Tekjur fjölmiðla minnkað til muna frá því fyrir hrun

Samanlagðar tekjur íslenskra fjölmiðla námu 27,9 milljörðum króna árið 2017, tekjurnar lækkuðu lítillega á milli ára eða um 2 prósent. Hlutdeild RÚV nam 22 prósent af heildartekjum fjölmiðla og um 16 prósent af auglýsingatekjum.

Fjölmiðlar collage
Auglýsing

Tekjur íslenskra fjöl­miðla lækk­uðu lít­il­lega á árinu 2017 frá fyrra ári, eða um tvö pró­sent. Sam­an­lagðar tekjur fjöl­miðla námu 27,9 millj­örðum króna árið 2017. Tekjur af not­enda­gjöldum voru tæpir 15 millj­arðar og af aug­lýs­ingum og kostun rúm­lega 13 millj­arður króna. Hlut­deild einka­rek­inna fjöl­miðla nam 78 pró­sent af sam­an­lögðum tekjum á fjöl­miðla­mark­aði og 84 pró­sent af aug­lýs­inga­tekjum árið 2017, á móti 22 pró­senta og 16 pró­senta hlut Rík­is­út­varps­ins. 

Í kjöl­far hruns­ins dróg­ust tekjur fjöl­miðla tals­vert saman en ­sam­an­lagð­ar­ ­tekjur fjöl­miðla árið 2017 hafa lækkað um 18 pró­sent frá því þegar best lét árin 2006 og 2007. Í dag fellur helm­ing­ur ­tekna fjöl­miðla fellur til sjón­varps og fjórð­ungur til dag­blaða og viku­blaða. Þetta kemur fram í sam­an­tekt Hag­stofu Íslands um tekjur fjöl­miðla. 

Tekjur af útgáfu blaða og tíma­rita hafa lækkað hátt í helm­ing frá árinu 2006

Tals­verður sam­dráttur varð í tekjum fjöl­miðla í kjöl­far efna­hags­hruns­ins árið 2008 en frá árunum 2007 til 2010 lækk­uðu tekjur fjöl­miðla um ríf­lega fjórð­ung. Síðan þá hafa tekj­urnar auk­ist lít­il­lega, þær eru nú sam­bæri­legar við það sem var í kringum alda­mótin og næstu árin þar á eft­ir. Þrátt fyrir sam­drátt í tekjum varð þetta minni sam­dráttur hér­lendis en hjá fjöl­miðlum í öðrum lönd­um, sam­kvæmt Hag­stof­unni. Mest­u mun­aði um sam­drátt í aug­lýs­inga­tekj­um, en þær eru nú 28 pró­sent lægri í dag þær voru hæstar árið 2007, reiknað á föstu verð­lagi. Á sama tíma hafa áskrif­ar­tekjur lít­il­lega hækkað eða um eitt pró­sent.

Auglýsing

Tekju­sam­drátt­ar­ins gætir á ólíkan hátt eftir miðl­um, en sam­drátt­ur­inn er mestur í útgáfu blaða og tíma­rita. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum Hagst­founnar má það að miklu leyti rekja til breyttrar fjöl­miðla­notk­unar með til­komu nýrra og fjöl­breytt­ari leiða við miðlun sjón­varps og myndefn­is, ásamt sífellt auk­innar net­notk­unar almenn­ings og greiðslu aug­lýsenda fyrir birt­ingu aug­lýs­inga á erlend­um vef­miðl­um. Tekjur af útgáfu blaða og tíma­rita hafa þannig lækkað hátt í helm­ing að raun­virði frá árinu 2006. Á sama tíma hafa tekjur hljóð­varps auk­ist um 13 pró­sent og sjón­varps um fjögur pró­sent, á meðan tekjur vef­miðla hafa meira en fjór­fald­ast á föstu verð­lagi.

Hlutur Rík­is­út­varps­ins 22 pró­sent af heild­ar­tekjum fjöl­miðla

Rúv

Frá því að einka­réttur Rík­is­út­varps­ins var afnum­inn í árs­byrjun 1986 og starf­semi einka­rek­inna hljóð­varps- og sjón­varps­stöðva hófst lækk­að­i hlut­deild RÚV í tekjum hljóð­varps og sjón­varps hratt. Frá árinu 1997 hefur hlutur Rík­is­út­varps­ins í heild­ar­tekjum fjöl­miðla lækkað úr 26 pró­sent í 22 pró­sent árið 2017. 

Árið 2017 féllu um 58 pró­sent tekna af hljóð­varpi og um 29 pró­sent tekna af sjón­varps­starf­semi í hlut Rík­is­út­varps­ins, eða alls 35 pró­sent af sam­an­lögðum tekjum hljóð­varps- og sjón­varps­. Af tæp­lega 28 millj­arða króna tekjum fjöl­miðla árið 2017 runnu 21,7 millj­arðar króna til fjöl­miðla í einka­eigu á móti tæp­lega 6,2 millj­örðum króna til Rík­is­út­varps­ins. 

Hlut­deild RÚV í aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla 16 pró­sent

Eftir að ­starf­sem­i einka­rek­inna hljóð­varps- og ­sjón­varps­stöðv­a hófst lækk­aði hlut­deild í RÚV  eðli­lega einnig í aug­lýs­inga­tekj­um. En sam­kvæmt Hag­stof­unni jókst hlutur þess á ný í sam­an­lögðum aug­lýs­inga­tekjum sjón­varps frá hruni. Hlut­deild þess hefur frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 til 48 pró­sent, en árið 2017 var hlut­deild RÚV 48 pró­sent. Hins vegar hefur hlutur RÚV í aug­lýs­inga­tekjum hljóð­varps lækkað tals­vert frá 2013, eða úr 45 í 34 pró­sent árið 2017.

Í heild­ina var hlut­deild RÚV í aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla 16 pró­sent árið 2017. Það ár runnu 11 millj­arðar króna af aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla til einka­að­ila á móti tveimur millj­örðum króna sem féllu í hlut Rík­is­út­varps­ins. Á sama tíma nam hlut­deild þess í aug­lýs­inga­tekjum hljóð­varps 34 pró­sent og 48 pró­sent í aug­lýs­inga­tekjum sjón­varps. Sam­an­lögð hlut­deild Rík­is­út­varps­ins á útvarps­mark­aði árið 2017 var 41 pró­sent.

Mynd: Hagstofa Íslands

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent