Boris Johnson boðar róttæka hjólreiðabyltingu í Bretlandi

Breska ríkisstjórnin kynnti í gær stórhuga áform um lagningu hágæða hjólastíga í borgum og bæjum. Boris Johnson forsætisráðherra segir að allir græði á því er einn hjóli, líka þeir sem eru á bílum.

Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Auglýsing

Breska rík­is­stjórnin kynnti í gær stór­huga áform um upp­bygg­ingu hjóla­stíga, en til stendur að leggja þús­undir kíló­metra af hágæða, öruggum hjóla­stígum á næstu árum. Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra segir að áætl­unin sé upp­hafið að „rót­tæk­ustu breyt­ingum á borg­unum okkar síðan að bíla­öldin gekk í garð“. Þegar hafa tveir millj­arðar punda, jafn­virði 350 millj­arða íslenskra króna, verið eyrna­merktir verk­efn­inu.

Ítar­lega er fjallað um málið í sam­göngu­dálki við­skipta­blaðs­ins For­bes, og áformin eru þar sögð mjög lituð af áhrifum manns sem heitir Andrew Gilli­g­an. Gilli­gan þessi er sér­stakur sam­göngu­mála­ráð­gjafi breska for­sæt­is­ráð­herr­ans og starf­aði einnig sem hjól­reiða­full­trúi Lund­úna­borgar þegar John­son var þar borg­ar­stjóri, en í borg­ar­stjóra­tíð hans var mikil áhersla lögð á bæta inn­viði fyrir reið­hjól.

Boris John­son, sem sjálfur er vanur því að nýta reið­hjól sem far­ar­skjóta, segir að mark­miðið með áætl­un­inni sé að koma sem flestum á hjól svo breska þjóðin verði „heil­brigð­ari og aktí­vari“. 

Auglýsing

Það, segir John­son, verður ekki gert án þess að réttir inn­viðir til hjól­reiða séu til stað­ar, en einnig stendur til að veita fé í að þjálfa og styðja breska borg­ara til þess að veita fleirum tæki­færi og sjálfs­ör­yggi til þess að byrja að ferð­ast um á reið­hjóli.

Gott fyrir alla að einn hjóli

„Kost­ur­inn við hjól­reiðar er að þær gagn­ast ekki bara þér ein­um. Þær gera þig ekki bara ham­ingju­sam­ari. Þær gera þig ekki bara heil­brigð­ari. Þær hjálpa nefni­lega líka millj­ónum ann­arra, hvort sem að þeir ætla sér að setj­ast á hjól eða ekki. Þær þýða minni mengun og minni hávaða fyrir alla. Þær þýða meiri við­skipti fyrir búð­irnar við göt­urn­ar. Þær þýða færri bíla fyrir framan þinn á umferð­ar­ljósum,“ ritar John­son í for­mála kynn­ing­arplaggs um áætl­un­ina, sem ber hið tákn­ræna heiti Gír­skipt­ing.

Boris Johnson árið 2010, er hann setti af stað deilihjólaverkefni í Lundúnum sem borgarstjóri. Mynd: EPA

Stjórn John­sons hyggst setja á fót sér­staka „raf­hjóla­á­ætl­un“, en sam­kvæmt For­bes er ekki alveg ljóst enn hvað mun fel­ast í henni, hvort að um verði að ræða ein­hvers­konar láns­kerfi á lands­vísu eða til dæmis kerfi eins og er á Ítal­íu, þar sem raf­hjól eru sér­stak­lega nið­ur­greidd.

Sam­göngu­mála­ráð­herra Bret­lands, Grant Shapps, segir áformin „bylt­ing­ar­kennd“ og að þau muni gera Eng­lend­inga að hjól­reiða­þjóð. „Við höfum ein­stakt tæki­færi til þess að breyta við­horfum kyn­slóðum saman og til þess að fá fleiri til þess að gera hjól­reiðar eða göngu hluta af dag­legri rútín­u,“ segir Shapps, en und­an­farna mán­uði hefur breska stjórnin styrkt sveit­ar­fé­lög og borgir til þess að auka pláss fyrir gang­andi og hjólandi á göt­unum eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gerði marga afhuga því að nota yfir­fullar almenn­ings­sam­göngur vegna smit­hættu.

Í umfjöllun For­bes segir að skipu­lags­fræð­ingar setji þó spurn­inga­merki við þær fjár­hæðir sem þegar hafa verið eyrn­ar­merktar verk­efn­inu. Ef mark­miðið sé að leggja þús­undir kíló­metra af hjóla­stíg­um, eins og for­sæt­is­ráð­herra lof­ar, þurfi mun meira til en þá tvo millj­arða punda sem þegar hefur verið heitið að leggja í verk­efn­ið, ekki síst þar sem hluti fjár­mun­anna fari í aðra hluti en fram­kvæmd­irn­ar. Þetta upp­hafsfé hljóti því að vera bara byrj­un­in.

Hágæða­stíg­ar, ekki bara máln­ing á götur

Mikil áhersla verður lögð á að nýir hjól­reiða­inn­viðir verði af háum gæð­um, öruggir og aðskildir annarri umferð, en með Gír­skipt­ing­unni er verið að inn­leiða ný hönn­un­ar­við­mið fyrir hjóla­stíga. Inn­viða­verk­efni borga og sveit­ar­fé­laga sem ekki fara eftir þessum hönn­un­ar­við­mið­um, til dæmis verk­efni sem fel­ast bara í því mála línur á umferð­ar­götur og kalla það hjóla­stíga, munu ekki verða styrkt.

Í Bret­landi er sér­stakur ráð­herra sem fer fyrir mál­efnum hjól­reiða og göngu. Það er þing­maður Íhalds­flokks­ins, Chris Heaton-Harr­is. Hann segir brýnt að bæta gæði hjóla­stíga í land­inu.

„Of mikið af inn­við­unum eru ófull­nægj­andi, veita litla vernd gegn umferð vél­knú­inna öku­tækja og gef­ast upp á þeim stöðum þar sem mest þörf er á þeim. Sumir stígar eru jafn­vel verri en ekk­ert, því þeir lokka til sín óreynda hjól­reiða­menn með lof­orði um vernd en skilja þá svo eftir strand á mik­il­væg­ustu stöð­un­um,“ ritar Heaton-Harris í for­mála skýrslu um ný hönn­un­ar­við­mið stíga.

Þessu ætlar breska stjórnin að breyta og gera það auð­veld­ara og örugg­ara að hjóla. Þá hjóla fleiri og á því græða all­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent