orðið sú breyting á faraldsfræði COVID-19 hér á landi að innflutt smit hafa greinst hér í vaxandi mæli og dreifing hefur orðið innanlands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveð­ið, að til­lögu sótt­varna­lækn­is, að fram­lengja núgild­andi aug­lýs­ingu um tak­mörkun á sam­komum til 18. ágúst. Fjölda­tak­mörk á sam­komum mið­ast því áfram við 500 manns. Opn­un­ar­tími spila­sala og veit­inga­staða með vín­veit­inga­leyfi verður einnig óbreyttur og heim­ilt að hafa opið til 23.00 á kvöld­in.Í ljósi þess að á und­an­förnum dögum hafa inn­flutt smit greinst hér í vax­andi mæli og dreif­ing á COVID-19 sjúk­dómnum hefur orðið inn­an­lands telur sótt­varna­læknir að fara þurfi með gát varð­andi til­slak­anir á fjölda­tak­mörkum og opn­un­ar­tíma skemmti- og vín­veit­inga­staða.

AuglýsingÞann 17. júlí lagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir til að fjölda­tak­mörk­unum vegna COVID-19 yrði breytt úr 500 í 1.000 ein­stak­linga þann 4. ágúst og að opn­un­ar­tími skemmti- og vín­veit­inga­staða yrði rýmk­aður til kl. 24:00. Sam­kvæmt aug­lýs­ingu ráðu­neyt­is­ins var ákveðið að þessar breyt­ingar myndu taka gildi eins og lagt var til.„Á und­an­förnum dögum hefur orðið sú breyt­ing á far­alds­fræði COVID-19 hér á landi að inn­flutt smit hafa greinst hér í vax­andi mæli og dreif­ing hefur orðið inn­an­lands,“ skrifar Þórólfur í minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra. „Eng­inn hefur hins vegar veikst alvar­lega og eng­inn hefur lagst inn á sjúkra­hús. Um 200 ein­stak­lingar hafa þurft að sæta sótt­kví vegna þess­ara smita.Í ljósi þessa þá tel ég að fara þurfi með gát varð­andi ofan­greindar til­slak­anir á fjölda­tak­mörk­unum og opn­un­ar­tíma­tíma skemmti- og vín­veit­inga­staða svo útbreiðsla far­ald­urs­ins nái sér ekki frekar á strik.“

24 virk smit eru nú hér á landi. Um helm­ingur þeirra er inn­an­lands­smit.Heil­brigð­is­ráð­herra hefur sem fyrr segir fall­ist á til­lögu sótt­varna­læknis og verður fram­leng­ing á núver­andi aug­lýs­ingu birt á næstu dögum í Stjórn­ar­tíð­indum og mun hún gilda til 18. ágúst.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent