Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess

Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.

Fólk situr úti á kaffihúsi
Auglýsing

Flutn­ings­jöfn­uður erlendra rík­is­borg­ara var nei­kvæður á síð­asta árs­fjórð­ungi í fyrsta sinn frá því á örðum árs­fjórð­ungi árs­ins 2012. Á síð­asta árs­fjórð­ungi fluttu um 260 fleiri erlendir rík­is­borg­arar frá land­inu en til þess. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar fluttu til lands­ins um 1.100 erlendir rík­is­borg­arar á síð­asta árs­fjórð­ungi en um 1.350 erlendir rík­is­borg­arar fluttu af land­in­u. Ef litið er á fjölda aðfluttra og brott­fluttra Íslend­inga sést að fjöldi þeirra sveifl­ast tölu­vert á milli árs­fjórð­unga. Á öðrum árs­fjórð­ungi flutt­ust 280 fleiri Íslend­ingar til lands­ins heldur en fluttu frá því. Frá árinu 2016 hefur flutn­ings­jöfn­uður íslenskra rík­is­borg­ara alltaf verið jákvæður á öðrum árs­fjórð­ungi. Hann hefur þó aldrei verið jafn mik­ill og í ár, næst kemst annar árs­fjórð­ungur árs­ins 2017 þegar 270 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar fluttu til lands­ins heldur en fluttu af landi brott.Erlent starfs­fólk í lyk­il­hlut­verki í ferða­þjón­ustu

Erlendir rík­is­borg­arar léku lyk­il­hlut­verk í hag­vaxt­ar­skeið­inu sem hófst árið 2011 og ómögu­legt hefði veið að manna öll þau störf sem sköp­uð­ust á tíma­bil­inu ef ekki hefði verið fyrir erlent vinnu­afl. 

Auglýsing


Árið 2011 kom rúm hálf milljón erlendra ferða­manna til lands­ins. Þá störf­uðu í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu rúm­lega 13.500 manns, þar af um 2.300 erlendir rík­is­borg­arar eða um um 13,7 pró­sent af öllu erlendu vinnu­afli hér á landi. Árið 2014 kom hingað tæp­lega í ein milljón ferða­manna. Þá störf­uðu í ferða­þjón­ustu um 18.300 manns, þar af rúm­lega 3.600 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Þá starf­aði um 17 pró­sent af erlendu vinnu­afli hér­lendis við ferða­þjón­ustu.Hoppum nú til árs­ins 2019, fjöldi ferða­manna hefur aðeins lækkað frá metár­inu 2018 en hingað komu rétt rúm­lega tvær millj­ónir erlendra ferða­manna árið 2019. Í ferða­þjón­ustu störf­uðu rétt rúm­lega 28 þús­und manns, þar af um 10.700 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Það þýðir að rúm­lega fjórð­ungur erlends vinnu­afls hér á landi starf­aði í ferða­þjón­ustu á síð­asta ári. Hlut­fall erlends vinnu­afls sem starfar við ferða­þjón­ustu næstum því tvö­fald­að­ist á tíma­bil­inu 2011-2019. Til sam­an­burðar fór hlut­fall íslensks vinnu­afls sem starfar í ferða­þjón­ustu úr 6,2 pró­sentum upp í 9,7 pró­sent á sama tíma­bili.Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá af heild hefur verið hátt undanfarin tvö ár. Graf: Vinnumálastofnun.Mikið atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara

Í mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar fyrir júní kemur fram að í lok mán­að­ar­ins voru alls 8.487 erlendir rík­is­borg­arar á atvinnu­leys­is­skrá, 6.656 í almenna bóta­kerf­inu og 1.831 í minnk­uðu starfs­hlut­falli. Í sama mán­uði í fyrra voru 2.578 erlendir rík­is­borg­arar án atvinnu. Í skýrsl­unni kemur fram að almennt atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara hafi verið mikið áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn setti mark sitt á íslenskan vinnu­markað í formi auk­ins atvinnu­leys­is: „Hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara á almennu skránni er nú um 41% líkt og það var í des­em­ber og fram í febr­ú­ar.“Þá kemur fram í skýrsl­unni að áætlað atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara hafi verið um 21,5 pró­sent á heild­ina litið í júní. Af því hafi þrjú pró­sent verið vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls en almennt atvinnu­leysi erlendra rík­is­borg­ara hafi numið 18,5 pró­sent­um. Til sam­an­burðar var almennt atvinnu­leysi í heild á íslenskum vinnu­mark­aði í júní 7,5 pró­sent.Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara í takti við hag­sveifl­una

Hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara af íbúum lands­ins fór hratt hækk­andi eftir árið 2005 þegar það var 3,6 pró­sent. Hlut­fallið náði ákveðnu hámarki árið 2009 þegar það stóð í 7,6 pró­sentum en fór svo lækk­andi. Árin 2011 og 2012 varð hlut­fallið lægst eftir hrun þegar það stóð í 6,6 pró­sent­um. Síðan þá hefur það farið hratt hækk­andi aftur og á fyrsta fjórð­ungi árs­ins 2020 var það komið í 13,9 pró­sent.Áhrif þess­arar fjölg­unar á íbúa­tölur eru þónokkur og hefur fjölg­unin verið drifin áfram af erlendum rík­is­borg­urum frá árinu 2012. Frá upp­hafi árs­ins 2012 hefur íbúum lands­ins fjölgað úr 320 þús­undum upp í tæp 367 þús­und, það er um tæp­lega 47 þús­und. Á þessu tíma­bili fjölg­aði aðfluttum erlendum rík­is­borg­urum um tæp 27 þús­und.

Erlendum ríkisborgurum fjölgaði hratt í síðustu efnahagsuppsveiflu og fækkaði svo aftur eftir að hún leið undir lok. Hlutfallið hefur svo hækkað skarpt frá árinu 2013. Graf: Hagstofa Íslands.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent