Hótanir um lokun álversins í Straumsvík ekki nýjar af nálinni

Í kjaradeilum hafa fyrirhuguð verkföll starfsmanna álversins verið sögð geta valdið því að álverið leggi upp laupana. Þar að auki var fyrirhuguð stækkun álversins sem var hafnað í kosningu sögð „forsenda þess að fyrirtækið geti haldið velli.“

straumsvíkurmynd.jpg
Auglýsing

Núna er það orku­samn­ingur við Lands­virkjun sem gæti valdið því að Rio Tin­to, sem rekur álverið í Straums­vík, ákveði að loka álver­inu. Áður voru verk­föll sögð ógna fram­tíð álvers­ins. Á einum tíma­punkti var það kosn­ing um fyr­ir­hug­aða stækkun álvers­ins sem ræði úrslitum um fram­tíð þess. Kjarn­inn tók saman nokkur til­vik þar sem fram­tíð álvers­ins í Straums­vík var, að mati stjórn­enda og eig­enda, í höndum ann­arra en þeirra sjálfra.

Auglýsing

Mál dags­ins í dag

Í febr­úar á þessu ári sendi Rio Tinto frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem sagt var frá því að félagið leit­aði allra leiða til þess að gera álverið arð­bært og sam­keppn­is­hæft á alþjóða­mörk­uð­um, meðal ann­ars með sam­tali við stjórn­völd og Lands­virkj­un. Þá var gert ráð fyrir því að rekstur álvers­ins yrði áfram óarð­bær til skemmri og með­al­langs tíma sökum ósam­keppn­is­hæfs orku­verðs og lágs verðs á áli í sögu­legu sam­hengi, að því er segir í til­kynn­ing­unni.Nú, tæpu hálfu ári síð­ar, hefur Rio Tinto sent form­lega kvörtun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þess að félagið telur Lands­virkjun hafa yfir­burða­stöðu gagn­vart álver­inu. Láti Lands­virkjun ekki af „skað­legri hátt­semi sinn­i“  muni ISAL segja upp orku­samn­ingi sínum við Lands­virkjun og loka álver­inu.Staðið í vegi fyrir verk­föllum

Miklar deilur stóðu yfir árið 2015 um kjör starfs­manna álvers­ins og í nóv­em­ber það ár var deilan komin í algjöran hnút. Starfs­menn voru á leið í verk­fall sem hefj­ast átti 2. des­em­ber. Fari starfs­menn álvers­ins í verk­fall þurfa þeir að halda vinnu sinni áfram í tvær vikur frá því að verk­fall hefst. Það er gert til þess að hægt sé að slökkva á kerjum álvers­ins til að lág­marka það tjón sem verður þegar bein­línis er slökkt á álver­inu.Skömmu áður en verk­fall átti að hefj­ast sagði Ólafur Teitur Guðna­son, þáver­andi tals­maður Rio Tinto á Íslandi, í sam­tali við Morg­un­blaðið að ekki væri víst að kveikt yrði aftur á kerjum álvers­ins ef til þess kæmi að slökkt yrði á þeim.Þetta varð til þess að verk­fall­inu var aflýst. Gylfi Ingv­ars­son, sem var í for­svari fyrir starfs­menn álvers­ins, sagði stjórn­endur álvers­ins hafa stillt starfs­mönnum þess upp við vegg. Það hafi þeir gert með því að segja afdrif kjara­bar­átt­unnar ráð­ast hjá stjórn­endum Rio Tinto í útlöndum ef til verk­falls hefði kom­ið. Margir túlk­uðu þau skila­boð þannig að álver­inu gæti lokað til fram­búðar ef til fram­leiðslu­stopps kæmi.Svip­uðum hót­unum var beitt í kjara­deilu í Straums­vík í kjara­deilu sem hófst haustið 1991. „Við höfum síðan í haust staðið í samn­inga­þófi við Ísal. Það er alveg sama um hvað er rætt, þeir hóta alltaf að loka álver­inu og flytja starf­sem­ina úr landi, ef við göngum ekki að öllum kröfum þeirra. Þetta er óþol­andi. Við kunnum ekki við þessar sífelldu hót­anir og semjum ekki undir slíkum þrýst­ing­i,“ sagði Sig­urður T. Sig­urðs­son, þáver­andi for­maður Verka­manna­fé­lags­ins Hlífar í Hafn­ar­firði, í sam­tali við DV í maí 1992.Stækkun „for­senda þess að álverið geti haldið velli“ 

Árið 1999 hófst und­ir­bún­ingur fyrir stækkun álvers­ins í Straums­vík. Álverið hafði keypt lóð af Hafn­ar­firði undir stækk­aða verk­smiðju, fram­kvæmdin hafði stað­ist umhverf­is­mat og starfs­leyfi hafði verið veitt. En stækk­unin útheimti breyt­ingu á deiliskipu­lagi og um nýja til­lögu að deilu­skipilagi kusu Hafn­firð­ingar um árið 2007.Á þessum tíma átti Alcan álverið í Straums­vík, en Alcan rann síðar inn í Rio Tinto. Alcan réðst í mikið kynn­ing­ar­starf á stækk­un­inni. Byggja átti tvo nýja kerskála, til við­bótar við þá þrjá sem fyrir voru, og fram­leiðslu­getan átti að fara úr 180 þús­und tonnum af áli á ári upp í 460 þús­und tonn. „Stækkun álvers­ins í Straums­vík er for­senda þess að fyr­ir­tækið geti haldið velli í sam­keppni við önnur álver um allan heim á næstu ára­tug­um,“ voru ein af rökum Alcan fyrir stækkun álvers.Á Alþingi körp­uðu um málið þeir Hall­dór Ásgríms­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Ögmundur Jón­as­son, þáver­andi þing­maður Vinstri grænna, í mars 2006.  „Auð­vitað er í því fólgin hótun ef stjórn­völdum er gerð grein fyrir því að til álita komi að loka álver­inu í Straums­vík ef ekki verði farið að vilja álfyr­ir­tæk­is­ins.“ sagði Ögmund­ur.

Auglýsing


Hall­dór svar­aði því til að hann hefði átt fund með einum af for­stjórum Alc­an. Í sam­tali þeirra hefðu engar hót­anir verið settar fram né heldur dag­setn­ing lok­un­ar. „En það liggur í hlut­ar­ins eðli að ef fyr­ir­tæki geta ekki þró­ast miðað við fram­tíð­ar­kröfur og breyttar aðstæður þá hefur það áhrif á þau,“ sagði hann enn fremur um mál­ið.Í sam­tali við Frétta­blaðið í jan­úar 2007 sagði Hrannar Pét­urs­son, þáver­andi upp­lýs­inga full­trúi Alcan á Íslandi, að ef stækk­unin yrði ekki sam­þykkt í íbúa­kosn­ingu þá væri það upp­hafið að endi álvers­ins. „Það getur vel farið svo að álver­inu verði lokað ef það verður ekki stækk­að. Við viljum stækka það til að tryggja sam­keppn­is­hæfni þess til lengri tíma á alþjóð­legum mark­aði, þannig að álverið geti verið hér í að minnsta kosti 40 ár í við­bót,“ sagði Hrannar í sam­tali við blað­ið.Hafn­firð­ingar sýndu, eðli máls­ins sam­kvæmt, mál­inu mikla athygli en búist var við því að kosn­ingin yrði nokkuð jöfn. Kosn­ing fór fram þann 31. mars og var stækk­un­inni hafnað með mjög tæpum meiri­hluta. Á móti voru 6.382 en 6.294 voru með. Ein­ungis 88 atkvæði skildu fylk­ing­arnar að.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar