Boris Johnson boðar róttæka hjólreiðabyltingu í Bretlandi

Breska ríkisstjórnin kynnti í gær stórhuga áform um lagningu hágæða hjólastíga í borgum og bæjum. Boris Johnson forsætisráðherra segir að allir græði á því er einn hjóli, líka þeir sem eru á bílum.

Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Auglýsing

Breska ríkisstjórnin kynnti í gær stórhuga áform um uppbyggingu hjólastíga, en til stendur að leggja þúsundir kílómetra af hágæða, öruggum hjólastígum á næstu árum. Boris Johnson forsætisráðherra segir að áætlunin sé upphafið að „róttækustu breytingum á borgunum okkar síðan að bílaöldin gekk í garð“. Þegar hafa tveir milljarðar punda, jafnvirði 350 milljarða íslenskra króna, verið eyrnamerktir verkefninu.

Ítarlega er fjallað um málið í samgöngudálki viðskiptablaðsins Forbes, og áformin eru þar sögð mjög lituð af áhrifum manns sem heitir Andrew Gilligan. Gilligan þessi er sérstakur samgöngumálaráðgjafi breska forsætisráðherrans og starfaði einnig sem hjólreiðafulltrúi Lundúnaborgar þegar Johnson var þar borgarstjóri, en í borgarstjóratíð hans var mikil áhersla lögð á bæta innviði fyrir reiðhjól.

Boris Johnson, sem sjálfur er vanur því að nýta reiðhjól sem fararskjóta, segir að markmiðið með áætluninni sé að koma sem flestum á hjól svo breska þjóðin verði „heilbrigðari og aktívari“. 

Auglýsing

Það, segir Johnson, verður ekki gert án þess að réttir innviðir til hjólreiða séu til staðar, en einnig stendur til að veita fé í að þjálfa og styðja breska borgara til þess að veita fleirum tækifæri og sjálfsöryggi til þess að byrja að ferðast um á reiðhjóli.

Gott fyrir alla að einn hjóli

„Kosturinn við hjólreiðar er að þær gagnast ekki bara þér einum. Þær gera þig ekki bara hamingjusamari. Þær gera þig ekki bara heilbrigðari. Þær hjálpa nefnilega líka milljónum annarra, hvort sem að þeir ætla sér að setjast á hjól eða ekki. Þær þýða minni mengun og minni hávaða fyrir alla. Þær þýða meiri viðskipti fyrir búðirnar við göturnar. Þær þýða færri bíla fyrir framan þinn á umferðarljósum,“ ritar Johnson í formála kynningarplaggs um áætlunina, sem ber hið táknræna heiti Gírskipting.

Boris Johnson árið 2010, er hann setti af stað deilihjólaverkefni í Lundúnum sem borgarstjóri. Mynd: EPA

Stjórn Johnsons hyggst setja á fót sérstaka „rafhjólaáætlun“, en samkvæmt Forbes er ekki alveg ljóst enn hvað mun felast í henni, hvort að um verði að ræða einhverskonar lánskerfi á landsvísu eða til dæmis kerfi eins og er á Ítalíu, þar sem rafhjól eru sérstaklega niðurgreidd.

Samgöngumálaráðherra Bretlands, Grant Shapps, segir áformin „byltingarkennd“ og að þau muni gera Englendinga að hjólreiðaþjóð. „Við höfum einstakt tækifæri til þess að breyta viðhorfum kynslóðum saman og til þess að fá fleiri til þess að gera hjólreiðar eða göngu hluta af daglegri rútínu,“ segir Shapps, en undanfarna mánuði hefur breska stjórnin styrkt sveitarfélög og borgir til þess að auka pláss fyrir gangandi og hjólandi á götunum eftir að kórónuveirufaraldurinn gerði marga afhuga því að nota yfirfullar almenningssamgöngur vegna smithættu.

Í umfjöllun Forbes segir að skipulagsfræðingar setji þó spurningamerki við þær fjárhæðir sem þegar hafa verið eyrnarmerktar verkefninu. Ef markmiðið sé að leggja þúsundir kílómetra af hjólastígum, eins og forsætisráðherra lofar, þurfi mun meira til en þá tvo milljarða punda sem þegar hefur verið heitið að leggja í verkefnið, ekki síst þar sem hluti fjármunanna fari í aðra hluti en framkvæmdirnar. Þetta upphafsfé hljóti því að vera bara byrjunin.

Hágæðastígar, ekki bara málning á götur

Mikil áhersla verður lögð á að nýir hjólreiðainnviðir verði af háum gæðum, öruggir og aðskildir annarri umferð, en með Gírskiptingunni er verið að innleiða ný hönnunarviðmið fyrir hjólastíga. Innviðaverkefni borga og sveitarfélaga sem ekki fara eftir þessum hönnunarviðmiðum, til dæmis verkefni sem felast bara í því mála línur á umferðargötur og kalla það hjólastíga, munu ekki verða styrkt.

Í Bretlandi er sérstakur ráðherra sem fer fyrir málefnum hjólreiða og göngu. Það er þingmaður Íhaldsflokksins, Chris Heaton-Harris. Hann segir brýnt að bæta gæði hjólastíga í landinu.

„Of mikið af innviðunum eru ófullnægjandi, veita litla vernd gegn umferð vélknúinna ökutækja og gefast upp á þeim stöðum þar sem mest þörf er á þeim. Sumir stígar eru jafnvel verri en ekkert, því þeir lokka til sín óreynda hjólreiðamenn með loforði um vernd en skilja þá svo eftir strand á mikilvægustu stöðunum,“ ritar Heaton-Harris í formála skýrslu um ný hönnunarviðmið stíga.

Þessu ætlar breska stjórnin að breyta og gera það auðveldara og öruggara að hjóla. Þá hjóla fleiri og á því græða allir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent