Uppsagnarfrestur um 700 flugfreyja og -þjóna klárast um mánaðamótin

Um 170 flugfreyjur og -þjónar fá endurráðningu hjá Icelandair og verða um 200 í stéttinni að störfum fyrir félagið í ágúst og september. Vegna mikillar óvissu er ekki hægt að segja til um hvort fleiri verða ráðin á næstu vikum.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Um 700 flug­freyjur og flug­þjónar munu klára upp­sagn­ar­frest sinn nú um mán­aða­mótin og ekki fá end­ur­ráðn­ingu hjá Icelandair að svo stöddu. Í apríl sagði félagið upp um 900 flug­freyjum og flug­þjónum af um 940 sem þá störf­uðu hjá félag­in­u. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Guð­laug Líney Jóhanns­dótt­ir, for­maður Flug­freyju­fé­lags Íslands, að lang­sam­lega flestir af þeim sem sagt var upp í apríl hafi verið með þriggja mán­aða upp­sagn­ar­frest. Þó séu ein­hverjir sem hafi lengri upp­sagn­ar­frest vegna starfs­ald­ur­s. Auglýsing

170 flug­freyjur og -þjónar end­ur­ráðin

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Icelandair verður end­ur­ráðið í stöður um 170 flug­freyja og -þjóna hjá félag­inu. Tekið verður mið af „starfs­aldri og frammi­stöðu­tengdum þátt­um“ við end­ur­ráðn­ing­arn­ar. Sam­tals verða því um 200 flug­freyjur og -þjónar að störfum fyrir félagið í ágúst og sept­em­ber, en líkt og áður kom fram var lít­ill hluti flug­freyja og -þjóna félags­ins ekki sagt upp í hóp­upp­sögn­inni í apr­íl.Spurð að því hvort til greina komi að ráða fleiri á næstu vikum segir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, að ekki sé hægt að segja til um það. Sökum óvissu í milli­landa­flugi sé bara horft til ágúst og sept­em­ber.Ein­skiptis­kostn­aður vegna kór­ónu­veiru nam 30 millj­örðum

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur sem kunn­ugt er haft lam­andi áhrif á flug­sam­göng­ur. Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri Icelandair sem birt var í gær fækk­aði far­þegum félags­ins um 98 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra. Í reikn­ingnum er ein­skiptis­kostn­aður félags­ins vegna kór­ónu­veirunnar það sem af er ári met­inn á 30 millj­arða króna. Heild­ar­tap félags­ins það sem af er ári er tæpir 45 millj­arðar miðað við gengi dags­ins í dag.Félagið á nú í við­ræðum við fimmtán lán­ar­drottna félags­ins vegna hluta­fjár­út­boðs. Stefnt er að því að samn­ingum við lán­ar­drottna ljúki fyrir lok vik­unnar og að hluta­fjár­út­boð verði haldið í ágúst.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent