Boris Johnson boðar róttæka hjólreiðabyltingu í Bretlandi

Breska ríkisstjórnin kynnti í gær stórhuga áform um lagningu hágæða hjólastíga í borgum og bæjum. Boris Johnson forsætisráðherra segir að allir græði á því er einn hjóli, líka þeir sem eru á bílum.

Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Auglýsing

Breska rík­is­stjórnin kynnti í gær stór­huga áform um upp­bygg­ingu hjóla­stíga, en til stendur að leggja þús­undir kíló­metra af hágæða, öruggum hjóla­stígum á næstu árum. Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra segir að áætl­unin sé upp­hafið að „rót­tæk­ustu breyt­ingum á borg­unum okkar síðan að bíla­öldin gekk í garð“. Þegar hafa tveir millj­arðar punda, jafn­virði 350 millj­arða íslenskra króna, verið eyrna­merktir verk­efn­inu.

Ítar­lega er fjallað um málið í sam­göngu­dálki við­skipta­blaðs­ins For­bes, og áformin eru þar sögð mjög lituð af áhrifum manns sem heitir Andrew Gilli­g­an. Gilli­gan þessi er sér­stakur sam­göngu­mála­ráð­gjafi breska for­sæt­is­ráð­herr­ans og starf­aði einnig sem hjól­reiða­full­trúi Lund­úna­borgar þegar John­son var þar borg­ar­stjóri, en í borg­ar­stjóra­tíð hans var mikil áhersla lögð á bæta inn­viði fyrir reið­hjól.

Boris John­son, sem sjálfur er vanur því að nýta reið­hjól sem far­ar­skjóta, segir að mark­miðið með áætl­un­inni sé að koma sem flestum á hjól svo breska þjóðin verði „heil­brigð­ari og aktí­vari“. 

Auglýsing

Það, segir John­son, verður ekki gert án þess að réttir inn­viðir til hjól­reiða séu til stað­ar, en einnig stendur til að veita fé í að þjálfa og styðja breska borg­ara til þess að veita fleirum tæki­færi og sjálfs­ör­yggi til þess að byrja að ferð­ast um á reið­hjóli.

Gott fyrir alla að einn hjóli

„Kost­ur­inn við hjól­reiðar er að þær gagn­ast ekki bara þér ein­um. Þær gera þig ekki bara ham­ingju­sam­ari. Þær gera þig ekki bara heil­brigð­ari. Þær hjálpa nefni­lega líka millj­ónum ann­arra, hvort sem að þeir ætla sér að setj­ast á hjól eða ekki. Þær þýða minni mengun og minni hávaða fyrir alla. Þær þýða meiri við­skipti fyrir búð­irnar við göt­urn­ar. Þær þýða færri bíla fyrir framan þinn á umferð­ar­ljósum,“ ritar John­son í for­mála kynn­ing­arplaggs um áætl­un­ina, sem ber hið tákn­ræna heiti Gír­skipt­ing.

Boris Johnson árið 2010, er hann setti af stað deilihjólaverkefni í Lundúnum sem borgarstjóri. Mynd: EPA

Stjórn John­sons hyggst setja á fót sér­staka „raf­hjóla­á­ætl­un“, en sam­kvæmt For­bes er ekki alveg ljóst enn hvað mun fel­ast í henni, hvort að um verði að ræða ein­hvers­konar láns­kerfi á lands­vísu eða til dæmis kerfi eins og er á Ítal­íu, þar sem raf­hjól eru sér­stak­lega nið­ur­greidd.

Sam­göngu­mála­ráð­herra Bret­lands, Grant Shapps, segir áformin „bylt­ing­ar­kennd“ og að þau muni gera Eng­lend­inga að hjól­reiða­þjóð. „Við höfum ein­stakt tæki­færi til þess að breyta við­horfum kyn­slóðum saman og til þess að fá fleiri til þess að gera hjól­reiðar eða göngu hluta af dag­legri rútín­u,“ segir Shapps, en und­an­farna mán­uði hefur breska stjórnin styrkt sveit­ar­fé­lög og borgir til þess að auka pláss fyrir gang­andi og hjólandi á göt­unum eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gerði marga afhuga því að nota yfir­fullar almenn­ings­sam­göngur vegna smit­hættu.

Í umfjöllun For­bes segir að skipu­lags­fræð­ingar setji þó spurn­inga­merki við þær fjár­hæðir sem þegar hafa verið eyrn­ar­merktar verk­efn­inu. Ef mark­miðið sé að leggja þús­undir kíló­metra af hjóla­stíg­um, eins og for­sæt­is­ráð­herra lof­ar, þurfi mun meira til en þá tvo millj­arða punda sem þegar hefur verið heitið að leggja í verk­efn­ið, ekki síst þar sem hluti fjár­mun­anna fari í aðra hluti en fram­kvæmd­irn­ar. Þetta upp­hafsfé hljóti því að vera bara byrj­un­in.

Hágæða­stíg­ar, ekki bara máln­ing á götur

Mikil áhersla verður lögð á að nýir hjól­reiða­inn­viðir verði af háum gæð­um, öruggir og aðskildir annarri umferð, en með Gír­skipt­ing­unni er verið að inn­leiða ný hönn­un­ar­við­mið fyrir hjóla­stíga. Inn­viða­verk­efni borga og sveit­ar­fé­laga sem ekki fara eftir þessum hönn­un­ar­við­mið­um, til dæmis verk­efni sem fel­ast bara í því mála línur á umferð­ar­götur og kalla það hjóla­stíga, munu ekki verða styrkt.

Í Bret­landi er sér­stakur ráð­herra sem fer fyrir mál­efnum hjól­reiða og göngu. Það er þing­maður Íhalds­flokks­ins, Chris Heaton-Harr­is. Hann segir brýnt að bæta gæði hjóla­stíga í land­inu.

„Of mikið af inn­við­unum eru ófull­nægj­andi, veita litla vernd gegn umferð vél­knú­inna öku­tækja og gef­ast upp á þeim stöðum þar sem mest þörf er á þeim. Sumir stígar eru jafn­vel verri en ekk­ert, því þeir lokka til sín óreynda hjól­reiða­menn með lof­orði um vernd en skilja þá svo eftir strand á mik­il­væg­ustu stöð­un­um,“ ritar Heaton-Harris í for­mála skýrslu um ný hönn­un­ar­við­mið stíga.

Þessu ætlar breska stjórnin að breyta og gera það auð­veld­ara og örugg­ara að hjóla. Þá hjóla fleiri og á því græða all­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent