Boris Johnson boðar róttæka hjólreiðabyltingu í Bretlandi

Breska ríkisstjórnin kynnti í gær stórhuga áform um lagningu hágæða hjólastíga í borgum og bæjum. Boris Johnson forsætisráðherra segir að allir græði á því er einn hjóli, líka þeir sem eru á bílum.

Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Auglýsing

Breska rík­is­stjórnin kynnti í gær stór­huga áform um upp­bygg­ingu hjóla­stíga, en til stendur að leggja þús­undir kíló­metra af hágæða, öruggum hjóla­stígum á næstu árum. Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra segir að áætl­unin sé upp­hafið að „rót­tæk­ustu breyt­ingum á borg­unum okkar síðan að bíla­öldin gekk í garð“. Þegar hafa tveir millj­arðar punda, jafn­virði 350 millj­arða íslenskra króna, verið eyrna­merktir verk­efn­inu.

Ítar­lega er fjallað um málið í sam­göngu­dálki við­skipta­blaðs­ins For­bes, og áformin eru þar sögð mjög lituð af áhrifum manns sem heitir Andrew Gilli­g­an. Gilli­gan þessi er sér­stakur sam­göngu­mála­ráð­gjafi breska for­sæt­is­ráð­herr­ans og starf­aði einnig sem hjól­reiða­full­trúi Lund­úna­borgar þegar John­son var þar borg­ar­stjóri, en í borg­ar­stjóra­tíð hans var mikil áhersla lögð á bæta inn­viði fyrir reið­hjól.

Boris John­son, sem sjálfur er vanur því að nýta reið­hjól sem far­ar­skjóta, segir að mark­miðið með áætl­un­inni sé að koma sem flestum á hjól svo breska þjóðin verði „heil­brigð­ari og aktí­vari“. 

Auglýsing

Það, segir John­son, verður ekki gert án þess að réttir inn­viðir til hjól­reiða séu til stað­ar, en einnig stendur til að veita fé í að þjálfa og styðja breska borg­ara til þess að veita fleirum tæki­færi og sjálfs­ör­yggi til þess að byrja að ferð­ast um á reið­hjóli.

Gott fyrir alla að einn hjóli

„Kost­ur­inn við hjól­reiðar er að þær gagn­ast ekki bara þér ein­um. Þær gera þig ekki bara ham­ingju­sam­ari. Þær gera þig ekki bara heil­brigð­ari. Þær hjálpa nefni­lega líka millj­ónum ann­arra, hvort sem að þeir ætla sér að setj­ast á hjól eða ekki. Þær þýða minni mengun og minni hávaða fyrir alla. Þær þýða meiri við­skipti fyrir búð­irnar við göt­urn­ar. Þær þýða færri bíla fyrir framan þinn á umferð­ar­ljósum,“ ritar John­son í for­mála kynn­ing­arplaggs um áætl­un­ina, sem ber hið tákn­ræna heiti Gír­skipt­ing.

Boris Johnson árið 2010, er hann setti af stað deilihjólaverkefni í Lundúnum sem borgarstjóri. Mynd: EPA

Stjórn John­sons hyggst setja á fót sér­staka „raf­hjóla­á­ætl­un“, en sam­kvæmt For­bes er ekki alveg ljóst enn hvað mun fel­ast í henni, hvort að um verði að ræða ein­hvers­konar láns­kerfi á lands­vísu eða til dæmis kerfi eins og er á Ítal­íu, þar sem raf­hjól eru sér­stak­lega nið­ur­greidd.

Sam­göngu­mála­ráð­herra Bret­lands, Grant Shapps, segir áformin „bylt­ing­ar­kennd“ og að þau muni gera Eng­lend­inga að hjól­reiða­þjóð. „Við höfum ein­stakt tæki­færi til þess að breyta við­horfum kyn­slóðum saman og til þess að fá fleiri til þess að gera hjól­reiðar eða göngu hluta af dag­legri rútín­u,“ segir Shapps, en und­an­farna mán­uði hefur breska stjórnin styrkt sveit­ar­fé­lög og borgir til þess að auka pláss fyrir gang­andi og hjólandi á göt­unum eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gerði marga afhuga því að nota yfir­fullar almenn­ings­sam­göngur vegna smit­hættu.

Í umfjöllun For­bes segir að skipu­lags­fræð­ingar setji þó spurn­inga­merki við þær fjár­hæðir sem þegar hafa verið eyrn­ar­merktar verk­efn­inu. Ef mark­miðið sé að leggja þús­undir kíló­metra af hjóla­stíg­um, eins og for­sæt­is­ráð­herra lof­ar, þurfi mun meira til en þá tvo millj­arða punda sem þegar hefur verið heitið að leggja í verk­efn­ið, ekki síst þar sem hluti fjár­mun­anna fari í aðra hluti en fram­kvæmd­irn­ar. Þetta upp­hafsfé hljóti því að vera bara byrj­un­in.

Hágæða­stíg­ar, ekki bara máln­ing á götur

Mikil áhersla verður lögð á að nýir hjól­reiða­inn­viðir verði af háum gæð­um, öruggir og aðskildir annarri umferð, en með Gír­skipt­ing­unni er verið að inn­leiða ný hönn­un­ar­við­mið fyrir hjóla­stíga. Inn­viða­verk­efni borga og sveit­ar­fé­laga sem ekki fara eftir þessum hönn­un­ar­við­mið­um, til dæmis verk­efni sem fel­ast bara í því mála línur á umferð­ar­götur og kalla það hjóla­stíga, munu ekki verða styrkt.

Í Bret­landi er sér­stakur ráð­herra sem fer fyrir mál­efnum hjól­reiða og göngu. Það er þing­maður Íhalds­flokks­ins, Chris Heaton-Harr­is. Hann segir brýnt að bæta gæði hjóla­stíga í land­inu.

„Of mikið af inn­við­unum eru ófull­nægj­andi, veita litla vernd gegn umferð vél­knú­inna öku­tækja og gef­ast upp á þeim stöðum þar sem mest þörf er á þeim. Sumir stígar eru jafn­vel verri en ekk­ert, því þeir lokka til sín óreynda hjól­reiða­menn með lof­orði um vernd en skilja þá svo eftir strand á mik­il­væg­ustu stöð­un­um,“ ritar Heaton-Harris í for­mála skýrslu um ný hönn­un­ar­við­mið stíga.

Þessu ætlar breska stjórnin að breyta og gera það auð­veld­ara og örugg­ara að hjóla. Þá hjóla fleiri og á því græða all­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent