Mósaíkverk Gerðar fær loks að njóta sín til fullnustu

Andlitslyfting er hafin á Tryggvagötunni í Reykjavík. Og í stað bílastæða beint fyrir framan stórfenglegt mósaíkverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu kemur torg svo verkið fái loks notið sín sem skyldi.

Unnið er að endurbótum á Tryggvagötu og fyrir framan mósaíkverk Gerðar Helgadóttur kemur torg.
Unnið er að endurbótum á Tryggvagötu og fyrir framan mósaíkverk Gerðar Helgadóttur kemur torg.
Auglýsing

Fyrir framan Toll­húsið í Reykja­vík er stór og djúp hola. Ofan í henni eru menn með app­el­sínugula hjálma. Þar er líka stór grafa. Og fleiri minni vinnu­vél­ar.Gatan er lokuð fyrir umferð. En gang­stéttin er fær og þar staldra nú margir við og virða fyrir sér lista­verk úr millj­ónum mósaíkflísa – líkt og þeir hafi aldrei séð það áður.Kannski hafa þeir aldrei séð það áður. Að minnsta kosti ekki virt það fyrir sér. Verkið hefur hingað til verið nokkuð falið, beint fyrir framan það voru  bíla­stæði sem voru alltaf umset­in. Fólk lagði þar, læsti bílnum í snar­hasti og stökk svo af stað að sinna erindum sínum í mið­borg­inni.

Auglýsing„Líf­leg og fjöl­breyti­leg almenn­ings­rými“ og „aðl­að­andi borg­ar­brag­ur“ eru leið­ar­ljós við end­ur­gerð Tryggva­göt­unnar sem nú stendur yfir. Mark­miðið er að fegra svæðið og leyfa mósaíkverki Gerðar Helga­dóttur á Toll­hús­inu að njóta sín bet­ur. Framan við verkið verður torg og þar sem svæðið liggur vel við sólu er það talið henta vel sem dval­ar­svæði fyrir veg­far­end­ur. Lista­verkið verður lýst upp og fær nú efni­við­ur­inn að njóta sín betur en áður á þessum 142 fer­metra fleti. Á svæð­inu verða einnig litlir „þoku­úð­ar­ar“, nokk­urs konar vatnsskúlp­t­úr­ar, sem bjóða upp á leik og veita svæð­inu ákveðna dulúð.

Einstefna og torg verður fyrir framan Tollhúsið. Mynd: TölvuteikningMeð þessum hætti er end­ur­bót­unum lýst af Reykja­vík­ur­borg sem stendur að fram­kvæmdum ásamt Veit­um. Lagnir vatns­veitu, hita­veitu og raf­veitu verða end­ur­nýj­að­ar. Margar þeirra eru komnar til ára sinna, en skól­plögnin og kalda­vatns­lögnin eru frá árinu 1925 og hafa því þjónað íbúum og fyr­ir­tækjum í mið­bænum í tæpa öld.Þegar gatan verður opnuð á ný að fram­kvæmdum loknum geta bílar ekið um hana aft­ur. En hún verður þó ein­stefnu­gata og um leið skap­ast rólegra og aðgengi­legra rýmri fyrir gang­andi.Í fróð­leik um Toll­húsið á vef toll­stjórans segir að húsið hafi verið tekið í notkun árið 1971 en arki­tekt þess var Gísli Hall­dórs­son. Vegna þess að hafn­ar­skemma náði í gegnum húsið mynd­að­ist þar 250 m² glugga­laus vegg­flötur út að götu. Bygg­ing­ar­nefnd og arki­tekt voru sam­mála um að slíkur flötur myndi hafa slæm áhrif á heild­ar­götu­mynd­ina, ef ekki væru gerðar sér­stakar ráð­staf­anir til að prýða útlit húss­ins. Aðilar urðu því sam­mála um að reikna með því að láta setja þarna upp var­an­legt lista­verk.

Þokulúðrar, nokkurs konar vatnsskúlptúrar, verða á torginu fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur. Mynd: TölvuteikningÁ þessum tíma fór mikið orð af Gerði Helga­dótt­ur, lista­konu, segir í sam­an­tekt­inni. Hafði hún unnið mikið að mósaíklista­verkum í Þýska­landi og víð­ar. Afráðið var að hafa fyrst sam­band við hana áður en ákveðið yrði hvort efnt yrði til sam­keppni um verk­ið. Oft hafði verið rætt um að verkið þyrfti að spegla lífið við höfn­ina, enda hafði höfnin verið lífæð Reykja­víkur síðan hún var gerð.Gerður Helgadóttir.Þegar rætt var við lista­kon­una varð hún að trax hug­fangin af slíku verki. Varð að sam­komu­lagi að hún fengi teikn­ingar og aðra aðstoð áður en hún færi aftur af landi brott, þar sem hún myndi vinna við til­lög­urnar erlend­is. Lést tveimur árum eftir að verkið var afhjúpaðGerður fékk þann tíma sem hún ákvað sjálf að þyrfti, og þegar hún sneri aftur heim lagði hún nokkrar til­lögur fram til umræðu. Sam­þykkt var án tafar að biðja hana um að vinna verk­ið. Jafn­framt var óskað eftir að gera heild­ar­samn­ing við hana og hið fræga lista­verka­fyr­ir­tæki í Þýska­landi, Bræð­urna Oidt­mann, en Gerður hafði lengi starfað með þeim að upp­setn­ingu frægra lista­verka víða um Evr­ópu. Samn­ingar tók­ust og Gerður vann lista­verkið undir upp­setn­ingu á verk­stæði þeirra bræðra, sem sáu síðan um upp­setn­ingu á Toll­hús­ið.Allt verkið var ein­stak­lega vel af hendi leyst, bæði af hálfu Gerðar Helga­dóttur og Oidt­mann­bræðra, segir í sam­an­tekt­inni. Hefur það æ síðan stað­ist óblíða íslenska veðr­áttu.Það tók Gerði um tvö ár að vinna verk­ið, sem var unnið og sett upp á árunum 1972 og 1973.  Lista­konan lést tveimur árum eftir að Toll­hús­verkið var klárað, aðeins 47 ára göm­ul.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent