Mynd: Seðlabanki Íslands.

Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina

Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina. Þá á nefndin sérstaklega að skoða hvort fjárfestingarleiðin hafi verið notuð til peningaþvættis.

Allir þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar hafa sameiginlega lagt fram þingsályktunartillögu um að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd af Alþingi til að rannsaka hina svokölluðu fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. 

Í tillögunni er farið fram á að nefndin geri grein fyrir því hvaðan fjármagnið sem flutt var til landsins með fjárfestingarleiðinni kom, hvaða einstaklingar eða félög voru skráð fyrir fjármagninu sem flutt var til landsins, hvernig fénu sem flutt var inn til landsins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efnahagslíf. Þar er einnig kallað eftir að upplýsingar verði dregnar fram um hvort ríkissjóður hafi orðið af skatttekjum vegna leiðarinnar og þá hversu mikið það tap var, hvort að samþykkt tilboð í útboðum fjárfestingarleiðarinnar kunni í einhverjum tilvikum að hafa brotið gegn skilmálum hennar og hvort fjárfestingarleiðin kunni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskattlögðum eignum Íslendinga á aflandssvæðum aftur til landsins, til að stunda peningaþvætti eða misnotuð með öðrum hætti.

Nefndin, verði tillagan samþykkt, á að skila niðurstöðum sínum í skýrsluformi svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 1. október 2020. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Alls eru 17 þingmenn skrifaðir fyrir henni.

Rétt að óháður aðili rannsaki, ekki bara Seðlabankinn sjálfur

Í greinargerð með tillögunni segir að fjárfestingarleiðin hafi verið gagnrýnd af ýmsum ástæðum, en telja verði sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðu um aflandseignir og skattaundanskot á síðustu misserum að leitast verði við að rannsaka og fjalla um hvort fjárfestingarleiðin hafi stuðlað að því að fjármagn vegna skattaundanskota, sem geymt var í skjóli á aflandseyjum, hafi verið fært til landsins í gegnum fjárfestingarleiðina með afslætti. Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi hafi til að mynda komið fram að ekki væri hægt að útiloka að í einhverjum tilvikum hafi ekki verið farið í einu og öllu að ákvæðum fjárfestingarleiðarinnar.

Þar er enn fremur vísað í skýrslu sem Seðlabanki Íslands lét sjálfur vinna um framkvæmd fjárfestingarleiðarinnar og annarra gjaldeyrisútboða á árunum 2011 og 2015, og birt var í ágúst síðastliðnum og sagt að í þeirri skýrslu kunni einhver svör að liggja við þeim spurningum sem skipun rannsóknarnefndar á að svara. „Í ljósi þeirra gríðarlegu miklu fjármuna og áhrifa sem fjárfestingaleiðin hefur haft á íslenskt efnahagslíf er að mati flutningsmanna réttast að óháður aðili fjalli um framkvæmd útboðanna frekar en sá aðili sem rannsóknin mun snúa að.“

206 milljarðar króna

Fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­leið Seðla­­­­­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­­­­­­ar­­­­­­lega umdeild aðferð sem Seðla­­­­­­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­­­­­­hengju, krón­u­­­­­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­­­­­­­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­­­­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­­­­­ari losun þeirra hafta. Sam­­­­­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­­­­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­­­­­stæð­­­­­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka. 

Þeir sem tóku á sig „tap­ið“ í þessum við­­­­­­skiptum voru aðilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu kom­­­­­­ast út úr íslenska hag­­­­­­kerf­inu með þær. Þeir sem „græddu“ voru aðilar sem áttu erlendan gjald­eyri en voru til­­­­­­­­­­­búnir að koma til Íslands og fjár­­­­­­­­­­­festa fyrir hann. Seðla­­­­­­bank­inn var síðan í hlut­verki milli­­­­­­­­­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­­­­­skiptin mög­u­­­­­­leg.  Líkt og verslun sem leiddi heild­­­­­­sala og neyt­endur sam­­­­­­an.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­leið­inni frá því í febr­­­­­­úar 2012 til febr­­­­­­úar 2015, þegar síð­­­­­­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­­­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­­­­­­ar­inn­­­­­­ar, sem sam­svarar um 206 millj­­­­­­örðum króna.

Ef þeir sem komu með þennan gjald­eyri til Íslands hefðu skipt þeim á opin­beru gengi Seðla­­­­­­bank­ans, líkt og venju­­­­­­legt fólk þarf að gera, hefðu þeir fengið um 157 millj­­­­­­arða króna fyrir hann. Virð­is­aukn­ingin sem fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­leiðin færði eig­endur gjald­eyr­is­ins í íslenskum krónum var því 48,7 millj­­­­­­arðar króna. Skil­yrt var að binda þyrfti féð sem fært var inn í landið með þessu hætti í fast­­­­­­eign­um, verð­bréf­um, fyr­ir­tækjum eða öðrum fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­kost­­­­­­um. Því má segja að þeir sem hafi nýtt sér fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­ina hafi fengið um 20 pró­­­­­­sent afslátt af þeim eignum sem þeir keyptu.

794 inn­­­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leiðar Seðla­­­­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­­­sent þeirrar fjár­­­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi.

Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­­kvæmt skil­­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­­­­­­ar­inn­­­­­­ar. Afslátt­­­­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­­­bank­ans er um 17 millj­­­­­­arðar króna.

Í skýrslu sem Seðla­banki Íslands birti um fjár­fest­ing­ar­leið­ina í sumar kom fram aflands­fé­lög frá lág­skatta­svæðum hefðu flutt inn 2,4 pró­sent af heild­ar­fjár­fest­ingu í gegnum leið­ina. Eðli­legt væri,  í ljósi sög­unn­ar, að gagn­rýna að það hefði verið ger­legt að ferja fjár­muni frá slíkum svæðum í gegnum hana.  

Samherji á meðal þeirra sem nýttu sér leiðina

Þótt stjórn­völd hafi ekki viljað upp­lýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leið­ina hingað til þá hafa fjöl­miðlar getað upp­lýst um félög í eigu aðila sem það gerð­u. Á meðal þeirra sem hafa nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­munds­­sona, Hreið­­ars Más Sig­­urðs­­son­­ar, Jóns Ólafs­­son­­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­­spyrn­u­­manns­ins Gylfa Þórs Sig­­urðs­­son­­ar, Ólafs Ólafs­­son­­ar, Hjör­­leifs Jak­obs­­son­­ar, Ármanns Þor­­valds­­son­­ar, Kjart­ans Gunn­­ar­s­­son­­ar, Skúla Mogensen, rekstrarfélags Iceland Foods, Alvogen, Karls og Stein­gríms Wern­er­s­­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­­ar.

Á meðal annarra sem nýttu sér fjárfestingarleiðina var til að mynda félag í eigu Samherja, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga. Um er að ræða félagið Esju Seafood á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu. Esja Seafood lánaði öðru félagið Samherja, Kaldbaki, um tvo milljarða króna árið 2012 í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Í Stundinni á þriðjudag var greint frá því að Kaldbakur hafi meðal annars lánað enn öðru félagi Samherja, Kattanefi ehf., 300 milljónir króna til að fjárfesta í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Það félag var svo selt til Ramses II ehf., félags í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, árið 2017, á 325 milljónir króna. Samherji lánaði Ramses II fyrir kaupunum.

Rannsókn vegna undanskota á lokastigi

Kjarninn greindi frá því í lok síðustu viku að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafi um nokk­urt skeið haft eitt mál tengt ein­stak­lingi sem nýtti sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands til form­legrar rann­sókn­ar. Með­ferð þess máls er langt komin og ákvörðun um refsi­með­ferð verður tekin á næstu dögum eða örfáu vik­um. Í því máli er grunur um und­an­skot fjár­magnstekna er nemur á þriðja hund­rað millj­óna króna.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði þá við Kjarnann að embættið hafi alls aflað gagna í um tíu málum ein­stak­linga eftir að það fékk afhent gögn um þá sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina sem leiddi til hinnar form­legu rann­sóknar á mál­inu sem nú er beðið ákvörð­unar um refsi­með­ferð í. 

Að sögn Bryn­dísar er emb­ætti rík­is­skatt­stjóri líka með umrædd gögn um þá sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina. „Til að koma í veg fyrir tví­verknað sam­mælt­ust emb­ættin um að þau yrðu skoðuð frekar undir for­merkjum eft­ir­lits. Ef við þá skoðun vaknar grunur um skatt­svik ber að til­kynna skatt­rann­sókn­ar­stjóra þar um sem tekur ákvörðun um fram­hald máls­ins. Það hefur að minnsta kosti ekki enn verið gert.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar