Meirihluti landsmanna andvígur innflutningi á fersku kjöti

Rúm 52 prósent landsmanna eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum í samræmi við EES- samninginn samkvæmt nýrri könnun. Tæplega þriðjungur landsmanna sagðist aftur á móti hlynntur tilslökun reglnanna.

Kjöt
Auglýsing

Meirihluti landsmanna er andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum í samræmi við EES-samninginn eða alls 52 prósent.  Flestir svarenda sögðust vera mjög andvígir tilslökun slíkra reglna eða um 34,4 prósent en frekar andvíg voru um 15 prósent. Um þriðjungur landsmanna eða rúm 32 prósents sagðist vera frekar fylgjandi tilslökun. Þeir sem svöruðu hvorki né eða vildu ekki svara voru um 20 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Könnunin var framkvæmd dagana 28. febrúar og 1. mars. 

Stuðningsfólk Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata hlynnt tilslökun

Í könnuninni var spurt var „Hversu hlynntur eða andvígur ertu því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum í samræmi við EES samninginn?“ Sé litið til afstöðu eftir stjórnmálaflokkum þá má sjá að stuðningsfólk Viðreisnar og Samfylkingarinnar eru líklegust til að vera hlynnt innflutning eða tæp 60 prósent af stuðningsfólki Viðreisnar og 53 prósent stuðningsfólks Samfylkingarinnar. Meirihluti stuðningsfólks Pírata voru einnig hlynnt tilslökun á reglunum eða um 52 prósent. Af þeim sem sögðust styðja Vinstri grænna voru aðeins 19 prósent hlynntir tilslökuninni en alls 67 prósent andvíg. 

Auglýsing

Rétt rúmur helmingur stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins, 52 prósent, er andvígur tilslökun, stór hluti þeirra vildi hins vegar ekki taka ekki afstöðu en um 32 prósent þeirra segjast hlynnt þeim. Andstaða við innflutninginn er þó mest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins þar sem einungis 10 prósent eru hlynnt innflutningi á ferskum matvælum. Af stuðningsmönnum Miðflokksins sögðust 15 prósent vera hlynnt tilslökuninni.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur einnig fram að mun fleiri eru andvígir tilslökun reglanna á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt kemur fram að að stuðningur við innflutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum, með þó þeirri undantekningu að færri eru andvígur meðal þeirra sem hafa lægstu tekjurnar. Afstaðan er nokkuð breytileg eftir aldri en þeir sem eru 65 ára og eldri eru þó tölvört andvígari tilslökuninni en aðeins 20 prósent þeirra sögðust vera fylgjandi tilslökun. 

Brot á EES-samningnum

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, kynnti í lok febrúar frum­varp sem felur í sér að frysti­skylda á inn­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­sneyddri mjólk. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar þess að á síð­ustu tveimur árum hafa bæði EFTA-­dóm­stóll­inn og Hæsti­réttur Íslands stað­fest að íslensk stjórn­völd hafa brotið gegn EES-samn­ingn­um með núverandi leyf­is­veit­inga­kerfis vegna inn­flutn­ings á ákveðnum land­bún­að­ar­af­urðum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Þá hefur skaða­bóta­skylda íslenska rík­is­ins vegna þessa verið stað­fest. 

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að mark­mið frum­varps­ins sé að íslensk stjórn­völd standi við þær alþjóð­legu skuld­bind­ingar sem Ísland hafi und­ir­geng­ist á sama tíma og öryggi mat­væla og vernd  lýð­heilsu og búfjár­stofna sé tryggð. Ráðherra kynnti því samtímis aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­gerðum með það fyrir augum að verja íslenska búfjár­stofna og bæta sam­keppn­is­­stöðu inn­­­lendrar mat­væla­fram­­leiðslu. ­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda en skiptar skoðanir eru um frumvarpsdrögin. Bændasamtök Íslands hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega í umsögn sinni um frumvarpið sem og grasrót Framsóknarflokksins. Félag atvinnurekanda sem hafa barist fyrir að reglunum sé breytt undanfarin ár fagna hins vegar frumvarpinu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent