Meirihluti landsmanna andvígur innflutningi á fersku kjöti

Rúm 52 prósent landsmanna eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum í samræmi við EES- samninginn samkvæmt nýrri könnun. Tæplega þriðjungur landsmanna sagðist aftur á móti hlynntur tilslökun reglnanna.

Kjöt
Auglýsing

Meiri­hluti lands­manna er and­vígur því að slakað verði á reglum um inn­flutn­ing á ferskum mat­vælum í sam­ræmi við EES-­samn­ing­inn eða alls 52 pró­sent.  Flestir svar­enda sögð­ust vera mjög and­vígir til­slökun slíkra reglna eða um 34,4 pró­sent en frekar and­víg voru um 15 pró­sent. Um þriðj­ungur lands­manna eða rúm 32 pró­sents sagð­ist vera frekar ­fylgj­andi til­slök­un. Þeir sem svör­uðu hvorki né eða vildu ekki svara voru um 20 pró­sent. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter ­rann­sóknir unnu fyrir Frétta­blaðið. Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 28. febr­úar og 1. mar­s. 

Stuðn­ings­fólk Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og Pírata hlynnt til­slökun

Í könn­un­inni var spurt var „Hversu hlynntur eða and­vígur ertu því að slakað verði á reglum um inn­flutn­ing á ferskum mat­vælum í sam­ræmi við EES samn­ing­inn?“ Sé litið til afstöðu eftir stjórn­mála­flokkum þá má sjá að stuðn­ings­fólk Við­reisnar og Sam­fylk­ing­ar­innar eru lík­leg­ust til að vera hlynnt inn­flutn­ing eða tæp 60 pró­sent af stuðn­ings­fólki Við­reisnar og 53 pró­sent stuðn­ings­fólks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Meiri­hluti stuðn­ings­fólks Pírata voru einnig hlynnt til­slökun á regl­unum eða um 52 pró­sent. Af þeim sem sögð­ust styðja Vinstri grænna voru aðeins 19 pró­sent hlynntir til­slök­un­inni en alls 67 pró­sent and­víg. 

Auglýsing

Rétt rúmur helm­ingur stuðn­ings­fólks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, 52 pró­sent, er and­víg­ur til­slök­un, stór hluti þeirra vildi hins vegar ekki taka ekki afstöðu en um 32 pró­sent þeirra segj­ast hlynnt þeim. And­staða við inn­flutn­ing­inn er þó mest meðal stuðn­ings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins þar sem ein­ungis 10 pró­sent eru hlynnt inn­flutn­ingi á ferskum mat­væl­um. Af stuðn­ings­mönnum Mið­flokks­ins ­sögðust 15 pró­sent vera hlynnt til­slök­un­inni.

Í nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­inn­ar kemur einnig fram að mun fleiri eru and­vígir til­slökun regl­anna á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Jafn­framt kemur fram að að stuðn­ingur við inn­flutn­ing eykst með mennt­un­ar­stigi fólks og auknum tekj­um, með þó þeirri und­an­tekn­ing­u að færri eru and­vígur meðal þeirra sem hafa lægstu tekj­urn­ar. Afstaðan er nokkuð breyti­leg eftir aldri en þeir sem eru 65 ára og eldri eru þó tölvört and­víg­ari til­slök­un­inni en aðeins 20 pró­sent þeirra sögð­ust vera fylgj­and­i til­slök­un. 

Brot á EES-­samn­ingnum

Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, kynnti í lok febr­úar frum­varp sem felur í sér að fryst­i­­skylda á inn­­­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­­sneyddri mjólk. Frum­varpið er lagt fram í kjöl­far þess að á síð­­­ustu tveimur árum hafa bæði EFTA-­­dóm­­stóll­inn og Hæst­i­­réttur Íslands stað­­fest að íslensk stjórn­­völd hafa brotið gegn EES-­samn­ingn­um ­með núver­and­i ­leyf­­is­veit­inga­­kerfis vegna inn­­­flutn­ings á ákveðnum land­­bún­­að­­ar­af­­urðum innan Evr­­ópska efna­hags­­svæð­is­ins. Þá hefur skaða­­bóta­­skylda íslenska rík­­is­ins vegna þessa verið stað­­fest. 

Í til­­kynn­ingu frá ráðu­­neyt­inu segir að mark­mið frum­varps­ins sé að íslensk stjórn­­völd standi við þær alþjóð­­legu skuld­bind­ingar sem Ísland hafi und­ir­­geng­ist á sama tíma og öryggi mat­væla og vernd  lýð­heilsu og búfjár­­­stofna sé tryggð. Ráð­herra kynnti því sam­tím­is­ að­gerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum með það fyrir augum að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. ­­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­­­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­­em­ber næst­kom­and­i. 

Frum­varps­drögin eru nú í sam­ráðs­gátt ­stjórn­valda en skiptar ­skoð­anir eru um frum­varps­drög­in. Bænda­sam­tök Íslands hafa gagn­rýnt frum­varpið harð­lega í umsögn sinni um frum­varpið sem og gras­rót Fram­sókn­ar­flokks­ins. Félag atvinnu­rek­anda sem hafa barist fyrir að regl­unum sé breytt und­an­farin ár fagna hins vegar frum­varp­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent