Hótanir um lokun álversins í Straumsvík ekki nýjar af nálinni

Í kjaradeilum hafa fyrirhuguð verkföll starfsmanna álversins verið sögð geta valdið því að álverið leggi upp laupana. Þar að auki var fyrirhuguð stækkun álversins sem var hafnað í kosningu sögð „forsenda þess að fyrirtækið geti haldið velli.“

straumsvíkurmynd.jpg
Auglýsing

Núna er það orku­samn­ingur við Lands­virkjun sem gæti valdið því að Rio Tin­to, sem rekur álverið í Straums­vík, ákveði að loka álver­inu. Áður voru verk­föll sögð ógna fram­tíð álvers­ins. Á einum tíma­punkti var það kosn­ing um fyr­ir­hug­aða stækkun álvers­ins sem ræði úrslitum um fram­tíð þess. Kjarn­inn tók saman nokkur til­vik þar sem fram­tíð álvers­ins í Straums­vík var, að mati stjórn­enda og eig­enda, í höndum ann­arra en þeirra sjálfra.

Auglýsing

Mál dags­ins í dag

Í febr­úar á þessu ári sendi Rio Tinto frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem sagt var frá því að félagið leit­aði allra leiða til þess að gera álverið arð­bært og sam­keppn­is­hæft á alþjóða­mörk­uð­um, meðal ann­ars með sam­tali við stjórn­völd og Lands­virkj­un. Þá var gert ráð fyrir því að rekstur álvers­ins yrði áfram óarð­bær til skemmri og með­al­langs tíma sökum ósam­keppn­is­hæfs orku­verðs og lágs verðs á áli í sögu­legu sam­hengi, að því er segir í til­kynn­ing­unni.Nú, tæpu hálfu ári síð­ar, hefur Rio Tinto sent form­lega kvörtun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þess að félagið telur Lands­virkjun hafa yfir­burða­stöðu gagn­vart álver­inu. Láti Lands­virkjun ekki af „skað­legri hátt­semi sinn­i“  muni ISAL segja upp orku­samn­ingi sínum við Lands­virkjun og loka álver­inu.Staðið í vegi fyrir verk­föllum

Miklar deilur stóðu yfir árið 2015 um kjör starfs­manna álvers­ins og í nóv­em­ber það ár var deilan komin í algjöran hnút. Starfs­menn voru á leið í verk­fall sem hefj­ast átti 2. des­em­ber. Fari starfs­menn álvers­ins í verk­fall þurfa þeir að halda vinnu sinni áfram í tvær vikur frá því að verk­fall hefst. Það er gert til þess að hægt sé að slökkva á kerjum álvers­ins til að lág­marka það tjón sem verður þegar bein­línis er slökkt á álver­inu.Skömmu áður en verk­fall átti að hefj­ast sagði Ólafur Teitur Guðna­son, þáver­andi tals­maður Rio Tinto á Íslandi, í sam­tali við Morg­un­blaðið að ekki væri víst að kveikt yrði aftur á kerjum álvers­ins ef til þess kæmi að slökkt yrði á þeim.Þetta varð til þess að verk­fall­inu var aflýst. Gylfi Ingv­ars­son, sem var í for­svari fyrir starfs­menn álvers­ins, sagði stjórn­endur álvers­ins hafa stillt starfs­mönnum þess upp við vegg. Það hafi þeir gert með því að segja afdrif kjara­bar­átt­unnar ráð­ast hjá stjórn­endum Rio Tinto í útlöndum ef til verk­falls hefði kom­ið. Margir túlk­uðu þau skila­boð þannig að álver­inu gæti lokað til fram­búðar ef til fram­leiðslu­stopps kæmi.Svip­uðum hót­unum var beitt í kjara­deilu í Straums­vík í kjara­deilu sem hófst haustið 1991. „Við höfum síðan í haust staðið í samn­inga­þófi við Ísal. Það er alveg sama um hvað er rætt, þeir hóta alltaf að loka álver­inu og flytja starf­sem­ina úr landi, ef við göngum ekki að öllum kröfum þeirra. Þetta er óþol­andi. Við kunnum ekki við þessar sífelldu hót­anir og semjum ekki undir slíkum þrýst­ing­i,“ sagði Sig­urður T. Sig­urðs­son, þáver­andi for­maður Verka­manna­fé­lags­ins Hlífar í Hafn­ar­firði, í sam­tali við DV í maí 1992.Stækkun „for­senda þess að álverið geti haldið velli“ 

Árið 1999 hófst und­ir­bún­ingur fyrir stækkun álvers­ins í Straums­vík. Álverið hafði keypt lóð af Hafn­ar­firði undir stækk­aða verk­smiðju, fram­kvæmdin hafði stað­ist umhverf­is­mat og starfs­leyfi hafði verið veitt. En stækk­unin útheimti breyt­ingu á deiliskipu­lagi og um nýja til­lögu að deilu­skipilagi kusu Hafn­firð­ingar um árið 2007.Á þessum tíma átti Alcan álverið í Straums­vík, en Alcan rann síðar inn í Rio Tinto. Alcan réðst í mikið kynn­ing­ar­starf á stækk­un­inni. Byggja átti tvo nýja kerskála, til við­bótar við þá þrjá sem fyrir voru, og fram­leiðslu­getan átti að fara úr 180 þús­und tonnum af áli á ári upp í 460 þús­und tonn. „Stækkun álvers­ins í Straums­vík er for­senda þess að fyr­ir­tækið geti haldið velli í sam­keppni við önnur álver um allan heim á næstu ára­tug­um,“ voru ein af rökum Alcan fyrir stækkun álvers.Á Alþingi körp­uðu um málið þeir Hall­dór Ásgríms­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Ögmundur Jón­as­son, þáver­andi þing­maður Vinstri grænna, í mars 2006.  „Auð­vitað er í því fólgin hótun ef stjórn­völdum er gerð grein fyrir því að til álita komi að loka álver­inu í Straums­vík ef ekki verði farið að vilja álfyr­ir­tæk­is­ins.“ sagði Ögmund­ur.

Auglýsing


Hall­dór svar­aði því til að hann hefði átt fund með einum af for­stjórum Alc­an. Í sam­tali þeirra hefðu engar hót­anir verið settar fram né heldur dag­setn­ing lok­un­ar. „En það liggur í hlut­ar­ins eðli að ef fyr­ir­tæki geta ekki þró­ast miðað við fram­tíð­ar­kröfur og breyttar aðstæður þá hefur það áhrif á þau,“ sagði hann enn fremur um mál­ið.Í sam­tali við Frétta­blaðið í jan­úar 2007 sagði Hrannar Pét­urs­son, þáver­andi upp­lýs­inga full­trúi Alcan á Íslandi, að ef stækk­unin yrði ekki sam­þykkt í íbúa­kosn­ingu þá væri það upp­hafið að endi álvers­ins. „Það getur vel farið svo að álver­inu verði lokað ef það verður ekki stækk­að. Við viljum stækka það til að tryggja sam­keppn­is­hæfni þess til lengri tíma á alþjóð­legum mark­aði, þannig að álverið geti verið hér í að minnsta kosti 40 ár í við­bót,“ sagði Hrannar í sam­tali við blað­ið.Hafn­firð­ingar sýndu, eðli máls­ins sam­kvæmt, mál­inu mikla athygli en búist var við því að kosn­ingin yrði nokkuð jöfn. Kosn­ing fór fram þann 31. mars og var stækk­un­inni hafnað með mjög tæpum meiri­hluta. Á móti voru 6.382 en 6.294 voru með. Ein­ungis 88 atkvæði skildu fylk­ing­arnar að.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar